Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Alls fóru 97,3 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 3,9 tonn á 86,75 kn/kg. Urri Faxamarkað fóru 75,8 tonn á 87,65 kr./kg og um Rskmarkað Suðurnesja fóru 17,7 tonn á 84,11 kr./kg. Af karfa voru seld 8,1 tonn. í Hafnarfirði á 60,41 kr. (0,61), á Faxagarði á 25,04 krikg (0,51) en á 71,11 kr. (7,01) á F. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 18,2 tonn. í Hafnarfirði á 45,81 kr. (1,31), á Faxagarði á 35,46 kr. (2,11) og á 56,48 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (14,81). Af ýsu voru seld 24,6 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 77,23 kr./kg. Fiskverð ytra Eingöngu var seldur fiskur úr gárnum í Bretlandi í síðustu viku. Ekki liggja fyrir upplýsingar um magn eða verð. Þorskur ......u.i Karfi — Ufsi —— Eitt skip seldi afla sinn í Þýskalandi í síðustu viku. Haukur GK 25 seldi 156,1 tonná 101,94 kr./kg. Þarafvoru 131,5 tonnaf karfaá 102,72 kr./kg og 7,6 tonn af ufsa á 93,64 kr./kg. 2 miUjarða vantar upp á úthafskarfann Mikil eftírspurn á mörkuðunum Birgir Örn Arnarson, hjá ÍS, sagði að verkfallið hafí vissulega haft mik- il áhrif á framleiðslu þeirra og að hún væri minni en reiknað hafði Pólland ÍSLENSK skip hafa það sem af er þessu ári veitt rúmlega 18.000 tonn af úthafskarfa samkvæmt upplýsing- um frá Fiskistofu. Það er mun minni afli en á sama tíma í fyrra. Árið 1994 veiddust um 46.500 tonn af karfa í úthafmu en árið 1993 veiddust 19.700 tonn og 13.800 tonn árið 1992. Samkvæmt tólum frá Þjóðhags- stofnun nemur útflutningsverðmæti úthafskarfa á þessu ári um 850 milljónum króna, sem er ekki þriðj- ungur af því sem reiknað hafði ver- ið með á árinu. Útflutningsverðmæti úthafskarfa á árinu 1994 Voru um 2,2 milljarðar króna. Nú eru fjögur íslensk skip á úthaf- karfaveiðum, Siglir, Guðbjörg IS og Samherjatogararnir Baldvin Þor- stejnsson EA og Víðir EA. í mars og apríl fengust um 2.700 tonn af karfa í úthafínu, í maí og júní um 12.600 tonn og innan við þúsund tonn í júlí. Gott verð hefur fengist fyrir karf- ann og hefur verðið hækkað að und- anförnu og eftirspurnin er mikil enda virðist vanta karfa á markaðinn. Seljendur eru sammála um að afla- bresturinn og verkfall sjómanna \* vor hafi komið í veg fyrir verðhrun á karfanum í ár. verið með. Bæði hafi veiðin verið mun lakari en menn gerðu ráð fyrir og verkfallið hafí ekki verið til að bæta. Verðið á karfanum hafí samt sem áður verið ágætt og hafí reynd- ar aðeins hækkað að undanförnu. Úthafskarfinn vserí að vísu ódýrari en svokallaði strandkarfinn eða rauði karfínn en verðmismunurinn væri alltaf að minnka vegna þess að gæði úthafskarfans hefðu aukist eftir að íslendingar hófu veiðar á honum. Utfhitningur á fiski fer stöðugt vaxandi IS með þúsund tonna minni framleiðslu íslenskar sjávarafurðir eru aðeins með tvö skip á veiðum í úthafinu núna, Sigli frá Siglufirði og Hein- aste, sem Sjólastððin hf. í Hafnar- firði á, en er skráður í Litháen. Út- flutningur fyrirtækisins á úthafs- karfa fyrstu sjö mánuði ársins var rúm 2.000 tonn eða tæpum þúsund tonnum minni miðað við sama tíma- bil í fyrra. Útflutningsverðmæti út- hafskarfans í ár nemur um 251 millj- ón króna en nam í fyrra um 360 milljónum króna. • UTFLUTNINGUR Pólverja á físki og unnum sjávarafurðum hefur aukist verulega á síðustu tveimur árum og bendir flest til, að sú þróun muni halda áfram á næstunni. A síðasta ári var útflutningur- inn 65.000 tonn, 66% meiri en 1993, og fór að langmestu leyti til Vestur-Evrópu. Keyptu Þjóð- verjar 41% útfiutningsins, Danir 10% og Hollendingar 9% en alls fluttu Pólverjar út sjávarafurðir til 83 Iandafyrir um 7,5 milljarða kr. Þess ber að geta, að inni í þessum tölum eru ekki landanir pólskra skipa í erlendum höfnum eða umskipun úti á sjó. Pólskur fiskútflutningur með þessum hætti var alls 136.000 tonn og verðmætið 8,3 mittjarðar kr. Útflutningur á unuuin sjávar- afurðum var 35% af heildarútflutn- ingnum og 60% af verðmæti. Inn- flutningur á unnum sjávarafurðum hefur hins vegar minnkað, sérstak- lega á niðursoðinni vöru, ogþað endurspeglar meðal annars iniklu meiri gæði pólskrar vöru og aukna trú pólskra neytenda á henni. Er það ekki síst að þakka samstarfi við erlend fyrirtæki í þessari grein. Sfld til Úrúgvœ Pólverjar seHa til margra landa eins og áður hefur komið fram og þeir hafa til dæmis fengið til- tölulega gott verð fyrir unna síld í Úrúgvæ eða nærri 2.200 kr. fyr- ir kg. Innflutningur á sjávarafurðum til Póllands var 188.600 tonn á síðasta ári og komu 45% hans frá Noregi. Var sumt unnið í Póllandi og flutt aftur út og aðallega til Samveldis sjálfstæðra ríkja eða Sovétríkjanna fyrrverandi. Hagnaður Pólverja á viðskiptum með sjávarafurðir var um 6,3 milljarðar kr. á síðasta ári. Birgir sagði að nú væru sex skip frá þeim í Smugunni en að minnsta kosti tvö þeirra hefðu væntanlega farið á karfaveiðar í úthafinu aftur ef það hefðu ekki verið möguleikar í Smugunni. Svlpuð f ramlelðsla hjá SH Hjá Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna fengust þær upplýsingar að framleiðsla á úthafskarfa á þessu ári væri nú í kringum 16.000 tonn og að það væri svipuð framleiðsla og í fyrra. Þeir væru nú með fleiri erlend skip á karfaveiðum í úthafinu en í fyrra, m.a. frá Þýskalandi og •Rússlandi. Því hefði verkfallið ekki haft eins mikil áhrif á þá og ella. Framleiðsla íslensku skipanna hafi þó dregist saman og því væri fram- leiðslan eitthvað minni en vonir stóðu til. Dræm veiði elns og er Að sögn Runólfs Birgissonar hjá Siglfirðingi hf. er Siglir nú um 750 mflur frá íslandi. Hann sagði að veiðin væri dræm eins og væri, en menn væru nú að bíða og vona að hún lifnaði þegar líða færi á ágúst en veiðin hafi verið mjög dauf í júlí í fyrra en aukist þegar kom fram í miðjan ágúst. Hann sagði að talsverður fjöldi af allra þjóða skipum væri á þessu svæði en erlendu skipunum hafi gengið verr en þeim íslensku af því að íslensku skipin væru með stærri og betri troll. Runólfur reiknaði með að Siglir yrði á úthafskarfaveiðum þangað til í desember. Þá yrði gert eitthvað fyrir skipið og farið á loðnu líkt og í fyrra. Þá fékk Siglir loðnu úr nót- um loðnuskipanna og vann um borð. Rögnvaldur segir það hafa komið mjög vel út og þeir hafi fengið þar góða afurð. 12.000 ársverk 10.000 gaH í fiskvinnslu Ársverk í sjávarútvegi 1977-1991 8.000 6.000 4.000 2.000 llllllllTTITI 0 1977 78 '79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 1977 78 79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 '92 Heild Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: w Heildarframleiðsla jan.-júní 1994 og 1995, tonn 58.655 57.375 ggtfSh 2% samdráttur í framleiðslu SH HEILDARFRAMLEIÐSLA Sölu- miðstððvar hraðfrystihúsanna var um 2% minni fyrstu sex mán- uði ársins en hún var á sama tíma á síðasta ári. Á metárinu 1994 voru framleidd á vegum sölusam- takanna 58.655 tonn fyrstu sex mánuðina. Á sama tímabili á þessu ári er framleiðslan 57.375 tonn. Framleiðslan dregstþví saman um 1.280 tonn. Sölumið- stöðin hefur hætt sölu fyrir Vinnslustöðina hf. í Vestmanna- eyjum en seldi fyrir fyrirtækið allt síðasta ár og skýrir það minni framleiðslu. Stóraukin fram- leiðsla erlendis fer langt með að vega upp þann samdrátt sem orðið hefur á framleiðslu inn- lendra viðskiptavina Sölumið- stöðvarinnar. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: Skipting framleiðslu jan.-júní 1994 og 1995, tonn janúar til jún! Breyt. 1994 1995 % Bolfiskur 30.435 28.985 -4,8 Skelfiskur 4.025 4.335 +7,7 | Síldogloðna 16.975 15.445 -9,0 Kældarafuröir 570 Erlendframl. 6.650 890+56,1 I 7.720+16,1 Tegundír ¦ FRAMLEIÐSLAN hjá SH hefur breyst nokkuð milli ára. Fram- leiðsla á bolfiski hefur dregist saman um 5%. Þar munar mest um 21% minni framleiðslu á þorski og 36% minnkun á ufsa. Framleiðsla á karfa minnkar einnig en aukning er í ýsu og grálúðu. Framleiðsla á síld og loðnu minnkar um 9%. Hins veg- ar eykst framleiðsla á rækju, kældum afurðum og þó sérstak- lega framleiðslu erlendis sem eykst um 16%. Þar skiptir mestu máli 32% aukning í framleiðslu karfa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.