Morgunblaðið - 09.08.1995, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 09.08.1995, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ GREIIMAR MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 C 'i Hvers vegna hrundi síldarstofninn? HELSTU síldarhafn- irnar á síldarárunum voru Neskaupsstaður, Raufarhöfn, Reyðar- fjörður, Siglufjörður, Seyðisfjörður og Norðfjörður. Fram til sjötta áratugarins þótti skipstjórum best að sigla til Siglufjarð- ar og losa sig við síld- ina þar. Bæir á Aust- urlandi voru nokkuð langt frá síldarsvæð- unum fyrir norðan og fyrirtæki þar gátu að- eins tekið við ósöltun- arhæfri síld. Þetta átti þó eftir að breytast þegar síldin fór að veiðast á Austurlandi en þá tóku bæir eins og Norðfjörður og Neskaupsstaður við forystuhlut- verki Siglufjarðar í vinnslu og veið- um. Veiðar og vinnsla í síldarbæina safnaðist saman fólk hvaðanæva af landinu til að vinna við síld. Þegar bátarnir lágu í höfn jókst fjöldinn enn frekar og var oft mikið fyör í þessum litlu bæjum. Það spillti heldur ekki fyr- ir að fólk uppskar ríkulega fyrir vinnuna og það gerði útslagið. Fólk hafði aldrei haft svona mikla peninga á milli handanna. Árið 1961 hófust vetrar- og vorsíldveiðar í stórum stíl, og tveimur árum síðar hófust sumar- veiðar á íslenskri síld sunnanlands, fyrst aðallega við Vestmannaeyjar en færðust allt austur undir Hroll- augseyjar. íslenska síldin var hins vegar aldrei stór hluti af heildar- aflanum Allir stofnarnir þrír voru veiddir fyrir norðan, en um miðjan sjöunda áratuginn hvarf _síldin að mestu fyrir Norðurlandi. Árið 1963 var síðasta árið sem norska síldin gekk vestur fyrir Langanes. Voru þetta fyrstu merki þeirrar þróunar sem urðu í veiðunum íjórum árum síðar. Hiti sjávarins fór lækkandi árið 1965 og var orðin undir meðal- lagi. Það sama var að segja austan- lands. Jón Jónsson segir í bók sinni Hafrannsóknir við ísland að norska síldin hafi rekið sig á vegg og hörfað undan í leit að betri lífsskil- yrðum. Hún komst aldrei á grunnmið við ísland á ætisleit sinni, en hélt sig að mestu á miklu dýpi við Jan Mayen. Norska síldin var orðin yfir 90% af heildarafla þessara þriggja stofna og urðu Islendingar að sækja á síldarmið alla leið til Jan Mayen og til Hjalt- landseyja. Af þeim sökum voru keypt nokkur tankskip sem önnuð- ust flutninga á síldinni frá miðun- um til landsins. Hafði það mikla hagræðingu í för með sér fyrir flot- ann, því þá þurfti hann ekki að sigla alltaf til hafnar þegar full- fermi var. Einnig voru skip í flutn- ingum með tómar tunnur og birgð- ir til skipanna. Þrátt fyrir að einhverjar breyt- ingar yrðu á göngu síldarinnar þá héldu íslendingar áfram veiðum eins og ekkert hefði í skorist og árin 1964 og 1965 náðu þær sögu- legu hámarki. íslendingum datt sennilega ekki í hug að þeir væru að ofveiða síldina og það ætti eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir þjóðfélagið í heild. „íslendingar á hreppnum" Árið 1966 var verð farið að lækka á enskum útflutningsvörum og einnig brást veiði lítillega, ef tekið er mið af síðustu árum. Stjórnvöld gerðu sér fljótlega grein fyrir að ef verð tæki ekki að hækka á ný mætti búast við nokkrum efnahagserfiðleikum. Leið nú fram á haustið 1967 og þá var ljóst að veiðin hafði gjörsamlega brugðist, og þann 18. nóvember var tilkynnt í London um gengis- lækkun sterlings- pundsins, um 14,3%. Olli það mikilli tekju- rýrnun á útflutnings- vörum því mikill hluti viðskipta við útlönd fór fram í sterlings- pundum. Nú blasti við eitt það mesta efna- hagsáfall sem íslend- ingar hafa orðið fyrir á síðari timum. Með því að skoða þróunina í síldveiðum kemur glögglega í ljós hve umskiptin urðu mikil. Á árunum 1962 til 1970 minnkaði afli úr 478 þúsundum tonna í 16 þúsund tonn. Norska síldin var veidd í enn Hrunið kom eins og reiðarslag fyrir alla þjóðina. Þótt það bitnaði fyrst og fremst á síldar- útveginum þá hafði það áhrif á alltþjóðlífið, seg- ir Gísli Þorsteinsson í seinni grein sinni um síldveiðar íslendinga. meira magni af Norðmönnum og Sovétmönnum í Norðursjó, í Nor- egshafi og á Eystrasalti. Mikill hluti hennar var smásíld sem ekki var orðin kynþroska. Þegar aðrar þjóðir sáu að veiðarnar stefndu í óefni þá var það algeng skoðun meðal erlendra fiskifræðinga að nóg væri að banna veiðar á smá- síld á fyrsta og öðru aldursári. Alþjóðlegt samkomulag náðist ekki um slíkt bann og því var engum veiðitakmörkunum beitt. Það var ekki fyrr en árið 1971 að Norð- menn bönnuðu veiðar til bræðslu. Sú ákvörðun bjargaði sennilega síðustu leifum af 69-árganginum því ekki var ekki um aðra árganga að ræða. Þegar íslendingar áttuðu sig loks á því að farið hefði verið of geyst í veiðarnar fóru að heyrast gagnrýniraddir um að íslendingar treystu of mikið síldveiðarnar. Nú gerðu sjómenn sér grein fyrir þeim vanda sem atvinnugreinin átti við að etja, enda var engin fyrirstaða meðal þeirra. Það voru hins vegar stjórnmálamenn sem komu í veg fyrir að bannið tæki strax gildi, því það dróst um ár að koma tillög- unum í framkvæmd. Þessi töf var örlagarík, en hægt hefði verið að koma í veg fyrir mikla smásíld- veiði. Þessi seinagangur féll ekki í góðan jarðveg og gagnrýndu sjó- menn stefnuna í sjávarútveginum í heild. Hafi erfiðleikar verið miklir árið 1967 var árið 1968 ekki betra í þeim efnum. Útflutningstekjur héldu áfram að lækka og alvarlegt atvinnuleysi var komið til skjal- anna, sem ekki hafði þekkst í mörg ár. I febrúar 1968 var at- vinnuleysi 2% og jókst í rúmlega 3% í árslok. Árið 1969 var að meðaltali um 2,5% atvinnuleysi. Þjóðartekjur lækkuðu um 17% árin 1968 og 1969. Bjarni Benedikts- son, forsætisráðherra, sagði þegar ljóst var hvernig ástandið var orð- ið, að nú væru Islendingar komnir á hreppinn. Ríkisstjórnin reyndi að koma til móts við þá lakast settu og barnmargar fjölskyldur, með sérstökum aðgerðum. Þá voru al- mannatryggingar hækkaðar. Bygging Búrfellsvirkjunar og ál- versins í Straumsvík hjálpaði einn- ig við að minnka atvinnuleysi. Þessi úrræði dugðu ekki að öllu og brást ríkisstjórnin við með því að fella gengi og afnema vísitölu- bindingu launa. Gengisbreytingin átti, að áliti stjórnmálamanna, að skapa útflutningsatvinnugreinun- um viðunandi rekstrargrundvöll á ný. Hrunið kom eins og reiðarslag fyrir alla þjóðina. Þótt það bitnaði fyrst og fremst á síldarútveginum þá hafði það áhrif á allt þjóðlífið. Það varð ekki kreppa á borð við þá, sem varð fyrir stríð, heldur var þetta afleitur skellur. Helstu síld- veiðistaðirnir eins og Siglufjörður, Seyðisfjörður, Neskaupsstaður og Raufarhöfn höfðu byggt atvinnu- lífið á síldveiðum og þurftu nú að súpa seyðið af því. Söltunarstöðv- ar, sem áður höfðu veitt margri krónu í þjóðarbúið, stóðu nú marg- ar hveijar eftir lífvana og yfirgefn- ar. Aðkomufólkið hélt til síns heima og sumir höfðu á orði að bæimir væru eins og draugabæir. Byggðaflótti fór að gera vart við sig. Á Siglufirði hafði síldariðnaður verið hvað blómlegastur í tugi ára og því var áfallið einna mest þar. í bænum fækkaði fólki úr 2700 árið 1960 í 2000 árið 1972. Byggðaflóttinn var mismikill milli svæða en á Norðurlandi vestra, Vestfjörðum, Vesturlandi og Aust- urlandi var hann mestur. Flestir þeir sem fluttu komu til Reykjavík- ur og Reykjaness. Þá fluttu yfir 3000 manns, á árunum 1966 til 1970, til útlanda í leit að betri lífs- kjörum. Flestir fóm til Svíþjóðar og Ástralíu. Eftir þessa kollsteypu var ljóst að íslendingar urðu að beina sjón- um sínum að öðmm viðfangsefnum en síldveiðum, því þær voru fyrir bí. Efnahagurinn fór þó batnandi og árið 1970 voru landsmenn komnir út úr mestu þrengingunum. Stórframkvæmdirnar við Búrfeil og álverið í Straumsvik skiluðu sér í auknu fjármagni og svo virtist sem að gæfan hefði snúist íslend- ingum aftur í hag. Hvað síldveið- arnar varðaði þá var veitt á Island- smiðum fram í febrúar 1972 en þá var sumargotssíldin við Suður- land alfriðuð í tvö ár. Flest skip snéru sér nú að veiðum eins og til dæmis á loðnu og þorski. Veiðar á þorski og sérstaklega loðnu urðu mikilvægar greinar í sjávarútveg- inum. Loðnuveiðar náðu samt aldr- ei sömu sérstöðu og síldveiðarnar höfðu fram yfir aðrar fiskveiðar. Ástæðan kann að vera sú að loðn- an var veidd á veturna og ekki söltuð eins og síldin. Það var því ekkert líf og fjör í kringum um loðnuna eins og var eitt sinn á síldarplönunum þegar unnið í bjartri sumarnóttinni. Síldarsjó- menn, síldarstúlkur, planmenn og fleiri biðu jafnan óþreyjufull lang- an vetur eftir að komast í síld á sumrin "... og fannst ekki hafa verið sumar ef ekki varð komizt í síldina." Það beið hins vegar engin eftir loðnunni. Síldarævin- týrið var úti í bili? Heimildir: Margar heimildir voru notaðar við efni- söflun þessarar greinar Asdik, Anti Submarine Detection Investigation Committee, var heiti á breskri nefnd sem vann á vegum flotamálaráðu- neytisins að hanna tæki til að hafa upp á kafbátum í síðari heimstyrjöjdinni. Jón Jónsson. Hafrannsóknir við ísland, II. 61. Höfundur er sagnfræðingur Gísli Þorsteinsson HÁKARL í TROLLIÐ Morgunblaðið/Ómar Össurarson TALSVERT er um að hákarlar komi í troll íslensku togaranna. Þessi mynd var tekin um borð í Vestmannaey VE á dögunum þegar einn slíkur var kominn í skutrennuna. Banna ekkí stórmöskva í þorskanetum HAFRANNSÓKNASTOFNUN telur ekki ástæðu til að banna veiðar með 9 þumlunga möska við núverandi aðstæður. Með vísan til þess mun sjávarútvegsráðuneytið ekki að svo stöddu banna notkun stórmöskva í þorskanetum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ráðuneytinu. Sjávarútvegsráðuneytið gerir þannig grein fyrir ákvörðun sinni: „Á síðasta vetri komu upp hug- myndir um að banna notkun þorska- neta með stórmöskvum eða möskv- um, sem væru yfir 8 þumlungar að stærð. Þessar hugmyndir komu til m.a. vegna þess að rannsóknir Haf- rannsóknastofnunarinnar bentu til að eldri hrygnur og stærri legðu meira til hrygningarinnar en yngri og smærri hrygnur. Var talið að með aukinni sókn með stórriðnum þorskanetum, væri sókninni í raun beint í þann hluta stofnsins, sem leggur mest af mörkum til hrygn- ingarinnar. Var Hafrannsóknastofnuninni fal- ið að kanna þetta nánar og gera í því sambandi athugun á stærðar- dreifingu þorsks sem veiddist í þorskanet með mismunandi möskva- stærð á hrygningarstöðvum við suð- urströndina. Aldursdreifingin svipuð t öllum netum Niðurstöður athugana Hafrann- sóknastofnunarinnar eru þær, að enda þótt marktækur munur sé á meðallengd og meðatþyngd kyn- þroska þorsks eftir möskvastærð, miðað við 7'A, 8 og 9 þumlunga net, þá sé ljóst, að aldursdreifingin hafi verið svipuð í öllum netum. Var 6 og 7 ára þorskur mest áberandi en lítið var af eldri fiski. Þannig var meðalaldur þorsks, sem gekk til hrygningar á grunnslóð síðastliðið vor, lægri en meðalaldur þorsks, sem gekk tvö vor þar á undan, en þá var nokkurt magn af 8-11 ára hrygning- arþorski til staðar. Telur Hafrannsóknastofnunin að ólíklegt sé, að samdráttur í veiðum með 9 þumlunga netum, samfara óbreyttri sókn með 8 þumlunga net- um, nái tilsettu markmiði, þegar hlutfall eldri og stærri einstaklinga í stofninum er jafnlágt og nú.“ Saltfiskmatsmaður Vanan saltfiskmatsmann vantar í saltfisk- verkun okkar á Sauðárkróki. Getur hafið störf strax. Upplýsingar gefur Einar í síma 455-4468. Fiskiðjan Skagfirðingurhf. KVtilTABANKINN Vantar þorsk til leigu Sími 565 6412, fax 565 6372, Jón Karlsson. TIL SÖLU Beitusfld Beitusíld væntanleg til afgreiðslu 15. ágúst. Vinsamlegast staðfestið pantanir. Eigum einnig smokkfisk, ábót, línu, belgi, færi og allt annað, sem þarf til línuveiða. Netasalan hf. sími 562 1415, fax 562 4620.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.