Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 6
6 -FIMMTUÐAGUR-10,--AGÖST 1995 - --- ........ - ---..... .. FRÉTTIR FÉLAG íslenskra bifreiðaeigenda vísaði þeim skýringum tryggingafé- laganna á bug í gær að iðgjöld af ökutækjum væru 50-100 prósent hærri á íslandi en á Norðurlöndum vegna hærri slysatíðni og slysabóta hér á landi. „Við sættum okkur ekki við að íslendingar þurfi að greiða svona há iðgjöld. Engin haldbær rök hafa verið færð fyrir því,“ sagði Ámi Sigfússon formaður FÍB á blaða- mannafundi sem félagið boðaði til í gær. Ámi segir að skýringar trygg- ingafélaganna hafi mest verið á þá leið að þessi mikli munur væri til kominn vegna þrisvar sinnum fleiri umferðarslysa hér á landi en í ná- grannalöndunum og ef eitthvað væri hægt að gera til að lækka ið- gjöldin væri það að fækka slysum. „Þær tölur sem við höfum fengið og hafa verið til umíjöllunar að undanförnu gefa ekki til kynna að hér séu fleiri slys eða hærri tjóna- greiðslur heldur en á öðmm Norður- löndum," segir Árni. Hann segir að samkvæmt upplýsingum Um- ferðarráðs sé ekki hægt að bera slysatölur og opinberar tölur um slysatíðni saman á milli landa. Að- eins dauðaslys séu samanburðar- hæf. „Ef við tökum þá tölu, vegna þess að ætla má að ákveðið sam- hengi sé á milli dauðaslysa og alvar- legra slysa, er staðreyndin sú að dauðaslys eru fæst á íslandi af Norðurlöndum," segir Árni. „Það er því ekki hægt að beita þeim rök- um að slysatíðni sé þreföld hér á landi á við annars staðar til að skýra 50-100 prósent hærri iðgjöld." Árni tekur sem dæmi að opinber- ar tölur um slysatíðni séu talsvert hærri í Þýskalandi en hér á landi, en samt séu iðgjöld þar 20-30 þús- und krónum lægri. „Skýringar tryggingafélaganna eru því ekki fullnægjandi," segir Árni. „Það mátti til dæmis fínna þá skýringu á hagnaði tryggingafélag- anna á siðasta ári í Morgunblaðinu í mars að tjónum hefði fækkað. Ef við berum saman þá fullyrðingu og nýlegar upplýsingar þeirra um tíðni slysa samkvæmt skráningu Um- ferðarráðs og lögreglu, þá hefði ekki átt að koma fram nein fækkun tjóna í upplýsingum þeirra í mars, heldur hefðu þær frekar átt að sýna aukningu." Deilt um iðgjöld tryggingafélaganna Lögboðnar ökutækjatryggingar Samanburður á iðgjöldum, bókfærðum tjónum og bótasjóðum Milljónir króna á verðlagi hvers árs c=j= Iðgjöld <=-= Bókfært tjón Bótasjóé ir ! 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Fjöldi slasaðra í umferðarslysum sem tryggðir voru hjá VÍS, 1978-1994 '78 '79 '80 '81 '82 '83 '84 '85 '86 '87 '88 '89 '90 '91 ‘92 '93 '94 FÍB og tryggingafélög- in deila hart um rétt- mæti þeirra iðgjalda sem bifreiðaeigendur þurfa að greiða hér á landi fyrir bifreiða- tryggingar Bótasjóður að þenjast út „Annað sem við viljum fá frekari skýringar á og bendir kannski til þess að hægt sé að lækka iðgjöld verulega er svokallaður bótasjóður tryggingafélaganna," segir Árni. „Tryggingafélögin þurfa eðlilega að áætla ákveðna upphæð fyrir slysabætur og gera það á hveiju ári. Iðgjöldin taka mið af því sem áætlað er að þurfi í þessar bætur. Ef þessi áætlun er alltof há ætti að vera svigrúm til þess að lækka iðgjöld. Ef 50-60 prósent væri greitt út og hitt væri ofáætlað hlyti mað- ur að geta gert kröfu um að iðgjöld- in lækkuðu sem því nemur.“ Árni segir að þegar bótasjóðurinn sé skoðaður komi fram verulegur mismunur á áætluðum og raunveru- legum tjónum. „Bótasjóðurinn er að þenjast verulega út og við höfum upplýsingar frá Vátryggingaeftir- litinu sem staðfesta það. Hann er að vinda ofan á sig tveimur milljörð- um á ári á meðan verið er að greiða út bætur,“ segir Árni. „Hann var kominn í tæpa tíu milljarða árið 1993, sem er nærri tíunda hluta af fjárlögum ríkisins, og stefndi hærra. Þessi sterka staða bótasjóðs gefur til kynna að hægt sé að lækka iðgjöld. Því stendur krafa okkar um 25-30 þúsund króna lækkun á iðgjöldum og við ætlumst til að hún gangi eftir.“ Árni segir að ef tryggingafélögin séu ekki tilbúin til þess þurfi að leita annarra leiða: „Þá er eðlilegt að iðgjaldagreiðendur efli samstöðu sína og geri athugun á því hvort bílaeigendur á íslandi séu tilbúnir til að tryggja hjá félagi sem gæti mögulega boðið betri kjör með mun lægri iðgjöldum. Hvort það verður erlent eða innlent tryggingafélag verður að koma í ljós.“ AF ÍSLENSKU EINKALÍFI ATRIÐI úr Einkalifi, nýrri mynd Þráins Bertelssonar. KVIKMYNDIR Stjörnubíó EINKALÍF ★ ★ Lcikstjóri o g handritshöfundur: Þráinn Bertelsson. Framleiðendur: Þráinn Bertels- con og Friðrik Þór Friðriksson. Hljóðupp- íaka: Þorbjörn Erlingsson. Hyóðhönnun: Kjartan Kjartansson. Búningar og förðun: Guðrún Þorvarðardóttir. Leikmynd: Guðjón Sigmundsson. Klippingr Steingrímur Karls- son. Tónlist: Margrét Órnólfsdóttir. Lýsing: Guðmundur Bjartmarsson. Kvikmyndataka: Jón Karl Helgason. Aðstoðarleikstjóri: Krist- ín Pálsdóttir. Framkvæmdastjóri: Vilhjálm- ur Ragnarsson. Aðalhlutverk: Gottskálk Dagur Sigurðar- son, Dóra Takefusa, Ólafur Egilsson, Sig- urður Sigurjónsson, Karl Ágúst Úlfsson, Egill ólafsson, Randver Þorláksson, Krist- björg Kjeld, Sigrún Edda Björnsdóttir, Hanna María Karlsdóttir. Nýtt líf og ís- lenska kvikmyndasamsteypan. 1995. ÞRÁINN Bertelsson gerir at- hyglisverða tilraun með frásagnar- form kvikmyndarinnar í nýjustu mynd sinni, Einkalífí, sem frum- sýnd var í Stjörnubíói í gærkvöldi. Hann fjallar um sjálfa kvikmyndina andspænis raunveruleikanum og spyr hvort nokkru sinni verði hægt að fanga raunveruleikann. Margir hafa orðið til að bijóta upp hina hefðbundnu frásögn og tilraun Þrá- ins er góðra gjalda verð en hún reynist líka fjötur um fót. Hann gefur oft spaugsama lýsingu á ís- lensku samtímalífí og því sem fylg- ir eins og kynslóðabili, hjónaskiln- uðum, unglingavafstri, skólastarfi o.fl, með fjölmörgum stuttum sög- um og hoppar úr nútíð í fortíð og til baka aftur með ýmsum innskot- um, gömlum og nýjum. Það er fjör- legur frásagnarmáti en heildarsvip- urinn verður ruglingslegur og sund- urlaus. Þráinn virðist stefna á unglinga- markaðinn með myndinni og mynd- bandatækninni sem hann beitir og það verður fróðlegt að vita hvort hann hittir í mark hjá þeim. Stíllinn minnir á tónlistarmyndböndin og persónugerðimar eru líklegar til að falla í kramið hjá ungu kynslóðinni á misgóðum forsendum þó; í for- grunni eru þijú ungmenni, leikin af Dóru Takefúsa, Gottskálk Degi Sigurðarsyni og Ólafi Egilssyni, sem stela, reykja dóp og lifa á stór- um peningagjöfum foreldra sinna. Þau era haldin bíódellu og vilja gera mynd um „raunveruleikann" þ.e. fólkið í kringum sig og þau einfaldlega elta skyldmenni sín með myndbandsupptökuvél í höndunum og kvikmynda daglegar at.hafnir þeirra. Þannig er myndavélin á sí- felldu og talsvert þreytandi hend- ingskasti á milii einstakra persóna upp og niður, til hægri og vinstri, úr og í fókus, nærmyn.d og fjar- mynd og sannast sagna verður það leiðigjamt þegar það er notað eins mikið og hér er gert. Myndatakan á sjálfri myndinni er ekkert ósvipuð nema sumstaðar er lýsingu ábóta- vant. Vélinni er snúið og henni er haliað og klippingar eru hraðar í tilraun til að ná fram viðeigandi fijálslegum taktslætti unglinga- menningarinnar í bland við hæfi- lega klúrt orðbragð og enskuslettur. Inn á milli upptaka ræða ung- mennin framvinduna, hvað sé gott að hafa í mynd og hvað vont og hvort yfirhöfuð sé eitthvað spenn- andi við að kvikmynda raunveru- leikann. Þau gagnrýna myndina inni í myndinni, spyija um tilgang þessa atriðis og hins og taka yfir- leitt á málum sem menn hljóta að spyija þegar þeir gera mynd. Á þetta atriði rétt á sér eða ekki? Þegar heillangt atriði með íslensku stórfjölskyldunni að borða sunnu- dagssteikina með freti og ropum afans spyr Dóra eitthvað á þá leið hvað sé merkilegt að sýna fólk éta, ropa og freta og maður spyr sig að því sjálfur. Utan um þessar upp- tökur eru fjölmargar sögur í gangi í einu og þær verða talsvert brota- kenndar og endasleppar. Til að flækja málið frekar notar Þráinn gamlar svart/hvítar myndir úr Kvikmyndasafninu og skýtur þeim inná milli atriða oftast í óljósum tilgangi en stundum til að leggja áherslu á umræður eða kringum- stæður í myndinni. Og heilt tónlist- armyndband birtist uppúr þurru um miðbik myndarinnar. Margar einstaka senur Einkalífs era skemmtilegar og fyndnar enda hefur Þráinn auga fyrir hinu spaugi- lega í fari íslenska meðaljónsins og bardúsi hans. Húmorinn í Einkalífi liggur einhverstaðar mitt á milli Nýs MORGUNBLAÐIÐ „Skilyrði fyrir því að iðgjöld lækki era að meðaltjónagreiðslur á hvern bil verði sambærilegar við það sem tíðkast erlendis,“ segir Sigmar Ármannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. Slysum fer fjölgandi „Dauðsföll hafa verið um 20 á undanförnum árum, en það eru ekki þau sem kosta tryggingafé- lögin mesta fjármuni. Mestur kostnaður felst í slysum, sem fer fjölgandi ár frá ári. I því sambandi má benda á tölur Vátrygginga- félags íslands, sem er með um 40% markaðshlutdeild, en aukningin þar er sambærileg við tölur Um- ferðarráðs. Þess vegna blásum við á þá staðhæfingu að fjölgun slas- aðra í tölum Umferðarráðs sé ein- göngu vegna bættrar slysaskrán- ingar. Skráning Umferðarráðs byggir eingöngu á lögregluskýrsl- um og gefur ákveðnar vísbending- ar, en raunveraleg slysatíðni er þó miklu meiri, eins og tölur félag- anna sýna glöggt." Sigmar segir dæmi FÍB um hærri slysatíðni í Þýskalandi og lægri iðgjöld en hér á landi ekki sambærileg: „Ef bílar eru klessu- keyrðir og tryggingafélögin þurfa að bæta tjónið eru bílar allt að helmingi dýrari hér á landi en í Þýskalandi. Aðstæður eru misjafn- ar frá einu landi til annars og það endurspeglast í iðgjöldum. Til dæmis eru iðgjöld lægri á Húsavík heldur en í Reykjavík, vegna þess að slysatíðni er lægri á Húsavík.“ Bótasjóður ekki eign Hvað varðar gagnrýni á að pen- ingar safnist fyrir í bótasjóðum tryggingafélaganna segir Sigmar: „Það helst í hendur við fjölgun á örorkuslysum og fjölgun þeirra sem fá metna varanlega örorku. Það er eðlilegt að íjármunir séu teknir til hliðar vegna þess að það tekur a.m.k. þijú ár að fá varanlegt ör- orkumat. Þann tíma þurfa trygg- ingafélögin að varðveita fjármunina og ávaxta þá í bótasjóði, til að geta greitt fólki bætur með vöxtum. Ég vil leggja álierslu á að bótasjóður er ekki sjóður eða eign í þeim skiln- ingi heldur skuld vátryggingafélags við tjónþola vegna óuppgerðra tjóna.“ lífs og Magnúsar; ærslafullur og svartur. Þráinn velur líka góðan leik- arahóp með sér í minni hlutverkin og þekktan fyrir þjóðarspaug: Sig- urður Siguijónsson er sögukennari sem ti-yllist (mjög rólega þó) eftir skilnað og sagar í sundur innbú fyrr- verandi konu sinnar; Steinn Ármann Magnússon er í nákvæmlega sama hlutverki og í Veggfóðri; Karl Ágúst Úlfsson er spaugilega linur sólbað- stofueigandi; Egill Olafsson er frá- skilinn geðlæknir, sem í ljós kemur í einu af betri innskotum myndarinn- ar, að þarf mest á geðlækni að lialda; Valdimar Örn Flygenring er í þoku- kenndu hlutverki ævisöguritara; Kristbjörg Kjeld er glimrandi fín húsmóðir með vald yfír sunnudags- steikinni; Randver Þorláksson og Tinna Gunnlaugsdóttir era áhyggju- fullir foreldrar, Þórhallur Sigurðsson er lögreglumaður sem lendir í abs- úrd kringumstæðum og svo mætti áfram telja. Hlutverkin era misjafn- lega safarík og leikurinn er eftir því. Ungu leikararnir þrír leika meira af kappi en reynslu. Dóra gefur ágæta lýsingu á lúmskfýndinni stelpu sem veit sínu viti, Gottskálk Dagur á sínar bestu stundir þegar hann hefur áhyggjur af því að geta aldrei, aldrei fullnægt vinkonu sinni og Ólafur veit hvemig á að svara foreldram sem ætla að lesa yfír honum. Einkalífi er ætlað að eiga erindi við myndbandakynslóðina fýrst og fremst með frásagnarstílnum og innihaldinu en eldri kynslóðir hefðu svo sem gott af því að vita hvað hún er að fást við og tala um og hún fær nasasjón af því í Einkalífi. Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.