Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 8

Morgunblaðið - 09.08.1995, Síða 8
MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST1995 SPÁÐ í Morgunblaðið/Alfons Finnsson BJÓÐENDUR á uppboði Kvótamarkaðarins í Sexbaujunni þurftu að spá vel í kvótastöðuna og verðið áður en spjöldin voru rétt upp til merkis um að boðið væri í. Kvótaverð sveiflast í takt við veiðarnar KVÓTAMARKAÐURINN hf. stendur reglulega fyrir kvótauppboðum þar sem bæði aflamarkskvótar og aflahlutdeild- arkvótar eru seldir hæstbjóðendum. Þeir Hilmar A: Kristjánsson og Arni Guðnason reka Kvótamarkaðinn hf. og segja þeir tilganginn með uppboðunum vera að láta framboð og eftirspurn ráða verðinu. Þeir segja að verðið sveiflist upp og niðun eftir því hvernig veiðist. Ef mikil veiði sé í einhverri tegund og hörgull á tegundinni þá rjúki verðið upp úr öllu valdi en ef engin veiði sé hrynji það. Kvótauppboð var haldið á Sexbauj- unni á Eiðistorgi í byijun mánaðarins. Um tíu manns voru mættir á staðinn, flestir til að bjóða í kvóta en aðrir ein- ungis til að fylgjast með eða áttu fisk sem var verið að bjóða upp. Auk þess voru margir sem tóku þátt í uppboðinu í gegnum síma. Það var mikið skrafað og skeggrætt áður en að uppboðið hófst. Menn ræddu kvótamálin, hvar og hvernig væri best að hagræða og verð á einstökum teg- undum. Það var því ekki laust við að það væri spenna í loftinu þegar uppboðið hófst. Boðið var í ellefu lotum, ákveðið magn í hverri lotu, bæði aflamark, sem er leigukvóti innan fiskveiðiársins, og aflahlutdeild en það er varanlegur kvóti. Bjóðendur fá boðsnúmer þegar þeir skrá sig í uppboðið sem þeir síðan nota til að gefa uppboðshaldara til kynna að þeir vilji bjóða í. Heldur lægra verð Ýmsar tegundir voru á boðstólum að þessu sinni. Hæsta boð í þorsk á afla- marki var 72 krónur kílóið en á aflahlut- deild 460 krónur kílóið. Þá voru seld 100 tonn af rækju i skiptum fyrir 71 HILMAR A. Kristjánsson upp- boðshaldari tekur við tilboðum utan úr sal og úr síma. Framboð og eftirspurn ræður kvótaverðinu á upp- boðsmarkaði. Það var því nokkur spenningur á upp- boði Kvótamarkaðarins í Sexbaujunni sem Helgi f Mar Arnason fylgdist með á dögunum. tonn af þorski og úthafsrækja fór á 305 krónur kílóið. Einnig voru boðin upp 2.000 tonn af síld í tveimur lotum og fór kílóið á fjórar krónur. Hilmar sagði að verðið væri heldur lægra á sumum tegundum en verið hefði. Hann nefndi sem dæmi að skar- koli væri nú á óvenju lágu verði en hann hefði verið kominn upp í 27 krón- ur í maí-júní en kílóið fór aðeins á sjö krónur nú. Hann sagði að þessi mikla lækkun kæmi til af því að kolavertíð- inni er lokið og mikið eftir af óveiddum kvóta. Þorskurinn hefur einnig lækkað að sögn Hilmars. Hann fór á 72 krónur en var kominn í 75 krónur á kílóið af aflamarkskvóta. Árni sagði að hinsveg- ar hafi verð á aflahlutdeild í þorskkvóta haldist í 460 krónum í nokkra mánuði en það hafi verið 185 krónur í byijun ársins. Útgerðir eru að hagræða Hilmar segir það séu bæði litlar og stórar útgerðir sem selji kvóta á uppboð- inu. „Menn eru þá að breyta til og hag- ræða, til dæmis með því að skipta á rækju og fá þorsk í staðinn því menn vilja margir breyta um veiðitegundir og veiðiaðferðir. Það fer eftir því hvað hent- ar hverri útgerð fyrir sig. Eftir að búið er að úthluta og allar útgerðir með fullan kvóta fer þetta hægt og rólega af stað. Það er mikið um skipti og sölu á varanlegum kvóta í byijun en svo kemur hreyfing á leigú- kvótann eða aflamarkið uppúr áramót- unum,“ sagði Hilmar. í allra þágu Þeir Hilmar og Árni segja áhættuna fyrir fyrirtækin ekki mikla með því að bjóða kvóta á uppboði. Þetta sé ekki nauðungarsala og það sé einungis markaðurinn sem ákveði verðið og því komi rétt verð fram hveiju sinni. Það skapi öryggi fyrir bæði kaupendur og seljendur. Uppboð séu því í allra þágu. Næsta kvótauppboð Kvótamarkað- arins hf. verður haldið 29. ágúst nk. FÓLK Dauft hljóðið í skipsljórum humarbátanna VIÐA er dauft við hafnirnar yfir hásumarið. Svo er einnig farið um Grindavíkurhöfn. Frímann Ól- afsson frétta- ritari Morg- unblaðsins ræddi við þijá skipstjóra sem hann hitti þar á förnum vegi. • „Humar- veiðin hefur verið með daprasta móti, allavega til að byija með í vor. Þetta þýðir ekkert annað er mikla tekjuskerðingu fyrir mannskapinn, allt að helmings- munur frá því í fyrra. Það er þó betra að vera á humrinum þótt illa gangi en að vera heima því við hefðum verið stopp. Við áttum reyndar smárækjukvóta en það hefði dugað skammt,“ sagði Kolbeinn Marinósson, skipstjóri á Gauknum frá Grindavík. „Við tökum því eins og hveiju öðru hundsbiti, er þetta ekki orðið náttúrulögmál? Það er sama viðkvæðið ár eftir ár. Við fengum reyndar að veiða ufsa síðasta vetur og það bjarg- aði vertíðinni," sagði Kolbeinn þegar hann var spurður um áframhaldandi skerðingar fisk- veiðiheimilda. • „Við erum á skarkolaveiðum á Faxaflóa um þessar mundir, á dragnót," sagði Grétar Þor- geirsson, skipstjóri á Farsæli. „Vertíðin byijaði 17. j úlí og það hefur gengið þokka- lega svo framarlega sem veðrið hefur verið ágætt. Við róum alltaf núna því þetta eru fyrstu dagarnir en ef væri kom- ið fram á haustið mundum við ekki róa. Hljóðið í mönnum sem ég hef heyrt er ágætt og við erum sáttir við verðið sem við erum að fá fyrir kolann. Það er þó á vissum stöðum sem ekki er hægt að dýfa dragnót fyrir bolfiski. Við vitum af hon- um en forðumst hann eins og heitan eldinn. Við búum við svoddan ægilegt reglufargan í sambandi við Faxaflóann að það er varla hægt að tala um það. Við megum ekki koma með nema um 15% afla af bol- fiski. Mánuðinum er skipt niður í tvö tímabil, tvær vikur hvort tímabil, og á þessum tíma get- um við til dæmis ekki flutt á milli bolfisk sem kemur á fyrra tímabilinu yfir á það seinna og öfugt. Þá er búið að minnka kvótann úr 100 tonnum á bát í 90 tonn af skarkola en svo er sandkoli fyrir utan kvóta. Á móti má segja að verðið er hærra núna en í fyrra þannig að það jafnar sig út.“ - Nú er alltaf verið að skamma ykkur dragnótar- menn. „Þetta eru nú eins og trúar- brögð og það duga engin rök á móti þeim sem trúa þessu að dragnótin sé einhver skað- valdur. Allar rannsóknir á dragnót eru dragnótinni í hag, fiskifræðingar, veiðarfæra- menn, kafarar og það er búið að taka myndir af henni, allt er dragnótinni í hag. Menn vilja bara ekki heyra þetta, sérstak- lega trillukarlar," sagði Grétar Þorgeirsson. • „Við erum á humri og það hefur gengið afleitlega eins og hjá öðrum,“ sagði Halldór Þorláksson skipstjóri á Þorsteini Gíslasyni. „Þetta er uppistaðan í veiðunum á sumrin hér í Grindavík þótt einhveijir séu á fiski- trolli. Júlí hef- ur verið svipaður og undanfarin ár en léiegt í vor. Ég hef ákveðna skoðun á þessu lélega gengi á humrinum. Ég tel að ásóknin á miðin í sambandi við snurvoð og svoleiðis sé orðin of mikil allt árið. Það er verið að skaka á þessum bleyðum allt árið. Áður fyrr voru þetta bara humarveiðar þijá mánuði á ári og síðan var hvílt á milli. Ég tel að humarinn fái ekki frið til að þroskast og dafna þegar alltaf er verið að skrapa ofan af þessu því hann lifir í holum. Það eru þijú ár síðan ég varaði við þessu og vildi loka sumum svæðum til reynslu og bera þau síðan sam- an við svæðin sem veitt væri á en það fékkst ekki í gegn. Ég hef trú á að eitthvað verði gert núna. Það hefur verið um ofveiði að ræða fyrir austan en ekki hér. Þetta er í fyrsta skipti sem við ljúkum ekki fyr- ir verslunarmannahelgi og ætlum að vera fram undir ver- tíðarlok, 15. ágúst,“ sagði Halldór. Kolbeinn Marinósson. Halldór Þorláksson. Plokkfiskur ÞÓ FJÖLBREYTNI hafí aukist nyög í matreiðslu físks stendur plokkfískurinn alltaf fyrir sínu. Soðningin er ÁJIWTTMB 1)CSSU sinni sótt sjötíu ár aftur í timann, í matreiðslubók Jón- innu Sigurðardóttur á Hótel Goðafossi á Akureyri, þriðju endurbættri útgáfu sem út kom 1927. Uppskriftirnar í bókinni bera það með sér að fleiri hafa verið I heimili á þeim tíma en algengast er nú. í réttinn þarf: 1000 gr. saltfiskur 800 gr. kartöflur 800 gr. gulrófur 100 gr. laukur 75 gr. smjör 100 gr. hveiti 1000 gr. mjólk Vi teskeið pipar V* teskeið mustarður (sinnep) Þegar búið er að sjóða fiskinn, eru bcinin og roðið tekið frá. Smjörið er brætt, hveitinu hrært saman við og þynnt í sundur með mjólkinni. Soðnar og flysjaðar gulrófur, kartöflur og saltfiskurinn er látinn í pottinn og stappað vel saman. Soðið í 10-15 mín. Látið á fat og skreytt með harðsoðnum eggjasneiðum, rauðum róf- um og súrum græningi. Þessu er raðað á víxl I hring utan um plokkfiskinn, en er þó ekki nauðsynlegt. Sé þetta gert getur plokkfiskur orðið frambærilegur matur handa hverjum sem er við hátíðleg tækifæri. J

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.