Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Kraftblökkin M/sFanney Vorið 1945 var Ingvar Einarsson, skipstjóri, sendurti! Bandaríkjanna, á vegum Síldarverksmiðja ríkisins og Fiskimálanefndar. Átti hann að athuga hvort síldveiðitækni og skip á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna hentuðu hér við land. Ingvar lagði til að keypt yrði skip, sem var í smíðum í Takoma í Washington- fylki. Skipið var 136 bt.tn. að stærð, með 320 ha. Atlas dieselvél. Það var keypt og kom hingað til lands í októberlok 1945. Hlaut það nafnið Fanney. Kostnaðar- verð skipsins hingað komið, með veiðarfær- um, var 932.413,24 kr. og áttu SR. og Fiski- málanefnd skipið, að hálfu hvor aðili. Sum- arið 1946 hélt skipið til sfldveiða fyrir Norðurlandi. Ellefu manna áhöfn var á skipinu og öfluðu 2590 mál og 820 tunn- ur síldar á vertíðinni. Nótin var úr amerísku efni, en sett upp hér heima eftir amerískri teikningu, en fellingin meiri en til var ætlast. Sú tækninýjung fylgdi Fanneyju, að nótinni var kastað beint af skip- inu. Lítill prammi með einum manni var hafður við þann enda nótarinn- ar sem byrjað var að kasta. Skipinu var síðan siglt umhverfis síldartorf- una. Rann þá nótin afturaf palli aftast á dekkinu og snerist hann þegar skipið beygði og lagaði sig þannig að hringferli skipsins þegar kastað var. Herpilínan var dregin með vökva- spili og nótin dregin með vökvadrif- inni kraftblökk. Pokinn var í enda nótarinnar, í stað þess að vera fyr- ir miðju eins og venjulegt var. Nót- in var 250 faðma löng og 33 faðma djúp. Fanneyjarmenn náðu ekki tökum á kraftblakkartækninni og var blökkin sett í land. Tngvar Ein- arsson var skipstjóri fyrstu tvö árin og Jónmundur Guðmundsson frá Akranesi, var yfirvélstjóri frá 15. jan. 1946 til 1962. Jón B. Einarsson varð skipstjóri á m/s Fanneyju 13. júlí, 1948. Hann reyndi að nota kraftblökkina en án árangurs. Var hún þá lögð til hliðar og nótin snörluð inn. Nót- in virtist of garnmikil og gekk þess vegna ekki í gegnum blökk- ina. íslenzku neta- mennimir felldu næt- urnar meira en Amer- íkanar og mun það hafa gert gæfumuninn. Þessi mistök neta- mannanna tafði því til- komu þessarar tækni hérlendis til ársins 1959. Nokkrir skipveijar á Fann- eyju voru frá Akranesi, sumir allt frá byrjun. Mun sú nýjung í veiði- tækni, sem skipinu fylgdi, hafa ver- ið vel kunn þar, frá upphafi tilraun- anna á Fanneyju. M/s Böðvar Árið 1956 ákvað Haraldur Böð- varsson útgerðarmaður á Akranesi að gera tilraun með kraftblökkina á sumarsíldveiðunum fyrir Norður- landi. Haraldur fékk allar myndir, sem teknar voru við tilraunirnar á Fanneyju og skýrslu skipstjórans um tilraunina. Einnig veitti Jón- mundur Guðmundsson, yfirvélstjóri Þáttaskil urðu í sögu síldveiða, segir Einar Vilhjálmsson, með tilraunum á kraftblökkinni á Fanneyju, Haraldi upplýsingar um tæknibúnað skipsins. Haraldur treysti sér ekki kostnaðarins vegna að gera tilraunina alfarið á eigin kostnað og leitaði til Vilhjálms Þór, aðalbankastjóra Landsbankans. Vilhjálmur fékk samþykkt að bank- inn kostaði tilraunina að hálfu. Haraldur ákvað að nota m/b Böðvar, 85 tonna tréskip, við til- raunina. Hann pantaði kraftblökk og aflmikið spil hvorttveggja vökva- drifið, síldardælu, Kyrrahafsnót og kanadískt flottroll til síldveiða. Settar voru tvær járnbómur á möstur skipsins og var önnur þeirra níu metra löng. Sett var 12 tommu síldardæla í skipið, ásamt 64 hest- afla mótor, sem aflgjafa. Var gert ráð fyrir að hægt væri að dæla aflanum yfir í flutningaskip á mið- unum. Þá var m/b Böðvar útbúinn þannig að kasta mátti nótinni frá borði og nótabátur því óþarfur. Gerð var úr svonefndu Hvalfjarð- arneti 250 faðma löng nót, 50 faðma djúp og að auki grunnnót úr sama efni. Skipið var ekki til- búið á veiðar fyrr en 28. júní 1956. M/b Böðvar var þá sendur á miðin fyrir Norðurlandi ásamt m/b Reyni, sem átti að fylgja honum og taka á móti afla á miðunum. Skipstjóri á m/b Böðvari var Hannes Ólafsson. Sturlaugur H. Böðvarsson útgerðarstjóri fór með skipinu norður og var um borð meðan á tilrauninni stóð. Kyrra- hafsnótin var ekki komin til lands- ins, þegar m/b Böðvar fór norður og ekki heldur kanadíski skipstjór- inn, sem ráðinn var til leiðbeiningar. í fyrstu veiðiferð komu í ljós ýmsir gallar, sem óhjákvæmilegt var að laga og var farið inn á Siglu- fjörð þess vegna. Lagfæringin tók hálfan mánuð. Hófst nú veiðin og fengust 3491 mál & tunnur síldar, þrátt fyrir stirðar gæftir. Kraft- blökkin reyndist vel en spilið illa og skilaði ekki því afli, sem það var gefið upp fyrir. Mestu af aflanum var dælt yfir í m/b Reyni og kom síldin lifandi og óskemmd frá dæl- unni. Dælan afkastaði allt að 400 tunnum á klst. Viku af ágúst tók fyrir alla veiði út af Norðurlandi og var þá haldið heim. Þá var Kyrrahafsnótin komin og einnig kanadíski skipstjórmn, til leiðbeiningar. Honum fannst miður að tilraunin fór ekki fram á m/s Fanneyju sem var samskonar skip og notuð voru til þessara veiða vest- anhafs. Þótti honum m/b Böðvar lítill og óhentugur til þessara til- rauna og mundi það ráða úrslitum um árangurinn. Frétzt hafði um síld úti af ísafjarðardjúpi og var haldið þangað, þar sem veður var hagstætt. Varð að ráði að reyna Kyrrahafsnótina. Var henni kastað tvisvar og fengust í hana 50 tunnur af síld. Tilraunin tókst vel, en spilið reyndist aflvana. Þegar suður kom var reynt að endurbæta spilið, en árangurslaust. Tvær tilraunir voru enn gerðar á m/b Böðvari með kraftblökkina og var Ingvar Pálma- son, skipstjóri, fenginn til þess að stjórna þeirri síðari, þar sem kana- díski skipstjórinn var ekki ráðinn lengur. Þetta var um miðjan október og átti bæði að reyna kyrrahafsnótina og flottrollið. Arangur varð enginn og taldi Ingvar tilgangslaust að halda þessum tilraunum áfram, þar sem spilið væri of kraftlítið. Þar með lauk þessum tilraunum án árangurs og var tap útgerðarinn- ar 700 þúsund krónur en tap Lands- bankans nokkru meira. M/s Sigurkarfi GK 480 búinn kraftbiökk Árið 1959 var m/s Sigukarfi, GK 480, (Í84 br.tn) búinn til síldveiða með hringnót og kraftblökk. Var það gert að áeggjan Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík. Á ísafirði var útibúinn nótarkassi á bátadekki og var nótinni kastað og dregin af skipinu. Ekki tókst að yfirstíga tæknileg vandamál, og mistókst því tilraunin. Lítið aflaði skipið þetta sumar. Tilraunin var gerð á kostnað útgerðarinnar.1 M/s Svanur RE 88 Tilraun Andrésar Finnbogasonar með hringnót án nótabáts 1957: Stór véldrifin tromla var sett á dekk skipsins, framan við stjórnborðs- ganginn. Nótinni var kastað af og hún dregin inn á tromluna. Svanur var plásslítill aftan við stýrishús og var því ekki hægt að hafa búnaðinn þar. Tilraunin heppnaðist ekki. Til- raunin var gerð á kostnað Jóns Magnússonar, sem leigði skipið og hlaut hann opinberan styrk til verk- efnisins. Árið 1960var sett ný yfirbygging á Svaninn. Árið eftir var hann bú- inn kraftblökk og nótinni komið fyrir aftan við stýrishús.2 M/b Guðmundur Þórðarson Þann 21. júní, 1959 hélt m/s Guðmundur Þórðarson, RE 70 til síldveiða við Norðurland, með hringnót og búinn kraftblökk. Nót- inni var komið fyrir aftast á þilfari skipsins og henni kastað og hún dregin af skipinu, en ekki notaður nótabátur. Lítill vélbátur var hafður meðferðis, var hann hafður í enda nótarinnar þegar kastað var og síð- an til þess að halda nótinni frá skip- inu á meðan háfað var. Kraftblökkinni var komið fyrir í bómu á afturmastri skipsins og voru stjórntækin fyrir blökkina við mastrið. Bóma var höfð tvo metra aftan við bakka og korkaendi nót- arinnar bundinn fremst á hana, Einar Vilhjálmsson Opið bréf til land- búnaðarráðherra ÁGÆTI landbúnaðar- ráðherra! í dag er mikið fund- að út af endurskoðun á búvörusamningi vegna sauðfjárræktar. Gamli samningurinn er fullkomlega genginn sér til húðar og orsakar ekkert annað en hraðf- ara dauða allra sem hafa stærstan hluta tekna sinna af sauð- fjárrækt. Ég bið þig lengstra orða að lenda ekki í þeirri gryíju að ætla að stjórna sauðfjár- framleiðslunni með þeim föðurlega hætti sem lýsir sér í þeim samningspunktum sem nú eru á borði samningamanna við gerð á nýjum búvörusamningi vegna sauðfjárframleiðslunnar og lögleiða í leiðinni að gera okkur alla sem sauðfjárrækt stunda í dag að öskuköllum framtíðarinnar svo við fáum skrimt. Byggðastefnan og sauðfjárræktin Við skulum gera okkur grein fyrir því að sá stuðningur sem sauðfjárræktin nýtur ein kjötfram- leiðslugreina, er að stórum hluta stuðningur til að halda jafnvægi í byggð landsins og til að bjóða neyt- endum ódýrara kjöt en ella. Stað- reyndin er, að við erum of margir að framleiða á innanlandsmarkaði en erlendir markaðir sem greiða viðunandi verð fyrir kjötið eru mjög fáir og ennþá engir nýir markaðir sem höfða til sérstöðu kjötsins, vistvæni og hollustu. Þessa mark- aði á eftir að byggja upp, sem er mikið verk og dýrt. Tveir kostir Við höfum aðeins tvo kosti í stöðunni, annaðhvort að viðhalda framleiðslustýrikerfi sem yrði að gjörbreyta og miða kvótann við ásetning, á sama hátt og viðgengst í nokkr- um nágrannaríkjum okkar innan ESB, það er að taka upp lög um búfjárhald og búfjármerkingar, þar sem framleiðsluheimildirnar eru miðaðar við ásetning, eftirlit og talningar. Yrðu bændur eða búfjár- eigendur uppvísir við talningu að vera með of marga gripi þá misstu þeir framleiðsluréttinn og bein- greiðslur fyrir fullt og allt og þyrftu að auki að greiða til baka allt sem búið væri að greiða þeim undanfar- ið. Þessi aðferð minnir á lögreglu- ríki sem er stjómað með valdi lög- gjafans. Þessa aðferð tel ég henta mjög illa íslenskri bændastétt, því ennþá er Bjartur í Sumarhúsunum mikilsráðandi í stéttinni. Sú aðferð, sem ég tel farsælasta, til lengri tíma litið, er einfaldlega sú að greiða beingreiðslurnar beint til þeirra bænda sem nú þegar stunda sauðfjárrækt óháð því hvort þeir halda áfram að framleiða dilka- kjöt eða reyna að hasla sér völl í annarri starfsemi, t.d. ferðaþjón- Þeim tilmælum er beint til landbúnaðar- ráðherra af Einari E. Gíslasyhi, að sauðfjár- ræktendur verði ekki gerðir að öskuköllum framtíðarinnar. ustu, fískeldi, refarækt, skógrækt, eða stunda vinnu út á við, t.d. land- græðslustörf svo eitthvað sé nefnt. Burt með framleiðslu- hvetjandi kerfi Núverandi kerfi, þar sem bein- greiðslur eru miðaðar við fram- leiðslu, er mjög framleiðsluhvetj- andi og eykur stöðugt á birgða- vandann, auk þess minnka tekjur sauðfjárbænda árlega með breytt- um matarvenjum þjóðarinnar og aukinni framhjásölu sem er beinn fylgifiskur verndarstefnunnar. Nú þegar hafa nettótekjur sauðfjár- bænda dregist saman um það bil um helming frá upphafi búvör-'- samnings. Það sjá allir að slíkt get- ur ekki haldið áfram án þess að til fjölgagjaldþrota komi og flest byggðarlög landsins bíði ómetan- legt tjón af þeirri grisjun byggðar, því með henni fara skólarnir úr sveitunum, læknisþjónustan og margt fleira hverfur eða minnkar og dregur fleiri úr framleiðslunni á landsbyggðinni. Einar E. Gíslason Kosningaloforðin Eftir því sem alþingismenn í öll- um flokkum sögðu í kosningabar- áttunni og yfirlýst stefna Fram- sóknarflokks og Sálfstæðisflokks er, að styrkja þurfi landsbyggðina og í stjómarsáttmála segir „Atak í útflutningi landbúnaðarafurða verði stutt sérstaklega á grundvelli nýrra laga um vöruþróun og markaðs- starf sem byggist á hreinleika og hollustu". Stefnuyfirlýsing beggja stjórnarflokkanna og stjórnarsátt- málinn ætti að tryggja það að þessi stjórn vilji í alvöru leggja fé til að viðhalda núverandi byggð að mestu á landinu með því að styðja við þá sem stunda sauðíjárbúskap nú. Það er ljóst að þeir geta ekki allir lifað á sauðíjárrækt eins og staðan er nú og verður því að veita þessa byggðastyrki í nokkur ár á meðan þeir koma undir sig fótunum á öðr- um vistöðvum. TiIIaga til framfara Mín tillaga er sú, að grunntalan í byggðastyrknum sé þessi 8.150 tonn af dilkakjöti sem upphaflega var samið um og honum skipt niður á þær jarðir sem eiga kvótann í dag, með því er verið að styðja við um 7.000 tonna framleiðslu dilka- kjöts á heimamarkað og afganginn til útflutnings og koma þar lögin um stuðning við markaðsöflun til góða. Þar held ég að besta lausnin sé að setja ekki upp fleiri útflutn- ingsráð eða toppa, heldur semja einfaldlega við sölusamtök fiskiðn- aðarins að sjá um markaðssetning- una, en þau reka nú þegar mjög öfluga markaðsstarfsemi og hafa náð mjög góðum árangri og búa yfir feikna reynslu á þessu sviði. Okkur horssabændum hefur reynst vel að fá þau til að aðstoða við að markaðssetja hrossakjöt. Samfara þessum byggðastyrk verði, innan tíðar og ekki seinna en að tveim árum liðnum, allt verðlag á sauð- fjárafurðum gefíð frjálst en heimilt verði með lagabreytingum að setja viðmiðunarverð. Eins og þetta er nú, vemdar þessi fasta verðlagning fyrst og fremst aðra kjötsölu og þá sem stunda framhjásölu, þótt þeir hafi ekki beingreiðslur á fram- leiðsluna, þá losna þeir við að greiða verðmiðlunargjald, sjóðagjöld og virðisaukaskatt, auk beinna skatta af sölunni, en þetta er álíka upphæð og fæst í gegnum beingreiðslur. Birgðavandinn Þá verður að hreinsa allar kjöt- birgðir út sem til verða á markaðn- um haustið 1996 með því að taka lán sem síðan greiðist með hluta af heildarstuðningi við sauðfjár- ræktendur á nokkrum árum. Æski- Iegt væri að bjóða þeim bændum sem vilja hætta sauðfjárbúskap í haust, uppkaup á bústofni, jörð og beingreiðslum í 2-3 ár, en sú að- gerð mun létta á framtíðinni. Þessi byggðarstyrkur verður ekki söluvara og því aðeins greiddur að búseta sé á jörðinni 12 mánuði árs- ins. Þennan samning þarf að gera til 10 ára en með endurskoðunar- möguleikum eftir 5 ár. Þessi ár hefur viðkomandi bóndi möguleika á að aðlaga sig að markaðnum eða hætta sauðfjárframleiðslu og hefja annan rekstur, eða halda henni áfram en reyna að auka tekjur sín- ar á annan hátt. Afleiðingar Fyrstu afleiðingarnar verða eflaust mikið verðhrun á markaðn- um en hann mun fljótlega ná jafn- vægi og það ætti að vera tiltölulega auðvelt fyrir þá sem njóta þessa stuðnings að standast þá raun. Á sama tíma komast menn að því að hagræðingar sé þörf í slátrun og sölu varanna, hafi þeir ekki þegar nýtt sér aðlögunartimann sem fyrr er getið, sláturleyfishafar og fram- leiðendur verða að ná saman í heild- arsamtök sem hafa með alla dreif- ingu varanna að gera, í samræmi við það sem breski markaðssér-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.