Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 9. GÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ HEIMSMEISTARAMÓTIÐÁ ÍSLÉNSKUM HESTUM Sviss- nesk ná- kvæmni íeinu og öllu SVISSLENDINGAR eru umfram annað þekktir fyr- ir góð úr og mátti því reikna með að allar tíma- setningar stæðust á mótinu. Að sjálfsögðu gekk það eft- ir og öll framkvæmd móts- ins ein sú besta sem boðið hefur verið upp á í heimi íslandshestamennskunnar. Mótssvæðið, sem þótti frek- ar þröngt, tók ágætlega vel við mótsgestunum sex þús- und og áhorfendastúkan við skeiðbrautina er hreint afbragð. Gaf góða yfirsýn yfir vellina og það sem meira er; þar var skuggi allan daginn. Varla var veikan hlekk að finna í framkvæmd mótsins en hinsvegar var mikið kvart- að undan háu verðlagi og efast nú enginn af þeim sem mótið sóttu um að Sviss er dýrt land. Morgunblaðið/V aldimar Kristinsson SIGURÐUR V. Matthíasson og Huginn, stjörnur íslenska liöslns. Sigurður og Huginn höfðu tvö gull á hörkunni ÞAÐ kom í hlut Sigurðar V. Matthíassonar og Hugins að við- halda sigurgleði íslendinga á heimsmeistaramótinu íhestaíþrótt- um sem haldið var í Fehraltorf í Sviss eftir að Sigurbjörn og Höfði höfðu unnið fyrsta gullið á miðvikudag. Tryggði Sigurður sér sigur í samanlögðu með því að bæta tíma sinn í 250 metra skeiði um 1,3 sekúndur á laugardag og daginn eftir, á sunnu- dag, sýndi hann mikið keppnisskap ífimmgangi og sigraði sem verður að tefjast frekar óvæntur sigur miðað við aðstæður. Eftir forkeppni fímmgangs á fimmtudag var Karly Zings- heim, Þýskalandi, efstur með 7 í ^■■■■1 einkunn en Sigurður Valdimar og Huginn næstir Kristinsson með 6,70. Ekki ríkti skrifar mikil bjartsýni um að tækist að vinna þann þýska sem var með mjög góða sýningu í forkeppninni. Margir voru þeirrar skoðunar að ef Sigurður ætti að eiga möguleika í fimmgangi væri vænlegast að sleppa skeiðinu og yrði því að velja á milli sigurs i fimmgangi eða samanlögðu. Sig- urður, sem er mikill keppnismaður, fór í skeiðið og tryggði sér titilinn í samanlögðu. Eftir hádegi á laug- ardag fór hann svo í B-úrslit í slak- taumatölti og varð þar í öðru sæti, sem betur fer því annars hefði hann orðið að mæta í A-úrslit á sunnu- deginum og hefði þá verið dregið af þreki Hugins. Urslitin í fímmgangi voru hreint út sagt æsispennandi. Þar sem Sig- urbjörn féll út kom Hulda Gústafs- dóttir með Stefni frá Tunguhálsi inn í hans stað og losnaði þar með við að fara í B-úrslit. Eftir töltið í úr- slitunum voru Karly og Sigurður jafnir með 7,33 en Hulda og Einar Öder Magnússon sem keppti á Mekki frá Þóreyjarnúpi voru næst ogjöfn með 6,83. í brokkinu komst Karly yfir, kominn með 7,43 en Sigurður með 7,25, Hulda 7 og Einar Öder 6,91. Þá var röðin kom- in að fetinu og vitað var að Sigurð- ur væri þar sterkari sem kom á daginn, komst yfir með 6,94 en Karly var kominn niður í 6,55 og Hulda komin yfir hann með 6,78 og Einar ekki langt undan þannig að þetta leit ekki vel út fyrir þann þýska. En þá var röðin komin að stökkinu og þar var hann sterkur og rétti hlut sinn allnokkuð, var með 6,60, Sigurður með 6,83, Hulda 6,73 og Einar með 6,22. Og þá var röðin komin að skeiðinu og voru íslendingar farnir að gera sér vonir um sigur en ekkert var þar öruggt. Allt var í járnum eftir fyrsta sprett, allir með góðan sprett en eftir það klikkaði Feykir hjá Karly í síðari sprettunum báðum og Ijóst að íslendingar væru í þremur efstu sætunum og meira en það, því Karly hafnaði í fimmta sæti en Heiðar Hafdal, sem keppti fyrir Holland á Steingrími frá Glæsibæ, hafnaði í fjórða sæti. Islendingar voru þá komnir með þrjú gull og þar með tapaðist aðeins eitt gull ef miðað er við síðasta heimsmeist- aramót. Það gull fór hins vegar til frænda vorra Dana sem hlýtur að teljast besti kosturinn úr því íslend- ingar urðu að sjá af því. HM 1997 verður í Noregi NÆSTA heimsmeistaramót verður haldið í Seljord í Noregi 5. til 10. ágúst 1997. Seljord er í Þelamörk vestur af Osló. Þar var haldið Norðurlandamót 1992 en Norðmenn héldu Evrópumeistara- mót, sem í dag eru kölluð heimsmeistaramót, 1981. Oll aðstaða á mótsstaðnum þykir hin besta, hesthús fyrir 127 hross, tveir hring- vellir og skeiðbraut. Á mótinu í Fehraltorf var dreift kynning- arbæklingum um mótið og héraðið en þar segir að mögulegt sé að taka við allt að tíu þúsund manns á svæðið. Bjóða Norðmenn alla velkomna á mótið. Sigurbjörn vel ríðandi í verðlaunaafhendingu FYRIR lá að Sigurbjörn Bárðarson yrði fótgangandi í verðlaunaf- hendingu þar sem hestur hans Höfði var haltur. Brást sá kunni knapi Bernd Vith frá Þýskalandi vel við og bauð honum gæðing sinn Rauð frá Gut Ellenbach en saman hafa þeir m.a. orðið heims- meistarar í tölti og ávallt verið í fremstu röð. Kunni Sigurbjörn vel að meta þennan rausiíarskap og tók smá númer á hestinum að verðlaunaafhendingu lokinni og veltu margir vöngum yfir því á hvaða hest hann væri eiginlega kominn. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson EFTIR sigurinn í fimmgangi streymdu að ungar stúlkur sem fengu hinn nýja heimsmeistara til að gefa elglnhandaráritun á baklð á bolum sínum. Unaðs- leg til- finning að vera heims- meistari - segir hinn 19 ára gamli Sigurð- urV. Matthíasson „ÞAÐ var hreint út sagt un- aðsleg tilfinning að vinna fimmganginn og eins titilinn samanlagður sigurvegari en ég lagði mikið á mig og minn hest til að það gengi upp. Framan af var það sigur í fimmgangi sem ég stefndi að en eftir að allri forkeppni lauk var ljóst að ég ætti einn- ig raunhæfan möguleika í samanlagðan sigurvegara með því að ná undir 24,1 sek. og því var ekki um annað að ræða en að skella sér í skeið- ið þótt ég tæki áhættu hvað varðaði árangur í úrslitum fimmgangs,“ sagði Sigurður V. Matthíasson sem með frá- bærri frammistöðu tryggði sér heimsmeistaratitil í fimmgangi og saraanlögðu. Sigurður, sem er aðeins 19 ára og keppti nú í annað sinn á heimsmeistaramóti, sagði að vissulega hafi það tekið á taugarnar i siðari umferðinni þegar fyrri spretturinn hafði mistekist og aðeins einn sprettur eftir til að tryggja sigur í samanlögðu. „Ég spurði Sigurbjörn tvisvar hvort Huginn stæði réttur fyrir startið áður en ég gæfi ræsinum merki um að ég væri tilbúinn því ég var ákveðinn í að láta hann ekki staita á kýrstökki sem hann gerði í næst síðasta spretti. Lét ég hann þá bara damla á rólegri ferð í stað þess að láta hann eyða orku að óþörfu þar sem spretturinn var farinn forgörðum. í síð- asta spretti hleypti ég á fulla ferð fram að niðurtökumark- inu og allt gekk eins og í sögu og sigurinn var í höfn,“ heldur Sigurður áfram. „Ég taldi mig eiga góða möguleika í úrslitum í fimm- gangi og fór inn á með því hugarfari inn á völlinn. Þeg- ar skeiðið var eftir var ég nokkuð viss um að ég væri örlítið hærri en Karly Zings- heim, sá það á háttalagi lið- stjóranna sem gaf nokkuð örugga vísbendingu. Skeiðið var mun betra í úrslitunum þjá okkur en í forkeppninni og fannst mér klárinn eflast við hverja raun bjó greini- lega vel að vetrarþjálfun- inni,“ sagði Sigurður, heims- meistarinn ungi. Sigurður mun eftir mótíð fara til starfa við þjálfun hesta í Þýskalandi í tvær vik- ur og þaðan til Austurríkis til tveggja mánaðar dvalar i sömu erindagjörðum. í vetur hyggst hann vinna sjálfstætt við tamningar og þjálfun og stefnir að sjálfsögðu að því að koma hrossum inn á fjórð- ungsmótið sem haldið verður á Gaddstaðaflötum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.