Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ - AUGLÝSING KSÍ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 E 11 maður,“ sagði Tony Knapp, þjálf- ari íslenska landsliðsins, um þetta. Tveir markverðir Þegar Birkir Kristinsson meiddist í Tyrklandi á upphafsmín. leiksins í fyrra og varð að fara af leikvelli, var það ekki í fyrsta skipti sem íslenskur markvörður meiðist í Evrópuleik og varð að fara af velli. Þorsteinn Bjamason meiddist í leik gegn A-Þjóðveijum í Halle 1978, eftir að hafa hlaupið á markstöng. Formaður KSÍ var tilbúinn í slaginn Aðeins tveimur dögum fyrir leik- inn í Halle var útlitið ekki gott — aðeins þrettán leikmenn mættir til A-Þýskalands. Ellert B. Schram, þáverandi formaður KSÍ, sem lék sinn síðasta landsleik 1970 — í sigurleik gegn Noregi, 2:0, æfði með landsliðinu á tveimur æfing- um og var tilbúinn að setjast á varamannabekkinn ef með þyrfti. Svo fór þó ekki, því að kvöldið fyrir leikinn komu þeir fjórir leik- menn sem vantaði í hópinn. Æfðu á há- skólalóðínni Aðstæður voru ekki góðar þegar íslenska landsliðið æfði fyrir fyrsta landsleik sinn gegn Sviss — í maí 1979. Landsliðsmönnum var boðið upp á æfíngar á grasbalanum fyr- ir framan Háskóla íslands. Sóttir í lítilli skrúfu- þotu Þegar ísland lék gegn Möltu á Laugardalsvellinum sunnudaginn 5. júní 1983, fékk KSÍ Arnarflug til að sækja Atla Eðvaldsson og Pétur Ormslev til Þýskalands — í lítilli Piper Cheyenne skrúfuþotu. Atli lék með Diisseldorf gegn Frankfurt 4. júní og vann það frækilega afrek að skora öll fimm mörk Dusseldorf, sem vann 5:1. Þeir félagar komu til Reykjavíkur kl. tvö aðfaranótt sunnudags, eftir sex tíma flug og þeir fóru aftur með skrúfuþotunni strax eftir leik- inn til Þýskalands. Atli skoraði sigurmarkið, 1:0, gegn Möltu. Sigurður só yngsti Sigurður Jónsson kom inná sem varamaður gegn Möltu og varð þar með yngsti landsliðsmaður Sigurður Jónsson kemur inná, 16 ára og 251 daga gamall, í sínum fyrsta lands- leik fyrlr Pétur Pétursson. íslands — 16 ára og 251 daga gamall, en Ásgeir Sigurvinsson átti gamla metið, var 17 ára og 56 daga gamall þegar hann lék sinn fyrsta landsleik. Tveir sigrar gegn Norð- mönnum í Evrópukeppninni 1987 unnust tveir góðir sigrar gegn Norðmönn- um á stuttum tíma — fyrst 2:1 í Reykjavík með mörkum frá Pétri Péturssyni og Pétri Ormslev, sem skoraði sigurmarkið á 60. mín. Atli Eðvaldsson skoraði sigurmark íslands gegn Noregi í Osló, 1:0. Spónverjar lagðir að velli Það gekk á ýmsu í undankeppni EM 1992. ísland mátti þola tap fyrir Albaníu, 0:1 — fyrsti sigur Albana í sjö ár og fyrsta mark þeirra í landsleik í átján mánuði. Bo Johansson, þjálfari, lét af störf- um og Ásgeir Elíasson tók við stjórn. Hann gerði miklar breyt- ingar á landsliðinu fyrir leik gegn Spánveijum á Laugardalsvellin- um. Leikurinn var vel leikinn af íslenska liðinu, sem vann 2:0, sem frægt varð um alla Evrópu. Þor- valdur Örlygsson og Eyjólfur Sverrisson skoruðu mörkin. Flugleíöir meö pakkoferöir - á landsleik Islands og Sviss FLUGLEIÐIR mun bjóða upp á sérstakar pakkaferðir frá öllum áfangastöðum sínum á landsleik íslands og Sviss, miðvikudaginn 16. ágúst. Boðið verður upp á pakka frá öllum áfangastöðum Flugleiða — Akureyri, Vestmannaeyjum, Isafirði, Sauðárkróki, Egilsstöðum, Hornafírði, Patreksfírði/Þingeyri og Húsavík. Boðið verður upp á ódýrustu fargjöld og lægsta miðaverð í stúku eða í stæði. Þeir sem hafa áhuga að nýta sér þessar pakkaferðir eru beðnir að hafa samband við sölustaði Flugleiða. ^ Skandia ístööugri sókn Laugavegi 170 • sími 56 19 700

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.