Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 4
4 D MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Bif hjólasamtök lýðveldisins - Sniglarnir Til minnis eða gleymsku ERUÐ þið nokkuð gleymin, krakkar? Ef þið eruð ekki alveg viss, reynið ykkur þá við þetta minnispróf. Virðið myndina fyrir ykkur í eina mínútu. Lokið síðan Myndasögunum og skrifíð hjá ykkur á blað hlutina sem þið munið eftir eða afhendið einhverjum nærstöddum Myndasögurnar og látið hann/hana hlýða ykkur yfír. Það eru engar einkunnir gefnar og enginn fær gáfu- manna- eða asnastimpil, at- hugið það - þetta er aðeins til gamans gert. Og að lokum, þið sem ætl- ið að prófa þetta hræði- lega(!) minnispróf, gangi ykkur vel og GÓÐA SKEMMTUN. HAFIÐ þið ekki séð mótor- hjólatöffara og mótorhjólapæj- ur þeysa um stræti borgarinnar og þjóðvegi landsins? Kjánalega spurt, auðvitað hafíð þið séð þetta fólk, klætt í svarta leðuijakka, leðurbuxur og leðurstígvél með alls konar silfurlitar bólur, hnappa, hlekki og heilu keðjumar þvers og kruss um gallana og stígvélin og auðvitað með hjálm á höfð- inu. Ef þið haldið að þetta sé gert fyrir töffaraskapinn einan er það ekki rétt, leðurklæðnað- urinn er til þess að hlífa mótor- hjólafólkinu ef það verður fyrir hnjaski hvers konar. Á hraðan- um 50 km innanbæjar og 90 km úti á þjóðvegunum er ekki neitt grín að detta af mótor- hjóli. Ef ekki væru leðurgallinn og hjálmurinn myndi húðin flettast af og meira en það. Mótorhjólafólk á íslandi hef- ur með sér félagsskap sem kallast Sniglarnir - bifhjóla- samtök lýðveldisins. Margir Sniglar em með merki samtaka sinna á gallanum sínum, snigil sem er með mótorhjólagaffal festan á sig að framan. Gaffall er stöng frá stýri með armi sitt hvoram megin við framhjól- ið, alveg eins og gaffallinn á reiðhjólinu ykkar. Sniglarnir era með félagaskrá og era Snigill númer eitt, Snigill núm- er tvö og svo framvegis. Jæja, nóg um það. Þið ætlið að taka þátt í mótorhjólakapp- akstri Sniglanna, sem fer að sjálfsögðu ekki fram á götum borgarinnar eða þjóðvegunum heldur á svæði til þess ætluðu utan alfaraleiða. Þið þurfíð eitt stykki tening, eitthvað til þess að leggja ofan á reitina í spil- inu, tölu, mynt eða eitthvað í þeim dúr. Þið stillið ykkur upp við rásmarkið, sem er merkt START, síðan kastið þið ten- ingnum til skiptis og færið ykkur áfram 'um eins marga reiti og koma upp á teningnum. Ef þið lendið á ró fáið þið aukakast. Ef þið erað svo óheppin að lenda á nagla, springur óneitanlega hjá ykkur og þið fáið refsistig; þið verðið að sitja hjá eina umferð. Reitur númer 1: Stopp! Þið fóruð út af kappakstursbraut- inni. Farið aftur á byijunarreit. Reitur númer 2: Þið komist upp á tijábol og þar með yfír helstu hindranina, djúpan og fúlan læk. Færið ykkur á svarta reitinn. Reitur númer 3: 0, óó! Hvað var þessi steinhnullungur að gera á miðri kappakstursbraut- inni? Nú kom sér vel að vera með hjálminn og í leðurgallan- um. Sitjið hjá í tvær umferðir á meðan þið eruð að jafna ykk- ur og aðstoðarfólkið ykkar reynir að tjasla upp á mótor- hjólið. Reitur númer 4: Loksins sjá- ið þið hilla undir lok keppninn- ar, allar hindranir að baki og brekkan slétt og felld gefur ykkur .heldur betur byr-í bakið og þið þeysið beint í MARK! Hafið gaman af. I £6 SKAl 5BGTA ÞER t>AD,PUKI, AP LIFIP ER fcíAWN 6/AeNT B6 NEVPlSr TlL AP BÚA MBB> HVNPl 5BM EfZ EINS OGSÍTRÖHA /WEO TUN6U-- SASTU ÞETTA ? HANN FER /MEP M\6 BINS1 06 &OÐFLBNNU > MÍNU EIGIN HÚSt- 06 ENNFRE/HUR..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.