Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 C 3 MONNUN FISKVINNSLUNNAR + ATVINNULEYSI hefur ekki mælst á Flateyri í fjölda ára, nema einn til tvo daga á árinu vegna hráefnisskorts. Steinþór Bjarni Kristjánsson, skrifstofustjóri hjá Fiskvinnslunni Kambi hf., segir erf- iðleikum bundið að fá fólk til starfa í fiskvinnslu. Bendir hann á að á Flateyri eins og í sjávarplássum allt í kringum landið sé heimafólk í lykilstöðum á fiskiskipum og í frystihúsum en til þess að geta sinnt álagspunktum og ná hámarksnýt- ingu framleiðslutækja þurfi alltaf viðbótar vinnuafl. Hafi margir leyst þetta með því að ráða útlendinga til starfa. Þeir komi með það fyrir augum að vinna í tvö til þrjú ár og oft lengur og þeim fylgi ekki ís- lensk verbúða„menning" eins og Steinþór orðar það. Nú sé hins veg- ar mun erfiðara að fá atvinnuleyfi fyrir útlendinga en áður var. Vísað sé til mikils atvinnuleysis hér innan- lands. Það gangi hins vegar illa að fá fólk af atvinnuleysisskrá og reynslan af fólkinu misjöfn. Skrúfað fyrir atvinnuleyfi útlendinga Eftir að nýr ráðherra kom í fé- lagsmálaráðuneytið við stjórnar- skiptin í vor hefur nánast verið skrúfað fyrir útgáfu nýrra atvinnu- leyfa. Er þá átt við fólk utan Evr- ópska efnahagssvæðisins því EES er sameiginlegur vinnumarkaður. Gylfi Kristinsson, deildarstjóri í ráðuneytinu, segir að eftirlit vegna útgáfu nýrra atvinnuleyfa hafi ver- ið stórhert eftir ríkisstjórnarskiptin og fá leyfi verið gefin út frá því í aprfl. Töluvert er um erlent verka- fólk í fiskvinnslu sem komið var til starfa áður en eftirlitið var hert en ráðuneytið hefur ekki upplýsingar um fjöldann. Gylfi segir að fiskvinnslufyrir- tæki þrýsti mjög á að fá að ráða útlendinga. Á það aðallega við um fyrirtæki á Vestfjörðum og Snæ- fellsnesi en einnig hefur komið beiðni frá fyrirtæki á Suðurnesjum. Segir hann að atvinnurekendur beri sig illa undan afstöðu ráðuneytisins og nefnir sem dæmi að hann sé nú með til umfjöllunar umsókn frá fisk- vinnslufyrirtæki sem í tvígang hafi fengið synjun á sams konar um- sókn. „Við höfum fyrir okkur tölur um atvinnuleysi í landinu. Þær segja okkur að hér sé 5% atvinnuleysi sem þýðir að nærri 7.000 manns eru án vinnu. Við bendum atvinnurekend- um á þessa einstaklinga, þeir eru á skrá hjá vinnumiðlun. Bendum þeim á að vinnumálaskrifstofa fé- lagsmálaráðuneytisins og vinnu- miðlanir landsins eigi að geta lið- sinnt þeim," segir Gylfi. Hann telur að flestir íslendingar séu þannig aldir upp að þeir geti gengið í öll störf. „Við teljum að þeir sem eru á atvinnuleysisskrá séu reiðubúnir að taka hvað sem er," segir Gylfí. Erfittaðfáfólk Þó félagsmálaráðuneytið vilji líta svo á að 7.000 manns séu að leita sér að vinnu og eigi að geta gengið í allt virðist það ekki vera þannig í raunveruleikanum, að minnsta kosti ekki á meðan fiskvinnslufyrir- tæki á landsbyggðinni geta ekki mannað vinnsluna. Því er haldið fram að ástæðan sé sú að ekki sé í tísku að vinna í fiski og að atvinnu- leysistryggingakerfið sé misnotað og það sé þannig byggt upp að fólk sé verðlaunað fyrir að hætta í vinnu. Sveitarstjórinn á Flateyri sendi auglýsingu fyrir Kamb á margar vinnumiðlanir en Steinþór segir að lítið hafí komið út úr því. Tíu hafi hringt fyrsta daginn til 'að spyijast fyrir um vinnu en svo hafi þetta koðnað niður. Atli Viðar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Grundarfjarðar hf., segir að svo virðist sem frekar erfitt sé að fá fólk til starfa í fískvinnslu. Það hafi þó gengið ágætlega hjá Hrað- frystihúsinu. Segist hann vera með nokkra útlendinga og skólafólk úr Reykjavík en ekki fólk af atvinnu- leysisskrá. • Eiríkur Böðvarsson, Fá ekki fólk í atvinnuleysinu Fréttaskýring Illa gengur að manna fískvinnslu í sumum landshlutum þó nærrí 7.000 manns gangi um atvinnulausir í landinu. Fyrirtækin geta ekki bjargað sér með erlendu verkafólki því útgáfa atvinnuleyfa hefur nánast verið stöðvuð. Fram kemur hjá Helga Bjarnasyni að svo virðist sem það sé ekki í tísku á vinna í fískvinnslu og að fólk komist upp með að neita vinnu. Einnig að eftirlit sé ekki mikið með misnotkun fólks á kerfínu. framkvæmdastjóri Trostans ehf. á Bfldudal, segir að ekki sé hægt að skrúfa algerlega fyrir innflutning vinnuafls. Segist hann reka fisk- vinnsluna á skólafólki og í haust verði aðeins eftir í snyrtingunni 6-8 konur. Rækjuvinnsla hefst hjá Trostan í haust og segist Eiríkur verða að loka fiskvinnslunni á með- an ef ekki fáist fleira fólk til starfa. Oddrún Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri vinnumiðlunar Reykjavíkurborgar, segir að fólk með reynslu úr fiskvinnslu sé á atvinnuleysisskrá í Reykjavík. Hún segir nokkuð um að vinnumiðlanir og fyrirtæki úti á landi leiti eftir fólki. Það gerist ýmist með því að hengdar séu upp auglýsingar á skrifstofunni og þá snúi fólkið sér beint til viðkomandi fyrirtækis eða að vinnumiðlunin sjálf reyni að út- vega fólk. Segir Oddrún að reynt sé að uppfylla þær beiðnir sem ber- ast en það gangi misjafnlega. Þokkalega hafi gengið með þær beiðnir sem nú liggja fyrir. Geta neitað vegna heimilisaðstæðna Stjórnandi fiskvinnslufyrirtækis úti á landi lýsir þeirri skoðun sinni í samtali við blaðamann að sér þætti það stundum undarlegt þegar hann væri að leita að starfsfólki að frétta af atvinnulausu fólki í Reykjavík sem ekki vildi hreyfa sig, jafnvel þó báðar fyrirvinnurnar mældu göturnar. Oddrún segir að vinnumiðlunin líti svo á að það fólk sem skráð er atvinnulaust sé í at- vinnuleit. Sumir eigi þó óhægt um vik vegna fjölskylduaðstæðna að fara í vinnu út á land. í lögum um atvinnuleysistryggingar segir að þeir sem neita starfí eigi að missa atvinnuleysisbætur. Frá þessu eru þó undantekningar. Maður sem hefur verið í stuttan tíma á bótum, fjórar vikur eða skemur, getur t.d. hafnað vinnu í starfsgrein sem hann hefur ekki áður stundað, enda fylgi starfinu mun meiri áreynsla og vos- búð en hann hefur vanist. Þá geta menn hafnað vinnu fjarri heimili eða af „öðrum ástæðum", ef úthlut- unarnefnd atvinnuleysisbóta metur heimilisaðstæður þannig. Margrét Tómasdóttir, forstöðu- maður Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, segir að oft standi fjölskyldu- fólki ekki til boða húsnæði á við- komandi stöðum. Því hafi orðið að horfa meira til yngra fólks en einn- ig þá verði vart við vandkvæði vegna húsnæðis. Virðist henni að stundum sé erfiðara að útvega ís- lendingum húsnæði en útlending- um. Spurð um ástæðurnar fyrir því segir hún hugsanlegt að erlenda verkafólkið sætti sig við annan að- búnað en það íslenska. Þá sé hægt að ímynda sér að viðkomandi at- vinnurekendur vilji frekar útlend- ingana. Spílað á kerfið Steinþór á Flateyri segir að reynslan af fólki sem ráðið er af atvinnuleysislistum sé því miður æði misjöfn. „Það er einhvern veg- inn þannig að þó svo fólk hafi náð tvítugsaldrinum hefur það enga virðingu fyrir vinnunni og almenn verkkunnátta og vilji til lærdóms er enginn. Launaupphæðin á launa- seðlinum er afgangsstærð en ein- blínt á fjölda unninna stunda til þess að fylgjast með hvenær hægt er að melda sig á atvinnuleysisbæt- urnar aftur," segir hann. Fólk fær lágmarks bætur þegar það hefur unnið 425 dagvinnustundir á síð- ustu tólf mánuðum, eða sem svarar tæplega þrem mánuðum í starfi. Segist Steinþór vita dæmi þess að þegar tiltekinni tölu er náð þá fari fólk að slá slöku við í vinnunni og mæta eftir eigin geðþótta og bendir á að fólk komist fyrr á bæt- ur ef því er sagt upp en ef það hættir af fúsum og frjálsum vilja. Hann vísar þarna í ákvæði laganna um atvinnuleysisbætur þar sem kveðið er á um að þeir sem sagt hafa starfi sínu lausu án gildra ástæðna eða misst vinnu af ástæð- um sem þeir sjálfir eiga sök á missi , bætur í 40 daga, þurfi sem sé að bíða eftir bótum í 8 vikur. Segir Steinþór að stundum hverfi fólk einfaldlega og hringi svo til að biðja um vottorð vinnuveitanda vegna atvinnuleysisbóta við verklok og oft nefni það í lokið hvort ekki sé mögu- legt að krossa við reitinn „Var sagt upp". Segist hann vita um fyrirtæki þar sem nær allir íslenskir starfs- menn sem hætta af fúsum og frjáls- um vilja biðji um slíkt vottorð, án þess að aðstæður fyrirtækisins bjóði. Oddrún Kristjánsdóttir segir að hætta sé á misnotkun í öllum kerf- um og býst við því að sama eigi við um atvinnuleysisbæturnar. Hún segir að vinnumiðlunin hafí ekki mannskap í eftirlit en rætt hafi verið um nauðsyn þess að allar þær stofnanir sem að þessu komi taki höndum saman til að bregðast við fregnum af misnotkun Treystum náunganum Eitt af þeim dæmum um „mis- notkun" kerfisins sem blaðamaður heyrði við efnisöflun fyrir þessa grein er af félagsmálaskrifstofu í bæjarfélagi á landsbyggðinni. Þangað kom atvinnulaus kona í sumarfríinu sínu til að tilkynna sig vegna atvinnuleysisbóta. Þegar far- ið var að kanna málið kom í ljós að eftir henni beið vinna sem hún gat byrjað í á stundinni. En hún svaraði einungis með formælingum og blótsyrðum. Heimildarmaður blaðsins segir að þarna hafi greini- lega verið búið að eyðileggja fyrir konunni þetta ágæta sumarfrí á kostnað íslensku þjóðarinnar. Og svo er verið að hvetja íslendinga til að ferðast um eigið land!, bætir hann við. Margrét Tómasdóttir segist heyra það að margir þiggi atvinnu- leysisbætur en ætli ekki í vinnu þó hún bjóðist eða séu jafnvel í „svartri vinnu". „Það er eins erfitt fyrir okkur að henda reiður á þessu eins og tilfellin eru mörg," segir hún. Margrét segir að eftirlit með kerf- inu gæti vissulega verið meira. Það fari fyrst og fremst fram með þeim hætti að fólk þurfi að koma í eigin persónu og skrá sig einu sinni í viku hjá vinnumiðlun. Þar undirriti fólk yfirlýsingu um að það stundi ekki vinnu. Síðan úrskurði úthlut- unarnefnd á hverjum stað um bæt- ur. „Menn vilja treysta náunganum. Það hefur komið í ljós í einstaka tilviki að fólki er ekki treystandi en ekki er hægt að dæma fjöldann út frá því," segir Margrét. Varðandi einstök atriði gagnrýn- innar segist hún telja það fólk mjög undarlega hugsandi sem hætti eftir þriggja mánaða vinnu því það fái þá aðeins lágmarksbætur. Fáir geti skrimt af þeim. Hún segist ekki vita til þess að atvinnurekendur veiti fólki sem sjálft hættir vottorð um að því hafí verið sagt upp. Með því væru þeir uppvísir að því að gefa stjórnvöldum rangar upplýs- ingar. Ætla sér ekki að vinna Margrét segir vitað að stór hópur á atvinnuleysisskránni sé í raun ekki á vinnumarkaði. Nefnir sem dæmi fólk sem býr við heilsubrest og ætti frekar að vera á örorkubót- um en atvinnuleysisbótum. Þetta sé hins vegar sálrænt atriði, það sé fólki mikilvægt að telja sig á vinnumarkaði þó það geti ekki gengið í öll störf. Við núverandi atvinnuástand fái aðeins þeir hraustustu vinnu og þeir sem komn- ir eru á efri ár séu ekki lengur gjald- gengir á vinnumarkaðnum. Þá seg- ir hún að við þessar aðstæður kom- ist fólk upp með það að skrá sig atvinnulaust þó það ætli sér ekki að vinna. Það hugsi sér að vera skráð þar til það geti ekki komist hjá því að neita vinnutilboði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.