Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 13 Morgunblaðið/Pétur H. ísleifsson ÞÁTTTAKENDUR í hagyrðingamótinu á Vopnafirði. Vopnaskak með íslenskuna að vopni Vopnafirði - Mikið fjölmenni, eða um 500 manns, mætti á hagyrðinga- mót sem haldið var í íþróttahúsinu á Vopnafirði og voru margir komnir langt að, bæði austan af fjörðum og norðan úr landi. Þátttakendur voru átta, þeir Há- kon Aðalsteinsson, Hjálmar Jóns- son, Halldór Blöndal, Jói á Stapa, Aðalsteinn Valberg, Elís Kjaran, Stefán Vilhjálmsson og Erla _Guð- jónsdóttir. Stjórnandi var Ómar Ragnarsson og fóru allir keppendur á kostum. Voru þátttakendur með vísur í farteskinu og eins voru vísur framreiddar á staðnum og margar með ótrúlegum hraða. Jónas Árnason var heiðursgestur á samkomunni og stjórnaði hann fjöldasöng við undirleik Eldbands- ins. Jónas gerði einnig vísur um þátttakendur. Dómnefnd var starf- andi undir stjórn Þórarins Eldjárns og valdi hún bestu vísuna og besta botninn. Besta vísan var eftir Erlu og besti botninn kom frá Halldóri Blöndal. Samkoman stóð frá kl. 21 til kl. 1. • • Veðurblíða í Oræfum um verslunarmannahelgina Hnappavöllum - Mikil veðurblíða var í Oræfum um verslunarmanna- helgina eins og víða á Iandinu. Var þar því mikill ferðamannastraumur þó ekki væri nein útihátíð. Alls borg- uðu 4600 manns fyrir gistingu í þjóðgarðinum í Skaftafelli yfir helg- ina en það er algjört aðsóknarmet. Auk þess var mikill fjöldi á tjald- stæðum annars staðar í sveitinni. LAIMDIÐ Lestarferð á hestum Vaðbrekku, Jökuldal - Lestarferð á hestum var farin frá torfbænum á Sænautaseli út á Vopnafjörð á dögunum. Lestarferðin var farin í tengslum við Vopnaskak, en liður í þeirri hátíð var Burstarfellsdagur sem er búdagur á Burstarfelli en lestarferðin áði þar. Þrír trússhestar voru í ferðinni en upp á hestana bjuggu Hallgrím- ur Helgason frá Þorbrandsstöðum og Stefán Pálsson frá Aðalbóli en þeir eru báðir á sjötugsaldri og kunna vel til þessara verka og voru vanir að vinna þessi verk fyrr á árum. Algengt var að búið væri upp á hesta klyfjar fram að seinna stríði en þá gekk í garð bílaöld og flutningar á hestum lögðust af að mestu. Varningurinn sem farið var með á hestunum út á Vopnaijörð nú var hefðbundinn framleiðsla í sveitum áður fyrr s.s. ull, tólg og pijónles. Síðasta lestarferðin frá Sæ- nautaseli út á Vopnafjörð var farin fyrir rúmlega 60 árum eða upp úr 1930 en vegurinn yfir Fjöllin um Rangalón opnaðist árið 1934, flutt- ist þá verslun Sænautaselsbónda á Reyðarfjörð og færðust flutningar að mestu yfir á bíla um leið. Stefán Pálsson frá Aðalbóli var lestarstjóri í ferðinni nú út á Vopna- fjörð og til aðstoðar í ferðinni hafði hann Lilju Óladóttur og Dagmar Ýr Stefánsdóttur báðar til heimilis í Merki. Gekk ferðin úteftir vel eftir svolitla byrjunarörðugleika þar sem móttak í klyfbera á einum hestinum slitnaði og snaraðist á öðrum. Farið var fyrsta daginn út að Mel sem er gangnakofi Vopn- firðinga daginn eftir var síðan far- ið út á Vopnafjörð og áð á Burstar- felli eins og áður sagði. Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson BUIST til ferða frá torfbænum Sænautaseli. LESTARSTJÓRI í ferðinni var Stefán Pálsson frá Aðalbóli. OTRULEGT VERÐHRUN 60-80% AFSLÁTTUR Allir rósóttir kjólar áðurfrá 5.990.- nú 2.490.- Öll pils áður frá 7.990.-nú 1.990.- Allir jakkar áður frá 14.900.- nú 4.990.- Allar buxur áður frá 7.990.- nú 1.990.- Allirfínni bolir frá 6.990.- nú 1.990.- Allar blússur áður frá 6.990.- nú 1.990.- Allir skór áður frá 19.900.- nú 3.990.- Allir kjólar áður frá 7.990.- nú 2.500,- ATH. Nýir sumarbolir aðeins 990.- w'P1 Laugavegi 44, Kringlunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.