Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Eiginmaður minn, faðir okkar og afi, KARL SÍMONARSON, Túngötu 8, Eskifirði, lést 6. ágúst. Ann Britt Símonarson, börn og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GYÐA SIGGEIRSDÓTTIR fyrrverandi póstafgreiðslumaður, hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, lést 6. ágúst síðastliðinn. Hrafnkell Egilsson, Anna Sigurjónsdóttir, Ólafía Egilsdóttir, Jóhann Gunnar Friðjónsson, Soffía Egilsdóttir, Gunnar Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Okkar ástkæra ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR kennari, Lóurima 15, Selfossi, lést á heimili sfnu 4. ágúst. Útförin verður gerð frá Selfosskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast Ólafar, er bent á minningarsjóð Heimastoðar, krabba- meinslækningadeildar Landspítalans, sími 560 1300. Hjörtur Þórarinsson, Sigrún Hjartardóttir, Björn Geir Leifsson, Hjörtur Geir Björnsson, Ólafur Hrafn Björnsson. t Systir okkar og mágkona, KRISTBJÖRG JENNÝ SIGURÐARDÓTTIR frá Hrisey; Kóngsbakka 16, Reykjavík, lést i Landspítalanum að morgni 5. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Sigurðardóttir, Haukur J. Kjerúlf, Halldór Hróarr Sigurðsson, Guðrún Frederiksen, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Eyþór Ólafsson, Katrin J. Sigurðardóttir, Skeggi Guðmundsson. t Móðir okkar og tengdamóðir, THYRA FINNSSON, Droplaugarstöðum, Reykjavík, lést 8. ágúst. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 15. ágúst kl. 15.00. Gunnar Finnsson, Kristín Albertsdóttir, Arndís Finnsson, Hrafn Jóhannsson, Hilmar Finnsson, Jósefína Ólafsdóttir, Ólafur W. Finnsson, Bryndís M. Valdimarsdóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR, Víðilundi 15, Akureyri, lést í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. ágúst sl. Utförin fer fram frá Akur- eyrarkirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Steinunn Guðmundsdóttir, Björn Baldursson, Gunnlaugur Guðmundsson, Guðlaug Stefánsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Kristinn Hólm, Guðrún Guðmundsdóttir, Hannes Haraldsson, barnabörn og barnabarnabörn. ODDRUN REYKDAL + Oddrún Ásdís Ólafsdóttir Reykdal fæddist á Siglufirði 5. sept- ember 1917. Hún lést á Akureyri 31. júlí 1995, rúmlega 77 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Ólafur J. Reykdal trésmiður á Siglu- firði, f. 10. júní 1869, d. 20. desem- ber 1960, og kona hans Sæunn Odds- dóttir, f. 18. júlí 1895, d. 24. júni 1938. Bræður Oddrúnar voru Þórarinn Reykdal rafveitusljóri á Hólmavik, f. 28. mars 1919, d. 4. ágúst 1993, og Oddur, f. 15. maí 1921, d. 16. maí 1921, og systir hennar er Guðrún Reykdal húsfreyja á Siglufirði, f. 16. desember 1922. Hinn 16. maí 1942 giftist Oddrún Baldri Steingrímssyni rafvirkja, f. 8. apríl 1911, d. 16. febrúar 1972. Hann starfaði lengst af sem rafvirki á Siglu- firði en var um skeið rafveitu- stjóri á Ólafsfirði og síðustu árin raf- magnseftirlitsmað- ur á Akranesi. Oddrún og Baldur eignuðust þtjú börn. Þau eru: 1) Sævar, f. 18. sept- ember 1942, starfar sem rafmagns- tæknifræðingur hjá Landsvirkjun. Kona hans er Marselína Hansdóttir, f. 3. mars 1950. Börn þeirra eru Helga Oddrún, f. 30. mars 1975 og Hjörvar Þór, f. 14. sept- ember 1978. 2) Steinar, f. 4. nóvember 1943, skrifstofustjóri á Siglufirði. 3) Guðný, f. 25. maí 1945, húsfreyja í Hafn- arfirði. Maður hennar var Bern- harð Vilmundarson, verkstjóri, f. 23. september 1936, d. 19. nóvember 1978. Böm þeirra em Baldur, f. 23. ágúst 1972 og Vilmpndur, f. 11. júlí 1975. Útför Oddrúnar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Að heilsast og kveðjast það er lífsins saga. (Páll Árdal.) FREGNIR um andlát náinna vina og venslafólks koma mönnum ávallt í opna skjöldu þótt vitað sé að dauð- inn sé hið eina sem víst er á lífs- göngunni. Oddrún Reykdal var að vísu komin á efri ár og hafði verið heilsuveil síðustu árin en samt átt- um við ekki von á að kveðjustundin væri upp runnin. Hún hét fullu nafni Oddrún Ás- dís og var skírð annars vegar eftir afa sínum og ömmu í móðurætt, Oddi Jóhannssyni skipstjóra á Siglunesi og Guðrúnu Sigurðardótt- ur konu hans, og hins_ vegar eftir ömmu sinni í föðurætt, Ásdísi Ólafs- dóttur ljósmóður og sagnaþul á Litlu-Laugum í Reykjadal. Nöfn þeirra bar hún með sæmd. Hún var sómakær, mátti ekki vamm sitt vita og vildi öllum gott gera. Þessi lög- mál höfðu gilt hjá ættmennum hennar, ekki síst foreldrum sem voru einstakar ágætismanneskjur. Oddrún ólst upp á heimili for- eldra sinna á Siglufirði en vegna alvarlegra veikinda móður sinnar varð hún snemma að aðstoða við heimilisstörfin enda elst systkin- anna. Eftir skólanám starfaði Oddrún við verslunarstörf og eins og aðrir Siglfirðingar tók hún þátt í vinnu við síldarsöltun, en síldin var uppi- staðan í atvinnu bæjarbúa um ára- tuga skeið. Er Oddrún var 24 ára giftist hún Baldri Steingrímssyni rafvirkja- meistara frá Þverá í Öxnadal. Stofnuðu þau heimili á Siglufirði en fluttu hálfu ári sfðar til Ólafs- fjarðar þar sem Baldur varð raf- veitustjóri. Þar bjuggu þau í fjögur ár en fluttu þá aftur til Siglufjarðar þar sem Baldur varð yfirumsjónar- maður með öllu sem tilheyrði raf- magni Síldarverksmiðja ríkisins. Þar starfaði hann í tvo áratugi. Árið 1966 fluttu þau hjónin til Akraness en þar tók Baldur við starfi sem rafmagnseftirlitsmaður hjá Akraneskaupstað. Á Akranesi áttu þau heima þar til Baldur lést 16. febrúar 1972, rúmlega sextugur að aldri. Eftir að Oddrún varð ekkja flutt- ist hún til Reykjavíkur og átti þar heimili síðan. Á sumrin dvaldist hún á Siglufirði hjá Steinari syni sínum. Hún brá ekki vana sínum í sumar og hafði verið á Siglufirði í rúma viku er hún veiktist skyndilega og var flutt á sjúkrahús, fyrst á Siglu- firði og síðan á Akureyri, þar sem hún lést 31. júlí. Oddrún var mikil húsmóðir og lagði sig fram um að heimilið yrði sælureitur fyrir fjölskyldu hennar. Hvers konar hannyrðir voru eftir- lætisiðja hennar og bar heimilið vitni um smekk hennar og list- fengi. Þegar árin færðust yfir leyfði tíminn að hún legði enn meiri áherslu á þessi viðfangsefni og hún gladdi börn og ættingja með marg- víslegum handunnum gjöfum. Mikil samheldni var með Oddr- únu og systkinum hennar. Sérstak- lega var náið samband milli systr- anna tveggja enda var um árabil daglegur samgangur milli heimila þeirra á meðan báðar bjuggu á Siglufirði. Samferðafólk Oddrúnar naut glaðværðar hennar og gestrisni og margar góðar vinkonur sakna henn- ar sárt. Eftirlifandi systir og mágur kveðja góða konu með söknuði og þakka allt gott frá liðinni tíð. Við Guðrún vottum börnum Oddrúnar og fjölskyldum þeirra innilega samúð á sorgarstundu. Þ. Ragnar Jónasson. AUÐUNNINGI HAFSTEINSSON ODDUR HANS AUÐUNSSON + Auðunn Ingi Hafsteinsson fæddist á Sauðárkróki 27. október 1957. Oddur Hans Auð- unsson fæddist 24. febrúar 1989. Móðir Odds Hans er Ólöf Þór- hallsdóttir frá Narfastöðum, faðir hans var Auðunn Ingi, en þeir feðgar létust af slysförum 26. júní sl. Systkini Odds Hans eru Elín, f. 1981, Hafsteinn Þór, f. 1983, Valdimar Ingi, f. 1984, og Sigrún Eva, f. 1990. Útför Auðuns og Odds Hans fór fram frá Hóladómkirkju 1. júlí. AÐ MORGNI 27. júní sl. hringdi systir mín og færði okkur mömmu þá sorgarfregn að Auðunn og Odd- ur litli hefðu látist í hræðilegu bíl- slysi kvöldinu áður. Af hveiju, spyr maður, hver er tilgangurinn? Við vitum að því verður seint svarað. Auðunn og Ólöf systir hófu bú- skap á Narfastöðum í Viðvíkursveit árið 1985, en Ólöf hafði alist þar upp að miklu leyti hjá afa og ömmu. Það var úr vöndu að ráða því ekki var talið ráðlegt að fara út í Crfisdrykkjur GMH-inn Sími 555-4477 sauðfjárrækt, en Auðunn, eða Auddi eins og við kölluðum hann, var stórhuga maður og vildi reyna nýjar leiðir. Það varð úr að þau hjónin ákváðu að hefja ullarkanínu- rækt og voru þau með stærsta kan- ínubú á landinu um tíma. Samhliða kanínuræktinni vann Auddi I upp- skipun á Sauðárkróki um tíma og þótti þar með duglegri mönnum. Oft fara áætlanir á annan veg, og þegar ljóst var orðið að kanínu- búskapurinn bæri sig ekki fór Auddi að keyra flutningabíl landshorna á milli. Margar eru minningarnar t.d. þegar við fórum fjórar fjölskyldur saman að Húsafelli, alls 17 manns í einum bústað, þetta er besta sum- arfrí sem ég hef farið í og átti Auddi mikinn þátt í því að gera sumarfríið eftirminnilegt. Alltaf var nú gaman að skreppa í heyskapinn á Narfastöðum sér- staklega ef Auddi var heima, því hann var þrælhraustur og lyfti fjór- um böggum í einu, á meðan við hin burðuðumst í mesta lagi með tvo bagga. Auddi var alltaf skrafhreifinn og kátur þegar við fjölskyldurnar hitt- umst og það átti ekki við hann að kvarta þegar erfiðleikamir heriuðu að. Þegar Ólöf og Auddi hófu búskap áttu þau þá þegar tvo syni, þá Hafstein Þór og Valdimar Inga, en fyrir átti Ólöf eina dóttur Elínu Karlsdóttur sem Auddi gekk í föð- urstað. Seinna fæddust Oddur Hans og Signý Eva. Ég gleymi aldrei þeim degi þegar Ólöf systir kom heim með þennan agnarlitla snáða, hann Odd litla, sem fæddist rúmum mánuði fyrir tímann. Meðgangan var erfið og tvísýn því var þetta mikill ánægju- dagur. En hann var fljótur að stækka og þyngjast, maður hreinlega trúði því varla þremur mánuðum síðar að þessi stærðar strákur hefði fæðst svo lítill og fíngerður. Oddur Hans og Guðmundur sonur minn urðu fljótt einstakir vinir. Rétt rúmt ár var á milli þeirra, þannig að þegar Guðmundur var orðinn altalandi var Oddur rétt nýbyijaður að tala, og með fyrstu orðum Odds var nafn besta vinarins og þar sem nafnið Guðmundur er frekar erfitt að segja fyrir tveggja ára gutta þá kallaði hann vininn bara „Bunu“. Lengi vel var Guðmundur alveg sáttur við það. Þegar Oddur var fjórtán mán- aða. fæddist yngsta barn þeirra hjóna, Signý Eva. Sérstaklega náið samband var með þeim systkinum. Hálfu ári eftir fæðingu Signýjar eignaðist ég son minn Tómas Helga, þannig að þau voru orðin fjögur frændsystkinin á svipuðum aldri og alltaf var glatt á hjalla þegar hópur- inn kom saman. En mest var gleðin hjá Oddi og Guðmundi því að þeir voru alltaf svo samrýndir. Oddur Hans var einstakur dreng- ur, ljúfur, góður og faliegur, hans verður sárt saknað um ókomna tíð. Elsku Ólöf mín, við biðjum algóð- an Guð að styrkja þig og börnin þín. Svo sárt er að vita að eiginmað- ur þinn og litli sólageislinn þinn eru ekki lengur á meðal okkar. Einnig viljum við senda okkar innilegustu samúðarkveðjur til foreldra og systra Auðuns Inga. Kristín Þóra Þórhallsdóttir og börn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.