Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D/E tvgmiIMbifcÍfc STOFNAÐ 1913 178. TBL. 83. ARG. FIMMTUDAGUR 10. AGUST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar hóta að beita valdi sæki Króatar áfram Bandaríkjamenn finna ummerki um fjöldagröf við Srebrenica Moskvu, Zagreb, Washington. Reuter. UPPREISNARMENN Serba í Króatíu afhentu friðargæsluliðum Samein- uðu þjóðanna í gær vopn sín og bættust í hóp flóttamanna, sem streyma nú tugþúsundum saman frá Krajina-héraði. Bardögum er þar með að mestu lokið í Króatíu, en hæpið er að friður náist þar sem áður var Júgó- slavía. Utanríkisráðherra Serbíu hótaði í gær að beita valdi léti her Kró- ata ekki staðar numið. Rússar höfðu reynt að koma á fundi Franjos Tudjmans, leiðtoga Króatíu, og Slobodans Milosevics, forseta Serbíu, en þær tilraunir runnu í sandinn í gær þegar Tudjman skoraðist undan. Bandaríkjamenn greindu frá því í gær að loftmyndir bentu til þess að grafín hefði verið fjöldagröf skammt frá Srebrenica, einu hinna svoköll- uðu griðasvæða Sameinuðu þjóðanna, sem Serbar lögðu undir sig í júlí. KRÓATÍSKIR hermenn vakta götur bæjarins Glina, sem Króatar hafa nú náð úr höndum Króatíu-Serba í Krajina-héraði. Hátt á annað hundrað þúsund Serba l'lýr nú svæðið. Reuter Vladislav Jovanovic, utanríkis- ráðherra Serbíu, sagði að næmu Króatar ekki staðar yrðu þeir að „taka afleiðingunum". Serbar myndu þá ekki „eiga annars kost en að binda enda á árásarstefnu Króata". Þetta er harðorðasta yfirlýsing Serba frá því að Króatar hófu sókn sína á föstudag. Milosevic sakaði Bosníu- og Króatíu-Serba í gær um ósigurinn, sem rekja mætti til tregðu þeirra til samninga. Óeining hefur aukist meðal Serba eftir að Króatar létu til skarar skríða. Serbar í Króatíu og Bosníu hafa gagnrýnt stjórnvöld í Belgrad fyrir að sitja hjá meðan Króatar sæktu fram. Milosevic kall- aði gagnrýnendur sína „stríðs- æsingamenn". Efni bréfs, sem Andrej Kózyrev, utanríkisráðherra Rússlands, skrif- aði Boutros Boutros-Ghali, fram- kvæmdastjóra SÞ, komst í hendur fjölmiðla í gær. Þar gagnrýnir Koz- yrev árás Króata á Serba í Krajina harðlega og segir að þeir hafi verið „óbeint hvattir úr höfuðborgum nokkurra helstu ríkja heims". Orð hans eru talin lítt dulbúin árás á Bandaríkjamenn og Þjóðverja. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hugðist taka af skarið með því að boða Tudjman og Milosevic til við- ræðna í Moskvu. Tudjman hafnaði boðinu og sagði að ekki hefði átt að undanskilja Alia Izetbegovic, forseta Bosníu. Milosevic hélt samt til Moskvu og kom þangað í gær- kvöldi. Bandaríkjamenn hafa einnig hug á að knýja fram viðræður að nýju. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ákvað að senda þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Anthony Lake, til London, Parísar og Bonn til að ræða stöð- una. Serbneskir flóttamenn héldu í löngum bílalestum brott frá Króatíu í gær. Króatar stóðu meðfram veg- um og hæddu flóttafólkið. Haft var eftir serbneskum flóttamönnum að þeir hefðu vænst verri meðferðar af hendi Króata. Fimm myrtir Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að menn í króatískum einkennisbúningum hefðu sést myrða fimm eldri borgara, sem tal- ið er að hafí verið fatlaðir, í Dvor. Króatar skutu John Scofield, fréttamann breska útvarpsins, BBC, til bana í Króatíu í gær. Að sðgn Rauða krossins er sex þúsund manna saknað úr Sre- brenica og bandariskur embættis- maður sagði að allt að tíu þúsund manna og drengja væri saknað. John Shattuck, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði eftir för til Bosníu í síðustu viku að ýmislegt hefði komið fram, sem benti til þess að Bosníu-Serbar hefðu látið fjöldaaftökur fara fram eftir fall Srebrenica. Embættismað- urinn sagði blaðamenn hafa greint frá ummerkjum, sem bæru fjölda- gröf vitni og bætti við að á áður- nefndri loftmynd hefði sést stórt, nýuppgrafið svæði. ¦ Komast ekki áfram/19 Útboð ríkisskulda- bréfa í Frakklandi Velferðar- víxillinn fram- lengdur París. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur á prjónun- um risastórt útboð á ríkisskuldabréf- um í því skyni að fjármagna hallann á velferðar- eða tryggingakerfinu. Á jafnframt að freista þess að stokka kerfið upp og einfalda en útgjöld til þess vaxa stöðugt og það verður æ þyngri byrði á ríkissjóði. Upphaflega átti tryggingakerfið að standa undir sjálfu sér með sínum föstu tekjuþátt- um. Bankar í París eru að kanna hvernig best verður staðið að útboð- inu en hallinn á tryggingakerfinu nemur nú meira en 1.500 milljörðum ísl. kr. Því gæti orðið um að ræða mesta útboð á 'ríkisskuldabréfum, sem um getur í Frakklandi, og meira en þegar „Balladur-bréfm" voru boð- in út fyrir þremur árum til að fjár- magna nýja sókn í atvinnu- og efna- hagsmálum. Tryggingakerfið í Frakklandi, sem er fjármagnað í gegnum tekju- skattinn, er ekki inni í fjárlögum ríkisins og á í raun að standa undir sér sjálft. Það er þó langt 5 frá að svo sé og er hallinn á tryggingakerf- inu áætlaður rúmlega 800 milljarðar króna á þessu ári. Nú er meðal ann- ars íhugað að skattleggja lífeyris- þega til að brúa bilið. Spánverjar herða eftirlit á fiskimiðum Gervitungl sögð gefa góða raun Madrid. Reuter. SPÁNVERJAR hafa hert eftirlit með fískveiðiflota sínum með því að nýta gervitungl, sem staðsetja nákvæm- lega einstaka báta, og sögðu eftirlits- menn í gær að kerfið hefði gefið góða raun. Spánverjar komu fyrir gervi- tunglabúnaði í 124 fiskibátum í lok maí í samræmi við átaksverkefni Evrópusambandsins. Nú rannsaka þeir notagildi þessarar nýju tækni. „Við erum hæstánægð með fram- vindu verkefnisins," sagði aðal fisk- veiðieftirlitsmaður þeirra við frétta- stofu Reuters. „Við vitum nákvæm- lega hvar hver bátur er og hvort staðsetningin samræmist heimild." Bátarnir sem taka þátt í yerkefn- inu eru útbúnir skynjara og sjálfvirk- ur búnaður í gervitungli staðsetur þá. Skekkjumörk eru innan við 100 metrar. Upplýsingarnar eru síðan sendar gegnum annað gervitungl til stjórnstöðvar í Madríd. Bandaríkjamenn og nokkur Kyrra- hafsríki auk Japana eru einnig að gera tilraunir með notkun gervi- tungla til eftirlits með skipum. Reuter Úlfaldareið- ar í Innri Mongólíu ÞRIÐ JA íþróttamót minni- hlutahópa í Innri Mongólíu stendur nú yfir í borginni Altan Xiret. Þar er keppt í bogfimi, glímu, spýtukasti, kappreiðum á kameldýrum og hestum og ýmsum öðrum iþróttagreinum. Hér sjást þrautþjálfaðir úlfaldaknapar bíða þess í ofvæni að komast að rásmarkinu og hefja keppni. Astralar rannsaka „stolnu kyn- slóðina" Sydney. Reuter. ASTRALAR hófu í gær rannsókn á viðtækum tilraunum ástralskra stjórnvalda til að láta frumbyggja landsins samlagast siðum og hátt- um meirihlutans með því að splundra fjölskyldum og taka börn frá foreldrum sínum. Stefna þessi var við lýði allt fram á miðjan sjö- unda áratuginn. Robert Tickner, ráðherra um málefni frumbyggja í Ástralíu, sagði að rannsóknin væri mikil- vægt skref í átt að því að koma á sáttum milli frumbyggja og ann- arra íbúa landsins. Talsmenn frumbyggja segja að stefna stjórnarinnar hafi verið til- raun til þjóðarmorðs. Talið er að tugir þúsunda frumbyggjabarna hafi verið teknir frá foreldrum sín- um og látnir í hendur hvítra fjöl- skyldna. Þessar aðgerðir skildu eftir fjöl- skyldur í rústum og kannanir hafa sýnt að börnin áttu seinna á lifsleið- inni við mikil sálræn vandamál að stríða. Börn þessi eru nú kölluð „stolna kynslóðin". Á sínum tíma fór þessi stefna hins vegar ekki hátt meðal almennings. Nú^ eru um 300.000 frumbyggjar í Ástraliu, en þegar hvítu landnemarnir komu árið 1788 er talið að þeir hafi verið tvær milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.