Morgunblaðið - 05.08.1995, Page 2

Morgunblaðið - 05.08.1995, Page 2
2 D LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 D 3 LANDSMÓTIÐ í GOLFI LANDSMÓTIÐ í GOLFI ísland - Sviss á Laugardalsvelli 16. ágúst Ragnhildur mjög sátt „Maður gefst auðvitað aldrei upp og ég var staðráðin í að gera eins og ég gæti. Það var ljúft að vinna höggin í upphafi og minnka muninn og þetta var spennandi en hefði getað verið enn meira spennandi hefði ég aulast til að fá par á 17. Tímamót Eg vissi að þetta yrði sögulegt högg, sagði Karen Sævarsdótt- ir úr Golfkúbbi Suðurnesja sem tryggði sér i gær sjöunda Islands- meistaratitilinn í röð, og það hefur enginn leikið eftir henni. Úlfar Jóns- son úr Keili og Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar hafa báðir sigrað sex sinnum, þó ekki í röð. „Þeir buðu mér í sex-klúbbinn í fyrra, strákarnir, en nú er ég búin að stofna nýjan klúbb, 7up, og það eru allir velkomnir í hann,“ sagði Karen glaðbeitt að loknum leik. „Þegar ég sá hvernig boltinn fór af teignum á síðustu brautinni hugs- aði ég með mér að þetta væri al- gjört klúður og í takt við það sem ég hafði verið að gera í dag. En sem betur fer lá hann ekki í algjöru drasli, hann lá í runna og bara nokkuð vel þannig að ég þurfti ekki að taka víti og ég vissi að þetta yrði sögu- legt högg. Vippið var sem betur fer gott og það var mikill léttir því ég hefði hæglega getað fengið tvo yfir pari en sem betur fer snérist þetta upp í annað og betra. Annars var ég hissa á sjálfri mér að slá svona illa af teignum eftir að Ragga sló, en ég var eiginlega hálf dofin og utan við mig.“ Þú varst orðin hálf döpur er líða tók á síðari níu, hvernig stóð á því? „Já, ég veit eiginlega ekki en að- stæður voru erfiðar og erfitt að ein- beita að hugsa um golfið, heldur þurfti sífellt að hugsa um að halda sér þurri og halda kylfunum þurrum. Ég var sífellt að fara í og úr jakkan- um og lúffunum þannig að hugurinn var talsvert við það. Eg fór aðeins að átta mig á 14. og 15. braut og gera mér grein fyrir að þetta væri orðið dálítið slakt hjá mér. Ég var orðin fúl, ekki vegna þess hvernig staðan var heldur út í sjálfa mig og ég vildi sýna að ég gæti leikið betur en ég hafði gert.“ Sjö íslandsmeistaratitlar í röð, er þetta ekki að verða leiðingjarnt? „Nei, þetta landsmót er númer eitt í mínum huga því þetta eru ákveðin tímamót, en ef við tökum spennuna þá var annar titilinn mest spennandi, en þá var keppt á Akur- eyri. Ég var þá í öðru sæti fyrir síð- asta hring. Én ég hef aldrei verið með svona litla forystu og nú þegar komið er á síðasta teig.“ BJÖRGVIN Sigurbergsson úr Keili varð í gær íslandsmeistari í golfi eftir mikla og harða keppni við Birgi Leif Hafþórs- son úr Leyni. Björgvin lék hol- urnar 72 á 281 höggi og setti vallarmet ífjórum hringjum á Strandarvelli. Gamla metið átti Úlfar Jónsson, einnig úr Keili, en það setti hann árið 1991 er hann varð íslandsmeistari, lék þá á 284 höggum eins og Birg- ir Leifur gerði í þessu móti. Þriðji varð síðan annar Akur- nesingur, Þórður Emil Ólafs- son, lék á 295 höggum einsog Björn Knútsson úr Keili, en Þórður Emil hafði betur í um- spili. Baráttan hófst strax á fyrstu braut og það varð strax ljóst að hinn ungi Skagamaður, Birgir Leifur ætlaði ekkert að gefa eftir þó svo Björgvin ætti fimm högg á hann er leik- ur hófst. Birgir Leif- ur lék mjög grimmt og ákveðið og var greinilega staðráðinn í að láta Björgvin hafa fyrir hlutunum. Björgvin missti upphafshöggið á fyrstu holu en bjargaði skolla. Eftir þijár fyrstu holurnar var forysta Björgvins komin niður í tvö högg. Hann lék á skolla, pari og skolla, en Birgir Leifur á pari, fugli og pari. Björgvin vann eitt högg til baka á 4. holu þegar Birgir Leifur lék á skolla en missti síðan annað á þeir'ri næstu er hann lék pari en Birgir Leifur á fugli. Munurinn því tvö högg og þannig hélst hann framá 12 holu, sem skipti sköpum í þessari miklu baráttu. Þeir léku allar holurnar á pari nema 8. sem- þeir léku báðir á einu undir. Úrslitin ráðast Það má tala um þijá vendipunkta í hringum hjá þeim félögum. Fyrst var það á 6. braut. Björgvin átti ágætt teighögg en var vinstra meg- in í kargangum, sló inná í næsta höggi en boltinn var alveg fremst en holan aftast á efri pallinum. Margir höfðu verið allt of langir er þeir púttuðu þaðan en Björgvin lagði uppað og fékk par. Annað högg Birgis Leifs var gæsilegata högg dagsins. Hann var á braut hægra megin og þurfti að slá yfir sandhólana og hafði mjög lítið svæði til að vinna með og stór- hætta var af sandhólunum. Hann vissi sem var að hann varð að taka áhættu og sló beint á holu og bolt- inn stopaði þijá metra frá holu, en púttið misheppnaðist og báðir fengu par; Önnur þáttaskilin urðu á 7. brautinni þegar Björgvin átti tvö högg. Upphafshögg hans var í bakkanum og algjörlega ósláanleg- ur en hann lét sig samt hafa það að slá og kom boltanum yfir braut- ina og í þægilegan karga. Þaðan sló hann vel inná og setti svo niður gríðarlega erfitt pútt og fékk par. Þetta pútt mun Björgvin muna lengi. Næstu þáttaskil urðu á 12. braut- inni, sem er par þrír, 145 metrar. Björgvin var inná í upphafshögginu en bolti Birgis Leifs skoppaði yfír og lá í háu og þéttu grasi. Hann sló ákveðið en boltinn rúllaði yfir og hann notaði pútter til að leggja uppað og setti síðan niður, fékk skolia. Björgvin setti hins vegar niður nokkuð langt pútt og fékk fugl og þar með var munurinn orð- inn fjögur högg og alveg ljóst að Björgvin ætlaði ekki að gera nein afdrifarík mistök og þrátt fyrir frá- bært golf átti Skagamaðurinnlitla möguleika á að jafna við Björgvin. Björgvin vann síðan eitt högg til viðbótar á 14. braut og þar með var björninn unninn. Báðir fengu fugl á 15. braut og par á þeirri 16. og Björgvin var þá einn undir eftir daginn og í heildina en Birgir Leif- ur á parinu. Björgvin endaði síðan með skoila og skolla en Birgir Leif- ur á tveimur pörum og því einn undir á hringnum. Það var sérstaklega ánægjulegt að fylgjst með einvígi þeirra Björg- vins og Birgis Leifs. Báðir léku mjög vel og þeir 130 áhorfendur sem lögðu á sig að ganga með þeim í talsverðum vindi og mikilli rign- ingu voru búnir að gleyma veðrinu um leið og inn í skála var komið því mikið þurfti að ræða um öll þau snilldarhögg sem þeir félagar slógu. Björgvin er verðugur íslandsmeist- ari, hann er mikill íþróttamaður og drengur góður og hefur verið að sækja sig að undanförnu. Hann var í þriðja sæti á síðustu þremur lands- mótum en hans tími er greinilega kominn. Birgir Leifur varð í öðru sæti i fyrra og þarf að bíða enn um sinn eftir þessum eftirsótta titli, en hans tími mun koma — á því er ekki nokkur vafi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Ljúft, spennandi, skemmtilegt etta var ljúft, spennandi og mjög skemmtilegt, sagði Björgvin Sigurbergsson úr Keili eftir að hann hafði tryggt sér íslandsmeistaratitil- inn. „Það má segja að þetta hafi ráðist að miklum hluta til á tólftu brautinni en samt hefði ég nú viljað setja niður púttið á þrettándu, en var of stuttur. Ég vippaði mjög vel í dag, hafði verið að nota níu járnið í öllu mótinu nema í gær prófaði ég fleygjárnið á elleftu holu og setti í þannig að það fékk tækifæri í dag og stóð sig bara vel. Mér Ieist ekki á blikuna á sjöundu holunni. Ég sló upphafshöggið í bakkann og boltinn lá mjög illa og ég var alls ekki viss um að ég myndi hitta hann, átti alveg eins von á vind- höggi, en sem betur fer tókst mér að hitta hann og setja síðan niður mjög mikilvægt pútt. Síðan fékk ég loksins fugl á áttundu braut en það hafði mér ekki tekist í mótinu og sömu sögu er að segja af fimmtándu brautinni, ég var ákveðinn í að fá fugla á þessum tveimur brautum og það tókst.“ Þrisvar íþriðja sæti og sigur núna, ertu búinn að bíða lengi eftir þessu? „Já og nei í rauninni. í Keflavík bjóst ég ekki við að ég ætti mikla möguleika en eftir tvo hringi kom í ljós að ég átti möguleika. í fyrra gerði ég mér grein fyrir að ég væri orðinn það góður að ég ætti mögu- leika, en féll tiltölulega snemma út úr keppninni um fyrsta sætið og ég neita því þó ekki að það hvarlaði að mér í dag hvort þetta væri að endur- taka sig. Ég hef aldrei slegið eins vel og í sumar eftir að við Addi [Arnar Már Ólafsson] breyttum sveiflunni í vor og það hefur haldið. Ég vísaði því slíkum hugsunum á bug,“ sagði meistarinn. Ákveðinn í að spila grimmt „Ég lagði upp með að ég þyrfti að sækja og ég sló alltaf á holu, það var eini möguleiki minn. Eini mögu- leikinn var að reyna að gera eitthvað sjálfur því ég vissi að hann myndi ekki klikka. Hann gerði það að vísu á fyrstu þremur holunum, en það var ósköp eðlilegt og ég bjóst við að ef ég byijaði vel gæti ég sett einhveija pressu á hann, sagði Birg- ir Leifur Hafþórsson úr Leyni sem varð annar. „Hann hefur verið að slá mjög vel en ég gerði mér samt smá vonir eft- ir að vera búinn að ná af honum þremur höggum. Ég var staðráðinn í að láta hann hafa fyrir hlutunum og það kom ekki til greina að taka járn á teig. Ég reyndi að leika eins grimmt og ég gat til að fá nokkra fugla til viðbótar." Tólfta holan er vendipunkturinn er ekki svo? „Jú, það má eiginlega segja það. Ég var aðeins of langur, tók niuna og sló létt og smellhitti. Ég bjóst alveg eins við því þar sem ég hafði verið vel á boltanum, en boltinn fór víst of langt. Höggið sem ég sló inná á sjöttu braut var mjög gott högg, algjört draumahögg en það var hræðilegt að fylgja því ekki eftir og setja púttið niður. Annars var ég mjög ánægður með með allan hring- inn, nánast.“ Annað sætið annað árið í röð. Þú ætlar ekki að fara að gera þetta að venju þinni, er það? „Nei. Björgvin var að vísu þrisvar í þriðja sætið en ég ætla alls ekki að fara að gera þetta að venju. Ég er ungur ennþá og því er nægur tími fyrir mig. Ég er sáttur við spila- mennskuna og að jafna vallarmet Úlfars frá 1991.“ Þú fórst dálítið illa út úr fyrstu holunum fyrsta daginn. „Já, ég var þijá yfir eftir þijár holur og á seinni níu var ég fjóra yfir eftir þrjár holur, eða sjö yfir eftir fyrstu*fjórar holurnar í báðum hringjunum og það var leiðinlegt. Annars geta allir talið upp högg hingað og þangað og leikið sér að því að geta sér til um hvað hefði getað gerst.“ Karen meistari sjöunda árið í röð Ragnhildur gerði þó harða hríð að henni KAREN Sævarsdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja tryggði sér í gær íslandsmeistaratitilinn í golfi, sinn sjöunda í röð og það hefur enginn leikið eftir. Karan hefur oft leikið betur en hún gerði að þessu sinni, lauk holunum 72 á 314 höggum, en reynsla hennar og keppnisharka dugði til að fleyta henni að þessum titli. Ragn- hildur Sigurðarsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavikur varð í öðru sæti á 317 höggum og vann fjögur högg af Karenu síðasta daginn með hetjulegri baráttu og góðu golfi, sérstaklega fyrri níu holurn- ar. Þórdís Geirsdóttir úr Keili varð í þriðja sæti á 323 höggum. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Það voru ekki margir sem höfðu trú á að einhver spenna yrði síðasta daginn í kvennaflokki, en annað kom á dag- inn. Karen byijaði illa, fékk skolla á fyrstu tvær holurnar en Ragnhildur hins vegar par og fugl, vippaði glæsilega í, þannig að hún vann strax þijú högg af Karenu og eitt til viðbótar á 4. holu. þar sem Karen fékk skramba. Munurinn orðin þijú högg og allt gat gerst. Miklar sviftingar Karen vann eitt högg á 5. braut en Ragnhildur vann það tii baka á þeirri sjöttu. Karen lenti í tijánum á milli 6. og 13. brautar en lét skyn- semina ráða og tók víti. Eftir ág- ætt innáhögg misheppnaðist langt pútt af neðri palli upp á þann efri. Hún tók fulla sveiflu og þrusaði boltanum langt yfír holu og útaf flötinni, en bjargaði sér síðan ágæt- lega. Þetta var svo fáránlegt pútt að Karen gat ekki annað en hlegið að þessu. Sjöunda brautin var slæm hjá Ragnhildi því hún lenti í bakkanum fyrir framan flötina í öðru höggi en innáhöggið misheppnaðist.Karen setti langt pútt í og lék á þremur höggum, fugli, en Ragnhildur fékk skolla og allt í einu var Karen kom- in með fimm högg á ný. Upphafs- högg Karenar á 8. braut var og langt og hún lenti í þéttu grasi upp í hól, en sló vel útá brautina 10 metra framan við flöt en tók upp pútter og rétt náði inn að flötinni. Fékk skolla en Ragnhildur fugl þannig að hún náði muninum aftur niður í þijú högg. Miklar svifting- ar. Ragnhildur lauk fyrri níu á 37 höggum, tveimur fyri pari, en Kar- en á 41 höggi. Karen náði einu höggi til baka á 10. braut, fékk skolla en Ragnhild- ur skramba en hún vann höggið til baka á 11. braut með pari. Báðar fengu par á 12. braut en síðan vann Ragnhildur eitt högg á 14. Hún var á miðri braut í upphafshögginu en Karen útaf hægra megin og topp- aði boltann í öðru höggi og fékk skolla en Ragnhildur var á braut og lék „fiugbrautina“ af öryggi og setti niður fimm metra pútt fyrir pari. Munurinn orðinn tvö högg og fimm holur eftir. Báðar fengu skolla á 14. braut, inná í tveimur og tvö pútt. Ragn- hildur sló í hól rétt utan brautar hægra megin á 15. holunni og bjargaði sér vel úr því en skallaði í næsta höggi og lagði svo um metra frá holu en þurfti að tvípútta þannig að Karen vann eitt högg. Munurinn því þijú högg. Báðar fengu síðan par á 16. braut. Ragnhildur hefði getað náð pari á 17. braut en hún sló ekki nógu ákveðið annað högg þannig að hún varð að sætta sig við skolla en Karen fékk skramba og munruinn tvö högg fyrir síðustu holuna. Ragnhildur sló fyrst, beint í glomp- una og Karen sló síðan í runna vinstra megin og spennan var í hámarki. Boltinn lá vel og hún slapp við að taka víti og átti síðan frá bært vipp inná og lauk leik á pari, en Ragnhildur sló yfir flötina og endaði á fjórum. Karen hafði sigrað með þriggja högga mun eftir skemmtilegan lokahring þar sem mörg falleg golfhögg sáust og mik- il barátta. Ungur GR-ing ur sigraði í 1. flokki karia GUÐMUNDUR J. Óskarsson, tæp- lega 17 ára kylfingur úr GR sigraði í 1. flokki karla á 315 höggum, lék á 75 höggum í gær og skaust upp fyrir Pál Ketilsson úr GS, sem átti tvö högg fyrir síðasta dag. Annar GR-ingur, Sveinn K. Ögmundsson náði öðru sæti á 317 höggum en Páll varð að sætta sig við þriðja sætið á 318. Miklu munaði að Páll lék illa fyrstu sjö holurnar en ágæt lega eftir það. Góða verslunarmannahelgi. Sjáumst á landsleiknum! hounni, sagði Ragnhildur Sigurðar- dóttir úr GR, sem varð í öðru sæti í meistaraflokki kvenna. „Annars er endalaust hægt að velta sér upp úr tölum á hinum og þessum braut- um,“ bætti hún við. „Eftir að ég sló í glompuna á síð- ustu holunni varð maður efins en Karen sló í runna þannig að enn var von. Hún átti síðan frábært högg úr runnanum og þá var þetta búið. Ég vissi að það er erfitt að vera alltaf með forystu og því ætlaði ég að reyna að setja eins mikla pressu og ég gæti á hana. En það er líka erfitt að vinna upp högg alla dag- ana. Karenátti átta högg á mig eft- ir fyrsta daginn og fyrir síðasta hring átti hún sjö högg. Ég var ein- hvern vegin ekki á réttu tempói fyrsta daginn og var allt of lin.“ Er ekki erfitt að leika í svona veðri dag eftir dag? „Jú það er erfitt, en ég reyndi að hugsa ekki of mikið um rigninguna, en það fór mikil orka í að halda kylfunum og sjálfum sér þurrum. Það er þó ekki veðrinu að kenna að maður spilaði ekki betur.“ Annað höggið á 17. braut var trú- lega ekki eins og þú vildir hafa það. Hvað gerðist? „Nei, þetta var hræðsluhögg. Ég hefði auðvitað átt að þruma beint á holuna enda hafði ég engu að tapa, en það er auðvelt að vera vitur eft- irá. Annars er ég mjög sátt við hvernig ég spiiaði, ég hef ekki æft eins og mikið og ég hefði viljað því börnin taka sinn tíma. Hins vegar hef ég tekið þátt í mótum en æfing- arnar hafa setið á hakanum,“ sagði Ragnhildur. Til hamingju! Morgunblaðið/Gunnlaugur RAGNHILDUR Sigurðardóttir óskar Karen Sævarsdóttur til hamingju með sjöunda íslandsmeistaratitilinn í röð eftir að þær höfðu lokið leik á 18. hoiu í gær. Ragnhildur varð önnur og Þórdís Geirsdóttir, til hægri, í þriðja sæti. Morgunblaðið/Gunnlaugur BIRGIR Leifur Hafþórsson hinn stórefnilegi kylfingur úr Leyni slær af teig á Strandarvelli í gær. Hann stóð sig mjög vel í gær og fyrradag. Landsmótið MEISTARAFLOKKUR KVENNA Lokastaða. Karen Sævarsdóttir, GS...............75 77 79 83 314 Ragnhildur Sigurðardóttir, GR........83 76 79 79 317 Þórdís Geirsdóttir, GK...............81 78 80 84 323 Ólöf María Jónsdóttir, GK...........78 83 84 80 325 Herborg Amardóttir, GR...............86 77 79 89 331 MEISTARAFLOKKUR KARLA. Lokastaðan. Björgvin Sigurbergsson GK............71 70 69 71 281 Birgir Hafþórsson, GL................75 71 69 69 284 Þórður E. Olafsson, GL...............73 72 75 75 295 Bjöm Knútsson, GK....................76 72 73 74 295 Helgi Þórisson, GS...................73 71 80 73 297 Öm Æ. Hjartarson,GS................ 79 70 73 75 297 Kristinn Bjarnason, GL...............75 73 76 75 299 Guðmundur Sveinbjömsson, GK..........81 77 68 74 300 Sveinn Sigurbergsson, GK.............75 75 77 75 302 Tryggvi Traustason, GK...............82 74 73 74 303 Örn Amarson, GA......................74 72 78 79 303 Björgvin Þorsteinsson, GA............75 74 73 81 303 Helgi Dan Steinsson, GA..............81 72 77 74 304 Hjalti Pálmason, GR..................76 74 79 75 304 Jón H. Guðlaugsson, GKj..............75 77 77 76 305 Tryggvi Pétursson, GR................78 74 78 77 307 Þorkell.S. Sigurðsson, GR............79 75 78 75 307 Einar Long Þórisson, GR........... 76 82 75 75 308 Sigurður Hafsteinsson, GR............78 81 75 77 311 Sæmundur Pálsson, GR.................75 79 79 78 311 Sigurpáll Geir Sveinsson, GA.........76 77 80 80 313 Hjalti Atlason, GR...................75 79 79 80 313 Halldór Birgisson, GHH...............81 72 78 83 314 Sigurður Sigurðsson, GS..............81 76 75 82 314 Þórleifur Karlsson, GA...............81 78 82 76 317 ■Þórður Ólafsson, GL sigraði Björn Knútsson, GK í um- spili um þriðja sætið. 1. FLOKKUR KARLA. Lokastaða. Guðmundur Óskarsson, GR..............77 84 79 75 315 Sveinn Ögmundsson, GR................83 81 75 78 317 Páll Ketilsson, GS...................79 84 74 81 318 Ingi R.Gíslason, GKG.................79 87 77 78 321 Jens Sigurðsson, GR..................84 79 80 78 321 Sigurþór Sævarsson, GS...............79 82 83 77 321 Sváfnir Hreiðarsson, GK..............83 83 78 78 322 Albert Elísson, GK...................80 82 84 76 322 Tveir fara á Evrópumótið Nýkrýndur íslandsmeistari í golfi, Björgvin Sigurbergsson úr Keili tekur þátt í Evrópumeist- aramóti einstaklinga í lok ágúst ásamt silfurhafanum Birgi Leifi Hafþórssyni úr Leyni. Þetta var ákveðið í gær. Frábært einvígi Björgvins og Birgis Leifs Biðin loks á enda hjá Björgvin HESTAR Jolly og Ófeigur ein yfir áttaí töltinu Yfirburðir Jolly Schrenk og - Ófeigs eru ótvíræðir í tölti og íjórgangi, á því leikur enginn vafí eftir töltkeppnina á heimsmeistaramóti Kristinsson á islenskum hestum skrifar í Sviss í gær þar sem þau eru langefst með 8,20 í einkunn. Sveinn Jóns- son, íslandi, á Tenóri frá Torfunesi kemur næstur með 7,70. Bernd Vith, Þýskalandi, á Þorra frá Fljótsdal er næstur með 7,33 og Gísli Geir Gylfason, íslandi, fylgir fast á hæla honum á Kappa frá Álftagerði með 7,31 og Unn Krog- hen, Noregi, er fimmta á Hruna frá Snartarstöðum. Vignir Jónsson, ís- , landi, á Kolskeggi frá Ásmundar- nesi er í sjötta sæti. Eftir töltkeppnina eru línur farn- ar að skýrast í stigakeppni mótsins og ljóst að vonir íslendinga á að vinna í samanlögðu eru á þessari stundu veikar. Sigurbjörn Bárðason þurfti að ná 6,3 í töltinu en fékk einungis 5,97 og hefði hann þurft að bæta tíma sinn í skeiðinu veru- lega, en hann skeiðaði á 23,7 sek í gærrporgun. Hann mun hins vegar ekki mæta í skeiðið því Höfði er orðinn eitt- hvað tæpur í framfæti. Sigurbjörn kvaðst hins vegar munu. mæta í úrslit í fimmgangi ef hann teldi Höfða færan i það. Eina raunhæfa von íslendinga til að vinna samanlagða titilinn er Sig- urður Matthíasson á Huginn frá Kjartansstöðum, en til þess þarf hann að skeiða á 24 sek. Huginn skeiðaði hins vegar á 25,1 sek. í gær, þannig að hann þarf að bæta sig um rúmlega sek- úndu. En málið en kannski ekki svon einfalt því Sigurður er einnig í fremstu víglínu í B-úrslitum í slak- taumatölti. I fimmgangi er Sigurður helsta og eina von til að íslenskur sigur f vinnist en ekki, ríkir alemnn bjart- sýni á það. Að lokinni keppni í gær var Johannes Pfaffen, Sviss, á Gammi frá Ingveldarstöðum efstur. Rikke og Baldur efst í skeiði Enn og aftur kemur danska stúlkan Rikke Jensen á Baldri frá Sandhólum á óvart, nú í 250 m skeiði, en eftir fyrri umferð er hún í fyrsta sæti. Skeiðaði Baldur á 22,1 sek. sem er besti tími hans og greinilegt að hann er mjög efni- legur, aðeins tuttugu vetra gamall! Hinrik Bragason er í öðru sæti á' Eitli frá Akureyri á 22,4 sek. og á eftir koma tveir Islendingar, þeir Magnús Skúlason frá Svíþjóð á Glóa frá Eyrarbakka og Höskuldur Aðalsteinsson, Austurríki á Bryni frá Kvíabekk, báðir 0,1 sek. á eftir. Þátttka Sigurðar Marinussonar varð endasleppt því hestur hans Erill frá Felli heltist á síðustu stundu og þar með voru þeir úr leik og eru því tveir úr íslenska lið- inu fallnir út. í seinni umferðinni þar famir verða tveir sprettir. Þá verða saman í riðli; Hinrik/Eitill og Rikke/Baldur og er búist við hörkukeppni. Þá verða saman Höskuldur/Brynir og ' Magnús/Glói. Keppni hófst snemma í gærmorgun og vekur athygli hversu margir mótsgestir mæta við fyrsta hanagal til að fylgjast með. Fer ekki á milli mála að áhugi fyr- ir skeiðinu er vaxandi. Vafalítið hefur einnig mikil áhrif frábær að- staða fyrir áhorfendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.