Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 51 OLAFUR E. SIG URÐSSON + Ólafur E. Sig- urðsson fæddist í Reykjavík 20. júlí 1945. Hann lést á Landspítalanum 30. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 8. ágúst. VINUR okkar, Ólafur Sigurðsson, er iátinn eftir stutta sjúkrahús- legu. Okkur langar til að kveðja hann með þessum fátæklegu lín- um. Það var okkur hjónum mikið lán þégar Óli og Konný fluttust frá Gufuskálum til Reykjavíkur árið 1976. Við vorum þá nýflutt að Álftahólum 6, ung og óreynd í líf- inu. Fljótlega eftir það kynntumst við og þá fyrst og fremst í gegnum börn okkar, en við áttum börn á svipuðum aldri, sem léku sér sam- an. Óli hjálpaði okkur þá oft þegar við vorum hjálpar þurfi en þó fyrst og fremst í að þroskast. Seinna kynntumst við þeim hjónum nánar þegar við Óli vorum kosnir í hús- stjórn. Vinna okkar í hússtjórninni lenti fyrst og fremst á Óla, þar sem hann lagfærði það sem þurfti að laga, því hann var einn af þessum mönnum, sem hafði fengið þá Guðs- gjöf að geta lagað hvaðeina sem aflaga fór. Það var sama hvort unnið var í járn eða tré. Það sem fór um hendur hans var eins og eftir fagmann. Við kynntumst Óla og Konný enn betur þegar við fórum í febrúar 1978 með börnin okkar í sumarhús á Þingvöllum. Það er ferð sem við töluðum oft um þar sem islensk veðrátta lék okkur grátt á heimleið- inni. Óli hafði þá veg og vanda af að koma okkur heim i gegnum kaf- aldsbyl. Við áttum eftir það margar ferðir saman í sumarhús. Gott var að hafa slíkan vin með í ferðum, mann sem hafði ráð undir hveiju rifi. Það var ef til vil! tilviljun, en síðustu ferð okkar í sumarhús fór- um við í mars á þessu ári. Lentum við þá í erfiðleikum með að komast heim, svipað og gerst hafði í þeirri fyrstu, og enn var það útsjónarsemi Óla sem kom okkur á leiðarenda. Óli starfaði á Lóranstöðinni á Gufuskálum hjá Pósti og síma áður en hann fluttist til Reykjavíkur. Hann hafði óskað eftir^að verða fluttur til Reykjavíkur en fékk starf á Keflavíkurflugvelli hjá Pósti og síma. Þar starfaði hann í tíu ár eða til ársins 1986. Vann hann þar á vöktum fjóra daga í senn og átti svo frí í fjóra daga. Þá fannst hon- um kominn tími til að breyta til og fá einhveija vinnu „frá átta til fimm“. Sótti hann um hjá ísal og fékk þar vinnu á mæla- og rafeinda- verkstæði, en.fluttist síðar í tölvu- deild fyrirtækisins. Vann hann þar til dauðadags. Nú þegar Óli er horfinn frá okk- ur verður líf okkar ekki hið sama. Því fylgir sár söknuður að missa slíkan vin sem Óli var. Við kveðjum þig með söknuði, vinur. Þú munt alltaf fylgja okkur í minningunni. Guð blessi þig og varðveiti. Elsku Konný, þú og börn ykkar hafið nú misst mikið. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og við ErfUbykkjvr Safnaðarheimili Háteigskirkju biðjum góðan Guð að gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna er sefur hér hinn síðasta blund. (V. Briem) Jón Haukur, María og dætur. Elsku Konný, Helga, Siggi, Hákon og Lalli. Elsku vinir. Það er erfitt að koma því á blað sem situr í manni á tímum sem þessum. Maður spyr aftur og aftur sömu spurningarinnar en það er fátt um svör. Spurningin „af hveiju?" er föst í huga mér og ég reyni að finna einhver svör. Við vorum aðeins níu ára þegar við fyrst sáum hvor aðra, ég og Helga. Við urðum strax miklar vin- konur og erum það enn, nú 21 ári síðar. Eg naut ekki bara góðrar vináttu frá Helgu, heldur einnig frá allri hennar fjölskyldu. í gegnum árin hef ég átt margar yndislegar stundir með þeim og það er erfitt að gera upp á milli þeirra og velja nokkrar úr. Ég minnist þeirra frek- ar sem heildar en einstakra atriða, því á heimili þeirra ríkti alltaf mik- ið jafnvægi og öryggi. Þar gat ver- ið ijör og læti en þar var samt allt- af öruggt skjól og jafnvægi. Til dæmis tóku Oli og Konný alltaf á móti mér með bros á vör og létu mig finna að ég væri velkomin inn á þeirra heimili. Það var sama hvað á gekk í lífi okkar Helgu, þau voru alltaf tilbúin til að spjalla við okkur og setja sig inn í það sem á'gekk hjá okkur. A erfiðum tímum gelgju- skeiðsins voru þau bæði einstaklega skilningsrík og gáfu oft góð ráð. Það var oft setið inni í stofu og spjallað saman og hver manneskja fékk að njóta sín og segja það sem henni fannst. En einmitt þarna inni í stofu velti maður fyrir sér lífsskoð- un sinni sem var í mótun og var óhræddur við að segja það sem í huga manns bjó. Eg minnist þessara góðu tíma og ég finn að ég sakna þeirra. Tímar unglings eru ekki alltaf léttir en Erfidiykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð, fallegir salir og mjög göð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 og 562 7575 FLUGLEIÐIR IIIÍTEI, LOFTLEIIMR það _sem ég fékk frá Helgu, Konný og Óla var eitt af því sem gerði allt léttara. Óli var rólyndur maður og hinn góðlátlegi glampi sem alltaf var í augum hans fullvissaði mann um að þarna var góður maður. Ein af mínum bestu minningum með þeim var þegar hann brunaði með okkur Helgu á skíði. Við vorum báðar söngelskar mjög og sungum hástöf- um í bílnum alls konar lög sem við þóttumst kunna alveg eða svona næstum þvi, með Abba og Boney M. Við sungum oft af svo mikilli innlifun og svo hátt að hver venju- legur maður hefði orðið snælduvit- laus. En Óli háfði bara gaman af. Hann leyfði okkur að vera það sem við vorum eða þóttumst vera. Hann leyfði okkur að vera í okkar heimi og á þeim aldri sem við vorum. Ég man lika eftir því hversu góður hann var þegar hann hjálp- aði mér mína fyrstu ferð í stólalyft- una. Á sinn góðlátlega hátt talaði hann í mig kjark og fullvissaði mig um að ég gæti þetta alveg eins og allir aðrir. Best minnist ég þó Óla í faðmi fjölskyldunnar. Þau voru stór, hamingjusöm og samhent fy'öl- skylda. Ást hans til Konnýjar leyndi sér aldrei en glampinn í augum hans jókst alltaf þegar hún var nálæg. Við Helga höfðum oft orð á því hversu ástfangin þau væru. Og það er mikill sannleikur þegar ég segi að ástfangnari pör eru sjald- séð. Það virtist litlu skipta þó árin liðu, þau voru alltaf eins og ást- fangnir unglingar. Því tekur það mann svo sárt að sjá á eftir Óla, hann var þeim svo mikilvægur, Konný, Helgu, Sigga, Hákoni og Lalla. Af hveiju var hann tekinn frá ykkur? Ég fmn svo til með ykkur öllum að mig verkjar i hjartað. Elsku Konný mín, ég vildi að lífið væri þannig að ég gæti tek- ið frá þér einhvern þann sársauka sem þú ert látin bera í þéssu lífi. Ég vildi að ég væri þess megnug að geta létt undir hjá þér á ein- hvern hátt. Mér finnst lífið ósann- gjarnt að leggja þetta á þig og ykkur Óla. En trú mín er sú að honum líði nú vel, allar þær þjáning- ar sem á hann voru lagðar í veikind- um hans eru horfnar. Konný mín. Þú ert mjög sterk kona og með trú þinni á Guð og eilíft líf munt þú komast heil í gegn- um þetta. Þetta verður óskaplega erfitt, en ég veit að Guð mun styrkja þig. Og þú átt svo góða að, sem munu hjálpa þér að stíga skrefin. Elsku Helga min, ég vildi að ég Sérfræðingar í blóina§kreytiiiguni við öll lækifæri blómaverkstæði WNNA^ Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 í0tAR.S> ffjféöif# $ ac FOSSVOGI Þegar anJlát ber a<5 hönclurn Útfararstofa Kirlejugardanna Fossvogi Sími 551 1266 gæti verið hjá þér og stutt þig á einhvern hátt, eins og þú hefur allt- af gert fyrir mig í gegnum árin. Hér í útlöndum læri ég að hjálpa þeim sem lenda í áföllum sem þess- um, en mestan skólann geng ég í gegnum núna, þar sem ég finn að ég verð að sætta mig við það, að hlutverk mitt er ekki að taka sárs- aukann burt. Þess er ég ekki megn- ug. Það besta sem maður getur gert er að leiða syrgjendur og styrkja í gegnum sársaukann. Elsku Konný, Helga, Siggi, Há- kon og Lalli, á tímum sem þessum segja sjálfsagt allir að þið þurfið að vera sterk. Munið bara að það að vera sterkur er ekki að geta gert allt einn. Að vera sterkur er ekki að setja upp brynju og loka á allar tilfmningar. Það að vera sterk- ur er að leyfa öðrum að hjálpa sér og að geta beðið aðra um að hjálpa sér. Að vera sterkur er að þora að gráta, að hleypa öllum þeim tilfinn- ingum út sem búa í bijósti ykkar í hvaða mynd sem þær koma. Elsku vinir, mig tekur það mjög sárt að geta ekki verið hjá ykkur. Móðir mín mun koma fyrir mína hönd til að fylgja Óla til grafar, og Guð almáttugur veit að ég er hjá ykkur í huganum. Minar hugheilu kveðjur frá Dan- mörku. Erna. t Ástkær dóttir okkar og systir, ELSA MAFtÍA GUÐBJÖRNSDÓTTIR, Hlíðarhjalla 73, Kópavogi, lést af slysförum föstudaginn 4. ágúst. Sigurbjörg Linda Reynisdóttir, Guðbjörn Þorsteinsson og systkini. t Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir, amma og langamma, HJÖRDÍS JÓHANINISDÓTTIR, Gnoðarvogi 66, Reykjavik, lést í Landspítalanum að morgni 6. ágúst. Útförin auglýst síðar. Marinó Daviðsson, Guðrún Dröfn Marinósdóttir, Stefán Sigurjónsson, Eggert Már Marinósson, Kristín Barkardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNORRI JÚLÍUSSON, Dalbraut 18, Reykjavík, lést í Landakotsspítala aðfararnótt 8. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Laug- arneskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Guðrún Snorradóttir, Jón K. Ingibergsson, Hilmar Snorrason, Guðrún H. Guðmundsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar og tengdamóðir, ODDRÚN Ó. REYKDAL, sem lést 31. júlí sl., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 9. ágúst kl. 10.30. Sævar Baldursson, Marselfna Hansdóttir, Steinar Baldursson, Guðný Baldursdóttir. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og lang- afa, SÉRA SIGURJÓNS GUÐJÓNSSONAR fyrrv. prófasts, Eskihlfð 20. Guðrún Þórarinsdóttir, Hrafnkell Sigurjónsson, Unnur Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.