Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 2
2 D LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMOTIÐ I GOLFI Frábært einvígi Björgvins og Birgis Leifs Biðin loks á enda hja Bjorgvin BJÓRGVIN Sigurbergsson úr Keili varð í gær íslandsmeistari ígolfi eftir mikla og harða keppni við Birgi Leif Hafþórs- son úr Leyni. Björgvin lék hol- urnar 72 á 281 höggi og setti vallarmet ífjórum hringjum á Strandarvelli. Gamla metið átti Úlfar Jónsson, einnig úr Keili, en það setti hann árið 1991 er hann varð íslandsmeistari, lék þá á 284 höggum eins og Birg- ir Leif ur gerði í þessu móti. Þriðji varð síðan annar Akur- nesingur, Þórður Emil Ólafs- son, lék á 295 höggum einsog Björn Knútsson úr Keili, en Þorður Emil hafði betur í um- spili. Baráttan hófst strax á fyrstu braut og það varð strax ljóst að hinn ungi Skagamaður, Birgir m^m Leifur ætlaði ekkert Skúli Unnar að gefa eftir þó svo Sveínsson Björgvin ætti fimm skrífar högg á hann er leik- ur hófst. Birgir Leif- ur lék mjög grimmt og ákveðið og var greinilega staðráðinn í að láta Björgvin hafa fyrir hlutunum. Björgvin missti upphafshöggið á fyrstu holu en bjargaði skolla. Eftir þrjár fyrstu holurnar var forysta Björgvins komin niður í tvö högg. Hann lék á skolla, pari og skolla, en Birgir Leifur á pari, fugli og pari. Björgvin vann eitt högg til baka á 4. holu þegar Birgir Leifur lék á skolla en missti síðan annað á þeir'ri næstu er hann lék pari en Birgir Leifur á fugli. Munurinn því tvö högg og þannig hélst hann framá 12 holu, sem skipti sköpum í þessari miklu baráttu. Þeir léku allar holurnar á pari nema 8. sem- þeir léku báðir á einu undir. Úrslitin ráðast Það má tala um þrjá vendipunkta í hringum hjá þeim félögum. Fyrst var það á 6. braut. Björgvin átti ágætt teighögg en var vinstra meg- in í kargangum, sló inná í næsta höggi en boltínn var alveg fremst en holan aftast á efri pallinum. Margir höfðu verið allt of langir er þeir púttuðu þaðan en Björgvin lagði uppað og fékk par. Annað högg Birgis Leifs var gæsilegata högg dagsins. Hann var á braut hægra megin og þurfti að slá yfir sandhólana og hafði mjög lítið svæði til að vinna með og stór- hætta var af sandhólunum. Hann vissi sem var að hann várð að taka áhættu og sló beint á holu og bolt- inn stopaði þrjá metra frá holu, en púttið misheppnaðist og báðir fengu par. Önnur þáttaskilin urðu á 7. brautinni þegar Björgvin átti tvö högg. Upphafshögg hans var í bakkanum og algjörlega ósláanleg- ur en hann lét sig samt hafa það að slá og kom boltanum yfir braut- ina og í þægilegan karga. Þaðan sló hann vel inná og setti svo niður gríðarlega erfitt pútt og fékk par. Þetta pútt mun Björgvin muna lengi. Næstu þáttaskil urðu á 12. braut- inni, sem er par þrír, 145 metrar. Björgvin var inná í upphafshögginu en bolti Birgis Leifs skoppaði yfir og lá í háu og þéttu grasi. Hann sló ákveðið en boltinn rúllaði yfir og hann notaði pútter til að leggja uppað og setti síðan niður, fékk skolla. Björgvin setti hins vegar niður nokkuð langt pútt og fékk fugl og þar með var munurinn orð- inn fjögur högg og alveg ljóst að Björgvin ætlaði ekki að gera nein afdrifarík mistök og þrátt fyrir frá- bært golf átti Skagamaðurinnlitla möguleika á að jafna við Björgvin. Björgvin vann síðan eitt högg til viðbótar á 14. braut og þar með var björninn unninn. Báðir fengu fugl á 15. braut og par á þeirri 16. - og Björgvin var þá einn undir eftir daginn og í heildina en Birgir Leif- ur á parinu. Björgvin endaði síðan með skolla og skolla en Birgir Leif- ur á tveimur pörum og því einn undir á hringnum. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjst með einvígi þeirra Björg- vins og Birgis Leifs. Báðir léku mjög vel og þeir 130 áhorfendur sem lögðu á sig að ganga með þeim í talsverðum vindi og mikilli rign- ingu voru búnir að gleyma veðrinu um leið og inn í skála var komið því mikið þurfti að ræða um öll þau snilldarhögg sem þeir félagar slógu. Björgvin er verðugur íslandsmeist- ari, hann er míkill íþróttamaður og drengur góður og hefur verið að sækja sig að undanförnu. Hann var í þriðja sæti á síðustu þremur lands- mótum en hans tími er greinilega kominn. Birgir Leifur varð í öðru sæti í fyrra og þarf að bíða enn um sinn eftir þessum eftirsótta titli, en hans tími mun koma — á því er ekki nokkur vafi. Góða verslunarmannahelgi. Sjáumst á landsleiknum! Landsmótið MEISTARAFLOKKUR KVENNA Lokastaða. Karen Sævarsdóttir, GS........................75 77 79 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR..............83 76 79 Þórdís Geirsdóttir, GK...........................81 78 80 ÓlöfMaríaJónsdóttir.GK......................78 83 84 HerborgArnardóttir.GR.......................86 77 79 MEISTARAFLOKKUR KARLA. Lokastaðan. Björgvin Sigurbergsson GK...................71 70 69 BirgirHafþórsson.GL...........................75 71 69 ÞórðurE.Olafsson.GL..........................73 72 75 Björn Knútsson, GK...............................76 72 73 HelgiÞórisson.GS.................................73 71 80 ÖrnÆ.Hjartarson,GS........................ 79 70 73 Kristinn Bjarnason, GL..........................75 73 76 Guðmundur Sveinbjörnsson, GK............81 77 68 Sveinn Sigurbergsson, GK.....................75 75 77 TryggviTraustason, GK........................82 74 73 ÖrnArnarson.GA.................................74 72 78 Björgvin Þorsteinsson, GA.....................75 74 73 Helgi Dan Steinsson, GA.......................81 72 77 Hjalti Pálmason, GR..............................76 74 79 JónH.Guðlaugsson.GKj.......................75 77 77 Tryggvi Pétursson, GR..........................78 74 78 Þorkell S. Sigurðsson, GR......................79 75 78 Einar Long Þórisson, GR.......................76 82 75 SigurðurHafsteinsson,GR....................78 81 75 SæmundurPálsson, GR.........................75 79 79 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA.................76 77 80 Hjalti Atlason, GR.................................75 79 79 HalldórBirgisson.GHH.........................81 72 78 SigurðurSigurðsson.GS.......................81 76 75 ÞórleifurKarlsson.GA..........................81 78 82 ¦Þórður Ólafsson, GL sigraði Björn Knútsson, spili um þriðja sætið. 1. FLOKKUR KARLA. Lokastaða. GuðmundurÓskarsson, GR...................77 84 79 Sveinn Ögmundsson, GR.......................83 81 75 Páll Ketilsson, GS..................................79 84 74 IngiR.Gislason.GKG............................79 87 77 Jens Sigurðsson, GR..............................84 79 80 Sigurþór Sævarsson, GS........................79 82 SváfnirHreiðarsson.GK.......................83 83 78 Albert Elísson, GK.................................80 82 84 83 314 1 n 79 317 1 tQU 84 323 1 m 80 325 1 : 89 331 1 71 281 1 69 284 1 75 295 1 74 295 1 73 297 1 75 297 1 75 299 1 74 300 1 75 302 1 74 303 1 79 303 1 í!Mí$SSBíeSÉW:n: :::: 81 303 1 74 304 1 75 304 1 76 305 1 77 307 1 75 307 1 75 308 1 lí'. ::::-."t::;: .:„,:; 77 311 1 78 311 1 80 313 1 80 313 1 kU |f||||i|f| 83 314 1 82 314 1 .'.'..: ''.¦'.' '.'...: " 76 317 1 GK í um- 1 75 315 1 ¦ ' á 78 317 1 Æ 81 318 1 Æ 78 321 1 78 321 1 m 77 321 1 78 322 1 L ¦¦¦:. 76 322 1 "":; --- ¦/ - ¦ ." Tveir fara á Evrópumótið Nýkrýndur íslandsmeistari í golfi, Björgvin Sigurbergsson úr Keili tekur þátt í Evrópumeist- aramóti einstaklinga í lok ágúst ásamt silfurhafanum Birgi Leifi Hafþórssyni úr Leyni. Þetta var ákveðið í gær. Morgunblaðið/Gunnlaugur BIRGIR Leifur Hafþórsson hinn stórefnilegi kylfingur úr Leyni slær af teig á Strandarvelli í gær. Hann stóð sig mjög vel í gær og fyrradag. Ljúft, spennandi, skem ísland - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst Þetta var ljúft, spennandi og mjög skemmtilegt, sagði Björgvin Sigurbergsson úr Keili eftir að hann hafði tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn. „Það má segja að þetta hafi ráðist að miklum hluta til á tólftu brautinni en samt hefði ég nú viljað setja niður púttið á þrettándu, en var of stuttur. Ég vippaði mjög vel í dag, hafði verið að nota níu járnið í öllu mótinu nema í gær prófaði ég fleygjárnið á elleftu holu og setti í þannig að það fékk tækifæri í dag og stóð sig bara vel. Mér leist ekki á blikuna á sjöundu holunni. Ég sló upphafshöggið í bakkann og boltinn lá mjög illa og ég var alls ekki viss um að ég myndi hitta hann, átti alveg eins von á vind- höggi, en sem betur fer tókst mér að hitta hann og setja síðan niður mjög mikilvægt pútt. Síðan fékk ég loksins fugl á áttundu braut en það hafði mér ekki tekist í mótinu og sömu sögu er að segja af fimmtándu brautinni, ég var ákveðinn í að fá fugla á þessum tveimur brautum og það tókst." Þrísvar íþríðja sæti og sigur núna, ertu búinn að bíða lengi eftir þessu? „Já og nei í rauninni. í Keflavík bjóst ég ekki við að ég ætti mikla möguleika en eftir tvo hringi kom í ljós að ég átti möguleika. í fyrra gerði ég mér grein fyrir að ég væri orðinn það góður að ég ætti mögu- leika, en féll tiltölulega snemma út úr keppninni um fyrsta sætið og ég neita því þó ekki að það hvarlaði að mér í dag hvort þetta væri að endur- taka sig. Ég hef aldrei slegið eins vel og í sumar eftir að við Addi [Arnar Már Ólafsson] breyttum sveiflunni í vor og það hefur haldið. Ég vísaði því slíkum hugsunum á bug," sagði meistarinn. Ákveðinn í að spila grimmt „Ég Iagði upp með að ég þyrfti að sækja og ég sló alltaf á holu, það var eini möguleiki minn. Eini mögu- leikinn var að reyna að gera eitthvað sjálfur því ég vissi að hann myndi ekki klikka. Hann gerði það að vísu á fyrstu þremur holunum, en það var ósköp eðlilegt og ég bjóst við að ef ég byrjaði vel gæti ég sett einhverja pressu á hann, sagði Birg- ir Leifur Hafþórsson úr Leyni sem varð annar. „Hann hefur verið að slá mjög vel en ég gerði mér samt smá vonir eft- ir að vera búinn að ná af honum þremur höggum. Ég var staðráðinn í að láta hann hafa fyrir hlutunum og það kom ekki til greina að taka járn á "teig. Ég reyndi að leika eins grimmt og ég gat til að fá nokkra fugla til viðbótar." Tólfta holan er vendipunkturinn er ekki svo? „Jú, það má eiginlega segja það. Ég var aðeins of langur, tók níuna og sló létt og smellhitti. Ég bjóst alveg eins víð því þar sem ég hafði verið vel á boltanum, en boltinn fór víst of langt. Höggið sem ég sló inná á sjöttu braut var mjög gott högg,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.