Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 2
2 E MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 KSÍ MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING island - Svíss Utgefandi: Knattspyrnusamband íslands. Utgáfudagur: Dreift með Morgunblaðinu 9. ágúst. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Samstarfs- adilar KSÍ FLUGLEIDIR Traustur íslenskurferðafélagi iom m HEKIA VISA Heimilistæki hf ÍSTAK SCANDIC NÝHERJI Skandia BDTT F □ L K ISLANDSBANKI „Markviss uppbygging - skibr sér í beíri árangri á knattspymuvellin-^ um,“ segir Eggert Magnússon, formaður KSI Rúnar Kristinsson á eftir að rjúfa »100 landsleikja múrinn". STÓR stund er að renna upp í íslenskri knattspyrnu. Landsleik- urinn gegn Svisslendingum skipt- ir ekki aðeins máli fyrir okkur, heldur skiptir hann miklu máli í riðlinum — knattspyrnuáhuga- menn í Sviss, Svíþjóð, Tyrklandi og Ungverjalandi bíða spenntir eftir úrslitum. Þau geta haft áhrif á hvort landslið þessara þjóða eigi möguleika á að komast til Englands, þar sem lokakeppnin í Evrópukeppni landsliða fer fram næsta sumar. „Það sýnir best hvað áhuginn fyrir leiknum er mikill í Sviss, að nú þegar hafa verið sendir til Sviss tólf hundruð stúkumiðar, sem er einsdæmi í íslenskri íþróttasögu. Það er ekki á hveijum degi sem svo margir stuðningsmenn koma til að styðja við bakið á sínum mönnum. Svisslensku knattspymuáhuga- mennirnir koma ekki aðeins til að setja sterkan svip á Ieikinn, heldur á mannlífíð í Reykjavík í næstu viku. Þessi áhugi sýnir best áhrifamátt knattspymunnar, sem er vinsælasta íþróttagrein heims eins og áhorf- endatölur frá heimsmeistarakeppn- inni í Bandaríkjunum staðfesta rækilega, en miklu fleiri fylgdust með sjónvarpsútsendingum frá HM heldur en frá Ólympíuleikunum," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Taplausir á árinu „Það komu um fimmtán þúsund áhorfendur á Laugardalsvöllinn í fyrra, þegar við lékum gegn Svíum og þeir skemmtu sér konunglega þrátt fyrir ósanngjarnt tap. Við von- umst eftir að svipaður áhorfenda- Ólaf ur Þóróarson og Rúnar reyndast ir MARGIR landsliðsmenn íslands búa yfir geysilegri leikreynslu — hafa leikið hundruð leikja með liðum sínum, íslenskum og erlendum, Evrópuleiki með þeim og í landsliðum Knatt- spyrnusambandsins. Ólafur Þórðarson er sá leikmaður sem hefur oftast klæðst landsliðs- búningi íslands, eða alls 88 sinn- um, næstur á blaði er Rúnar Kristinsson með 86 leiki. Ólafur hefur leikið 60 a-lands- leiki, 15 leiki með 21 árs landslið- inu, 9 leiki með unglingalandslið- inu (16-18 ára) og fjóra leiki með drengjalandsliðinu (14-16 ára). Þetta sýnir að hann hefur farið jafnt og þétt upp „knattspyrnu- stigann". Ólafur lék um tíma með Lyn í Noregi. Áður en haldið er lengra, skal litið á hve marga landsleiki okkar reyndustu leikmenn a-landsliðsins léku á vegum KSÍ. Sævar Jónsson lék samtals 75 landsleiki (69 með a-liðinu og sex með 21 árs lands- liðinu), Atli Eðvaldsson lék sam- tals 73 leiki (70 með a-liðinu, einn með 21 árs liðinu og tvo með ungl- ingalandsliðinu), Marteinn Geirs- son lék samtals 70 leiki (67 með a-liðinu og þtjá með unglinga- landsliðinu). Þessar tölur sýna að ekki hafa verið næg verkefni fyrir drengja- og unglingalandslið á árum áður. Allt eru þetta leikmenn, sem voru lykilmenn með félagsliðum sínum Ólafur Þórðarson er leik- reyndasti lelkmaður ís- lands. hér á landi og landsliðinu. Þessir þrír gamalkunnu leik- menn léku einnig sem atvinnu- menn. Atli í Þýskalandi með Dort- mund og Dússeldorf, Sævar í Belgíu með CS Brugge, í Noregi með Brann og Sviss með Solot- hurn. Marteinn í Belgíu með Roy- ale Union. Öflugt unglingastarf Unglingastarf KSÍ hefur verið geysilega öflugt síðustu ár, sem sýnir best að Eiður Smári Guðjohnsen, sem er aðeins 17 ára hefur klæðst landsliðspeysu ís- lands 39 sinnum — hann hefur leikið 27 drengjalandsleiki, átta unglingalandsleiki og fjóra leiki með 21 árs landsliðinu. Hann er nú leikmaður með Eindhoven í Hollandi. Faðir hans, Arnór Guðjohnsen, hefur alls klæðst landsliðspeys- unni 74 sinnum — leikið 59 a- landsleiki, einn leik með 21 árs liðinu, sex leiki með unglinga- landsliðinu og átta drengjaleiki. Arnór hefur leikið með Lokeren og Anderlecht í Belgíu, Bordeaux í Frakklandi, Hácken og Örebro í Svíþjóð. Guðni Bergsson er í hópi reynd- ustu leikmanna — hann hefur leik- ið 72 leiki í landsliðsbúningnum (62 a-Iandsleiki, fjóra með 21 árs liðinu, fimm unglingaleiki og einn drengjaleik. Guðni hefur leikið með Tottenham og Bolton í Eng- landi. Eins og áður segir þá er Ólafur Þórðarson sá leikreyndasti — með 88 leiki, í kjölfar hans kemur Rúnar Kristinsson með 86 leiki. Rúnar byijaði á því að leika 11 drengjalandsleiki, síðan komu 18 ungiingalandsleikir, þá 10 leikir með 21 árs landsliðinu og 47 leik- ir með a-landsliðinu. Það er þessi stígandi og reynsla sem gerir unga knattspyrnumenn að sterkum landsliðsmönnum. Rúnar er aðeins 26 ára, þannig að hann á trúlega eftir að ijúfa „100 landsleikja múrinn". Rúnar er nú leikmaður með Örgryte í Svíþjóð. fjöldi verði á vellinum þegar leikið verður gegn Sviss. Það er jafnvel enn meira sem hvetur fólk til að koma á völlinn nú og skemmta sér með Svíaleikinn í fyrra í huga. Ekki hefur það skemmt fyrir að strákamir hafa ekki tapað landsleik á árinu — gerðu frækilega ferð til Svíþjóðar á dögun- um, þar sem þeir náðu jöfnu gegn sterkum Svíum og síðan kom sigur- leikur gegn Ungveijum í kjöifarið. íslenska liðið hefur verið að leika skemmtilega knattspyrnu, sem skiptir miklu máli. Öll umgjörðin í kringum leikinn gegn Sviss verður glæsileg — sannkölluð fjölskylduhá- tíð, sem fer fram í flóðljósum," sagði Eggert. Mikíl uppbygging hefur átt sér stað „Landsliðið okkar er nú hærra skrifað í heiminum en oft áður, sem sést á því að liði okkar hefur verið boðið tvisvar til Suður-Ameríku á stuttum tíma, fyrst fengum við boð frá heimsmeisturum Brasilíu og í apríl fór landsliðið til Chile. Markviss uppbygging og öflugt unglingastarf innan knattspyrnu- hreyfingarinnar á eftir að skila okk- ur betri árangri. Unglingalandslið hafa reglulega tekið þátt í mótum á erlendri grund, auk þess að taka þátt í Evrópukeppni. Við höfum kappkostað að bæta þjálfaramennt- un, sem skilar sér í betri árangri á knattspyrnuvellinum. Þá hefur Knattspyrnusambandið hafið mark- visst átak, sem við nefnum hæfi- leikamótun. Þarna á ég við skipu- lagða uppbyggingu á efnilegustu leikmönnum landsins — landsliðs- mönnum framtíðarinnar. Margir af ungu knattspyrnu- mönnunum okkar, sem fara að banka á dyr a-landsliðsins, eiga að baki marga tugi landsleikja með unglingaliðum, leiki sem hafa skap- að þeim mikla reynslu þegar þeir hafa barist við jafnaldra sína í öðr- um löndum. Gott dæmi um starf okkar undanfarin ár er að einn af burðarásum landsliðsins, Rúnar Kristinsson, fór í gegnum mjög öflugt unglingastarf. Þá má benda á eina björtustu von okkar í framtíðinni, Eið Smára Guðjohnsen, sem hefur leikið tugi unglingalandsleikja og er kominn í 21 árs landsliðið, þó aðeins sautján ára sé. Eiður Smári var í fyrsta leik- mannahóp framtíðar sem valinn var í tengslum við hæfileikamótunina. Það er ekki hægt að loka augun- um fyrir því, að ef við ætlum að standa okkur í alþjóðlegum mótum í framtíðinni, verðum við að vinna markvisst að uppbyggingu yngri leikmanna og öllum fræðslumálum í knattspymuhreyfingunni. Miklir möguleikar í kvenna- knattspyrnunni Þetta sem ég hef verið að segja á að sjálfsögðu einnig við um kvennaknattspyrnuna, þar sem landslið okkar sýndi í fyrra hvað möguleikarnir eru góðir fyrir okkur að ná langt — liðið komst í átta liða úrslit Evrópukeppninnar — ef rétt er að staðið. Það er vitað að sam- keppnin er ekki orðin eins mikil hjá konunum, eins og hjá karlaliðum. Næsta verkefni kvennaliðsins er Evrópukeppni landsliða og leika stúlkurnar þijá leiki hér á landi — fyrst gegn Rússlandi, þá gegn Frakklandi og síðan gegn Hollandi. Stúlknalandsliðið er nýkomið frá Noregi, þar sem það tók þátt í Norð- urlandamótinu og einnig tók lands- lið skipað stúlkum undir 20 ára aldri þátt í Norðurlandamótinu í Finn- landi,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.