Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Reuter YFIR 60 af hundraði Sama í N-Finnlandi höfnuðu ESB-aðild. Nú kraumar óánægja meðal þeirra vegna aukaverkana þess að landamærin milli Finnlands og Noregs eru orðin ytri landa- mæri ESB. Finnskir Samar ósáttir við ESB Utsjoki. Reuter. SAMAR í nyrztu héruðum Finn- lands, sem nú mynda jafnframt nyrzta hérað Evrópusambandsins, hafa áhyggjur af afleiðingum ESB- aðildar Finnlands fyrir lifnaðar- hætti sína. í landi, þar sem ekki sést til sól- ar í meira en tvo og hálfan mánuð hvers vetrar og meðalhitinn á þeim árstíma er undir 20 gráðum undir frostmarki, er ekki að undra að hlutimir hafi tilhneigingu til að falla ekki að stöðlum ESB. En síðan Finnland varð fullgildur aðili að ESB um síðustu áramót krefjast aðstæður þess að íbúarnir geri sitt bezta. Ný hindrun á landamærunum ESB státar af afnámi flestra landamærahindrana milli landanna innan sambandsins. En milli Finn- lands og Noregs, sem hafnaði eins og kunnugt er ESB-aðild í haust sem leið, rísa nú ný landamæri, sem koma Sömunum á svæðinu mjög illa. Þeir hafa alla tíð stundað sinn hefðbundna hreindýrabúskap án þess að hafa þurft að taka ríkja- landamærin hátíðlega og ferðast um þau að vild. Norðlægasta Samaþorpið í Uts- joki-héraði liggur við norsku landa- mærin. Sér til viðurværis á vetrum hafa hinir 1560 þorpsbúar lengi sótt Barentshafsfisk frá Noregi og haft með sér nokkur hundruð kíló í hverri ferð. Nú hafa finnsk stjórn- völd hins vegar í hyggju að virða ESB-tilskipun sem kveður á um að aðeins megi flytja með sér sem nemur einu kílói af fiski í hverri ferð yfir landamærin. Að öllu jöfnu eru Samar býsna skeytingarlausir um athafnir stjórn- valda suður í Helsingfors og láta sig stjórnmál almennt litlu varða. En nú fínnst þeim að lifnaðarhátt- um sínum vegið þegar ætlazt er til af þeim að virða reglur sem þessar. Fleira hefur komið til, sem hefur hleypt illu blóði í íbúa Utsjoki-hér- aðs, t.d. stefnir í að loka verði nokkrum barnaskólum, sem þýðir að fleiri börn verði að dveljast í heimavist. Atkvæðagreiðsla um ríkjaskipti? Oddviti Utsjoki-héraðs, Antti Katekeetta, lagði nýlega til að efnt yrði á næsta ári til allshetjar- atvæðagreiðslu um það, hvort hér- aðið ætti að sækjast eftir því að verða hluti af Noregi, en Samar í Noregi búa við mun meiri stuðning frá stjómvöldum en nágrannar þeirra og frændur í Finnlandi. Jo- uko Lukkari, bæjarstjóri þorpsins við Teno-fljót, vill ekki gera mikið úr slíkum áætlunum; hann vill að aðrar leiðir verði reyndar til þrautar fýrst. Kaarin Lehtonen, skólastýra barnaskóla í héraðinu, sem á á hættu að vera lokað vegna hagræð- ingar, er ómyrk í máli: „Eitthvað er alvarlega að þegar fólkið hér á svæðinu verður að þola slíka með- höndlun," sagði hún. „Sömum hefur verið haldið niðri af Finnum í áraraðir." ESB frystir aðstoð við Króata Viðræðum við Króatíu frestað EVRÓPUSAMBANDIÐ ákvað á sunnudag að fresta viðræðum við Króatíu um viðskipta- og sam- starfssamning, eða svokallaðan Evrópusamning sem myndi fela í sér aukaaðild Króatíu að samband- inu. Jafnframt ákvað ráðherraráð ESB að frysta alla efnahags- og þróunaraðstoð, sem ákveðið hefur verið að veita Króatíu. Ráðherraráðið lýsir í sameigin- legri yfirlýsingu yfir miklum áhyggjum af átökunum í Króatíu og krefst þess að hernaðaraðgerð- um verði hætt þegar í stað. ESB lýsir „alvarlegum áhyggjum“ vegna sóknar króatíska stjórnar- hersins á hendur Krajina-Serbum, en „fordæmir" árás þeirra síðar- nefnda á yfirráðasvæði Bosníu- múslima í Bihac. Serbar lattir Ráðherraráðið hvetur stjórn Serbíu jafnframt til að blanda sér ekki í átökin og ítrekar að sam- ræður og samningar séu eina leið- in til að finna réttláta og lang- vinna lausn á átökunum á Balkan- skaga. ESB hvetur alla aðila til að fara eftir Genfarsáttmálanum í hvívetna og fordæmir árásir á óbreytta borgara og á friðargæzl- uliða. ERLENT Nýsjálendingar vilja draga Frakka fyrir dóm Wellington, París. Reuter. NÝSJÁLENDINGAR greindu frá því í gær að þeir hygðust að draga Frakka fyrir Alþjóðadómstólinn mætti það verða til þess að bann yrði lagt við fyrirhuguðum kjarna- orkutilraunum Frakka í Kyrrahafi. Ástralir hafa lýst stuðningi við fyr- irætlanir Nýsjálendinga. Yfirvöld í Frakklandi segja að þau muni reyna að koma í veg fyr- ir að málið verði tekið upp fyrir Alþjóðadómstólnum. Bæði stjórnarliðar og stjórnar- andstæðingar á Nýja Sjálandi sam- þykktu í gær að reynt skyldi að taka upp aftur lögsókn frá 1973 fyrir Alþjóðadómstólnum, en Jim Bolger, forsætisráðherra, viður- kenndi að staða Nýja Sjálands væri veik. „Þetta er kostur sem Nýja Sjá- landi er fær og við munum reyna hvað við getum,“ sagði Bolger við fréttamenn. Frakkar neita En Frakkar segja að þeir muni kom í veg fyrir að málið verði tek- ið upp. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins, Yves Doutriaux, sagði að samþykki beggja deiluaðila þyrfti til upptöku máls fyrir Al- þjóðadómstólnum, og slíkt sam- þykki væri alls ekki fyrir hendi af hálfu Frakka. Doutriaux sagði að allt benti til að Frakkar hefðu allan rétt til að framkvæma kjarnorkutilraunir neðanjarðar. Auk þess væri lítill tími til stefnu, því Jacques Chirac, Ritstjóri fransks dagblaðs segir and- mæli Ástrala koma úr hörðustu átt forseti Frakklands, hefði sagt að fyrsta tilraunin af átta yrði gerð í næsta mánuði. Frakkar drógu til baka viður- kenningu sína á Alþjóðadómstóln- um 1974 og segja nýsjálenskir sér- fræðingar að af þeim sökum eigi Nýja Sjáland þann einn kost að fá tekna upp aftur málshöfðun frá 1973, fremur en reyna að heíja nýtt mál. Ástralir hafa, ásamt Nýsjálend- ingum, mótmælt harðlega fyrir- huguðum tilraunum í Kyrrahafi. Þeir hyggjast ekki krefjast endur- upptöku síns máls frá 1973 gegn Frökkum fyrir Alþjóðadómstólnum, en hafa lýst stuðningi við Nýsjá- lendinga. Utanríkisráðherra Ástralíu, Gar- eth Evans, sagði að mál Nýsjálend- inga varðaði mengun frá kjarnork- utilraunum, og meiri líkur væru á að það bæri árangur heldur en mál Ástrala, sem varðaði tilraunir í andrúmsloftinu. Tilraunir Frakka nú verða neðanjarðar. Úr hörðustu átt Ritstjóri franska blaðsins Le Figa.ro atyrti Ástrala í gær fyrir andstöðu þeirra við fyrirhugaðar tilraunir Frakka. Sagði hann Ástr- ala ekki í aðstöðu til þess að and- mæla á forsendum umhverfis- verndar, mannréttinda og ný- lendustefnu, í ljósi hlutskiptis frumbyggja í Ástralíu. I opnu bréfi til forsætisráðherra Ástralíu, Pauls Keatings, sagði ritstjórinn að Ástralir væru með mótmælum sínum að reyna að friða eigin samvisku. „Þegar fyrstu, evrópsku inn- flytjendurnir komu til Ástralíu voru þar um 300 þúsund frum- byggjar. Árið 1921 voru þeir ein- ungis 60 þúsund. Hvað haldið þið að hafi gerst í millitíðinni?“ segir í bréfi ritstjórans. Hann segir enn- fremur að frumbyggjar Ástralíu hafi ekki fengið kosningarétt fyrr en 1967 og um líkt leyti hafi ástr- alskir vinnuveitendur fyrst hætt að koma fram við frumbyggjana eins og þræla. Enn þann dag í dag sé ung- barnadauði meðal þeirra tvöfalt hærri en landsmeðaltalið, og lífs- líkur þeirra 20 árum minni en annarra íbúa landsins. „Þið lögðuð það á ykkur að viðurkenna rétt frumbyggjanna til lands forfeðra þeirra. Bravó. En þar eð þið eru ekki skrímsli getur það ekki hafa dugað til að friða samvisku ykkar eftir áratuga „þjóðernishreinsanir“,“ segir rit- stjórinn. Hann sagði að Nýsjálendingar hefðu einnig „þunga byrði að bera“ vegna meðferðar sinnar á maórum. Uthafs veiðisamn- ingnr gagnrýndur Umhverfisvemdarsamtökin Green- peace segja að samningur Samein- uðu þjóðanna um úthafsveiðar muni ekki leiða til góðs nema breytingar verði á uppbyggingu sjávarútvegs í heiminum sem sé víða í formi niður- greiddrar stóriðju. I yfirlýsingu frá Greenpeace segir að það sé galli á úthafsveiðisamn- ingnum að hann taki einungis til fimmtungs fiskistofna heims. Fundið er að því að ákvæði samningsins u,n verndun fiskistofna séu ekki nógu ákveðin. Ti! dæmis segi ekkert um hvernig eigi að vernda fjölbreytileika h'fríkisins, né hvað felist í því hugtaki. Ekki hafi heldur verið tekið á vandamálum í sambandi við afla og ósérhæfð veiðarfæri. Einnig vanti alla útfærsiu á því hvað gera eigi til að draga úr of mikilli veiðigetu fiski- skipaflota heims. Greenpeace gerir athugasemd við að mörg ríki virðist telja þann hluta samningsins sem Ijalli um eftirlit og framkvæmd mikilvægastan. Strangt eftirlit ekki nóg „Ef vemdarákvæðin eru ekki nógu ströng, þá duga framkvæmdar- ákvæðin ekki til að vernda fiskistofn- ana.“ Staðreyndin sé sú að strand- ríki hafi haft fullar heimildir innan 200 mílna lögsögunnar frá miðjum áttunda áratugnum en samt hafi þau almennt ekki getað komið í veg fyr- ir hrun margra af mikilvægustu fisk- stofnum í heimi. Greenpeace telur varúðarreglu út- hafsveiðisamningsins almennt af hinu góða en finnur þó að því að miða eigi veiðar við hámarksafrakst- ur úr stofni. Siíkt hljómi vel en hafi reynst illa í framkvæmd. Reuter „Glund- roðadagaru í Hannover MIKLAR óeirðir urðu í borginni Hannover í Norður-Þýskalandi um helgina þegar mörg hundruð pönkarar söfnuðust þar saman. Þijú þúsund lögreglumenn reyndu að halda þeim í skefjum og um 450 voru handteknir. 170 lögregluþjónar meiddust alvar- lega og talið er að svipaður fjöldi pönkara hafi verið á sjúkralista. Pönkararnir vörpuðu grjóti, flöskum og bensínsprengjum að lögreglu, sem svaraði með því að beita vatnsdælum og bareflum. Á myndinni sést hvar ungmenni Iáta greipar sópa um stórmarkað í * miðborg Hannover. Þetta er 11. sinni, sem pönkarar safnast sam- an í Hannover til að halda upp á svokallaða „glundroðadaga“. 4 | i 1 1 1 < I 1 I I I ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.