Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGÚNBLAÐIÐ Ertu tilbúin(n) í slaginn? *¥ Ert þú ákveðin(n) í að ná betri árangri í skólanum í vetur með minni fyrirhöfn en fyrr? ^ Hraðlestrar- og námstækninámskeiðin gera þér auðveltl að hafa góða stjóm á náminu þínu og ná settu markmiði. f Lestrarhraði fjórfaldast að jafiiaði og eftirtekt vex. 41 Næsta námskeið hefst 10. ágúst n.k. Skráðu þig strax. Skráning er í símum 564-2100 og 564-1091. HFtAÐLE5>TRARSKCt)LJINJINJ Þrautreyndar þvottavélar sem hafa sannaö glldl sltt á íslandl. Stærb: fyrlr 5 kg. ' Hæö: 85 cm Breidd: 60cm Dýpt: 60 ct Elnnlg: kællskápar eldunartækl og uppþvottavélar á elnstöku veröl FAGOR FE-534 Staögreitt kr. h ' ;| wí\ -4' ll 1 \( I' % W■ pr .4^. Afborgunarverö kr. 42.000 ■ Visa og Euro raögreiöslur RÖNNING BORGARTÚNI 24 SÍMI: 568 5868 Uw*. . - Vegna mikillar aðsóknar framlengjum við útsöluna um þrjá daga Frábært verð Opiö kl. 12—18 SKÓMARKAÐUR RR ! Ökemmuvegi 32 L, Kópavogi, s. 5575777 EURO SKÖ Erum beint fyrir neðan BYKO, Kópavogi. AÐSENDAR GREINAR Hverjir verða reknir? ÞANN 22. júlí birtist hér í blaði grein eftir Kristján Sigurðsson lækni með fyrirsögninni: „Fjár- hagsvandi Ríkisspítala séður frá sjónarhóli sviðsstjóra kvenlækn- inga“. Mun það vera í fyrsta sinn að það starfsheiti hefur sést í fjölm- iðli, en sem slíkt hefur það ekki stoð í lögum. Með greininni birtist útfærsla á skipuriti um stjórnun ríkisspítal- anna, sem ekki er í samræmi við heilbrigðislögin. Hins vegar rétt að því leyti að stjórnar- nefndin er þar efst á blaði, en forstjórinn settur þar einn fyrir neðan, sem stenst ekki. Hið rétta er að yfirlæknir, yfirhjúkr- unarfræðingur og for- stjóri spítalans fara samán með stjórn spít- alans. Ólafur Ólafsson landlæknir hefur upp- lýst mig um, að hann hafí nokkrum sinnum á síðustu árum kvartað yfir rangri útfærslu skipuritsins eins og það hefur birst í árs- skýrslum Ríkisspítal- anna, en það hafi ekki fengist leið- rétt, þrátt fyrir að Sighvatur Björg- vinsson, fv. heilbrigðismálaráðh., hafi óskað þess. Af hálfu ritstj. Mbl. er sagt að lítið hafí verið fjallað um fjárhags- vandræði þessi. Hefur mig furðað á að enginn læknir skuli hafa látið þessi skrif til sín taka. Heilbrigðismálin eru eitt mesta báknið í stjórnkerfí okkar. Ætla má að svona bákni fylgi talsverð óráðsía, sem ástæða væri til að taka til athugunar, en bíður betri tíma. Samt skal þó vikið hér að einu atriði hins mikla fjárhags- vanda heilbrigðiskerfisins. Heilbrigðismálaráðherra Ingi- björg Pálmadóttir er hjúkrunar- fræðingur og hlýtur því að hafa nokkra þekkingu á spítalarekstri og hvar helst megi spara. Heilbrigðismálaráðherra virðist halda að vinnubrögð starfsfólks í sjúkrahúsinu séu ein helsta ástæð- an fyrir óreiðunni, án þess að hafa í huga að hallareksturinn sé fólginn í sjálfu skrifstofubákninu og stjórn- arháttum spítalans. Helsta leiðin til spamaðar sé því að fækka því starfsfólki, sem vinnur að hjúkrun- arstörfum um 80. Hvaða önnur ástæða getur verið fyrir þessum fyrirhugaða brott- rekstri 80 starfskrafta? Vinnubrögð á svona stað eru vafalaust misjöfn. Sumir fá auka- vinnu greidda en aðrir ekki. Það er líka ein spiliingin í kerfínu. Spurningin er samt sem áður sú, hveija á að reka af hinum mis- jafna vinnukrafti? Það hefur verið mik- il árátta hjá fyrir- mönnum þjóðarinnar að þenja báknið út með nýjum starfsheitum og nýjum deildum, þannig eru og launahækkanir faldar í kerfínu. Starfsheitið „sviðs- stjóri kvenlækninga“ er nýjasta dæmið. Af skrifum sviðsstjórans má ráða að þeir séu settir yfir prófessor- ana, yfirlækna deild- anna, en það stenst ekki heldur lög. Forstjóraaðallinn hjá okkur er líka stöðugt að hreiðra betur um sig með háum launum, þannig að hriktir í þjóðfélagsstoðunum. Margir forstjórar hafa eitt úrræðið til þess að sýna mikilvægi sitt, en það er að ráða fleiri aðstoðarfor- stjóra og fjölga nánum undirmönn- um. Áður en núverandi forstjóri ríkis- spítalanna tók við var enginn for- stjóri. Georg heitinn Lúðvíksson kallaðist aðeins framkvæmdastjóri. Að því er ég best veit hafði Georg Lúðvíksson engan undirmann, sem leitað skyldi til með erindi, sem sneru að spítalastjórninni. Senni- lega sinna fleiri en einn starfskraft- ur slíku starfí í dag. Nú eru auk forstjóra a.m.k. þrír framkvæmda- stjórar og einn skrifstofustjóri, en starfsfólk á skrifstofu ríkisspítal- anna mun vera hátt í 100 manns. Skrifstofubáknið sjálft er hýst í tveimur allstórum byggingum. Alkunna er að skrifstofur ríkis- spítalanna hafa þanist út. Segja má að Alþingi og stjórnarnefndin hafí verið sofandi á verðinum gagn- vart þessari einstöku útþenslu. Oft hefur komið fram í fjölmiðl- um, að álgið á starfsfólki Landspít- alans sé óbærilegt. Ef að líkum lætur verður vegið í þann knérunn með hinum boðaða brottrekstri starfsfólksins, sem vinnur beint eða óbeint að hjúkrun. Aldrei hefur heyrst, að álagið á Ef að líkum lætur, segir Gunnlaugur Þórðar- son, verður vegið í þann knérunn að reka starfs- fólk, sem vinnur beint eða óbeint að húshjálp. skrifstofufólki ríkisspítalanna sé óbærilegt, enda mun það vera miklu fleira en gerist í sambærileg- um stofnunum. Það má vera þrungið andrúms- loft á Landspítalanum nú, þegar starfsfólk býr við þá ógn að verða sagt upp störfum af því að fækka þarf starfskröftum. Hlýtur það að minna á hugarfarið, sem ríkti í sovéskum stofnunum, þar sem starfsmenn urðu að njósna hver um_ annan fyrir yfirboðaða sína. Áður fyrr lágu sængurkonur viku á sæng í sjúkrahúsi og sjúkl- ingar voru tæpast lagðir inn til skemmri legu en viku. Nú hefur- þessu verið gjörbreytt, varla er búið að rimpa menn saman fyrr en þeir eru sendir heim. Þá þekkt- ust hvorki biðlistar né forgangsrað- anir, þá var ekkert vandamál að fá læknishjálp. Fjöldi sjúkra og lækning þeirra er ekki helsta vandamál heilbrigðis- þjónustunnar, heldur útþanið og slæmt stjórnunarkerfi. Höfundur er hæstaréttarlögmað- ur. Gunnlaugur Þórðarson Islenskan dómara í hafréttardómstólinn Á NÆSTA ári mun alþjóðlegi hafréttar- dómstóllinn, sem mælt er fyrir um í hafréttar- sáttmála Sameinuðu þjóðanna frá 1982, hefja störf. Dómarar verða kjömir 1. ágúst 1996 úr hópi þeirra sem aðildarríki sátt- málans tilefna. Á næstu mánuðum munu þau ríki sem áhuga hafa á að tilnefna í dóminn vinna að því að tryggja sínum mönnum kosningu. Ég tel einboðið að íslendingar freisti þess að fá mann kjörinn í þennan nýja dómstól þegar er hann hefur starfsemi sína. I ljósi þess mikla atbeina sem ísland hafði að gerð sáttmálans hiýtur að vera eðlilegt fyrir íslendinga að sækjast eftir slíku sæti. Jafnframt ætti ?ð vera tiltölulega auðvelt að vinna slíku framboði fylgi meðal annarra þjóða. Fáar þjóðir hafa jafn ríka hagsmuni af friðsamlegri lausn deilumála er tengjast nýtingu hafs- ins og við íslendingar. Dómarar skiptast milli heimshluta Eins og alkunna er tók hafréttar- sáttmáli SÞ gildi í nóv- ember á síðasta ári en þá fyrst hafði tilskilinn fjöldi ríkja (60) fullgilt hann. Samkvæmt ákvæðum VI. viðauka við sáttmálann mun dómstóllinn hafa að- setur í Hamborg í Þýskalandi og í honum starfa 21 óháður dóm- ari. Áskilið er að dóm- arar komi frá helstu réttarkerfum heims og skiptist með sann- gjömum hætti milli heimshluta. Eigi skulu vera færri en þrír dóm- arar frá sérhveijum „hnattsvæðis- hópi“ sem starfar á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna. Starfstími dómaranna er 9 ár en þó skal þriðjungur þeirra sem fyrst verða kjömir aðeins starfa í 3 ár og annar þriðjungur í 6 ár og þá kjörnir nýir í þeirra stað. Mun dóm- stóllinn þannig endumýjast reglu- lega. Sækjast Norðmenn eftir sæti? Ekki er ólíklegt að í hlut Vestur- Evrópu komi 4-5 sæti í dómnum. Gera má ráð fyrir að mörg ríki keppi að þvl að koma sínum mönn- Ég tel einboðið, segir Geir H. Haarde, að Islendingar freisti þess að fá mann kjörinn í þennan nýja dómstól. um að. Líklegt er t.d. að Norðmenn freisti þess. íslendingar eru hins vegar í hópi örfárra vestrænna þjóða sem gerðust aðilar að sátt- málanum þegar í upphafi. Þeir eiga því að sækjast eftir því að fá kjör- inn dómara í eitt þessara sæta og he§a undirbúning að því nú þegar. I ákvæðum VI. viðauka hafrétt- arsáttmálans segir um dómara við hinn nýja dómstól að þeir skuli kosnir „úr hópi manna sem eru í mjög miklu áliti sakir réttsýni og heiðarleika og viðurkenndir sér- fræðingar á sviði hafréttar". Ekki er vafamál að í hópi íslenskra lög- fræðinga eru ýmsir sem uppfylla þessar kröfur og sem sinna myndu starfí dómara í hafréttardómstóln- um með sóma. Höfundur er formaður þingflokks sjdlfstæðismanna og formaður utanríkismálanefndar Alþingis. Geir H. Haarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.