Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 1
IBRANPARARJ [þrautifQ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIOJA MORGUNBLAOSINS MIOVIKUDAGUR 9. AGUST 1995 Ljónsöskur URRR! Er eitthvað meira að segja um myndina af ljónynj- unni eftir stúlku sem heitir Sigrún Hreinsdóttir, 11 ára, Dalseli 40,109 Reykjavík? Jú, hún er mjög flott og við þekk- um fyrir okkur, bæði teikning- una og að þurfa ekki að verða á vegi ljóna, tja svona dags- daglega í það minnsta. + Æf ing í þolinmæði INDÆLU börn, ef þið eruð þreytt í augunum skuluð þið ekki prófa þennan leik. Rýnið í myndina og reynið að finna hvaða hlutir eru bara birtir einu sinni. Þið skuluð reyna á athygli ykkar og þolinmæði skuluð þið æfa - hún er ein þeirra dyggða sem hver manneskja ætti að til- éinka sér. Margir hafa komið sér í vandræði og orðið sér til skamm- ar með því að gleyma þolinmæðinni. Engan langar að verða að at- hlægi fyrir þá sök eina. Ofreynið ekki í ykk- ur augun en reynið á þolinmæðina til hins ýtrasta. Lausnin er annars staðar í Mynda- sögunum. E& ÍL L (t>\ Atffc*. t» !i* u t\ vxr- cU \tih KR-Valur: 3-2 KR og Valur voru að keppa. Gummi Ben. skaut þrumuskoti í slána. Svo náði Brynjar Gunnarsson KR-ingur frákast- inu og skaut stöngin og inn. En eftir æsispennandi leik vann KR 3-2. Egill, 6 ára, Öldugötu 42, 101 Reykjavík, er Vesturbæ- ingur og þeir halda margir með KR í íþróttum. Ekki skrýt- ið, Hlíðabúar halda margir með Val, íbúar í Seljahverfi halda margir með ÍR og svona mætti halda áfram með íþróttafélögin og hverfi borg- arinnar. Egill minn, mikið hefði nú verið gaman að vita hvers son þú ert, en aðalatriðið í þessu öllu saman eru myndin þín og sagan. Hafðu kærar þakkir fyrir. Morgunstund gefur gull í mund STEFAN heitir piltur sem býr í Reykjavík og er annálaður fyrir glaðværð sína. Einn morgun í júlí síðastliðnum teiknaði mamma hans nokkrar myndir af honum frá því að hann opnaði augun og þar til h'ann var tilbúinn að takast á við daginn strokinn og fínn. Eitt- hvað hefur röð myndanna skolast til hjá móður hans Stebba eins og hann er kallaður og þætti honum og mömmu hans vænt um ef þið vilduð vera svo vinsamleg og raða myndunum í rétta tímaröð. Það er alveg pottþétt að þið getið þetta leikandi létt og þess vegna er svarið birt svona upp á grín í Lausnum á öðrum stað í Myndasögunum. Skemmtið ykkur! Pennavinir KÆRU Myndasögur. Mig langar að senda kveðjur til tveggja stráka sem voru í Galtalæk helgina 21.-23. júlí. Annar var alltaf með barna- húfu en hinn er ljóshærður með svolítið sítt hár og var alltaf að blása á það. Arsól, Selfossi. Kæri Moggi. Ég heiti Erla Björk Baldurs- dóttir og sendi bréf til ykkar og bað um að fá nafnið mitt í Pennavini. En nú stendur svo illa á, að ég finn ekki bréf frá nokkrum stelpum og bið um að fá að birta smá- ræði. Hér kemur það: Ég vil biðja allar stelpurnar, sem sendu mér bréf, að skrifa mér aftur því ég týndi bréfunum þeirra, nema hennar Bjargar. Kveðja. Erla B. Baldursdóttir Reylqabyggð 39 270 Mosfellsbær

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.