Morgunblaðið - 05.08.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 05.08.1995, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JMdygnttliflafeito D 1995 LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST BLAD Fundur Heims- sambands piymp- íunefnda á íslandi? MARIO Vázquez Rana, forseti Heimssambands Ólympíunefnda, var hér á landi um helgina og lýsti yfir áhuga á að halda aðalstjórnarfund Heimssam- bandsins 1997 á íslandi, um leið og Smáþjóðaleikar Evrópu fara fram. „Það yrði auðvitað mikill heiður fyrir ísland og gott mál fyrir okkur sem ráðstefnu- þjóð. Hér yrðu á sama tíma allir helstu leiðtogar ólympiuhreyfingarinnar, Sam'aranch, forsti IOC vegna smáþjóðaleikanna og forsetar allra álfusamtakanna, en þeir eru jafnframt varaforsetar heimssambands- ins. Það sækja eflaust fleiri þjóðir um að halda þenn- an fund, en við gerum það á þeim forsendum að Smáþjóðaleikarnir verða hér, og forsetinn hefur áhuga á að svona smáþjóðaleikum verði komið á í fleiri heimsálfum. Þar af leiðandi yrði kjörið að halda þenn- an aðalstjómarfund hér og fylgjast með framkvæmd smáþjóðaleikanna í leiðinni,“ sagði Júlíus. BLAK || LANDSMÓTIÐ í GOLFI HKgegn Holte IF Íslands- og bikarmeistar HK munu í haust taka þátt í Evrópumeist- arakeppni félagsliða í blaki í fyrsta skipti. Andstæðingar HK eru heldur ekki af verri endanum því þeir dróg- ust á móti hinum firnasterku dönsku meistumm, Holte IF. Lið Holte hefur lengi verið í fremstu röð í Danmörku og ef hægt er að tala um stórklúbb þá er Holte dæmi um það, með nokkra landsliðsmenn innanborðs og félagið hefur oft komist langt í keppninni. Samkvæmt leikjaplani keppninnar þá eiga leikimir að fara fram í október, sá fyrri 14. eða 15. og seinni 21. eða 22. október en leikmenn HK hafa uppi áform um að selja ekki heimaleik sinn heldur leika hann hérlendis þó svo að for- ráðamenn Holte hafi þegar biðlað til þeirra um að leika báða leikina ytra. Framhald í Sviss Það lið sem bíður lægri hlut í við- ureignunum mun sjálfkrafa lenda í framhaldskeppni Evrópublaksam- bandsins sem verður leikin í desem- ber í Sviss en þar leika fjögur lið saman í riðli í svokallaðri félagsliða- keppni. Líklegt verður að telja að það verði hlutskipti HK en leikmenn félagsins hafa þegar hafið æfingar og stefna ótrauðir að því að koma á óvart. Leifur dæmir Leifur Harðarson mun verða fyrsti íslendingurinn til að dæma leik í Evrópumeistarakeppni félagsl- iða en hann hefur fengið boð Evrópu- sambandsins um að hann verði aðal- dómari í leik Ragazzi frá Skotlandi og Batsfjord frá Noregi í október. KNATTSPYRNA IA og FH saman út FYRRI Evrópuleikir ÍA og FH verða á þriðjudagskvöldið, báðir á útivelli. Skagamenn leika við Shelbourne í Irlandi en FH—ingar gegn Glenavon frá Norður- Irlandi. Liðin hafa tekið höndum saman og fara með sömu leiguvél frá flugfélaginu Atlanta á sunnu- dagskvöldið. Síðan verður farið heim strax að loknum leikjunum á þriðjudagskvöld og komið heim eftir miðnætti. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson KAREN Sævarsdóttir grípur um höfuð sér í geðshræringu eftir aö sjöundl íslandsmelstaratltilllnn í röö var í höfn. Bar- áttan var mlkll í gær, en Karen var vandanum vaxln. BJörg- vin Sigurbergsson varö hins vegar íslandsmeistari í fyrsta skipti og fagnar, á myndinn! til hliðar, eftir síðasta pútt sltt. Björgvin ogKaren meistarar BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Golfklúbbnum Keili varð ís- landsmeistari í fyrsta skipti í gær, er landsmótinu í golfi lauk á Strand- arvelli við Hellu og Karen Sævars- dóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja tryggði sér Islandsmeistaratitilinn í kvennaflokki sjöunda árið í röð. Björgvin setti nýtt vallarmet á Strandarvelli og Birgir Leifur Haf- þórsson úr Leyni, sem varð í öðru sæti, jafnaði gamla metið. Björgvin hafði orðið þriðji á síð- ustu þremur landsmótum, þannig að sigur hans í gær var kærkom- inn. Hann hafði forystu allt mótið, lék á 71 höggi fyrsta daginn og gaf aldrei eftir upp frá því. Fyrir síðasta dag hafði Björgvin fimm högga forskot á hinn stórefnilega Birgi Leif, sem lék mjög vel í gær — á einu höggi undir pari. Hann náði að minnka forskotið í tvö högg en komst ekki nær og Björgvin fagnaði sanngjörnum sigri. Árangur Björgvins á mótinu er nýtt vallarmet á 72 holum. Hann lék á 281 höggi. Gamla metið átti Úlfar Jónsson, Keili, 284 högg, sem hann setti 1991 er hann varð ís- landsmeistari á Strandarvelli. Það met jafnaði Birgir Leifur nú. ■ Landsmótið / D2 SEX ÍSLENDINGAR Á HM í FRJÁLSÍÞRÓTTUM SEM HEFST í DAG / D4

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.