Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 4
4 E MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 KSI MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING , Guðni og Óbfur nálgast met Atla GUÐNI Bergsson og Ólafur Þórð- arson nálgast nú landsleikjamet Atla Eðvaldssonar, sem lék sjötíu landsleiki fyrir ísland. Þeir lands- liðsmenn sem hafa leikið yfir 50 landsleiki, eru: Atli Eðvaldsson...1976-1991 70 SævarJónsson......1980-1992 69 Marteinn Geirsson ...1971-1982 67 Guðni Bergsson....1984-1995 62 Ólaf ur Þórðarson.1984-1995 60 Arnór Guðjohnsen ...1979-1995 59 Árni Sveinsson....1975-1985 50 Gunnar Gíslason...1982-1991 50 Amór með 23 EM-leiki ARNÓR Guðjohnsen hefur leiki 23 leiki í Evrópukeppni landsliða, þannig að hann verður næst leikja- hæsti Islendingurinn í EM eftir leikinn gegn Sviss. Atli Eðvaldsson hefur leikið flesta Evrópuleiki, eða 28. Þeir sem hafa leikið flesta leiki í EM, eru: Atli Eðvaldsson...............28 Arnór Guðjohnsen..............23 Sævar Jónsson.................23 Pétur Pétursson...............20 Ásgeir Sigurvinsson...........16 Marteinn Geirsson.............15 Jóhannes Eðvaldsson...........14 Gunnar Gíslason...............14 Pétur Ormslev.................14 Ragnar Margeirsson............14 Sigurður Jónsson..............14 Árni S veinsson...............13 Bjarni Sigurðsson.............13 Guðni Bergsson................13 Ólafur Þórðarson..............12 Þorsteinn Bjarnason...........12 Sigurður Grétarsson...........11 Teitur Þórðarson..............11 Þorvaldur Örlygsson...........11 Janus Guðlaugsson.............10 Jón Pétursson.................10 Kristján Jónsson..............10 Lárus Guðmundsson.............10 Rúnar Kristinsson.............10 Aðrir landsliðsmenn sem nálgast að leika sinn tíunda EM-leik, eru Eyjólfur Sverrisson, sem hefur leikið 9 leiki og Birkir Kristinsson 8. Þeir léku gegn Svíum í Stokkhólmi Guðni Bergsson, fyrirliði, Birkir Kristinsson, Eyjólfur Sverrisson, Hlynur Stefánsson, Arnór Guðjohnsen, Rúnar Kristins- son, Kristján Jónsson, Þorvaldur Örlygsson, Arnar Gunnlaugsson, Sigurður Jónsson og Olafur Adolfsson. Gerum allt til aó leggja Svísslendinga Ásgeir Efasson, landsliðsþjálfari, segir að enn sé hægt að ná markmiðinu „ÞAÐ er aldrei hægt að lofa sigri fyrirfram, en ég get Iofað því að við munum gera allt sem við getum til að leggja Svisslendinga að velli. Við eig- um jafna möguleika á að fagna sigri eins og þeir,“ sagði Ás- geir Elíasson, þjálfari íslenska landsliðsins, sem hefur ekki tapað landsleik síðan að leikið var gegn Sviss í Lausanne 16. nóvember 1994. Frá því hafa fjórir leikir verið leiknir, tveir hafa unnist, tveir hafa endað með jafntefli. íslensku landsliðsmennirnir veittu Svisslendingum harða keppni í Lausanne, en þeir urðu að horfa á eftir knettin- um einu sinni í netið hjá sér. Thomas Bickel skoraði beint úr aukaspyrnu á síðustu mín. fyrri hálfleiksins — Birkir tók skref til að handsama knött- inn, virtist öruggur með skot- ið, heppnin var ekki með hon- um, hann fór úr jafnvægi og horfði á eftir knettinum rétt stijúka sig áður en hann hafn- aði í netinu. Reiknar Ásgeir með að Svisslendingar geri breyting- ar á leikskipulagi sínu fyrir leikinn á Laugardalsvellinum, sem er afar þýðingarmikill fyrir þá? „Svisslendingar koma með svipað lið hingað og við lékum gegn í Lausanne, nema hvað Stéphane Chapuisat hjá Dort- mund er meiddur og þá er miðvallarspilarinn Thomas Bickel ekki með, en hann hef- ur leikið stórt hlutverk í þeim útileikjum sem ég hef séð Ásgeir Elíasson, landsliðsþjálfari. Sviss leika. Þeir koma til með að leika svipað og þeir hafa verið að leika í útileikjum sín- um, 4-5-1. Annars veit maður ekkert hvað þeir gera, hvort þeir leiki eins og þeir hafa yfirleitt Ieikið, 4-4-2. Ég hef þó trú á að þeir haldi sig við það sem þeir hafa verið að gera í útileikjum sínum, leikið með einn leikmann frammi," sagði Ásgeir. - Hvaða þýðingu hefur leik- urinn fyrir íslenska liðið? „Við eigum ekki möguleika á að komast áfram, en við eig- um möguleika að ná okkar markmiðum, sem var að ná aðeins betri árangri en fimm- tíu prósent út úr riðlinum. Til þess að ná því verðum við að vinna þá þijá leiki sem við eigum eftir og að því stefnum við. Leikurinn gegn Sviss er Iiður í því markmiði og með því að leggja Svisslendinga að velli kæmi smá spenna í riðil- inn fyrir alla. Oll liðin eiga einhvern fræðilegan mögu- leika á að komast áfram, en mér finnst líklegast að Tyrkir og Svisslendingar klári dæm- ið, þar sem þeir þurfa svo Iítið til.“ - Nú er langt um liðið síðan þú varst með landsliðshópinn saman. Er það ekki slæmt? „Þetta er svona hjá flestum þjóðum, þannig að það kemur ekki meira niður á okkur. Það sem ég hef haft áhyggjur af, er að við erum með lykilmenn í sókninni sem hafa ekki verið að æfa og leika á undirbún- ingstímabilinu. Það eru tví- burarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir og Eyjólfur Sverrisson, einnig Þorvaldur Orlygsson. - Ertu ánægður með lands- liðsmennina sem eru að leika hér heima? „Já, ég held að þeir séu í ágætis æfingu, þar sem tíma- bilið hjá okkur er rétt hálfn- að. Þeir eiga að vera tilbúnir í slaginn þegar að leiknum kemur.“ 3. RIÐILL ísland - Svíþjóð...............0:1 Ungveijaland - Tyrkland........2:2 Tyrkland - ísland..............5:0 Sviss - Svíþjóð................4:2 Sviss - ísland.................1:0 Svíþjóð - Ungveijaland.........2:0 Tyrkland - Sviss...............1:2 Tyrkland - Svíþjóð.............2:1 Ungveijaland - Sviss...........2:2 Ungveijaland - Svíþjóð.........1:0 Sviss - Tyrkland...............1:2 Svíþjóð - ísland...............1:1 Island - Ungveijaland..........2:1 STAÐAN: Tyrkland...........5 3 1 1 12:6 10 Sviss..............5 3 1 1 10:7 10 Svíþjóð............6 2 1 3 7:8 7 Ungveijaland.....5 1 2 2 6:8 5 ísland...........5 1 1 3,3:9 4 Leikir sem eftir eru: ísland - Sviss, Svíþjóð - Sviss, Tyrkland - Ungveijaland, Sviss - Ungveijaland, ísland - Tyrkland, Ungveijaland - ís- land og Svíþjóð - Tyrkland. Fyrsta tap Sviss í þrjú ár ÞEGAR Svisslendingar fengu Tyrki í heimsókn 24. apríl, máttu þeir þola sitt fyrsta tap á heima- velli í þrjú ár, eða síðan í apríl 1992. Tyrkir fögnuðu sigri 1:2. Síðan þá hafa Svisslendingar leikið tvo leiki heima, í júní — gegn Ítalíu og Þýskalandi í af- mælismóti svissneska knatt- spyrnusambandsins, sem er 100 ára. Sviss tapaði þeim báðum — 0:1 fyrir Ítalíu og 1:2 gegn Þýska- landi. Svisslendingar hafa því tap- að þremur síðustu landsleikjum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.