Morgunblaðið - 10.08.1995, Side 1

Morgunblaðið - 10.08.1995, Side 1
88 SÍÐUR B/C/D/E 178. TBL. 83. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Serbar hóta að beita valdi sæki Króatar áfram Bandaríkjamenn finna ummerki um fjöldagröf við Srebrenica Moskvu, Zagreb, Washington. Reuter. UPPREISNARMENN Serba í Króatíu afhentu friðargæsluliðum Samein- uðu þjóðanna í gær vopn sín og bættust í hóp flóttamanna, sem streyma nú tugþúsundum saman frá Krajina-héraði. Bardögum er þar með að mestu lokið í Króatíu, en hæpið er að friður náist þar sem áður var Júgó- slavía. Utanríkisráðherra Serbíu hótaði í gær að beita valdi léti her Kró- ata ekki staðar numið. Rússar höfðu reynt að koma á fundi Franjos Tudjmans, leiðtoga Króatíu, og Slobodans Milosevics, forseta Serbíu, en þær tilraunir runnu í sandinn í gær þegar Tudjman skoraðist undan. Bandaríkjamenn greindu frá því í gær að loftmyndir bentu til þess að grafin hefði verið fjöldagröf skammt frá Srebrenica, einu hinna svoköll- uðu griðasvæða Sameinuðu þjóðanna, sem Serbar lögðu undir sig í júlí. Vladislav Jovanovic, utanríkis- ráðherra Serbíu, sagði að næmu Króatar ekki staðar yrðu þeir að „taka afleiðingunum“. Serbar myndu þá ekki „eiga annars kost en að binda enda á árásarstefnu Króata". Þetta er harðorðasta yfirlýsing Serba frá því að Króatar hófu sókn sína á föstudag. Milosevic sakaði Bosníu- og Króatíu-Serba í gær um ósigurinn, sem rekja mætti til tregðu þeirra til samninga. Óeining hefur aukist meðal Serba eftir að Króatar létu til skarar skríða. Serbar í Króatíu og Bosníu hafa gagnrýnt stjórnvöld í Belgrad fyrir að sitja hjá meðan Króatar sæktu fram. Milosevic kall- aði gagnrýnendur sína „stríðs- æsingamenn". Efni bréfs, sem Andrej Kózyrev, utanríkisráðherra 'Rússlands, skrif- aði Boutros Boutros-Ghali, fram- KRÓATÍSKIR hermenn vakta götur bæjarins Glina, sem Króatar hafa nú náð úr höndum Króatíu-Serba í Krajina-héraði. Hátt á annað hundrað þúsund Serba flýr nú svæðið. Reuter kvæmdastjóra SÞ, komst í hendur fjölmiðla í gær. Þar gagnrýnir Koz- yrev árás Króata á Serba í Krajina harðlega og segir að þeir hafi verið „óbeint hvattir úr höfuðborgum nokkurra helstu ríkja heims“. Orð hans eru talin lítt dulbúin árás á Bandarikjamenn og Þjóðverja. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, hugðist taka af skarið með því að boða Tudjman og Milosevic til við- ræðna í Moskvu. Tudjman hafnaði boðinu og sagði að ekki hefði átt að undanskilja Alia Izetbegovic, forseta Bosníu. Milosevic hélt samt til Moskvu og kom þangað í gær- kvöldi. Bandaríkjamenn hafa einnig hug á að knýja fram viðræður að nýju. Bill Clinton Bandaríkjaforseti ákvað að senda þjóðaröryggisráðgjafa sinn, Anthony Lake, til London, Parísar og Bonn til að ræða stöð- una. Serbneskir flóttamenn héldu í löngum bílalestum brott frá Króatíu í gær. Króatar stóðu meðfram veg- um og hæddu fióttafólkið. Haft var eftir serbneskum flóttamönnum að þeir hefðu vænst verri meðferðar af hendi Króata. Fimm myrtir Embættismenn Sameinuðu þjóð- anna sögðu að menn í króatískum einkennisbúningum hefðu sést myrða fimm eldri borgara, sem tal- ið er að hafi verið fatlaðir, í Dvor. Króatar skutu John Scofield, fréttamann breska útvarpsins, BBC, til bana í Króatíu í gær. Að sögn Rauða krossins er sex þúsund manna saknað úr Sre- brenica og bandarískur embættis- maður sagði að allt að tíu þúsund manna og drengja væri saknað. John Shattuck, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandarikjanna, sagði eftir för til Bosníu í síðustu viku að ýmislegt hefði komið fram, sem benti til þess að Bosníu-Serbar hefðu látið fjöldaaftökur fara fram eftir fall Srebrenica. Embættismað- urinn sagði blaðamenn hafa greint frá ummerkjum, sem bæru fjölda- gröf vitni og bætti við að á áður- nefndri loftmynd hefði sést stórt, nýuppgrafið svæði. ■ Komast ekki áfram/19 Útboð ríkisskulda- bréfa í Frakklandi Velferðar- víxillinn fram- lengdur París. Reuter. FRANSKA stjórnin hefur á pijónun- um risastórt útboð á ríkisskuldabréf- um í því skyni að fjármagna hallann á velferðar- eða tryggingakerfinu. Á jafnframt að freista þess að stokka kerfið upp og einfalda en útgjöld til þess vaxa stöðugt og það verður æ þyngri byrði á ríkissjóði. Upphaflega átti tryggingakerfið að standa undir sjálfu sér með sínum föstu tekjuþátt- um. Bankar í París eru að kanna hvernig best verður staðið að útboð- inu en hallinn á tryggingakerfinu nemur nú meira en 1.500 milljörðum ísl. kr. Því gæti orðið um að ræða mesta útboð á ríkisskuldabréfum, sem um getur í Frakklandi, og meira en þegar „Balladur-bréfm“ voru boð- in út fyrir þremur árum til að fjár- magna nýja sókn í atvinnu- og efna- hagsmálum. Tryggingakerfið í Frakklandi, sem er fjármagnað í gegnum tekju- skattinn, er ekki inni í fjárlögum ríkisins og á í raun að standa undir sér sjálft. Það er þó langt í frá að svo sé og er hallinn á tryggingakerf- inu áætlaður rúmlega 800 milljarðar króna á þessu ári. Nú er meðal ann- ars íhugað að skattleggja lífeyris- þega til að brúa bilið. Spánveijar herða eftirlit á fiskimiðum Gervitungl sögð gefa góða raun Madrid. Reuter. SPÁNVERJAR hafa hert eftirlit með fiskveiðiflota sínum með því að nýta gervitungl, sem staðsetja nákvæm- lega einstaka báta, og sögðu eftirlits- menn í gær að kerfið hefði gefið góða raun. Spánveijar komu fyrir gervi- tunglabúnaði í 124 fiskibátum í lok maí í samræmi við átaksverkefni Evrópusambandsins. Nú rannsaka þeir notagildi þessarar nýju tækni. „Við erum hæstánægð með fram- vindu verkefnisins," sagði aðal fisk- veiðieftirlitsmaður þeirra við frétta- stofu Reuters. „Við vitum nákvæm- lega hvar hver bátur er og hvort staðsetningin samræmist heimild." Bátamir sem taka þátt í verkefn- inu eru útbúnir skynjara og sjálfvirk- ur búnaður í gervitungli staðsetur þá. Skekkjumörk eru innan við 100 metrar. Upplýsingarnar eru síðan sendar gegnum annað geivitungl til stjórnstöðvar í Madríd. Bandaríkjamenn og nokkur Kyrra- hafsríki auk Japana eru einnig að gera tilraunir með notkun gervi- tungla til eftirlits með skipum. Reuter Úlfaldareið- ar í Innri Mongólíu ÞRIÐJA íþróttamót minni- hlutahópa í Innri Mongólíu stendur nú yfir í borginni Altan Xiret. Þar er keppt í bogfimi, glímu, spýtukasti, kappreiðum á kameldýrum og hestum og ýmsum öðrum íþróttagreinum. Hér sjást þrautþjálfaðir úlfaldaknapar bíða þess í ofvæni að komast að rásmarkinu og hefja keppni. Ástralar rannsaka „stolnu kyn- slóðina“ Sydney. Reuter. ÁSTRALAR hófu í gær rannsókn á viðtækum tilraunum ástralskra stjórnvalda til að láta frumbyggja landsins samlagast siðum og hátt- um meirihlutans með því að splundra fjölskyldum og taka börn frá foreldrum sínum. Stefna þessi var við lýði allt fram á miðjan sjö- unda áratuginn. Robert Tickner, ráðherra um málefni frumbyggja í Ástralíu, sagði að rannsóknin væri mikil- vægt skref í átt að þvi að koma á sáttum milii frumbyggja og ann- arra íbúa landsins. Talsmenn frumbyggja segja að stefna stjórnarinnar hafi verið til- raun til þjóðarmorðs. Talið er að tugir þúsunda frumbyggjabarna hafi verið teknir frá foreldrum sín- um og látnir í hendur hvítra fjöl- skyldna. Þessar aðgerðir skildu eftir íjöl- skyldur í rústum og kannanir hafa sýnt að börnin áttu seinna á lífsleið- inni við mikil sálræn vandamál að stríða. Börn þessi eru nú kölluð „stolna kynslóðin“. Á sínum tíma fór þessi stefna hins vegar ekki hátt meðal almennings. Nú eru um 300.000 frumbyggjar í Ástraliu, en þegar hvítu landnemarnir komu árið 1788 er talið að þeir hafi verið tvær milljónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.