Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 69 ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Fjölnir hefur ekki tapað leik í sumar í sjötta flokki FJÖLNISSTRÁKARNIR hafa átt mikilli velgengni að fagna í sjötta flokki karla í sumar og liðið bætti enn einni skrautfjöðrinni í hattinn þegar liðið varð íslandsmeistari þessa aldursflokks. Úr- slitakeppni Pollamótsins, - sem er íslandsmót þessa flokks var haldið venju samkvæmt á Laugarvatni og Fjölnir varð hlutskarp- ast hjá A-liðum eftir úrslitaleik gegn Breiðablik og Fylkir sigraði i keppni B-liða. Atta félög komust áfram eftir riðlakeppni hjá A- og B-liðum. Keppt var í fjögurra liða riðlum og hjá A-liðum sigruðu Fjölnir og Breiðablik í öllum þremur leikjum ÚRSLIT A-lið Riðill 1: Þróttur-Fj'ölnir...................1:4 Týr-KR........................... 2:4 Pjölnir-KR.........................2:1 Þróttur - Týr......................4:3 Týr - Pjölnir.................... 1:6 KR-Þróttur....................... 1:0 Riðill 2: Höttur - UBK.......................1:6 ÍR-Þór Ak..........................1:8 UBK-Þór............................4:2 Höttur-ÍR..........................1:6 ÍR-UBK.............................1:6 Þór Ak. - Höttur...................1:2 Leikir um sæti: 1-2. Fjölnir - UBK............... 2:1 3-4.KR-Þór Ak.................... 3:2 5-6. Þróttur - ÍR..................3:0 7-8. Týr - Höttur..................6:0 ■Markahæstu leikmenn A-liða voru þeir Ragnar Smári Ragnarsson Tý, Brynjar Valþórsson Þór Akureyri og Magnús Gísla- son KR sem skoruðu fímm mörk hver. B-lið Riðill 1: Haukar - Fylkir..................1:6 Víkingur-KR......................2:5 Fylkir-KR........................5:1 Haukar - Víkingur................6:2 V íkingur - Fylkir...............1:9 KR - Haukar.................... 2:1 Riðill 2: Höttur - UBK.....................2:1 FH-ÞórAk.........................4:2 UBK-Þór..........................1:0 Höttur-FH........................0:8 I FH-UBK.............................0:1 Þór- Höttur......................7:0 Leikir um sæti: 1-2. Fylkir-FH...................3:1 3-4.KR-UBK.......................2:1 5-6. Þór Ak. - Haukar............3:1 7-8. Vtkingur - Höttur...........8:0 ■Markahæsti leikmaður B-liða var Stefán Sveinbjömsson úr Fylki sem skoraði sjö mörk. sínum. Fjölnisstrákarnir byijuðu betur í úrslitaleiknum, þeir léku undan vindi í fyrri hálfleiknum og skoruðu þá tvö mörk en Blikastrák- um tókst aðeins að minnka muninn niður í eitt mark í síðari hálfleiknum. Sigur Fjölnisstrákanna er nokkuð sögulegur þar sem það er í fyrsta skipti sem að kvenmaður stjórnar liði úr karlafiokkum til sigurs á ís- landsmóti. Þjálfari Fjölnis var Mar- grét Sigurðardóttir sem leikur með Breiðabliksiiðinu í 1. deild kvenna. Fjölnir sigraði einnig í keppni A-liða á Shellmóti Týs í Vestmanna- eyjum í lok júní en strákamir hafa ekki tapað leik í sumar, aðeins gert jafntefli í nokkrum leikjum. Shellmeistarar B-liða; Fylkir, hlaut fullt hús stiga úr riðlakeppn- inni Pollamótsins með markatöluna 19:3 og mætti FH sem sigraði í B-riðlinum á betra markahlutfalli heldur en Breiðablik. Fylkir sigraði síðan í úrslitaleiknum 3:1. í verðlaunaafhendingu voru veitt verðlaun til leikmanna sem staðið höfðu sig best og prúðustu liðin fengu viðurkenningu. Hjá A-liðum var það Týr en Víkingur í B-liðum. Bestu markverðir voru Kristján Jó- hannsson KR hjá A-liðum og Kjart- an Ólafsson UBK hjá B-liðum. Olaf- ur Gauti Ólafsson úr Fjölni fékk sæmdarheitið besti leikmaðurinn hjá A-liðum og Jón Ragnar Jónsson úr FH í B-liðum. Veðrið hefur oft verið betra en að þessu sinni og þrátt fyrir nokkra gjólu á laugardeginum voru allar mýflugur bæjarins mættar til að fylgjast með mótinu. Þær hurfu þó síðari daginn þegar nokkuð hvasst var. Ekki var að sjá veðrið né flug- umar hefðu nein áhrif á keppendur sem notuðu frístundirnar til þess að fara í sund og halda kvöldvöku svo eitthvað sé nefnt. Morgunblaðið/Frosti FJÖLNIR varð íslandsmelstarl í sjötta flokki karla en liöiö sigraöi í flokki A - liða á Pollamót- inu. Aftari röð frá vinstrl: Jón Júlíusson liðsstjóri, Gunnar Örn Jónsson, ívar Björnsson, Elnar Markús Elnarsson, Ólafur Gauti Ólafsson og Margrét Sigurðardóttlr þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Helgi Möller, Björgólfur Guðni Guðbjörnsson, Agnar Darri Lárusson, Þorstelnn I. Valdl- marsson, Tómas Freyr Þorgelrsson, Alexander Harper og Gunnar Vignlr Skæringsson. FYLKISSTRÁKARNIR sem sigruðu FH 3:1 í úrslitaleik B-liða á Pollamótinu ásamt þjálfurum. Héraðsmót USVS í knattspyrnu Drangur og Ármann í efstu sætum I I Nýlokið er héraðsmóti Ung- mennasambands Vestur - Skaftafellssýslu í knattspyrnu. Keppt var í tveimur flokkum, tólf ára og yngri og í flokki 13 - 15 ára og spilaðar voru þrjár umferð- ir. í 12 ára flokknum kepptu lið Ármanns frá Kirkjubæjarklaustri, Umf. Drangur úr Vík í Mýrdal og Umf. Dyrhólaey úr Mýrdalshreppi. Drangur sigraði í öllum leikjum sín- um í þeim flokki nokkuð örugglega og hlaut tólf stig og markatalan var 40:0. Ármann hafnaði í öðru sæti og Dyrhólaey rak lestina. í 13 - 15 ára flokki léku Ár- mann, Skafti úr Álveri og Skaftárt- ungu og Umf. Dyrhólaey. Ármann sigraði í flokknum en liðið hlaut 11 stig, Skafti hlaut fimm stig en Dyrhólaey tvö stig. Á myndunum hér til hliðar má sjá sigurliðin, lið Drangs og Ármanns. í Jónas Erlendsson FRÁ leik Drangs og Ármanns í yngri flokki sem leiklnn var í Vík í Mýrdal. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson LIÐ Drangs sem slgraði í yngri flokki LIÐ Ármanns sem slgraði í flokki 13-15 ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.