Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 2

Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SH tvöfald- ar útflutn- ing á fersk- um fiski AUKIN áhersla hefur verið lögð á útflutning á ferskum fiski hjá Söl- umiðstöð hraðfrystihúsanna á þessu ári. Það hefur meðal annars skilað sér nærri tvöföldum útflutn- ingi fyrstu sex mánuði þessa árs á við sama tíma í fyrra. Að sögn Valdimars Arnþórsson- ar, deildarstjóra ferskfiskdeildar, má meðal annars greina þessa auknu áherslu á kaupum SH á dreifingar- og sölufyrirtæki í Ost- ende í Belgíu fyrir skömmu. Með þeirri fjárfestingu sé ætlunin að nálgast markaði, sem lítil áhersla hafi verið lögð á hingað til, eða í Hollandi, Belgíu og Vestur-Frakk- landi. Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson KRÓKABÁTAR geta róðið heila þijá daga í þessari viku. Veiðar voru bannaðar í viku fyrir og um verslunarmannahelgina og síðan er helgarstopp um næstu helgi. Á myndinni sem tekin var fyrir stoppið sjást strákarnir á Hallvarði á Horni ST 17 á færum út af Reykjarfirði. Kostnaður við eftirlit tæpar tvær milljónir útgerðir Eftirlitsmaður í sex mánuði JínLiískipUl um borð í nvjum frystiskipum Þurfa að borga fjár- hæðir til Fiskistofu vegna lögbundins eftirlits sem hafa þarf með skipun- um. Eftirlitsmaður dvelur um borð í skipunum fyrstu sex mánuðina og fylgist með nýtingu og stærð afla. Þórður Ásgeirsson, Fiskistofu- stjóri, segir að þessi lög séu ekki uppfinning Fiskistofu en þeim beri skylda til að fylgja þeim eftir. Mest aukning á útflutningi þorsk- og karfaflaka Valdimar segir að aukningin komi helst fram í útflutningi á þorskflökum, sem sett hafi verið á Ameríkumarkað, og karfaflökum, sem flutt hafi verið til Evrópu, sérstaklega til Þýskalands. Öt- flutningur á ferskum þorskflökum hafí aukist úr 98 tonnum fyrstu sex mánuðina í fyrra í tæp 350 tonn á sama tíma í ár. Útflutning- ur á karfaflökum hafí aukist úr 72 tonnum fyrstu sex mánuðina í fyrra í tæp 300 tonn fyrstu sex mánuðina í ár. Ferskfiskdeild SH stendur líka fyrir útflutningi á ígulkeijahrogn- um og hrossakjijti til Japan. Út- flutningur á hrossakjöti fór í 56 tonn fyrstu sex mánuðina í ár úr 38 tonnum á sama tíma í fyrra. Útflutningur á ígulkeijahrognum hefur hins vegar staðið nokkuð í stað, en orsakimar fyrir því má meðal annars finna í slæmu ár- ferði í Breiðafirði, en erfitt hefur verið að útvega hráefni vegna ísa. Útflutningur á laxi dregst saman Útflutningur á laxi var löngum megin uppistaðan í ferskfiskdeild- inni, en hann hefur dregist saman úr því að vera um 800 tonn árið 1993 í það vera lítill sem enginn í ár. Þetta er meðal annars vegna áherslubreytingar hjá fyrirtækinu, sem leggur núna meiri áherslu á eigin afurðir. Heildarútflutningur fyrstu sex mánuði þessa árs nemur um 900 tonn, en á sama tíma í fyrra nam hann tæp 600 tonn. Þetta er því um 50 prósenta aukn- ing. Samkvæmt lögum á eftirlitsmaður að vera um borð í nýjum fullvinnslu- skipum fyrstu sex mánuðina eftir að þau koma til landsins. í lögunum segir að þetta eftirlit eigi að vera á kostnað útgerðarinnar en hver dagur með eftirlitsmann um borð kostar tíu þúsund krónur samvæmt nánari ákvörðun ráðherra í reglugerð. Inni í þeirri upphæð eru föst laun, yfir- vinna og öll launatengd gjöld. Eftir sex mánuði gæti því kostnaður út- gerðarinnar verið rétt tæpar tvær milljónir króna fyrir utan fæðiskostn- að og annað. Bundinn eftirlitsmaður Það er Fiskistofa sem hefur um- sjón með þessu eftirliti en Þórður Ásgeirsson, Fiskistofustjóri, segir að hér sé ekki um sérstaka fíáröflun að ræða fyrir Fiskistofu. „Við vildum reyndar mjög gjarnan vera Iausir við að binda einn mann af þessu fá- menna liði okkar um borð í skipi í heila sex mánuði. En við höfum bara ekkert um það að segja því að þetta er lögbundið." Þórður segir að ástæðan fyrir þessu lagaákvæði sé væntanlega sú að fylgjast þurfi með því hvernig vélamar vinni og hvort meðferðin á aflanum sé með eðlilegum hætti. Fylgst með vinnslu í skipunum „Störf þessara eftirlitsmanna eru í engu frábrugðin störfum annarra eftirlitsmanna um borð í skipum,“ segir Þórður. „Þeir fylgjast með afla- samsetningu, stærðarmæla aflann og taka prufur. Ef hlutfall smáfisks er of mikið í aflanum taka þeir ákvörðun um hvort leggja eigi til að svæðinu verði lokað.“ Að sögn Þórðar þarf að ganga úr skugga um að menn séu ekki i tilraunstarfsemi í vinnslu fisksins með þeim afleiðingum að hann skemmist og honum sé hent fyrir borð. Þá þarf að fylgjast með því hvernig vinnsla í skipunum fer af stað og tryggja að byijunarörðug- leikar í vinnslu verði ekki til þess að stór hluti aflans fari forgörðum.“ Unnið er fyrir Hafrannsóknastofnun Þórður segir að það sé aðeins einn eftirlitsmaður um borð, sem þurfi vitaskuld sinn svefn. Það sé hins vegar vaktakerfi á skipinu, þannig að hann getur ómögulega fylgst með öllu sem eigi sér stað. Þá kemur fram í máli hans að eftirlitsmenn vinni ýmis önnur störf um borð en að sinna eftirliti. Þar á meðal sé vinna fyrir Hafrannsókna- stofnunina sem felist meðal annars í að taka kvarnir úr fiskum. SHIPMATESX MARINE ELECTRONICS ® RS6100 IMAVTEX GMDSS Alþjóðlegt veður- og viðvaranakerfi fyrir skip yfir 24 m. skv. reglugerð fyrir 1 ág. 1995 Verð 69.900 án/vsk. m/Active loftneti. Fri&rik A. Jónsson hf. Fiskuió6 90, simi 552 2111 - kjarni málsins! Miðnes hf. MIÐNES hf. í Sandgerði hefur gert samning um kaup á skoska nótar- og flottrollsveiðiskipinu Quantus. Skipinu er ætlað að koma í stað Keflvíkings KE og verður einkum notað til loðnu og síldveiða enda útbúið kælitönkum. Þá er skipið einnig búið til flott- rollsveiða. Að sögn Gunnars Þórs Ólafs- sonar, framkvæmdastjóra Mið- ness hf., verður Keflvíkingi skipt út og annar bátur í eigu útgerðar- innar, Bergur Vigfús GK, úreldur. Hann segir skipið væntanlegt um áramót ef allt standist. Kaupverð er um 250 milljónir króna. Að sögn Gunnars voru samn- ingar undirritaðir í byijun júlí en á þeim eru þó þeir fyrirvarar að kaupin ganga til baka takist skosku útgerðinni ekki að finna sér nýtt skip í stað Quantusar fyrir 15. september nk. Gunnar taldi þó að Skotarnir væru í því af fullri alvöru og að málið kæm- ist í höfn innan skamms. ÞRIGGJA DAGA VIKA kaupir kælitankaskip SKOSK A skipið Quantus er væntanlegt til Sandgerðis um áramót. Mikið endurnýjað Skipið er smíðað í Noregi árið 1979 og var lengt í fyrra og er nú 51 metrar að lengd og 9 metr- ar að breidd. Burðargeta þess er um eitt þúsund rúmlestir af síld og loðnu en níu RSW-kælitankar eru í skipinu. Gunnar Þór segist hafa skoðað skipið sjálfur og að sér lítist mjög vel á það enda sé það mikið end- urnýjað og vel útbúið tækjum. Meðal annars sé nýleg 2500 hest- afla BMW/MAN aðalvél og nýjar Volvo Penta hjálparvélar. Auk þess væri nýr nótaleggjari um borð og mjög öflugar vacumdælur. Færeysk- ir landa miklu • MIKIL aukning hefur orðið á þeim fiski sem fer í gegn um Fiskmarkað Vestmannaeyja. Það sem af er árinu hafa verið seld 8.600 tonn á móti 7.100 tonnum allt árið í fyrra. Nú þegar hafa því farið 1.500 tonn þar í gegn um- fram það sem selt var allt árið í fyrra. Páll R. Pálsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Vestmannaeyja, segir að aukningin skýrist að hluta af úthafskarfa af færeysk- um skipum. Útgerðirnar nýti sér þjónustu fiskmark- aðarins og milligöngu án þess þó að bjóða fiskinn upp. Þannig hafi 2.000 tonn farið í gegn um markaðinn á þessu ári. Þá hafí 17 færeyskir línu- og handfærabátar landað alls 700-800 tonnum frá því um miðjan mars. Skipin eru að veiða í íslensku landhelg- inni og hefur Páll það eftir útgerðarmönnunum að þeir viyi landa sem mestu hér á landi vegna óánægju með hvað lítil samkeppni er orð- in um aflann í Færeyjum vegna samruna fiskvinnsiu- fyrirtækjanna. Þá hefur einnig aukist sala á fiski af heimabátum. Amast við Spánverjum STJÓRNVÖLD í Argentinu hafa farið fram á það við spænsku stjómina, að hún kveðji burt spænska frysti- skipaflotann, sem er á smokkfiskveiðum innan argentínskrar landhelgi. Á argentínska strand- gæslan að „fylgja óskinni eftir“ en Spánveijar benda á, að þeir séu þarna að veið- um samkvæmt samningum við argentínsku stjórnina. Segjastþeir óttast, að ein- hver „vafasöm umhverfis- sjónarmið" búi þarna að baki og telja hættu á, að upp sé að koma sams konar ástand við Argentínu og við Kanada fyrir skömmu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.