Morgunblaðið - 05.08.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 05.08.1995, Qupperneq 4
V FRJALSIÞROTTIR / HM I GAUTABORG Reuter BRESKI spretthlauparinn Linford Christie hefur titil að verja í Gautaborg; varð heimsmeistari í 100 m hlaupi í Stuttgart 1993 og einnig Ólymp- íumeistari í Barcelona 1992. Þessi fótfrái Breti, sem hefur keppnl í dag, talar hér (farsíma slnn eftir blaðamannafund í Gautaborg í gær. Sænskir fjölmiðlar senda formanni ai- þjóða frjálsíþróttasambandsins tóninn „Farðu heim, Nebiolo“ Það væri synd að segja að hinn valdamikli forseti alþjóða fijálsíþróttasambandsins (IAAF), ít- alinn Primo Nebiolo, væri vinsælasti maðurinn í Svíþjóð þessa dagana. Keppni hefst á heimsmeistaramótinu í Gautaborg í dag, en Nebiolo hefur dvalið þar, á ársþingi IAAF. Um síðustu helgi kastaði hann sænsku sjónvarpskonunni Britt- Marie Mattsson og samstarfsfólki hennar á dyr þegar hún hafði við hann viðtal fyrir sænska sjónvarpið. Hann hafði samþykkt að koma fram í klukkustundarlöngum viðtalsþætti hennar, en þegar átta mínútur voru liðnar af þættinum var ítalanum nóg boðið vegna spurningar konunnar og sagði henni að hunskast á út af hót- eli sínu. Britt-Marie spurði Nebiolo fyrst hvers vegna honum væri stund- um líkt við einræðisherra, þá þyngd- ist á honum brúnin en steininn tók úr að hans mati þegar hann var sþurður út í réttarhöld á Ítalíu þar sem hann var í síðasta mánuði sýkn- aður af ákæru um spillingu og að sólunda almannafé. Það var síðan eins og að kasta olíu á eld þegar Ulf Eklund fram- kvæmdastjóri sænsku undirbúnings- nefdarinnar fyrir HM kallaði saman blaðamannfund og óskaði eftir að sænskir fjölmiðlar sýndu forsetanum tilhlýðilega virðingu. Einnig lét hann þess getið að Nebiolo fyndist hann óvelkominn í Svíþjóð og ætlaði þess vegna jafnvel ekki að vera viðstaddur HM. Þá væri það móðgun við Ne- biolo að bendla hann við ítölsku mafíuna, eins og einhver dagblöð Þeir bestu í tugþrautinni HEIMSMETHAFINN Dan O’Brien frá Bandaríkjun- um er lang sigurstranglegastur í tugþrautarkeppni heimsmeistaramótsins. Hann sigraði á HM í Stuttg- art í hittifyrra. Heimsmet hans er 8.891 stig — sett 1992, skömmu eftir að honum mistókst að komast í Ólympíulið Bandaríkjanna. Þá var hann orðinn besti tugþrautarmaður heims, en komst ekki yfir byijunarhæðina í stangarstökki á úrtökumóti Bandaríkjanna og var því ekki í liðinu. Þetta sýnir að ekkert má út af bregða. Tíu bestu tugþrautarmenn heims í ár eru eftirtaldir: 1. Dan O’Brien, Bandaríkjunum..........8.682 2. Erki Nool, Eistlandi................8.575 3. Mike Smith, Kanada..................8.498 4. Eduard Hámáláinen, Hvíta-Rússlandi..8.438 5. Chris Huffins, Bandaríkjunum........8.351 6. Tomas Dvorak, Tékklandi.............8.347 7. Michael Kohnle, Þýskalandi..........8.302 8. Brian Brophy, Bandaríkjunum.........8.257 9. Jón Arnar Magnússon..................8.237 10. Ricky Barker, Bandaríkjunum.........8.214 gerðu. Þessi tilmæli Eklund höfðu eins og fyrr segir þveröfug áhrif. í fyrirsögn í stærsta blaði Gauta- borgar Göteborg Posten sagði í vik- unni, „Farðu heim Nebiolo,“. Borg- arstjóri Gautaborgar, Göran Johan- son, sagði að hann teldi ekki að him- inn og jörð færust þó Nebiolo yrði ekki á staðnum á meðan keppnin færi fram því hún ætti fyrst og fremst að snúast um íþróttamennina sem tækju þátt, ekki gestina. „Hveij- um er ekki sama þó Nebiolo verði heima, leyfíð honum það,“ sagði fyrr- um heimsmeistari í hástökki, Svíinn Patrik Sjöberg. Metið ekki talið gilt IVAN Pedroso frá Kúbu verður liklega ekki talinu heimsmetliafi í langstökki, ekki að sinni að minnsta kosti, þrátt fyrir risastökk hans — 8,96 m — í Sestriere á ítaliu á dögunum. Eins og fram hefur komið þykir sýnt að maður hafi staðið fyrir framan vindmælinn, sem sýndi þar af leiðandi mun minni vind en var í raun og veru. Aðeins tvö stökk voru úrskurðuð lögleg á mótinu, risastökkið og eitt annað. ítalir sögðust í gær ekki einu sinni ætla að tilkynna stökkið til alþjóða frjáls- íþróttasambandsins (IAAF) vegnaþessa, og talsmaður IAAF kvað sambandið þá ekki velta þessu máli meira fyrir sér, nema einhver aðild- arþjóð þess kvartaði vegna ákvörðunar ítala. Það gerðu Kúbumenn reyndar strax síð- degis í gær; kváðu ákvörðun ítala hneisu, ekkert væri óeðlilegt við stökk Pedrosos, og kröfðust þess að IAAF staðfesti metið þegar í stað. Christie fyrsti afinn sem sigrar á HM? SIGRI Bretinn Linford Christie í 100 m hlaupi mun hann skrá nafn sitt á spjöld sögunnar því þar með yrði hann fyrsti afinn til að hljóta gullverðiaun í sögu HM. Christie er 35 ára og varð afi í síðasta mánuði þegar sextán ára gamall sonur hans, Merrick, og sautján ára gömul kærasta hans eignuð- ust stúlkubam. Hlaut hún nafnið Shakira River. Merrick er elstur af þremur börnum Christies. Lítið sam- band er á milli þeirra feðga og mun Christie ekki hafa vitað um væntanlegt bama- bara fyrr en það var fætt. Pétur Sigurður Jón Arnar Guðrún Æ Sex Islendingar á heimsmeistaramótinu SEX íslenskir íþróttamenn náðu þeim ströngu alþjóðalágmörkum sem sett voru til að öðlast keppnisrétt á heims- meistaramótinu og verða allir meðal keppenda. Það eru Pétur Guðmunds- son kúluvarpari, Sigurður Einarsson spjótkastari, Vésteinn Hafsteinsson kringlukastari, Jón Amar Magn- ússon tugþrautarmaður, Martha Emstsdóttir langhlaupari og Guðrún Amardóttir grindahlupari. Jón Araar og Martha keppa fyrst íslendinganna. Tugþrautar- keppnin hefst á morgun, en þá er keppt í 100 metra hlaupi, lang- stökki, kúluvarpi, hástökki og 400 metra hlaupi. A sunnudag spreytir Jón Amar sig svo í 110 metra grindahlaupi, kringlukasti, stang- arstökki, spjótkasti og 1.500 metra hlaupi. Jón Amar hefur náð níunda besta árangri í heiminum í ár. ís- landsmet hans er 8.237 stig, sett í Götzis í Austurríki fyrr á árinu. Martha hleypur 10.000 metra á morgun. Hún náði líka lágmarki í 5.000 metra hlaupi en ákváð að taka aðeins þátt í öðru. Líklegt þyk- ir að Martha bæti eigið íslandsmet í Gautaborg. Gildandi met hennar er 32.47,40, sett í fyrrasumar. Pétur og Guðrún eiga að keppa á þriðjudag. Pétur hefur átt við meiðsli að stríða, fór þó út en það verður að koma í ljós hvort hann verður fær um að keppa. Undanfar- in ár hefur hann fest sig í sessi sem einn af átta bestu kúluvörpurum heims; hann vann bronsverðlaun á Evrópumeistaramótinu innanhúss í fyrra og varð þá í sjöunda sæti á EM utanhúss. Þá varð hann í sjötta sæti á heimsmeistaramótinu inn- anhúss í mars á þessu ári. íslands- met Péturs er 21,26 metrar. Möguleikar Guðrúnar á að kom- ast áfram í grindahlaupinu eru ekki taldir mikliar. íslandsmet hennar er 56,78, sett í júní í ár. Vésteinn Hafsteinsson keppir í kringlukasti miðvikudaginn 9. ágúst. Hann varð í 12. sæti á Evrópumeist- aramótinu 1990 og í 11. sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona 1992. Hann á að eiga góða möguleika á að komast í 12 manna úrslit nú. Segja má að Vésteinn sé á heima- velli því hann hefur verið búsettur í Svíþjóð síðustu árin. Vésteinn hefur keppt á öllum heimsmeistaramótun- um til þessa og er þetta því fimmta heimsmeistaramótið sem hann tekur þátt í. íslandsmet Vésteins er 67,64 metrar, sett 1989. Sigurður Einarsson keppir síð- astur íslenska landsliðsfólksins. Undankeppni spjótkastsins verður föstudaginn 11. ágúst og úrslitin á sunnudeginum, lokadegi mótsins. Sigurður varð sjötti á heimsmeist- aramótinu 1991 og í fimmta sæti á Ólympíuleikunum í Barcelona árið eftir. Sigurður hefur lengst kastað 83,34 metra en íslandsmét Einars Vilhjálmssonar er 86,80.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.