Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 1
108 SÍÐUR B/C/D/E 177. TBL. 83. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Króatar o g Serbar með liðssafnað í A-Slavoníu Gífurlegur flóttamannastraumur frá Krajina og ástandið sagt hörmulegt Zagreb, London, Sar^jevo. Reuter. VAXANDI spenna er í Austur-Slavoníu, síðasta héraðinu í Króatíu, sem Serbar ráða, og eru jafnt Serbar sem Króatar með aukinn liðssafnað þar. Ekki er þó talið líklegt, að Króatar láti til skarar skríða á næstunni og hætti þar með á bein átök við serbneska herinn. Krajina-hérað er nú allt á valdi Króata og er gífurlegur flóttamannastraumur frá því yfir til svæða Serba í Bosníu og Serbíu sjálfrar. Er um að ræða eitt mesta fióttamanna- vandamál á þessum slóðum síðan skálmöldin í Júgóslavíu fyrrverandi hófst og ástandið hörmulegt að sögn hjálparstarfsmanna. Talsmenn SÞ lýstu í gær áhyggj- fyrirhugað að taka A-Slavoníu með um sínum yfir auknum viðbúnaði króatíska hersins við Austur-Slavon- íu en þeir misstu héraðið í hendur serbneska hernum í mjög hörðum bardögum í upphafi stríðsins í Júgó- slavíu. Um 100.000 Króatar flýðu burtu en Serbar voru þó í meirihluta í héraðinu, sem er mjög fijósamt og þar er oiíu að finna. Króatar neita að hafa samið um það á laun að Serbía fengi Austur-Slavoníu gegn því að skipta sér ekki af átökunum í Krajina en ekki er talið að Slobod- an Milosevic, forseti Serbíu, muni sitja auðum höndum ráðist Króatar inn í héraðið. Um 150 serbneskir skriðdrekar og aðrir brynvagnar voru á leið til héraðsins í gær. Mate Granic, utanríkisráðherra Króatíu, sagði í gær að ekki væri hervaldi en talsmaður Franjo Tudj- man, forseta Króatíu sagði, að bæru viðræður við Serbíu engan árangur, yrði að grípa til annarra ráða. Gefst upp á leiðinni Mans Nyberg, talsmaður flótta- mannastofnunar SÞ, sagði í gær að allt að 200.000 manns hefðu flúið eða væru á leið frá Krajina yfir til Bosníu og er haft eftir hjálparstarfs- mönnum að ástandið sé hörmuiegt. Eru miklir hitar á þessum slóðum og hefur sumt aldrað fólk gefist upp á leiðinni. Þá er nokkuð um að börn sem konur hafa alið á flóttanum hafi látist. Flóttamannastraumurinn hefur legið til bæjarins Banja Luka en talsmenn SÞ segja að þótt marg- ir eigi ættingja í Bosníu vilji flestir Reuter TALSMENN SÞ telja, að allt að 200.000 manns hafi flúið eða séu á flótta frá Krajina í Króatíu. Þessi lest með serbneska flóttamenn stöðvaðist við bæinn Petrovac þegar króatiskar flug- vélar gerðu árás á hana. Fimm manns létust og 15 særðust. yfirgefa ófriðarsvæðin alveg halda áfram ferðinni til Serbíu. Sakar Milosevic um svik og Fulltrúar SÞ náðu um það samn- ingum í gær við Króatíuher að flótta- fólkið yrði látið óáreitt en í gær voru fréttir um, að skotið hefði ver- ið á það og einhveijir fallið. Radovan Karadzic, leiðtogi Bosn- íu-Serba, segir í opnu bréfi sem birt var í gær að Milosevic, forseti Serb- íu, hafi svikið málstað Serba með því að leyfa Króötum að taka Kraj- ina. Fyrir nokkrum dögum vék Karadzic Ratko Mladic sem yfir- manni hersins en 19 herforingjar hafa lýst yfir stuðningi við Mladic. ■ Serbar á flótta/20 Kjarnorkutilraunir Minni sala í frönsk- um vínum Bordeaux. Reuter. MÓTMÆLI gegn fyrirhuguðum kjarnorkusprengingum franska hersins virðast vera farin að hafa áhrif á sölu á frönskum vínum og ekki aðeins í ríkjunum við Suður- Kyrrahaf. Kom það fram hjá full- trúa franska víniðnaðarins í gær. „Við fáum fréttir daglega um að þessi verslanakeðja eða þetta veit- ingahús hafi hætt að selja frönsk vín,“ sagði Jean-Marie Chadronni- er, forseti samtaka franskra vínút- flytjenda, og hann bætti við, að það boðaði ekki neitt gott, að áróður gegn franskri vöru ykist stöðugt í löndum, sem væru markaður fyrir 40% af frönskum vínútflutningi. Chadronnier sagði að sala á frönskum vínum hefði minnkað í Kanada, Japan, Hollandi, Þýska- landi og á Norðurlöndum. Mótmælin hafa verið mest í þeim löndum sem næst liggja tilrauna- svæðinu, Ástralíu og Nýja Sjálandi, en þau vega ekki þungt hvað frönsku vínin varðar. Dragi aftur á móti verulega úr söiunni í Þýska- landi yrði það mikið áfall enda kaupa Þjóðverjar mest allra af frönskum vínum. ■ Frakkarfyrir dóm/18 Hörmung- anna í Naga- saki minnst 50 ÁR ERU liðin frá því að Banda- ríkjamenn vörpuðu kjarnorku- sprengju á borgina Nagasaki í Japan. Á myndinni sést iðnaðar- maður vinna að undirbúningi und- ir minningarathöfn við Frið- arstyttu borgarinnar. Sprengjan sprakk yfir borginni 9. ágúst árið 1945 og bendir styttan til himins. 150 þúsund manns létu iífið. Ýmis ríki á Vest- urlöndum sýna Króötum skilning Segja sóknina auka von um frið Lundúnum. Reuter. BANDARÍKJAMENN vísuðu í gær á bug orðum Michaels Portillos, varnarmálaráðherra Bretlands, um að Króatar hefðu gerst sekir um „þjóðern- ishreinsanir" þegar þeir náðu Krajina af Serbum. Peter Galbraith, sendiherra Bandaríkjanna í Króatíu, sagði að hernaðaraðgerðir Króata kynnu að reynast af hinu góða og skapa möguleika á friðar- samningum. „Við teljum að leiðtogar Bosníu-Serha viðurkenni þennan nýja veruleika og að þetta geti í reynd orðið tæki- færi til að ná samkomulagi á sanngjörnum grundvelli," sagði sendiherrann. Portillo sagði á mánudag að aðgerðir Króata jöfnuðust á við „þjóðernishreinsanir“ Serba í Bosníu, en Galbraith sagði það alls ekki rétt. Mannréttindi verði virt Rússar hafa mótmælt að- gerðum Króata en þýska stjórnin tekur sömu afstöðu og Bandaríkjamenn. Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði að sókn Króata skapaði tækifæri til að semja um pólitíska lausn á deilunni um gömlu Júgóslavíu. Þjóðveijar hafa einnig hvatt Króata til að virða mannrétt- indi Serba og takmarka hern- aðaraðgerðir sínar. Króatía hefur sótt um aðild að Evrópuráðinu og formaður þess, Muguel Angel Martinez, sagði að Króatar hefðu rétt til að endurheimta Krajina. Arafat samþykkir málamiðlun Reuter Taba. Reuter. YASSER Arafat, leiðtogi Frelsis- samtaka Palestínumanna (PLO), og Shimon Peres, utanríkisráðherra ísraels, komu saman í Egyptalandi í gær og Arafat var sagður hafa fallist á málamiðlun sem gæti greitt fyrir samkomulagi um sjálfstjórn Palestínumanna á Vesturbakkan- um. Ahmed Korei, aðalsamninga- maður Paiestínumanna í viðræðun- um við ísraela, sagði að Arafat hefði samþykkt tillögu ísraela um brottflutning hermanna í áföngum frá palestínsku sjálfstjórnarsvæð- unum eftir kosningar. Samkvæmt tillögunni eiga sex mánuðir að líða milli áfanganna, en ekki þrír eins og palestínska samninganefndin vildi. Nokkrir palestínsku samn- ingamannanna létu í ljós óánægju með að Arafat skyldi hafa sam- þykkt tillögu sem þeir hefðu þegar hafnað. Ekki náðist þó samkomulag um hvenær ljúka ætti brottflutningi herliðsins, en ísraelar vilja að það verði fyrir júlí 1997 en PLO fyrir febrúar 1997. Þrátt fyrir málamiðlunina eru mörg deilumál enn óleyst, svo sem um vatnsréttindi og öryggismál. Hundruð landnema börðust í gær við lögreglu og lokuðu vegum á nokkrum stöðum í ísrael til að mótmæja samningaviðræðunum við Palestínumenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.