Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 37
36 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 37 JltorggittMiiMfe STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. STJÓRNARFORMAÐUR: Haraldur Sveinsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁBYRGÐ í ÚTHAFS- VEIÐIMÁLUM SAMÞYKKT hins nýja úthafsveiðisáttmála Sameinuðu þjóð- anna hefur sögulega þýðingu. Ríki heims hafa náð sam- stöðu um mikilvæga útvíkkun þjóðaréttarins og þannig lagt grundvöll að því að leysa megi átök um fiskimið víða um heim, sem eitra samskipti ríkja og hafa jafnvel orðið mannskæð. Jafn- framt er úthafsveiðisáttmálinn mikilvægt skref í þá átt að vernda auðlindir jarðar fyrir rányrkju og koma þess í stað á skynsam- legri vernd og stjórnun á nýtingu þeirra. ísland og önnur strandríki geta vel unað við niðurstöðu úthafs- veiðiráðstefnunnar í#New York. Raunar höfðu margir ekki búizt við því að sum úthafsveiðiríki myndu samþykkja samninginn og gangast þannig undir skuldbindingar hans. Samþykki þeirra ber vott um breytt viðhorf til umgengni um auðlindir hafsins. Stjórnvöld og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi víða um heim ættu hins vegar ekki eingöngu að horfa á úthafsveiðisáttmálann út frá þröngum skammtímahagsmunum hvers ríkis um sig. Hinir mikilvægu hagsmunir í málinu eru auðvitað varðveizla lífríkis hafanna og þau not, sem komandi kynslóðir hafa af þeim til lengri tíma. í því ljósi ber svo að hafa í huga ábyrgð sérhvers ríkis samkvæmt samningnum - ekki aðeins tækifæri til ávinnings. Fram hefur komið að úthafsveiðisáttmálinn er ekki töfra- lausn, sem leysir allar deilur sjálfkrafa. Hann er fyrst og fremst rammi um samninga ríkja sín á milli. Eins og við er að búast um nýjan þjóðréttarsamning, verður hann án efa túlkaður með mismunandi hætti. Slíkur skoðanamunur virðist nú þegar vera að koma fram á milli íslenzkra og norskra stjórnvalda varðandi túlkun „íslenzka ákvæðisins" um aðild strandríkja, sem háð eru fiskveiðum, að svæðisstofnunum. Þrátt fyrir allan skoðanamun leggur samþykkt úthafsveiði- sáttmálans aðildarríkjum hans nú í raun ríka skyldu á herðar að uppfylla ákvæði hans og leysa deilur sín á milli.. Nærtæk- ustu deilurnar, sem þar um ræðir, eru auðvitað deilur íslands og Noregs um veiðar í Smugunni í Barentshafi og um stjórnun á veiðum úr norsk-íslenzka síldarstofninum. Þótt samningurinn hafi enn ekki öðlazt gildi og geri það ekki fyrr en 30 ríki hafa fullgilt hann, er einstökum ríkjum heimilt að beita ákvæðum hans til bráðabirgða. Það er engin ástæða til annars en að hefja sem fyrst samningaviðræður á grundvelli sáttmálans, sem taki til veiða í Smugunni, Síldar- smugunni og á Reykjaneshrygg, með þátttöku Islands, Noregs, Færeyja og Rússlands. Þríhliða fundur sjávarútvegsráðherra íslands, Noregs og Rússlands í Pétursborg um miðjan mánuðinn verður vonandi upphaf á alvörusamningaviðræðum. Þar er erfitt verk fyrir höndum og ekki augljóst hvaða stofnan- ir eiga að sjá um kvótaúthlutun úr viðkomandi stofnum, hvaða ríki eiga að fá aðild að þeim eða hvernig kvótaskipting eigi að vera. Slíkt er einfaldlega samningsatriði. íslenzkir og norskir stjórnmálamenn hafa lengi vísað til þeirra möguleika, sem vænt- anlegur úthafsveiðisamningur myndi fela í sér til lausnar á fisk- veiðideilum ríkjanna. Nú er hins vegar ekki eftir neinu að bíða. Fiskveiðiríkin við Norður-Atlantshafið eiga að ganga á undan með góðu fordæmi og axla þá ábyrgð, sem þeim ber. TVEIR SENTIMETRAR HJÁ TRY GGIN G ASTOFNUN SVÖR eins og þau sem Tryggingastofnun ríkisins veitti hér í Morgunblaðinu um reglur sem eru í gildi í stofnuninni, að því er varðar þátttöku í kostnaði jieirra sem þjást af Perthes- sjúkdómnum, eru ekki viðunandi. I umfjöllun Morgunblaðsins um Perthes-sjúkdóminn 1. ágúst sl. kom fram, að það eru um það bil tíu börn sem greinast með þennan sjúkdóm á ári hverju, en hann lýsir sér í því að það verður drep í mjaðmarlið, þegar blóðflæði til hans stöðvast. Ekki er hægt að takast á við sjúkdóm- inn, fyrr en skaðinn er skeður og börnin eru farin að haltra. Börnin geta eftir greiningu þurft að undirgangast erfiðar skurð- aðgerðir á mjaðmarlið og þurfa á eftir að búa við það, að fæt- ur þeirra eru mislangir, sem hefur aftur ýmis óþægindi og kvilla í för með sér. Ótalinn er sá andlegi og félagslegi vandi, sem börn eiga við að stríða, sem við þessa fötlun búa. Því eru órökstudd svör Tryggingastofnunar um að lengdarmismunur fóta barnanna verði að vera meiri en tveir sentimetrar, til þess að stofnunin taki þátt í kostnaði vegna upphækkunar í skóm þeirra, ófullnægj- andi. Það er hárrétt sem Gunnar Þór Jónsson prófessor og sérfræð- ingur í bæklunarlækningum sagði í ofangreindri úttekt Morgun- blaðsins, að nær væri að sérfræðingar í bæklunarlækningum legðu mat á þörf barna og unglinga fyrir upphækkaða skó. Enda er það út í hött að í þessum efnum skuli fylgt einhverri tveggja sentimetra reglu. Heilbrigðis- og tryggingayfirvöldum ber að breyta afstöðu sinni og vinnubrögðum og koma til móts við þarfir þessara barna. UNDANFARIN tvö ár hafa hjónin Jónína Einarsdóttir mannfræðingur og Geir Gunnlaugsson bamalækn- ir búið ásamt þremur sonum sínum í Gíneu-Bissau í Vestur-Afríku þar sem þau hafa unnið fyrir Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hjónin búa í Gíneu-Bissau því árið 1982 héldu þau fyrst þangað. Geir hafði þá lokið prófi í iæknisfræði og Jónína var með próf í efnafræði og kennarapróf. Þau komust í samband við hjálparstofnanir í Svíþjóð og voru send til Gíneu-Bissau. Þar dvöldu þau í þrjú ár þar sem Geir vann fyrir Sænsku þróunarstofnunina sem lækn- ir innan barnaheilsugæslunnar og Jón- ína vann fyrir sænsk þróunarsamtök við starfsmenntun meinatækna. Árið 1985 fluttu þau til Svíþjóðar þar sem Geir hóf framhaldsnám í bamalækningum og Jónína fór að nema mannfræði. Átta árum síðar, Geir með doktorspróf í barnalækning- um í farteskinu, Jónína með próf í mannfræði og hjónin þremur bömum ríkari, fluttu þau aftur til Gíneu-Bis- sau. „Við höfum aldrei sleppt hend- inni af þessu og fylgst vel með land- inu,“ segir Geir. „Okkur langaði alltaf til að snúa aftur.“ Fjölskyldunni líkar vel lífið í Vestur- Afríku þó óneitanlega sé það talsvert öðravísi en á norðlægari slóðum. Þau tala kreólamálið reiprennandi, sem er mál alþýðunnar, og hefur tekist vel að aðlaga sig aðstæðum. Flestir menntamenn í landinu tala einnig portúgölsku, en landið er fyrrum port- úgölsk nýlenda. Jónína og Geir vinna bæði fyrir Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar og segir Jónína að það sé vilji stofnunar- innar að báðir aðilar vinni. Geir er læknisfræðilegur ráðunautur í heilsu- gæsluverkefni í Biombo-héraði, sem er lítið hérað um 1.000 ferkílómetrar að stærð og búa þar um 60.000 manns. Héraðið liggur næst höfuð- borg landsins, Bissau, er að mestu byggt fólki af Papel-ættbálknum og er eitt það þéttbýlasta í landinu. Jónína vinnur sem sjálfboðaliði hjá Hjálparstofnuninni við að safna upp- lýsingum er varða heilsugæslu, sér- staklega hvað varðar líf mæðra með ung börn og vandamál sem koma upp vegna sjúkdóma. Einnig vinnur hún að doktorsritgerð sinni í mannfræði, en verkefni hennar tengist þessari upplýsingaöflun. Búa í venjulegu afrísku þorpi Jónína, Geir og synirnir þrír, þeir Gunnlaugur 9 ára, Einar 8 ára og Ólafur Páll 4 ára, búa í 3.000 manna þorpi sem heitir Quinhamel, sem er um 40 km frá höfuðborginni og mið- stöð stjórnunar í Biombo-héraði. Þau segja þorpið vera venjulegt afrískt þorp og þau eina hvíta fólkið sem þar býr ef frá em taldir einn Portúgali og nokkrir kaþólskir trúboðar sem hafa búið þar í fjölda ára. Skólahald eldri sonanna hefur verið með öðrum hætti en flest böm eiga að venjast því undanfarin tvö ár hefur þeim verið kennt af tveimur íslenskum konum. Fyrra árið kenndi Hólmfríður systir Geirs þeim en á síðasta ári dvaldi Björk Alfreðsdóttir, vinkona Hólmfríðar, hjá Geir og Jónínu. Stýrðu báðar skólahaldi með íslensku náms- efni. Sænskur skóli er í Bissau sem Gunnlaugur og Einar byija í með haustinu. Geir og Jónína völdu heima- kennslu fyrstu tvö árin því vegurinn á milli Quinhamel og Bissau var mjög slæmur. Nú er kominn nýr og betri vegur, sem þau segja vera besta veg- inn í landinu, og ætlar Jónína að keyra synina til og frá skóla. Verður Ólafur Páll á dagheimili sem Svíar reka og dagana í Bissau mun Jónína nota til að vinna úr þeim gögnum sem hún hefur safnað vegna doktorsritgerðar- innar. Er hún búin að koma sér upp vinnuaðstöðu í borginni. „Mitt áhuga- svið er brjóstagjöf," segir Jónína. „Það er spennandi líffræðilegt fyrirbæri og er afar misjafnt hvernig mannskepnan lítur á það.“ I tengslum við þær r; in- sóknir ætlar Jónína að kanna hvaða vandamál Papel-mæður eiga við að stríða. Þau segja að börnunum líði vel í Gíneu-Bissau. Fyrsta árið hafi verið aðlögunartími en á öðru ári hafi dren- girnir hellt sér á fullt í lífið í þorpinu og nú tali þeir kreól reiprennandi. Húsnæði fjölskyldunnar telst gott á mælikvarða innfæddra, það er múr- Fólk er allt eins en umhverfið mismunandi Hjónin Jónína Einars- dóttir mannfræðingur og Geir Gunnlaugsson barnalæknir hafa undan- farin tvö ár unnið fyrir Hjálparstofnun dönsku kirkjunnar í Gíneu-Bis- sau, Þar búa þau ásamt þremur ungum sonum í 3,000 manna afrísku þorpi. Aslaug Asgeirs- dóttir ræddi við þau um störf þeirra og lífið í Vestur-Afríku. Morgunblaðið/Ámi Sæberg FJÖLSKYLDAN á íslandi, f.v.: Einar, Jónína Einarsdóttir, Gunnlaugur, Ólafur Páll og Geir Gunnlaugsson. Ljósmynd/Geir Gunnlaugsson FLESTIR íbúar Gíneu-Bissau flokkast undir hefðbundin trúar- brögð. Hér stendur einn Papeli við bjórflösku fulla af landa og skreyttur þurrum jurtum sem eiga að vernda þorpsbúa gegn kóleru. húðað leirhús með bárujárnsklæddu þaki. Almennt býr fólk þröngt í landinu, enda er húsnæði álitið vera geymsla fyrir veraldlegar eigur og svefnstað- ur. Yflrleitt eru fjölskyldur stórar, fjöl- kvæni algengt og almennt eru á milli 12 og 15 manns í fjölskyldu. Rafmagn hefur verið af mjög skorn- um skammti, dælumál á vatni í lama- sessi og þurfa þau yfirleitt að sækja vatn í tunnur. Þau segja að fjölskyld- an sé þó vel í sveit sett hvað varði rafmagn, þau nýti sólarorku sem knýr tæki og ljós sem krefjast lítillar orku eins og til dæmis fartölvur, farsíma og sjónvarp, auk þess að vera með litla rafstöð. „Við emm vel dekkuð," segir Jónína. „Við lifum vel með þetta rafmagn." Fjöskyldan hefur sloppið vel hvað varðar hitabeltissjúkdóma, en Geir segir að líklegt sé að einn sonurinn hafi fengið malaríu. „Maður verður auðvitað alltaf hræddur þegar dreng- irnir fá hita,“ segir hann. Verkefnið kostar um 22 milljónir íslenskra króna Hjálparstarf dönsku kirkjunnar í Biombo hófst árið 1991, eða tveimur árum áður en Geir og Jónína fluttu til Gíneu-Bissau í annað sinn. Verk- efni Hjálparstofnunarinnar felst í að styðja ríkisrekna heilsugæslu í hérað- inu, en alls eru sjö heilsugæslustöðvar þar. Auk ríkisreknu stöðvanna reka trúboðar þijú sjúkrahús. Peninga skortir til að reka heilsu- gæslustöðvarnar og styðja Danirnir rekstur þeirra beint peningalega auk þess sem Geir er ráðinn læknisfræði- legur ráðunautur stöðvanna. Hann segir að verkefnið kosti um 2 milljón- ir danskra króna á ári, eða um 22 milljónir íslenskra króna. í heilsugæsl- unni starfa um 40-50 gíneaskir hjúkr- unarfræðingar, ljósmæður, meina- tæknar og einn innfæddur læknir. Heilsugæslustöðvamar í Biombo eiga lítið sameiginlegt með slíkum stöðvum hér á landi. Þær em vanbún- ar tækjum og í þeim sinna nær ein- göngu hjúkrunarfræðingar sjúkdóms- greiningu, læknar koma þar lítið við sögu, enda starfar einungis einn inn- fæddur læknir í héraðinu. Fjölgar læknum í tvo í haust. Geir starfar ekki við lækningar beint heldur sinnir hann fyrst og fremst skipulags- og menntamálum heilsugæslunnar í hér- aðinu. Undanfarið hefur verið unnið að því að styrkja stjórn stöðvanna, auka þekkingu starfsfólks og laga húsa- og tækjakost. „Við fáum peningana beint til héraðsins og getum því ákveð- ið sjálf hvernig þeim er eytt,“ segir Geir. Meðal þess sem gert hefur verið er að byggja þijár heilsugæslustöðv- ar, mála þær sem fyrir em, byggja bmnna og halda námskeið. Einnig hafa verið byggð þijú þorpsapótek sem heilsuliðar reka og em apótekin í bæjum sem eru íjarri heilsugæslu- stöðvum. Þá er búið að kaupa mótor- hjól á allar stöðvarnar, hjól fyrir starfsfólk og loks einn sjúkrabíl. Breyting til batnaðar Jónína og Geir segja að mikil breyt- ing hafi orðið á svæðinu á þeim fjórum áram sem Danir hafa kostað verkefn- ið í Biombo. Þó er enn langt í land að markmiðum sé náð, til dæmis hvað varðar barnadauða. Breytingarnar felist í að starfsfólk heilsugæslustöðv- anna hefur fengið í hendur ákveðin verkfæri til að bæta starfið. Nú er lögð áhersla á skipulega söfnun ganga um starfsemi heilsugæslustöðvanna og ársfjórðungslegir fundir haldnir þar sem árangur starfsins er metinn, t.d. hvað varðar bólusetningar og mæðraskoðun. Verkefnið beinist fyrst og fremst að konum og börnum, enda eru þau um 80% þeirra sem koma á heilsu- gæslustöðvarnar. Er markmiðið meðal annars að lækka bama- og mæðra- dauða en Geir segir að ástandið í Biombo sé slæmt í þeim málum. Af hveijum 1.000 börnum sem fæðast, deyja um 4-500 börn áður en þau ná 5 ára aldri, eða nærri því annað hvert bam. Jónína segir að barnadauði sé mik- ið vandamál og því fylgi mikil sorg að missa barn. Hún segir að ýmiss konar helgisiðir fylgi því að missa barn og miðast þeir allir við að reyna að gleyma sorginni. Til dæmis er bólu- setningarskírteini barnsins alltaf brennt og ef móðir missir fyrsta barn sitt ber henni að fara að heiman í tvær vikur, helst til foreldra sinna. Einnig lýsir sorgin sér á þann hátt að þegar mæður sem hafa misst börn eru spurðar um hversu mörg börn þær hafi alið þá er algengt að þær nefni aðeins börnin sem enn eru á lífi. Geir segir að engar öruggar tölur séu til um mæðradauða, en miðað við önnur þróunarlönd sé hann hár í Gíneu-Bissau og miðað við ísland þá telur hann að mæðradauði í Gíneu- Bissau sé allt að 1.000 sinnum hærri en hér á landi. Meðal verkefna Jónínu hefur verið að taka viðtöl við íbúa héraðsins um viðhorf þeirra til heilsugæslunnar. „Mín skoðun er sú að ef fólk fær þjón- ustu sem hjálpar því þá notar það hana,“ segir Jónína. „Fólk er móttæki- legt fyrir nýjum hugmyndum ef það sér árangur. Fólk gerir allt sem það getur til að fá lækningu." Geir bætir við að fólk sé misjafn- lega meðvitað um þá þjónustu sem hægt er að fá hjá heilsugæslunni en áberandi sé þó hversu hratt það spyrj- ist út ef hjúkrunarfræðingur á einni stöð er góður. „Það kemur fram í aukinni aðsókn,“ segir hann. Þau segja að til heilsugæslustöðvanna sé mikið leitað til að fá malaríulyf, sýkla- lyf og verkjalyf og einnig til að fá sprautur, en fólk hafi mikla trú á þeim. Jónína segir að hins vegar séu ákveðnir sjúkdómar sem heilsugæslu- stöðvunum hafi gengið illa að lækna og því sæki fólk ekki þangað í leit að lækningu. Þetta séu sérstaklega sjúkdómar sem kallast dýrasjúkdómar því þeir heita allir eftir dýrum. Geir segir að sjúkdómar þessir séu yfirleitt tengdir langvinnandi vannæringu á einn eða annan hátt. Þeim fylgi einn- ig flókin sjúkdómseinkenni sem heil- sugæslan og trúboðssjúkrahúsin ráði ekki við. „Stofnanirnar hafa ekki til þess tæki og tól,“ segir Geir. „Er sagt að orsaka sjúkdómanna sé að leita í menningarlegum þáttum sem vestræn heilsugæsla er vanbúin að takast á við.“ Jónína segir að þegar dýrasjúkdóm- ar herja á fólk sæki það frekar í hefð- bundnar læknisaðferðir, eins og anda- og náttúrulækningar. Geir segir að til dæmis sé í Biombo stórt sjúkrahús sem geti hýst um 100 manns og byggi á hefðbundnum lækningum Gíneu- búa. Hann segir að meðferðin þar taki langan tíma og fólk komi alls staðar að. Samstarf ríkisreknu heilsu- gæslunnar við þá hefðbundnu segir Geir vera góða. Geir segir að vangeta heilsugæslu- stöðvanna og trúboðssjúkrahúsanna helgist aðallega af vanbúnaði. Hann segist sannfærður um að ef þessar stofnanir hefðu þau sjúkdómsgrein- ingartæki sem vestræn sjúkrahús og heilsugæslustöðvar hefðu þá væri hægt að sjúkdómsgreina flesta og veita þeim hjálp. „Kerfið er of veik- burða til að takast á við þetta enn sem komið er,“ segir hann. Ólíkt því sem gildir um hjúkrunar- fólk og meinatækna hér á landi, em karlmenn í miklum meirihluta í þess- um störfum í Gíneu-Bissau. Jónína og Geir segja að ástæðan sé sú að meiri hefð sé fyrir skólagöngu karla og einnig séu félagslegar skyldur kvenna þannig að þær geti illa unnið launavinnu. Almennt em konur álitnar .erfiður starfskraftur vegna mikilla fjarvista sem aftur á móti þykja sjálf- sagðar. „En auðvitað era svo valkyij- ur innan um,“ segir Geir. Utbreiðsluleiðir kóleru kannaðar Síðastliðið haust kom upp kóleruf- araldur í Gíneu-Bissau og stakk hann sér einnig niður í Biombo. Jónína og Geir unnu hörðum höndum að því að gera úttekt á faraldrinum og út- breiðslu hans, en kólera smitast þegar maður borðar eitthvað sem inniheldur sýkilinn. Eru þau nú á leið til banda- rísku sjúkdómsvarnamiðstöðvarinnar, CDC, í Atlanta þar sem verður unnið úr gögnunum. Alls voru 1.200 kóleru- tilfelli skráð í héraðinu og létust 62. Þau segja að áhugavert hafí verið að sjá hvernig kerfinu, sem hjálpar- stofnunin var búin að koma upp, hefði tekist að ráða við faraldurinn. Lítil utanaðkomandi hjálp, fyrir utan lyf, hafi borist til svæðisins og starfsfólk heilsugæslunnar séð um að sinna sjúk- um og hafi það verið nánast eina verk þeirra í nóvember og desember. Til samanburðar hafi kólera einnig borist til landsins árið 1987 og þá hafí hjúkr- unarfólk verið sent til Biombo annars staðar frá. „í þetta sinn var starfsfólk heilsugæslunnar í Biombo sjálft í eldl- ínunni,“ segir Geir. „Við ráðum lítið við útbreiðsluna, en við getum læknað fólk.“ Biombo-hérað er að mestu byggt fólki af Papel-ættbálknum og grunar Geir og Jónínu að sérstakar útfarar- venjur þess stuðli frekar að útbreiðslu kóleru. Hjá Papel-fólkinu tíðkast lík- þvottur og einnig að bíða með greftr- un látinna í nokkra daga meðan verið er að undirbúa viðamikla jarðarför. Leiða þau hjón getum að því að þeir sem annast líkþvottinn eigi frekar á hættu að smitast og einnig þeir sem koma til jarðarfararinnar og neyta þar matar. Ef grunur þeirra reynist réttur segja þau aðgerðir til að minnka hættu á smiti verði að taka tillit til þess að Papel-mönnum þyki mikilvægt að fá veglega jarðarför og ekki gangi að skipa þeim að jarða fólk strax, því láta þurfi ættingja vita af dauðsfallinu og -boða þá í jarðarför og slíkt geti tekið tíma í landi þar sem fæstir hafa síma. Geir og Jónína eru einnig að vinna úr gögnum sem gætu skýrt áhættu- þætti sem leiða til dauða þegar fólk fær kólera. Til að afla upplýsinga ræddu þau við alla þá sem áttu ætt- ingja sem dóu úr kóleru og skráðu niðurstöður viðtalanna skipulega. Leiðir sú vinna vonandi til betri undir- búnings og meðferðar þegar kólera heijar næst. Alltaf að læra eitthvað nýtt Geir og Jónína eru búin að búa í Gíneu-Bissau í samtals fimm ár og segja þau að erfítt sé að segja til um hvort þau séu orðin fullnuma í menn- ingu Papel-fólksins í Biombo-héraði. Þau séu alltaf að læra eitthvað nýtt og það auki alltaf skilninginn á samfé- laginu. Þótt lífið í Vestur-Afríku sé á marg- an hátt öðruvísi en á Vesturlöndum álíta þau að fólk sé allsstaðar eins, einungis umgerðin er mismunandi. Fólk sé hrætt um börnin sín, allir eigi sér drauma, fólk tali um íjölskylduna og veðrið, vilji mennta sig og börnin, eiga gott hús sem það geti dyttað að og einnig vilji fólk vinna og ferðast um. Þau hjón hafa fylgst með Gíneu- Bissau í 13-14 ár og segja breyting- ar, sem hafa orðið í landunu á þeim tíma, vera bæði til góðs og ills. Vem- leg framför hafi orðið í heilbrigðismál- um undanfarin tíu ár, menntun sé alltaf að aukast og vöruúrval hafi aukist. Á hinn bóginn hafa glæpir aukist, þó að landið sé enn mjög ör- uggt. Einnig er efnahagslífið í molum, verðbólga er há og spilling hefur auk- ist. Spillingin skýrist að einhveiju leyti af verðbólgunni sem hefur rýrt kjör fólks verulega og þarf það því að bjarga sér á annan hátt. Sem dæmi um verðbólgu og rýrn- andi kaupmátt segja þau að fyrir 10 áram hafí hjúkrunarfræðingur getað keypt allt að fímm 50 kg hrísgijóna- poka fyrir mánaðarlaunin, nú sé svo komið að launin dugi ekki einu sinni fyrir einum poka. „Það er gullgrafara- tími i landinu nú,“ segir Geir. „Það er allt leyfílegt og það ríkir nánast stjómleysi í lagageiranum." Vilja láta þróa mislingapróf Geir og Jónína eru með ýmislegt á pijónunum til að efla heilsugæslu í Biombo og tengist ein hugmynd þeirra íslenskri líftækni. Yfir kaffibolla með vini þeirra Herði Kristjánssyni lífefna- fræðingi, sem vinnur hjá ísteka hf., kom upp sú hugmynd að þróa einfalt mislingapróf sem byggir á sömu hug- mynd og fylpróf fyrir hryssur sem fyrirtækið hefur þróað. Yrði prófíð þróað í samvinnu við ísteka, og Stokk- hólmsháskóla. Það eina sem vanti til að geta hafið tilraunir er fjármagn til verkefnisins og eru þau að reyna að fínna það. Geir segir að mislingar séu ein skæðasta sóttin sem heiji á böm í Gíneu-Bissau og því mikilvægt að greina strax hvort barn sé með misl- inga á einfaldan hátt. Isteka hafi fyrir nokkru síðan þróað fylpróf fyrir hryssur sem sýni hvort þær eru fylfullar eða ekki og getur hvaða bóndi sem er notað prófið. Hugmyndin sé að þróa sams konar próf fyrir mislinga sem hjúkrunar- fræðingar geti notað. Svona próf séu ekki til og ef takist að þróa þau sé örugglega til markaður fyrir þau. H * SIGURÐUR Líndal og Davíð Oddsson fræða dönsku forsætisráð- herrahjónin um Þingvöll. Á bak við þau má sjá Ólaf Egilsson, sendiherra, og Ástríði Thorarensen. POUL Nyrup Rasmussen skrifar í gestabók Ráðhúss Reykjavíkur, en með honum á myndinni eru Lone Dybkjær og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri. Evrópumálin efst á baugi POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, kom hingað til lands í opinbera heimsókn í fyrrakvöld og átti fund með Dav- íð Oddssyni og Halldóri Ásgríms- syni í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Poul Nyrup lenti á Keflavíkur- flugvelli með eiginkonu sinni, Lone Dybkjær, og föruneyti í fyrrakvöld og tóku Davíð Oddsson, forsætis- ráðherra, og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen, á móti þeim. Á leið af flugvellinum var höfð stutt viðdvöl í Bláa lóninu, en svo hófst formleg dagskrá í gærmorgun á fundi með Davíð Oddssyni, for- sætisráðherra, og Halldóri Ás- grímssyni, utanríkisráðherra, í ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu. Að sögn Pouls Nyrups var mikið rætt um Evrópumál á fundinum. íslendingar og Danir væru í mis- munandi stöðu gagnvart Evrópu- sambandinu, en Danir legðu þunga áherslu á að upplýsa Islendinga um þróun mála á þeim vettvangi. Heimsóknin er hluti af undirbún- ingi fyrir fund ráðherra af Norður- löndum á Grænlandi í næstu viku. Þar verður meðal annars rætt um Schengen-samkomulagið, sem kveður á um að ekki þurfi vegabréf við ferðalög innan Schengen-ríkja ESB, en hins vegar verði eftirlit hert við ytri landamæri þess svæð- is. Með aðild Svíþjóðar, Finnlands og Danmerkur að samkomulaginu, yrði ekki lengur hægt fyrir Norð- menn og íslendinga að ferðast þangað án vegabréfa. íslendingar og Norðmenn hafa verið í viðræðum við ESB um að fá að njóta samkomulagsins, án beinnar aðildar. Það sem helst hef- ur staðið í vegi fyrir því er að báð- ar þjóðirnar yrðu líklega að taka að fullu þátt í kostnaði við fram- kvæmd samkomulagsins, en fengju hins vegar ekki ákvörðunarvald. Við þetta hafa ráðamenn í Noregi og á íslandi ekki verið sáttir. Poul Nyrup sagðist þó vera bjartsýnn á að samningar tækjust og það innan skamms tíma. Poul Nyrup sagði að ekki hefði verið vikið beint að Smugudeilunni á fundinum. Það hefði þó komið fram á fundinum að Danir og Fær- eyingar hefðu líka ákveðinna hags- muna að gæta í þessu máli eins og íslendingar. Þeir hagsmunir ættu þó ekki að vera ósamrýmanlegir hagsmunum Islendinga. Að fundinum loknum var farið í sýnisferð um Nesjavelli og Þing- velli og snætt á Hótel Valhöll. Um eftirmiðdaginn var svo farið í Ráð- hús Reykjavíkur, þar sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, og eiginmaður hennar Hjörleifur Sveinbjörnsson tóku á móti danska forsætisráðherranum. Þá var geng- ið yfir í Alþingishúsið, þar sem Geir H. Haarde, formaður utanrik- isnefndar, vísaði danska forsætis- ráðherranum um þingheim. I gær- kvöldi var svo kvöldverður í Perl- unni. í morgun var áætlað að Poul Nyrup færi í sýnisferð til Vest- mannaeyja og þaðan til Mývatns og Námaskarðs. Þá var áætlað að borða hádegismat í „guðsgrænni náttúrunni“ við Höfða eða Hótel Reynihlíð ef rigndi. f Að því loknu var áætlað að skoða Dimmuborgir og halda svo aftur til Reykjavíkur. Þar verður óformlegut kvöldverður með Davíð Oddssyni og Ástríði Thorarensen í Ráð- herrabústaðnum við Tjarnargötu. Heimsóknin stendur yfir fram á föstudagsmorgun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.