Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 C 5 Morgunblaðið/Ómar Friðriksson. FRIÐRIK Már Jónsson vélstjóri, Stefán Gunnarsson yfirvélstjóri og Magnús Sigfússon útgerðarstjóri rannsóknarskipsins. GUNNAR Harðarson, yfirstýrimaður og afleysingaskipstjóri, býður Davíð Oddsson forsætisráðherra velkominn um borð í Welwitchiu í opinberri heimsókn Davíðs til Namibíu í júlí. Sig- urður Hreiðarsson er skipstjóri á Welwitchiu en hann var í leyfi í sumar. íslendingar stýra fullkomnu rannsóknaskipi í Afríku FIMM íslenskir yfirmenn starfa um þessar mundir uni borð í hafrannsóknarskipinu Welwitchia á vegum Þróun- arsamvinnustofnunar íslands Welwitchia er ársgamalt skip sem Japanir gáfu Namibíu- mönnum á seinasta ári og var verðmæti þess áætlað um 40 namibískir dalir eða nálægt 700 millj. íslenskra króna. Skipið er talið eitt fullkomn- asta rannsóknarskip sem gert er út í Afríku og í skipinu eru auk yfirmanna 18 manna áhöfn Namibíumanna. Auk þess er rúm fyrir níu hafvís- indamenn um borð. Islensku yfirmennirnir voru áður á rannsóknarskipinu Benguela sem komið var til ára sinna þegar nýja skipið var tekið í notkun. Fer Welwitchia um alla landhelgi Namibíu, allt frá landamærum Angóla í norðri að landamærum Suður- Afríku. INGA Fanney Egilsdóttir stýrimaður á Welwitchiu. Gerir út þrjá krókaleyfisbáta og rekur eigin saltfiskverkun á Patreksfirði Líst ekkí á framhaldið REYNIR Finnbogason rekur Vesturver hf. á Patreksfírði og átti fyrirtæk- ið nýlega 10 ára afmæli. Reynir gerir út þrjá krókabáta, Byr, Byr II og Hrund, auk þess að vera með saltfískverkun. Reynir verkar aflann af eigin bátum og hefur tekið fisk af fjórum krókabátum til viðbótar í sumar. Nú starfa 18-20 manns við útgerðina og verkunina. Reynir seg- ir að reksturinn hafí verið erfiður, hráefnisverð hátt og afurðaverð lágt. Hann selur saltfískinn jafnóðum, jafnt þótt vitað sé að verðið hækki hugsanlega þegar nær dregur hausti. Reynir segist ekki hafa fjármagn til að geyma afurðirnar þar til þær hækka í verði því launagreiðslur og annar rekstur fyrirtækisins krefjist stöðugs fjármagnsstreymis. Morgunblaðið/Guðni REYNIR Finnbogason er framkvæmdastjóri Vesturvers hf. á Patreksfirði. Hann gerir út þijá krókabáta og verkar saltfisk. Úr af lamarki í krókakerfi Reynir gerði út 25 tonna bát, Sæborgu BA, sem var á aflamarki. Sæborgin var úrelt í vetur og króka- bátarnir þrír keyptir í staðinn. En hvers vegna skipti Reynir í króka- báta? „Sæborg hafði veiðileyfi í afla- markinu en var kvótalaus. Ég gat samt keypt eða leigt kvóta,“ segir Reynir. „Svo breyttust reglumar þannig að kvótalausir bátar máttu ekki leigja kvóta. Það var því spurn- ing um hvort ég ætti að kaupa þorskkvóta á yfir 400 krónur kílóið, 100 tonnin á yfir 40 milljónir, eða fara í krókakerfíð. í ljósi þess að þorskkvótinn hefur verið skertur ár eftír ár tók ég þann kostinn að fara í krókana og fjárfesti frekar í bátum en kvóta.“ Þegar Reynir tók þessa ákvörð- un í vetur sem Ieið lá ekki fyrir hvernig veiðum krókabáta yrði hagað í framtíðinni. Nú er búið að gefa út reglugerð. „Horfurnar með þessu nýja kerfi eru afskaplega daprar, mér líst ekki á framhald- ið,“ segir Reynir. Hann segir að í nýju krókareglunum sé ekki heim- ilt að versla með aflamark. Bátarn- ir sem hann keypti í vetur voru með lélega viðmiðun og því er sjálf- gefið að velja sóknardaga. Vegna fárra sóknardaga á næsta ári.seg- ist Reynir ekki hafa efni á að eyða þeim til veiða á ódýrari tegundum, eins og steinbít, heldur verður að einbeita sér að þorski. Við það skapast vandamál á steinbítsver- tíðinni því Reynir er ekki með frystingu. Of fáír sóknardagar Reynir segir að í nýju reglunum sé ekki gert ráð fyrir nema 31 sókn- ardegi frá 1. maí fram í ágústlok. Hann telur það of lítið i ljósi reynsl- unnar. „Júlí er nú talinn frekar veð- urblíður mánuður. Frá 1. til 24. júlí nú komst einn bátur í 4 róðra, hinir tveir fóru í 5 róðra hvor. Yfírleitt er um dagróðra að ræða, tvisvar var verið yfir nótt á þessu tímabili.“ Reynir telur að aflamarkskerfi krókabáta muni hafa sömu van- kanta og hjá stærri bátum. „Það er hætt við að menn freistist út í sama svindlið og nú þekkist í afla- markskerfi stærri báta. Að físki sé landað framhjá vigt eða kastað í sjóinn aftur. Við það verða aflatölur og aflaskýrslur vitlausar. Menn hafa bæði hent smáfiski og lélegum fiski. Krókakerfið, eins og það er í dag, skilar hins vegar öllum afla í land. Ég er hræddur um að með aflamarkskerfi krókabáta verði minna vitað um hvað er í raun að gerast á miðunum. Ólög í hvaða mynd sém er bjóða upp á það að menn bijóti þau.“ - En er markaður til dæmis fyr- ir smáfisk eða dauðblóðgaðan fisk? „Það er markaður fyrir allan fisk, líka smáfisk 40-50 sentimetra langan,“ svarar Reynir. Stjórnvaldsaðgerðir verstar „Ég skal selja þér þetta allt á góðum kjörum,“ segir Reynir og bandar út hendinni. „Ég á reyndar ekki von á að hitta svo' vitlausan íslending að hann vildi þiggja þetta gefins. Maður er fastur í mjög íjandsamlegu rekstrarumhverfi, en er að reyna að bjarga sér. Það eru gerðar kröfur um að við gerum áætlanir og sjáum fram fyrir tærn- ar á okkur í rekstrinum. Svo koma r stjórnvaldsaðgerðir sem kollvarpa öllum áætlunum. Það eru þær sem við óttumst mest.“ - Hvernig heldur þú að verði komið fyrir þér og Patreksfirði eft- ir 5 ár? „Ef þetta kerfi [nýju reglurnar um krókabáta] kemst á fer ég til fjandans strax á næsta ári,“ svarar Reynir. „Ég sé fyrir mér eymd hér. Afli krókabáta skiptir Patreksfjörð verulegu máli mestan part ársins. Með þessum nýju reglum sé ég fyr- ir mér hrun á þessum stað.“ Ekkert betra annars staðar GESTUR Rafnsson er vcrkstjóri og matsmaður í Vesturveri hf. á Patreksfirði. Hann var í óðaönn að flokka saltfisk sem verið var að pakka þegar blaðamaður ónáðaði hann. Saltfiskurinn beið útskipunar til Spánar. Gestur hefur unnið hjá Vestur- veri hf. í tvö ár. Hann sagði að í sumar hefðu 10 manns unnið í saltfiskverkuninni. Hann sagðist ekki vera bjartsýnn á framtíðar- horfur, að minnsta kosti ekki þegar litið er til næsta árs. „Við byggjum þetta á króka- leyfisbátum á sumrin. Eins og banndagakerfið er sett upp er útlitið ekki gott, en maður gefst ekki upp fyrr en í fulla hnefana." Sumarfólkið í saltfiskinum er skólafólk. Gestur segir ekki víst að það fái þarna vinnu næsta sumar. Þá dugi 2-3 kallar, ef svo fer sem horfir. Nú er útlit fyrir að nóg vinna verði til áramóta og verður ráðið nýtt fólk í stað- inn fyrir skólafólkið. Þótt útlitið sé ekki gott er Gestur ekki á því að fara frá Patreksfirði. Hann sagðist ekki sjá að ástandið væri neitt betra annars staðar. Verksijórinn Morgunblaðið/Guðni GESTUR Rafnsson var að flokka saltfisk sem flytja átti til Spánar. Nanna Sveinbjömsdóttir vinnur í sumar í Vesturveri hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.