Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 r MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Stefnur o g straumar í bókaútgáfu og -sölu Samruni metsölubóka og bókmennta METSOLULISTAR eru um aldar gamalt fyrirbæri og eins og svo margt annað tengt markaðnum eru þeir bandarísk uppfmning. Lengi vel sáust alvarleg bókmenntaverk vart nokkum tímann á listunum, en undanfarin ár hefur það breyst. Bækur með bókmenntalegu gildi eru líka farnar að seljast vel og forlögin farin að borga höfundum þeirra háar upphæðir fyrir útgáfu- réttinn, um leið og þeim er komið á framfæri í fjölmiðlakvöminni. Hér á eftir verður rakið hvemig tilstand- ið í kringum bókaútgáfu hefur auk- ist, en greinin er sú seinni af tveim- ur um stefnur og strauma í bókaút- gáfu. Menningarþorsti vaxandi miðstéttar gagnast bókmenntunum Höfundar eins og breski rithöf- undurinn Charles Dickens og okkar eigin Halldór Laxness eiga það sameiginlegt að bækur þeirra met- seldust í heimalöndum þeirra og það án þess að nokkur hugleiddi hver keypti bækurnar. Þær vom einfald- lega lesnar af öllum, sem lásu á annað borð. Hugtökin „sjoppubók- menntir" eða „afþreyingabók- menntir" voru ekki til, heldur vom bókmenntimar að mestu einar og óskiptar. Þessum bókmenntagrein- um skaut eðlilega mun fyrr upp erlendis en á íslandi og þegar árið 1899 kvartaði bandaríski rithöfund- urinn Henry James yfir að lágkúm- legur smekkur fjöldans hefði yfír- höndina í bóksölubásum jámbraut- arstöðvanna og víða í bókabúðum, ekki síst í dreifbýlinu. Undanfama áratugi hafa bækur, sem teljast bókmenntir eða fagur- bókmenntir ekki komist neitt í nám- unda við bækur metsöluhöfunda eins og John Grishams eða Jeffrey Archers, en bækur þeirra seljast í milljónaupplögum. A þessu er að verða breyting, því þó bækur viður- kenndra höfunda eins og Bretanna Salmon Rushdies og Antoniu Byatt og Danans Peter Hoegs seljist ekki í milljónaupplögum, þá seljast þær í hundmðum þúsunda eintaka, sem er nokkuð nýstárlegt. Og hver er þá skýringin á að almennir lesendur em skyndilega farnir að slægjast eftir góðum bók- um, en ekki bara bókum? Erlendir bókamenn geta sér þess til að vax- andi miðstétt eigi hér hlut að máli. Hún hefur bæði fjárráð og menntun og sækist eftir góðum bókum og menningu almennt, eins og sést af vaxandi aðsókn í hámenningu af öllu tagi. Til að svala menningar- Laxness og Dickens voru höfundar, sem allir lásu. Svo greindust bók- menntir og met- sölubækur að. Nú stefnir í að góðar bækur seljist vel. Sigrún Dav- íðsdóttir rekur hér hvernig alvarlegum höf- undum er komið á fram- færi eins og kvikmynda- stjömum og bækur þeirra markaðssettar með ærnum tilkostnaði. þorstanum hefur listumflöllun í fjöl- miðlum, ekki síst í dagblöðum, auk- ist stórlega undanfarinn áratug, eins og þetta blað er dæmi ,um. Rithöfundar og aðrar sljörnur En auk vaxandi lesendahóps eru bókaforlögin einnig farin að mark- aðssetja bækur, einnig fagurbók- menntir, líkt og gert er í kvik- myndaheiminum. Líkt og kvik- myndir eru auglýstar upp og leikar- arnir sendir í gap fjölmiðla um allan heim eru valdir höfundar og bækur sem á að fjárfesta í. Þannig var til dæmis Daninn Peter Heeg sendur til stórborga Evrópu og Bandaríkj- anna, þar sem blaðamönnum var stefnt á hans fund. Vikum saman mátti hann sitja fyrir svörum og lét að því loknu spyijast að þetta gerði hann ekki aftur. Síðan hefur hann haft hægt um sig og reynt að fá tíma til að vinna í friði, meðal ann- ars að kvikmyndahandriti að met- sölubókinni. Með þessu móti eru margir rit- höfundar, sem þykja skrifa bita- stæðar bækur, orðnir sessunautar kvikmyndaleikara og annars þotu- fólks í viðtals- og samtalsþáttum og viðtöl við þá prýða síður dag- blaða og tímarita. Þeir eru spurðir um allt milli himins og jarðar, svo umheimurinn kynnist skoðunum þeirra á kynlífí, mat... og stundum einnig á bókmenntum. Þá spillir ekki fyrir að vera skemmtilegur, því rithöfundur, sem horfir í gaupn- ir sér og svarar einsatkvæðisorðum á sér vart viðreisnarvon á þessum vettvangi, sama hvað hann skrifar góðar bækur. Þótt markaðsfærsla íslenskra bóka sé léttvæg miðað við erlendu dæmin, þá má sjá móta fyrir því að nokkrir íslenskir rithöf- undar hafí' fengið á sig svolítinn stjömu- og fjölmiðlablæ undanfarin ár. Samhliða þessari áherslu á höf- undana sjálfa, verða þeir eins og hver önnur fjárfesting fyrir bóka- forlögin, sem hafa kynnt þá til sög- unnar. Um leið taka lögmál mark- aðarins að nokkru leyti yfírhöndina. Bækur kunnra höfunda geta selt vel og því er farið að bjóða í útgáfu- réttinn, rétt eins og kvikmyndafyr- irtæki bjóða í eftirsótta leikstjóra og leikara. Þannig varð ný skáld- saga eftir breska rithöfundinn Martin Amis, „The Information“, fræg áður en hún kom út í vetur, því hann hafði fengið greitt sem samsvarar um 55 milljónum króna fýrir útgáfuréttinn. Þegar hún kom út var hún því ekki aðeins athyglis- verð af því hún var eftir Amis, heldur einnig vegna fjárins, sem greitt hafði verið fýrir hana. Samsláttur bókmennta og kvik- mynda er löngu kunnur. Kvikmynd- un klassískra verka hleypir alltaf sölu í viðkomandi verk, ef myndin hlýtur góða aðsókn. Og ekki er aðeins greitt fyrir útgáfurétt, held- ur einnig fyrir kvikmyndaréttinn, áður en bókin kemur út, eða rétt í þann mund, sem hún kemur út. „The Horsewhisperer“ eftir Nichol- HfiNS PETERSEN HF nrnar á einni mynd þannig að þú getur auðveldlega valið mynd til irtöku. as Evans var hleypt af stokkunum sem metsölubók í Bandaríkjunum. Fyrir útgáfuréttinn hafði verið greitt sem samsvarar áttatíu millj- ónum króna og ætlunin er að kvik- mynda söguna með Robert Redford og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Sagan fjallar um unga konu, sem flyst eftir hjónaskilnað frá New York upp í sveit. Bókin þykir fanga vistvæn sjónarmið, sem eru sölu- vænleg, en hún er ekki auglýst sem metsölubók eingöngu, heldur sagt að hún hafi einnig bókmenntalegt gildi. Slíkt hefði þótt aukaatriði fyrir nokkrum árum, en nú þykir hið bókmenntalega sem sagt sölu- vænlegt. Listaskáldin vondu á undan sinni samtíð En það eru ekki aðeins bók- menntir, sem njóta athygli útgáfu- fyrirtækja. Mikil sala hefur verið undanfarin ár í bókum um eðlis- fræði og líffræði. Hin upplýsta milli- stétt vill lesa sér til um sköpun al- heimsins, um súperstrengjakenn- ingu eðlisfræðinnar og um líffræði. Til þessara bóka teljast „Saga tímans“ eftir eðlisfræðinginn Step- hen Hawking, sem komið hefur út á íslensku og „The Selfish Genes“ eftir líffræðinginn Richard Dawk- ins, sem endurskrifar þróunarkenn- inguna í ljósi nýjustu þekkingar. Jafnvel ljóðabækur hafa notið góðs af aukinni bókmenntaathygli. I Bretlandi hefur undanfarin ár geisað hálfgert ljóðafár eftir margra ára áhugaleysi. Útgáfufyr- irtæki gleðjast yfír vaxandi sölu og Iestri ljóðabóka, einkum meðal ungs fólks. Upplestrar með öðru listrænu ívafí glæða áhugann. í ljósi þessa má segja að „listaskáldin vondu“ hér heima hafi óvart verið langt á undan sinni samtíð í markaðs- færslu. í Kaupmannahöfn er félags- skapur sem býður reglulega til ljóða- og bókmenntakvölda og einn þekktasti gestur þeirra í vetur var Einar Már Guðmundsson. í ljósi þess hve miklir peningar velta í bókaútgáfu og þá einnig nú í útgáfu góðra bóka er menningar- svartsýni varla viðeigandi. Bóka- lestri hnignaði í byrjun þessa ára- tugar, en það er spurning hvort hann fer ekki vaxandi, bæði vegna nýrra aðferða í bóksölu, en einnig með efnahagsuppsveiflu, auknum tómstundum og að það þykir svolít- ið fínt að fylgjast með. Hvort það gagnast sjálfum skriftunum má kannski efast um, en bókmenntir fara alla vega ekki huldu höfði í nútímaþjóðfélaginu. EITT verka Valdimars: Haf- meyja setur nýja ullarvettlinga á sporð sér og teygir lopann. Olía- og- pastel á Sólon Islandus VALDIMAR Bjarnfreðsson opnar málverkasýningu á Sólon íslandus laugardaginn 12. ágúst kl. 13. Yfir 30 verk verða á sýningunni, olíumál- verk og pastel. - ) \ I > I i f I I í l \ , I . I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.