Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Evrðpukeppni meistaraliða • Evrópukeppni bikarhafa • a-P UEFA-bikarinn O I fyrsta skipti á Irlandi ■ BESTA skorið í meistaraflokki kvenna á síðasta degi Landsmótsins í golfi átti Ólöf María Jónsdóttir en hún kom inn á 78 höggum, einu höggi betra en Ragnhildur Sigurð- ardóttir. ■ ALLIR meistaraflokks kylfing- arnir, bæði karla og kvenna, náðu sér í fugl á mótinu. Birgir Leifur náði þeim flestum eða 14 talsins og þeir félagar úr Keili, Björgvin og Gumundur Sveinbjömsson kræktu sér í 10 hvor. Alls urðu fulgarnir í meistaraflokkunum 238. Alls urðu höggin í meistaraflokki karla 13.333. ■ FLESTA fugla í meistaraflokki kvenna fékk Ragnhildur Sigurð- ardóttir en hún krækti sér í sex bolta, en bolti er veittur fyrir hvern fugl sem kylfingar náðu. ■ ÍSLANDSMEISTARINN frá því í fyrra, Sigurpáll Geir Sveinsson frá Akureyri hóf leik á síðasta keppnisdegi með 6 kylfur í pokanum. Mikið rigndi og gripin á kylfum hans voru ekki nógu góð þannig að kylfu- sveinn hans sótti nýjar kylfur en kom ekki á völlinn fyrr en Sigurpáll hafði lokið fyrstu holunni. ■ PÁLL Ketilsson, sem varð í þriðja-sæti í 1. flokki átt án efa lag- legsta „kylfuhöggið" í mótinu. Það var á fimmtudaginn sem Páll missti „dræverinn" sinn í teighöggi á 15. braut. Boltinn fór langt inn á braut og kylfan flaut eina 50 metra á eft- ir honum. ■ AÐALSTEINN Aðalsteinsson leikmaður Víkings, fékk spark í brjótskassann í leiknum gegn Stjörn- unni í síðustu viku kenndi sér eymsla, hélt að rifbein hefði brákast og fór útaf. Við nánari skoðun reyndust tvö rifbein brotin og gat komið í lungun svo að vatn komst inn. ■ AÐALSTEINN reiknar samt með að að ná næsta leik á næsta föstudag. Hann hefur leikið 197 leiki fyrir meistaraflokk félagsins þrátt fyrir að missa af ijórum fyrstu leikj- um sumarsins vegna kviðslits og sagðist ætla sér að ná í skjöldinn, sem leikmenn fá fyrir 200 leiki. ■ ÞEIM áfanga hafa aðeins fjórir fræknir garpar náð frá stofnun fé- lagsins árið 1908: Magnús Þor- valdsson, Jóhannes Bárðarson, Diðrik Ólafsson og Jón „Donni“ Ólafsson, sem spiluðu með félaginu fyrir nokkrum árum. ■ ÞRÍR leikmenn 1. deildarliðs KR fengu blómvendi frá félaginu áður en leikurinn hófst gegn Leiftri í vikunni. Það voru Einar Þ.Daní- elsson fyrir 100 leiki með meistara- flokki, Þormóður Egilsson, fyrirliði fyrir 150 leiki og Heimir Guðjóns- son, einnig fyrir 150 leiki. ■ KRISTÓFER Sigurgeirsson lék í fyrsta skipti með Breiðabliki í sumar þegar hann kom inn á sem varamaður á 63. mín gegn Val í vikunni. ■ JÓN FREYR Magnússon leik- maðurinn ungi sem skoraði sigur- mark Grindavíkur gegn FH á fimmtudagskvöldið er bróðursonur Þóris Jónssonar formanns knatt- spyrnudeildar FH. FRAMK0MA Umræða um háttvísi var áber- andi hjá íslensku knatt- spyrnuforystunni í vor og ekkert nema gott um það að segja. Átak- ið AUir á völlinn átti að laða alla fjölskylduna á þá skemmtun sem knattspyman getur vissulega ver- ið; leikmenn, forystu- menn og áhorfendur voru eindregið hvattir til að haga sér vel — vera sér og félögum sínum til sóma I hví- vetna, en það er greini- lega eitt um að tala og annað að framkvæma. Nýlegt dæmi úr leik Keflvík- inga og KR í bikarkeppninni er ekki skemmtilegt. Hvenær slær maður mann og hvenær slær maður ekki mann? Slóð Daði Ólaf? Já, segi ég, en líklega er ekki hægt að fullyrða að það hafi ver- ið viljandi eða hvort það hafi ver- ið fast. Sló Ólafur Daða? Já, segi ég aftur, enda sáu það allir I sjón- varpinu. Og rauða spjaldið sem Ólafur fékk að líta var réttmætt. Reglurnar segja skýrt að slái leik- maður annan, eða geri tilraun til þess, beri að vísa honum af velli. Það er því ekki hægt að veija Ólaf - hann sló mótheija, en allir karlmenn hljóta að skilja viðbrögð hans. Það er ekkert grín að fá högg á milli stóru tánna. Og ég fékk ekki séð að högg Ólafs væri fast, en það segir víst ekkert í reglunum um leyfilega högg- þyngd. Bara að ekki megi slá neinn. Nær væri að segja að Ólaf- ur hefði danglað í bringu Daða. En ýkti Daði þegar hann datt? Já, segi ég enn og aftur. Gerði hann sér upp meiðsli? Líklega, því ekki fékk ég betur séð en hann hefði gripið um hálsinn eft- ir að Ólafur danglaði í bringuna á honum. Hafi mér sýnst rétt bar framkoma leikmannsins ekki vott um háttvísi. Þetta er ekki skrifað til að veija Ólaf. Hann sætti sig við brott- reksturinn og tók út sína refsingu, en vert er að staldra við atvikið Háttvísi er jákvæð en verður að vera bæði í orði og á borði því það réði úrslitum í leiknum. Og annað ljótt fylgdi á eftir, þeg- ar Keflvíkingurinn Helgi BjÖrg- vinsson skallaði Þormóð Egilsson að því er virtist að tilefnislausu. Til hvers? Hvað hafði Þormóður til saka unnið? Framkoma Helga er ámælisverð, svo ekki sé meira sagt, en skv. reglum er ekki hægt að refsa honum vegna þess að dómari eða eftirlitsdómari sáu ekki atvikið. Það er einnig um- hugsunarefni, en líklega væri vafasamt að mega byggja á upp- tökuin sem þessari þegar ekki er tryggt að allir leikir séu teknir upp. En það er slæmt að maður skuli komast upp með þetta. Framkoma áhorfenda hefur stundum einnig verið ámælisverð í sumar. Þeir greiða sinn aðgangs- eyri og er líklega fijálst að haga sér eins og þeim sýnist, en fram- koma í garð dómara og mótheija hefur ekki alltaf við til fyrirmynd- ar eða orðbragðið við bama hæfi. Þegar svo er fer átakið Allir á völlinn fyrir lítið. Háttvísi er jákvæð, en ekki aðeins í orði. Skapti Hallgrímsson Mætir BJÖRGVIIM SIGURBERGSSON með fjölskylduherinn á næsta landsmót? Velstuttvið bakið á manni BJÖRGVIN Sigurbergsson golfari hafði í þrjú ár hafnað í þriðja sætinu á landsmótunum í golfi en tók forystuna í ár, leiddi meistaraflokkinn mestallan tímann og vann. Síðasta hringinn fylgdi honum allt upp f 15 manns síðasta hringinn. Björgvin er 25 ára og hefur stundað golfið síðan hann var 11 ára. Hann er húsasmiður og vinnur hjá Álftarósi, býr í Hafnarfirði með sambýliskonu sinni, Heiðrúnu Jóhannsdóttur og eiga þau eina dóttir, Guðrúnu Brá sem er rúmlega eins árs. að ég hafi ekki tíma til að draga hana í það.“ Varst þú í öðrum íþróttum? „Já, ég var í handbolta og fót- bolta hjá Haukum en hætti í öðrum flokki því ég þurfti að velja en það var ekki svo erfitt því maður gisti á vellinum fyrstu árin þegar mamma vann í sjoppunni á golfvell- inum og sjálfur vann ég þar.“ En hefur þú verið að stunda veiði? „Ég veiði mikið en hefði viljað meiri tíma og hef mest veitt sjö punda lax í Laxá í Kjós. Annars er ég að hnýta líka. Þetta er að vísu ólík íþrótt en það er gott og afslappandi að veiða - að minnsta kosti þangað til maður setur í físk!“ Fylgist fjölskyldan vel með þér? „Já hún fylgir mér á öllum mót- um og það er vel stutt við bakið á mér enda er þetta fjölskylduíþrótt hjá okkur. Á landsmótinu gengu að auki með mér frændur og frænkur, alls um fimmtán manns, Eftir Stefán Stefánsson Var Björgvin orðinn eitthvað þreyttur á þriðja sætinu og hvað breyttist í ár? - „Já þetta var orðið gott og nú spilaði ég best. Ég er búinn að breyta sveiflunni með hjálp Arnars Más Ólafssonar golf- kennara hjá Keili og ég fann mig mjög vel og púttaði vel.“ Breytti miklu að þú leiddir mót- ið? „Það var öðruvísi nú því nú þurfti ég að halda fengnum hlut og það skipti líka miklu máli að eiga fimm högg á næsta mann undir það síð- asta.“ „Nú ert þú kominn með fjöl- skyldu, ert þú með kvóta fyrir tíma sem fer í golftð? „Nei, það er bara að skipuleggja betur tímann og æfa markvisst en það er ekki búið að setja á mig kvóta. Konan er aðeins í golfi en ekkert að ráði og það er aðallega Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson BJÖRGVIN Sigurbergsson, kylfingur og smiður, er á uppleið í golfinu og einnig við vinnu sína hjá Álftarósi í gær. og manni líður vel að vita af þeim.“ Nú hefur þú vakið athygli fyrir snaran undirbúning fyrir mót þegar þú snarast inná teig rétt fyrir leik, hversvegna? „Ég mæti yfirleitt hálftíma fyrir leik og slæ úr einni fötu af golfkúl- um en fer svo á teig. Það er aðal- lega af því að ég get ekki beðið því mér finnst svo gamap í golfi.“ Komum að því sem kunningjar þínir báðu endilega að minnast á: Ertu „gæfusamur" á vellinum? „Já því get ég ekki neitað enda sagði ég fyrir síðasta daginn á landsmótinu í fyrra að nú ætlaði ég út 4 völl og „grísa“ mig mátt- lausan. Sem dæmi á meistaramót- inu á fyrra voru menn að skjóta út í vatn en kúlan hjá mér fleytti tvisv- ar kerlingar og fór uppá braut.“ Var ekki eitthvað atvik á Hval- eyrinni? „Það var í sveitakeppni þegar ég sló yfir flöt á par þrjú velli og boltinn fór fet á bak við bakka. Ég ætlaði að slá hátt yfir flötina og reyna aftur inná en þá fór kúlan efst í flaggstöngina og beint ofan í holuna." Að lokum, nú skartaðir þú for- láta höfuðfati á landsmótinu. Hvar fékkst þú það? „Ég keypti þennan „sixpensara“ í Portúgal _og hann átti að vera veiðihúfa. Ég slysaðist til að setja hann upp fyrir síðasta daginn á meistaramótinu og vann það, þann- ig að það kom ekki annað til greina en að vera með hann á landsmótinu líka og hann virkar greinilega. Maður er svo svolítið hjátrúarfullur og finnur sér alltaf einhveijar grill- ur til að trúa á.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.