Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. ÁGÚST 1995 D 3 LANDSMOTIÐ I GOLFI Tímamót Eg vissi að þetta yrði sögulegt högg, sagði Karen Sævarsdótt- ir úr Golfkúbbi Suðurnesja sem tryggði sér í gær sjöunda Islands- meistaratitilinn í röð, og það hefur enginn leikið eftir henni. Úlfar Jóns- son úr Keili og Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar hafa báðir sigrað sex sinnum, þó ekki í röð. „Þeir buðu mér í sex-klúbbinn í fyrra, strákarnir, en nú er ég búin að stofna nýjan klúbb, 7up, og það eru allir velkomnir í hann," sagði Karen glaðbeitt að loknum leik. „Þegar ég sá hvernig boltinn fór af teignum á síðustu brautinni hugs- aði ég með mér að þetta væri al- gjórt klúður og í takt við það sem ég hafði verið að gera í dag. En sem betur fer lá hann ekki í algjöru drasli, hann lá í runna og bara nokkuð vel þannig að ég þurfti ekki að taka víti og ég vissi að þetta yrði sögu- legt högg. Vippið var sem betur fer gott og það var mikill léttir því ég hefði hæglega getað fengið tvo yfir pari en sem betur fer snérist þetta upp í annað og betra. Annars var ég hissa á sjálfri mér að slá svona illa af teignum eftir að Ragga sló, en ég var eiginlega hálf dofin og utan við mig." Þú varst orðin hálf döpur er líða tók á síðari níu, hvernig stóð á því? „Já, ég veit eiginlega ekki en að- stæður voru erfiðar og erfitt að ein- beita að hugsa um golfið, heldur þurfti sífellt að hugsa um að halda sér þurri og halda kylfunum þurrum. Ég var sífellt að fara í og úr jakkan- um og lúffunum þannig að hugurinn var talsvert við það. Bg fór aðeins að átta mig á 14. og 15. braut og gera mér grein fyrir að þetta væri orðið dálítið slakt hjá mér. Ég var orðin fúl, ekki vegna þess hvernig staðan var heldur út í sjálfa mig og ég vildi sýna að ég gæti leikið betur en ég hafði gert." Sjö íslandsmeistaratitlar í röð, er þetta ekki að verða leiðingjarnt? „Nei, þetta landsmót er númer eitt í mínum huga því þetta eru ákveðin tímamót, en ef við tökum spennuna þá var annar titilinn mest spennandi, en þá var keppt á Akur- eyri. Ég var þá í öðru sæti fyrir síð- asta hring. En ég hef aldrei verið með svona litla forystu og nú þegar komið er á síðasta teig." Ragnhildur mjög sátt „Maður gefst auðvitað aldrei upp og ég var staðráðin í að gera eins og ég gæti. Það var ljúft að vinna höggin í upphafi og minnka muninn og þetta var spennandi en hefði getað verið enn meira spennandi hefði ég aulast til að fá par á 17. imtilegt algjört draumahögg en það var hræðilegt að fylgja því ekki eftir og setja púttið niður. Annars var ég mjög ánægður með með allan hring- inn, nánast." Annað sætið annað árið í röð. Þú ætlar ekki að fara að gera þetta að venju þinni, er það? „Nei. Björgvin var að vísu þrisvar í þriðja sætið en ég ætla alls ekki að fara að gera þetta að venju. Ég er ungur ennþá og því er nægur tími fyrir mig. Ég er sáttur við spila- mennskuna og að jafna valiarmet ' Úlfars frá 1991." Þú fórst dálítið illa út úr fyrstu holunum fyrsta daginn. i „Já, ég var þrjá yfir eftir þrjár holur og á seinni níu var ég fjóra yfir eftir þrjár holur, eða sjö yfir eftir fyrstu*fjórar holurnar í báðum ; hringjunum og það var leiðinlegt. i Annars geta allir talið upp högg hingað og þangað og leikið sér að i því að geta sér til um hvað hefði getað gerst." hounni, sagði Ragnhildur Sigurðar- dóttir úr GR, sem varð í öðru sæti í meistaraflokki kvenna. „Annars er endalaust hægt að velta sér upp úr tölum á hinum og þessum braut- um," bætti hún við. „Eftir að ég sló í glompuna á síð- ustu holunni varð maður efins en Karen sló í runna þannig að enn var von. Hún átti síðan frábært högg úr runnanum og þá var þetta búið. Ég vissi að það er erfitt að vera alltaf með forystu og því ætlaði ég að reyna að setja eins mikla pressu og ég gæti á hana. En það er líka erfitt að vinna upp högg alla dag- ana. Karenátti átta högg á mig eft- ir fyrsta daginn og fyrir síðasta hring átti hún sjö högg. Ég var ein- hvern vegin ekki á réttu tempói fyrsta daginn og var allt of lin." Er ekki erfitt að leika í svona veðri dag eftir dag? „Jú það er erfitt, en ég reyndi að hugsa ekki of mikið um rigninguna, en það fór mikil orka í að halda kylfunum og sjálfum sér þurrum. Það er þó ekki veðrinu að kenna að maður spilaði ekki betur." Annað höggið á 17. braut var trú- lega ekki eins ogþú vildir hafa það. Hvað gerðist? „Nei, þetta var hræðsluhögg. Ég hefði auðvitað átt að þruma beint á holuna enda hafði ég engu að tapa, en það er auðvelt að vera vitur eft- irá. Annars er ég mjög sátt við hvernig ég spilaði, ég hef ekki æft eins og mikið og ég hefði viljað því börnin taka sinn tíma. Hins vegar hef égjekið þátt í mótum en æfing- arnar hafa setið á hakanum," sagði Ragnhildur. HESTAR Til hamingju Morgunblaðið/Gunnlaugur I RAGNHILDUR Sigurðardóttir óskar Karen Sævarsdóttur til hamingju með sjöunda íslandsmeistaratitilinn í röð eftir að þær höfðu loklð leik á 18. holu í gær. Ragnhildur varð ðnnur og Þórdís Geirsdóttir, til hægri, í þriðja sæti. Karen meistari sjöunda árið í röð Ragnhildur gerði þó harða hríð að henni KAREIM Sævarsdóttir úr Golfkíúbbi Suðurnesja tryggði sér í gær íslandsmeistaratitilinn ígolfi, sinn sjöunda í röð og það hefur enginn leikið eftir. Karan hefur oft leikið betur en hún gerði að þessu sinni, lauk holunum 72 á 314 höggum, en reynsla hennar og keppnisharka dugði til að fleyta henni að þessum titli. Ragn- hildur Sigurðarsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð i'öðru sæti á 317 höggum og vann fjögur högg áf Karenu síðasta daginn með hetjulegri baráttu og góðu golfi, sérstaklega fyrri níu holurn- ar. Þórdís Geirsdóttir úr Keiii varð í þriðja sæti á 323 höggum. Skúli Unnar Sveinsson skrífar Það voru ekki margir sem höfðu trú á að einhver spenna yrði síðasta daginn í kvennaflokki, en annað kom á dag- inn. Karen byrjaði illa, fékk skolla á fyrstu tvær holurnar en Ragnhildur hins vegar par og fugl, vippaði glæsilega í, þannig að hún vann strax þrjú högg af Karenu og eitt til viðbótar á 4. holu. þar sem Karen fékk skramba. Munurinn orðin þrjú högg og allt gat gerst. Miklar sviftingar Karen vann eitt högg á 5. braut en Ragnhildur vann það til baka á þeirri sjöttu. Karen lenti í trjánum á milli 6. og 13. brautar en lét skyn- semina ráða og tók víti. Eftir ág- ætt innáhögg misheppnaðist langt pútt af neðri palli upp á þann efri. Hún tók fulla sveiflu og þrusaði boltanum langt yfir holu og útaf flötinni, en bjargaði sér síðan ágæt- lega. Þetta var svo fáránlegt pútt að Karen gat ekki annað en hlegið að þessu. Sjöunda brautin var slæm hjá Ragnhildi því hún lenti í bakkanum fyrir framan flötina í öðru höggi en innáhöggið misheppnaðist.Karen setti langt pútt í og lék á þremur höggum, fugli, en Ragnhildur fékk skolla og allt í einu var Karen kom- in með fimm högg á ný. Upphafs- högg Karenar á 8. braut var og langt og hún lenti í þéttu grasi upp í hól, en sló vel útá brautina 10 metra framan við flöt en tók upp pútter og rétt náði inn að flötinni. Fékk skolla en Ragnhildur fugl þannig að hún náði muninum aftur niður í þrjú högg. Miklar svifting- ar. Ragnhildur lauk fyrri níu á 37 höggum, tveimur fyri pari, en Kar- en á 41 höggi. Karen náði einu höggi til baka á 10. braut, fékk skolla en Ragnhild- ur skramba en hún vann höggið til baka á 11. braut með pari. Báðar fengu par á 12. braut en síðan vann Ragnhildur eitt högg á 14. Hún var á miðri braut í upphafshögginu en Karen útaf hægra megin og topp- aði boltann í öðru höggi og fékk skolla en Ragnhildur var á braut og lék „flugbrautina" af öryggi og setti niður fimm metra pútt fyrir pari. Munurinn orðinn tvö högg og fimm holur eftir. Báðar fengu skolla á 14. braut, inná í tveimur og työ pútt. Ragn- hildur sló í hól rétt utan brautar hægra megin á 15. holunni og bjargaði sér vel úr því en skallaði í næsta höggi og lagði svo um metra frá holu en þurfti að tvípútta þannig að Karen vann eitt högg. Munurinn því þrjú högg. Báðar fengu síðan par á 16. braut. Ragnhildur hefði getað náð pari á 17. braut en hún sló ekki nógu ákveðið annað högg þannig að hún varð að sætta sig við skolla en Karen fékk skramba og munruinn tvö högg fyrir síðustu holuna. Ragnhildur sló fyrst, beint í glomp- una og Karen sló síðan í runna vinstra megin og spennan var í hámarki. Boltinn lá vel og hún slapp við að taka víti og átti síðan frá- bært vipp inná og lauk leik á pari, en Ragnhildur sló yfir flötina og endaði á fjórum. Karen hafði sigrað með þriggja högga mun eftir skemmtilegan lokahring þar sem mörg falleg golfhögg sáust og mik- il barátta. Ungur GR-ing ur sigraði í 1. f lokkí karla GUÐMUNDUR J. Óskarsson, tæp- lega 17 ára kylfingur úr GR sigraði í 1. flokki karla á 315 höggum, lék á 75 höggum í gær og skaust upp fyrir Pál Ketilsson úr GS, sem átti tvö högg fyrir síðasta dag. Annar GR-ingur, Sveinn K. Ögmundsson náði öðru sæti á 317 höggum en Páll varð að sætta sig við þriðja sætið á 318. Miklu munaði að Páll lék illa fyrstu sjö holurnar en ágæt- lega eftir það. Jplly og Ófeigur einyfir áttaí töltinu Yfirburðir Jolly Schrenk og £ Ófeigs eru ótvíræðir í tölti og fjórgangi, á því leikur enginn vafí eftir töltkeppnina á heimsmeistaramóti á íslenskum hestum í Sviss í gær þar sem þau eru langefst með 8,20 í einkunn. Sveinn Jóns- son, íslandi, á Tenóri frá Torfunesi kemur næstur með 7,70. Bernd Vith, Þýskalandi, á Þorra frá Fljótsdal er næstur með 7,33 og Gísli Geir Gylfason, íslandi, fylgir fast á hæla honum á Kappa frá Álftagerði með 7,31 og Unn Krog- hen, Noregi, er fimmta á Hruna frá Snartarstöðum. Vignir Jónsson, ís- ., landi, á Kolskeggi frá Ásmundar- nesi er í sjötta sæti. Eftir töltkeppnina eru línur farn- ar að skýrast í stigakeppni mótsins og ljóst að vonir Íslendinga á að vinna í samanlögðu eru á þessari stundu veikar. Sigurbjörn Bárðason þurfti að ná 6,3 í töltinu en fékk einungis 5,97 og hefði hann þurft að bæta tíma sinn í skeiðinu veru- lega, en hann skeiðaði á 23,7 sek í gærrnorgun. Hann mun hins vegar ekki mæta í skeiðið því Höfði er orðinn eittr hvað tæpur í framfæti. Sigurbjörn kvaðst hins vegar munu. mæta í úrslit í fimmgangi ef hann teldi Höfða færan í það. Eina raunhæfa von íslendinga til að vinna samanlagða titilinn er Sig- urður Matthíasson á Huginn frá Kjartansstöðum, en til þess þarf hann að skeiða á 24 sek. - Huginn skeiðaði hins vegar á 25,1 sek. í gær, þannig að hann þarf að bæta sig um rúmlega sek- úndu. En málið en kannski ekki svon einfalt því Sigurður er einnig í fremstu víglínu í B-úrslitum í slak- taumatölti. I fimmgangi er Sigurður helsta og eina von til að íslenskur sigurr vinnist en ekki, ríkir alemnn bjart- sýni á það. Að lokinni keppni í gær var Johannes Pfaffen, Sviss, á Gammi frá Ingveldarstöðum efstur. Rikke og Baldur efst í skeiði Enn og aftur kemur danska stúlkan Rikke Jensen á Baldri frá Sandhólum á óvart, nú í 250 m skeiði, en eftir fyrri umferð er hún í fyrsta sæti. Skeiðaði Baldur á 22,1 sek. sem er besti tími hans og greinilegt að hann er mjög efni- legur, aðeins tuttugu vetra gamall! Hinrik Bragason er í öðru sæti á' Eitli frá Akureyri á 22,4 sek. og á eftir koma tveir íslendingar, þeir Magnús Skúlason frá Svíþjóð á Glóa frá Eyrarbakka og Höskuldur Aðalsteinsson, Austurríki á Bryni frá Kvíabekk, báðir 0,1 sek. á eftir. Þátttka Sigurðar Marinussonar varð endasleppt því hestur hans Erill frá Felli heltist á síðustu stundu og þar með voru þeir úr leik og eru því tveir úr íslenska lið- inu fallnir út. í seinni umferðinni þar farnir verða tveir sprettir. Þá verða saman í riðli; Hinrik/Eitill og Rikke/Baldur og er búist við hörkukeppni. Þá verða saman Hðskuldur/Brynir og ' Magnús/Glói. Keppni hófst snemma í gærmorgun og vekur athygli hversu margir mótsgestir mæta við fyrsta hanagal til að fylgjast með. Fer ekki á milli mála að áhugi fyr- ir skeiðinu er vaxandi. Vafalítið hefur einnig mikil áhrif frábær að- staða fyrir áhorfendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.