Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 17 FERÐALÖG BALDUR, Eiríkur og Viktor og Norröna í baksýn. Norröna og bæjarlífið á Seyðisfirði Morgunblaðið. Seyðisfirði. Bæjarlífið á Seyðisfirði tekur miklum stakkaskiptum á sumrin, ekki síst þegar haldið er upp á af- mæli bæjarins. Enn standa yfir um 15 listsýningar sem verða opnar fram til 20. ágúst. Miðvikudagar á Seyðisfirði er þekkt orðatiltæki nú orðið. Að sjálf- sögðu kemur það til vegna hins sér- stæða mannlífs sem einkennir stað- inn alla miðvikudaga sumarsins þeg- ar ferðalangar safnast saman til þess að bíða komu bíiferjunnar Nor- röna frá meginlandi Evrópu. Útimarkaður er starfræktur á mið- vikudögum og ýmsar uppákomur um leið. Meðal þeirra sem bíða feijunnar er fólk af mörgum þjóðernum sem er að ljúka ferð sinni hingað upp í friðsældina og aðrir sem eru að hefja ferð um kunn sem ókunn lönd. Horst var að búa til ferðaþætti Horst frá Hamborg var að filma. Sér til dundurs á ferðalaginu var hann að framleiða ferðaþætti fyrir sjálfan sig sem hann kallar „Reise- magazin". Hann hafði verið í 20 daga á íslandi og tekið upp mikið af myndum alla dagana. Horst sagði að fyrstu fjórir dag- arnir hafi ekki verið skemmtilegir heldur vægast sagt ömurlegir. En eftir það fór heldur að lagast og í heild finnst honum ferðin hafa verið sérstaklega skemmtileg, ekki síst þar sem hann náði að mynda nýfalln- inn snjó núna í júlí. Daginn áður en haldið var af landi var hann að draga saman aðalatrið- in úr ferðinni og tala þessa saman- tekt inn á myndbandstækið. Horst hefur ferðast um heiminn á Opel Kadett bílnum sínum í fríum undanfarin 17 ár og má sjá merki þess á merkjum þeim sem hann skreytir bílinn með. Aðspurður sagði hann fyrsta merkið vera frá Linz í Austurríki en það nýjasta að sjálf- sögðu frá Seyðisfirði. Á þessu sumri hefur hann farið um Danmörku, Svíþjóð, upp ströndina tii Þránd- heims og síðan niður til Bergen og yfir til Islands um Færeyjar. Hann vinnur annars sem eftirlitsmaður við upp- og útskipun í höfninni í Ham- borg. Á fimmtudagsmorgun mátti sjá aðra sem voru að hefja ferðina. Meðal þeirra voru þrír ungir menn, Baldur, Eiríkur og Viktor. Þeir ætl- uðu ekki sérstaklega langt að þessu sinni, bara út í eyjar, það er að segja Færeyjar. Þar var meiningin að fara á Ólafsvöku sem var að hefjast. En þeir töldu hið besta mál að skreppa aðeins yfir til þess að hita upp fyrir verslunarmannahelgina og koma síðan aftur næsta fimmtudag. Að sögn Jónasar Hallgrímssonar hjá Austfari hf. var júlímánuður nokkuð góður með tilliti til farþega- ljölda meðan júnímánuður var frekar slakari en venja hefur verið undan- farin ár. Utsalan er hafin íkkun CAUDA erjostahaldarar fró kr. 1.200 'Legglngs" / stórir bolir - kr. 990 stk. Domu-, herra- og barnanœrföt og nóttföt Hvitir blúndubrjóstahaldarar kr. 1.600 Samfellur, frá kr. 2.200 PARISARbÚðÍn Austurstræti 8, s. 551 -4266. .úðkaupsveislur—útisamkomur—skemmtanir—tónleikar—sýningar—kynningar og fl. og fl. og fl. RSsofJSld - veislutiöðd. Á -°9 ýmsir fylgihlutir Ekk Ii“ skiouleaaia á ef 8 —'~7 Tjöld af < Ekki treysta á veðrið þegar ' skipuleggja á eftirminnilegan viðburð - Tryggið ykkur og leigið stórt tjald á staðinn - það marg borgar sig. Tjöld af öllum stœrðum frá 20 - 700m2. Einnig: Borð, stólar, tjaldgólf og tjaldhitarar. l£lga sfeáttas ..mM skátum á heimavelli sími 562 1390 • fax 552 6377 - kjarni málsins! HÓTEL x . ______aning SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 6717 Hótel Áning Sauðárkróki leggur áherslu á fagmennsku í eldhúsi og sal. Lifandi tón- list fyrir matargesti og þægileg stemning í koníaksstofunni við opinn arineld. Staðsett í hjarta bæjarins, spölkorn frá golfvellinum. Til leigu 3ja herbergja íbúð fyrir ferða fólk. íbúðin er með öllum búnaði og stað sett við Laugardalinn Rvk. Upplýsingar í síma 58162474 eftir kl 17. Reyðarfjörður Einstæð náttúrufegurð, stórfengleg fjallasýn, auðveldar göngu- leiðir, ár og fossar. Silungsveiði. Ódýr gist- ing í Gistihúsinu á Reyðarfirði. Fritt f. börn yngri en 6 ára og hálft gjald f. börn yngri en 14 ára. Mjög ódýr gisting. Upplýsingar í síma 474-1447. Ferðaþjónusta bænda. Bæklingur okkar er ómissandi i ferða- lagið. Ferðaþjónusta um allt land. Gisting, veiði, hestaleiga, gönguferðir o.fl. Uþplýsingar í símum 562-3640 og 562-3643, fax 562-3644. Akureyri. Leigjum út 2-4 manna stúdió íbúðir með öllum búnaði. Opið allt árið. Stúdíóíbúðir, Strandgötu 13, Ak. s. 461-2035, fax 461-1227. Engimýri Gisting á fögrum stað í grennd við Akureyri. Veitingar - hestaleiga - gönguferðir - vatnaveiði. Símar 462-6838 og 462-6938. wm- Vertingar Aratunga Biskupstungum Opið allan daginn. Sími: 486-8811. Fjölbreyttur matseðill. Fjallakaffi - Vertu velkomin í Fjallakaffi Við erum við þjóðveg nr. 1 á Möðrudals öræfum. Alltaf heitt á könnunni. Sími 85-36150, Tjald- og hjólhýsasvæðið á Laugar- vatni býður fjölskyldur og ferðalanga vel- komna í birkigrónar hlíðar Laugarvatnsfjalls. Heitt og kalt vatn, sturtur, úti grill, helgar- dagskrá fyrir fjölskylduna. Lágt gistigjald - allt innifalið. Uppl. I s. 486-1155 og 486-1272. Laugarvatn- fjölskyldustaður. Tjatdstæðið Kirkjubæ 2, Kirkjubæjarklaustri verður opið til 15. sept. Sturtur, þvottavél, þurrkari o.fl. Verið velkomin. Uppl. I síma 487-4612. Hestar Hestaleigan Kiðafelli Reiðtúrar fyrir alla fjölskylduna. Fallegt umhverfi. Svefnpokagisting. Hálftíma keyrsla frá Reykjavik. Sími 566Ö6096. Hestalcigan Reykjakoti í dalnum fyrir ofan Hveragerði. Opið allt árið. 1-4 klst. og dagsferðir. Uppl. í síma 483- 4462 og fax 483-4911. Sími 478-1001. HOTEL * SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 6717 aning 1 VÍMI ÁCl ÍCTI'T '9 Golf og gisting. Gisting, morgunverður og kvöldverður og endalaust golf! Verð aðeins 5.900 á mann. OCYSft Ævintýralegar vélsleðaferðir á Mýrdalsjökul. Opið alla daga. Tveggja tíma akstur frá Reykjavík. Uppl. í símum 568-8888 og 853-7757. Ævintýri á Vatnajökli. Ferðir á snjóbíl um og vélsleðum á stærsta jökul í Evrópu. Svefnpokag. og veitingar I Jöklaseli með óviðjafnanlegu útsýni. Jöklaferðir hf. Pósthólf 66, 780 Hornafj.s. 478-1000, fax 478-1901, Jöklasel s. 478-1001. Ferðir með leiðsögn Reykjavik - Akureyri um Sprengisand mánudaga og fimmtudaga kl. 08.00 og Akureyri - Reykjavík um Kjalveg mið- vikudaga og laugardaga kl. 08.30. Norðurleið-Landleiðir hf. sími 551 1145. Ferð með ieiðsögn Reykjavík - Nesjavellir - Skálholt - Þjórsárdalur (sögualdarbær - Stöng - Gjáin) Selfoss - Reykjavík sunnudaga, þriðjud. fimmtud. og laugard. kl. 09.00. Norðurleið Landleiðir hf. simi 551 1145. Reykjavík-Sprengisandur-Mývatn miðvikudaga og laugardaga kl. 8.00. Mývatn-Sprengisandur-Reykjavík fimmtudaga og sunnudaga kl. 8.30. Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar Borgartúni 34, sími 511 1515. Perla Sjóstanga-veiði daglega; fyrri ferð kl, 9, seinni ferð kl. 16. Símar g 588 5588 og 854 5662. Fljótasiglingar á gúmmibátum og kanó- ferðir á Hvitá í Árnessýslu. Kajak-námsk. Tjaldsvæði, svefnpokagisting. Bátafólkið, Drumboddsstöðum, Biskupstungum, Ámess. s. 588-2900. Ævintýrasiglingar um Breiðafjörð með skelveiði og smökkun. Fjölbreytt fuglalíf - Lifandi leiðsögn - Gisting við allra hæfi. EYJAFERÐÍR Stykkishólmi, s. 438-1450. Air—cL Sérieyfi Áætlunarferðir Reykjavík/Akureyri - Akureyri/Reykjavík um Kjalveg daglega kl. 09.00 í júlí og ágúst með viðkomu í Kerlingarfjöllum. Norðurleið-Landleiðir hf.sími 551 1145. Reykjavik - Akureyri alla daga kl. 08.00 og 17.00. Akureyri/Reykjavík alla daga kl. 09.30 og 17.00. Norðurleið-Landleiðir hf. simi 551 1145.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.