Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 14
14 PIMMTUDAGÚR 10.'ÁGÍJST 1995 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Hvers vegna frjósa tölvur? TÖLVUR eiga það til að detta út og ftjósa, notandanum til mikillar skelf- ingar og gremju. Blaðamaður neyt- endasíðu leitaði til Douglas Brotchie, forstöðumanns Reiknistofnunar Há- skólans, eftir skýringum. Hann segir enga eina skýringu á því að tölvur ftjósi. Eins og flestir vita geta legið margar ástæður að baki að bíll fari ekki í gang, þannig er farið með töivurnar. Einmenningstölvur eiga oftar til að fijósa en stórar fyrirtækjatölvur, sem stundum eru kallaðar móður- tölvur. Þær eru búnar innra eftirliti sem gerir viðvart ef stefnir í óefni. Douglas segir tvær meginástæður liggja að baki þegar tölvur fijósa. Annars vegar getur það verið vél- búnaðarvandamál og þá fer eitthvað úrskeiðis í örgjörva, rásum í minni sem flytja boð. Rafeind getur farið í vitlausa átt eða ein rásin dottið út sem er nóg til þess að tölvan fijósi. Hins vegar geta komið upp hugbún- aðarbilanir, en þá skemmir eitt for- rit fyrir öðru og/eða forritin passa ekki saman og e.k. árekstur verður. Þessu má líkja við að minni tölvunn- ar flækist. Ýmsar aðrar orsakir geta valdið frosti í tölvum. Rafmagnsstraumur er oft ójafn og getur dottið út í sek- úndubrot, en það hefur áhrif á tölv- una. Til þess að forða frá því er hægt að fá spennujafnara sem síar rafmagnið. Fleiri ástæður geta legið að baki sem ekki er hægt að henda reiður á, eins og umhverfisáhrif og annað. Grófasta aðferðin við það að losa tölvu úr frosti er að endurræsa hana en það gera flestir leikmenn. Reynd- ir tölvusérfræðingar geta oft fundið ástæðuna sem liggur að baki frost- MARGIR hafa velt því fyrir sér hvers vegna tölvur frjósa. inu, en sú hæfni kemur með reynslu og tíma. Tölvan er enn tæki á frumstigi og forritin eru enn að þróast. Þetta á án efa eftir að batna með árunum með vandaðri tækni og reynslu. Vonandi verður þetta senn úr sög- unni, segir Douglas Brotchie. /'tlvLW'' tilboðin T* ’ 10-11 BÚÐIRNAR OILDIR 10 - 16. ÁOÚST Pampers bleiur, allar gerðir, pr. pakki Fjörmjólk 1 lítri Strigaskór Sólstóll, tré Sólstóll, plast Grill.stórtáhjólum 99 kr. 1.879 kr. 2.490 kr. 1.890 kr. 775 kr. 59 kr. HAGKAUP GILDIR 31. JÚLÍ - 23. ÁQÚST Nýtt og saltað kjötfars kg 275 kr. Hagkaups gæöakaffi 400 g 199 kr.j 1. flokks súpukjöt kg 378 kr. Heinztómatsósa 794 g flaskan 89 kr. íslenskar gulrófur kg 98 kr. Cheerios hunangshnetu 565 g 279 kr. Fries-To-Go örbylgjufranskar 198 kr. Hagkaups gos 117 tegundir 69 kr. Bki luxus kaffi 500 g 279 kr. Amerískir kornst. 2 saman 79 kr. Flórídana 100% ekta safi 250 mlx6 stk. 268 kr. NÓATÚN Appelsínurkg 89 kr. Búrfells svínakótilettur marineraðar 799 kr. Urbeinaður hangiframp. frá Kjarnafæði 769 kr. GILDIR 10.-13. ÁGÚST Svínarif í grillsósu kg 399 kr. 11-11 BÚÐIRNAR Maaruud súrsætt 250 gr 199 kr. GILDIR 10. - 16. ÁGÚST Súrsæt sósa Uncle Bens 490 g 159 kr. Beikon búðingur 1 kg 298 kr. Toffy Pops 200 g 89 kr. Svínakótelettur 1 kg 998 kr. Cocoa Puffs 400 g 179 kr. Bláber170g 98 kr. Gularmelónur kg 98 kr. Víking og Tuborg pilsner 0,51 59 kr. 4 eldhúsrúllur 129 kr. Sun upappelsínuþykkni 11 129 kr. Grilikol 9,07 kg 498 kr. Stjörnupopp 90 g 69 kr. Ostapopp 100 g 75 kr. FJARÐARKAUP GILDIR 10. OG 11. ÁQÚST Papriku og ostaflögur 100 g 99 kr. Léttreyktur lambaframpartur Rauðvíns- og jurtakr. lambalæri kg 658 kr. kg 598 kr. GARÐAKAUP GILDIR TIL 14. ÁGÚST Tvöfaldur Pampers pakki+kaupauki 1749 kr. 25% afslattur a eftirfarandi kjotvorum frá Lion Bar3 stk. 119 kr. Nýja bautabúrinu. Kjötbúðingur, beikonbúð- Steinl.vínberfráUSArauðoggrænkg 260 kr. Bláber 370 g askjan 110 kr. ingur og urb. hangiframpartur. 20% af kindabjúgum. afslattur Jarðarber 450 g askjan 249 kr. Sunquic, appelsinuþykkm+kanna 285 kr. Breton saltkex 98 kr. Bacon íbitum kg 798 kr. BÓNUS Maggi bollasúpur 4 í pk. 49 kr. QILDIR TIL 17. ÁGÚST Smarties 150g 139 kr Bónus hveiti 2 kg 49 kr. Stjörnu paprikkuskrúfur 95 kr. Snickers6stk. 149 kr. Bónus pylsur 367 kr. MIÐVANGUR HAFNARFIRÐI QILDIR TIL OQ MED 13. ÁGÚST Hamborgarar 10 stk. Svali 24 saman, bolur frír 499 kr. 599 kr. Kútur 6x1 í 377 kr. Nýr lundi stk. 98 kr. Emmess íslurkur 99 kr.i Saltað folaldakjöt kg 328 kr. Grillbakki, svín, bak.kartöfl.+sósur 397 kr. Pitsur 12“ 199 kr. Sórvara I Holtagörðum Mylluheilhveitibrauð 89 kr. Hjól, dömu, 10 gíra 7.997 kr. I Hattings hvítlauksbrauð U9 kr. Burtonskex 200 g Vínber græn og blá Fersk bláber 370 g 99 kr. 289 kr.j 109 kr. SKAGAVER HF. AKRANESI HELGARTILBOÐ Sunlolly klakar 199 kr.] Pipp3saman 99 kr. Prince kex 2 saman 149 kr.j Samlokuskinka 684 kr. Græn vínber 198 kr.) Skúffukaka 119 kr. ÞÍN VERSLUN Sunnukjör, Plúsmarkaðlr Grafarvogi, Grímsbæ og Straumnesi, 10/10 Hraunbæ og Suðurveri Austurver, Breiðholtskjör, Garðakaup, Melabúðin, Hornið Selfossi, Vöruval ísafirði og Bolungarvík, Þín verslun Seljabraut 54 og Norðurbrún. GILDIR 10. - 20. ÁQÚST Brauðskinka kg 799 kr. Kókómjólk 'A I Kjöris frostp. gulir eða grænir 10 Stk. 33 kr. 199 kr. Jacobs pítubrauð pk. 99 kr. Palaciotúnfiskurm g 79 kr.] Burtons Chip súkkulaðik. og Ballerina pk.89 kr. EgilspilsneröOO ml 59 kr. Serla Bella eldhúsrúllur 2 stk. KEA NETTÓ QILDIR 10. - 14. ÁQÚST 99 kr. Hangiframp. úrb. kg 798 krj Butoni spaghetti 500 g 44 kr. Newmans spaghettísósa 737 gr. 179 kr 17% Gouda ostur kg Kellogg’s kornflögur 750 g 498 kr. 225 kr. Mjólkurkex 89 kr.| Bananar kg 98 krKS súrmjólk Vi 1, 5 bragðtegundir Verslanlr KÁ GILDIR 10. - 16. ÁGÚST 67 kr. Hversdagsskinka kg 659 kr.1 Lambaframhr. sneiðarkg 639 kr. Reyktur kjötbúðingur kg 499 kr.j Bóndabrauð 108 kr. Plastkönnur með loki 21 289 kr.] Júlíakremkex175g 89 kr. Lúxusíspinnar4stk. 239 kr.] Rúsíásekkir 10stk. 139 kr. Merkingar sýna stærð hjálmsins og öryggis- prófanir sem hann hefur staðist. Ummál höfuðs á að vera milli stærðanna sem upp eru gefnar inni í hjálminum. Hjálmum fylgja 2-3 gerðir af svömpum. Velja þarf svampþykkt sem fær hjálm til að sitja þétt og vel á höfði. Svampa þarf að festa rétt á þar til gerða staði. Hjálminn á að setja beint ofan á höfuðið. Aftara band á að stilla á móti fremra handi, þannig að eyrað Iendi í miðju V-forminu sem böndin mynda. Iiökuband á að stilla þannig að spennan sé til hliðar en ekki undir hálsi. Það má ekki vera lausara en svo að einn eða tveir fingur komist á milli. Hjálmur á ekki að vera það þröngur að hann haggist ekki. Sé reynt að færa hann til með ■ báðum höndum, á hann að færast til um nokkra millimetra. Sitji hjálmurinn ekki rétt á höfðinu veitir hann falska öryggis- kennd. Sé hann of laus eða of aftarlega á höfði kemur hann að litlum notjim þegar á reynir. Hjálm á höfuð MARGAR gerðir af öryggishjálm- um eru nú á markaði og eru þeir yfirleitt hannaðir með ákveðið og afmarkað notagildi í huga, reið- mennsku, hjólreiðar, skíðamennsku eða íshokkí, svo nefnd séu dæmi. Slysavarnafélag íslands gaf nýlega út bækling þar sem fjallað er um hjálma og lögð áhersla á að þeir séu settir rétt á höfuð, svo þeir komi að sem mestu gagni. Mælt er gegn því að festa lím- miða á hjálminn, því þeir geta haft áhrif á viðnám hjálmsins, lendi hann í götunni. Einnig er mælt gegn því að krota á hjálminn, því leysiefni er í tússlitum, sem eyði- leggur plastið í hjálminum. „Nauð- synlegt er að fara vel með hjálm- inn. Þetta er viðkvæmur öryggis- búnaður, sem verður að vera í góðu ásigkomulagi eigi hann að standast þær kröfur sem til hans eru gerð- ar. Til dæmis má alls ekki kasta honum frá sér í gólfið," segir í bæklingnum. Endurnýja hjálm á 5 ára fresti „Fylgjast þarf reglulega með hvort hjálmurinn sé rétt stilltur, hvort skipta þurfi um svampa og hvort hjálmurinn sé orðinn of lítill þegar börn eiga í hlut. Hjálminn þarf að endurnýja á fimm ára fresti, þar sem sólarljósið brýtur hægt og bítandi niður plastið í hjálminum. Verði hann hinsvegar fyrir hnjaski þarf að endurnýja hann mun fyrr. I kulda má ekki vera með húfu eða eyrnaband undir hjálminum, heldur á að nota lambhúshettu, sem fellur þétt að höfðinu." í bæklingnum segir að algert skilyrði sé að börn sem reidd eru á hjóli hafi hjálm við hæfi. Hægt er að fá hjálm á börn frá 9 mánaða aldri. Þá er vakin athygli á að notaðir séu viðeigandi hjálmar hveiju sinni. Reiðhjálmar eru t.d. eingöngu ætlaðir fólki á hestbaki. Þeir eru sterkbyggðir, ná langt aft- ur á hnakka og hljfa vel til hlið- anna. Þeir eru sérstaklega hannað- ir með það fyrir augum að verja höfuð ef fall er hátt í ósléttu undir- lam. Isknattleikshjálmar eru sérlega sterkbyggðir, enda ætlaðir til að verja höfuðið gegn mjög þungum höggum. Þeir eru auk þess djúpir og hylja stóran hluta höfuðsins. Þeir eru eingöngu gerðir fyrir skautaíþróttir og á því ekki að nota sem hjólahjálma. Skíðahjálm- ar eru, líkt og mótorhjólahjálmar, hannaðir til að taka við falli á mik- illi ferð og höggum af hörðum árekstrum. Þeir eru djúpir og hylja allt höfuðið nema andlit. „Skíða- hjálma á eingöngu að nota við skíðaiðkun," segir í bæklingnum. Reiðhjólahjálmar henta ekki að- eins á reiðhjólum, heldur henta þeir einnig þeim sem fara um á hjóla- brettum, hjólaskautum og línu- skautum. Slysavamafélag íslands hvetur til þess að val sé vandað þegar fjárfest er í hjálmi og fólk athugi hvort hann hafi staðist viður- kenndar öryggisprófanir. Nýjar sósur frá Yogabæ VOGABÆR setti nýlega á markað þijár nýjar sósur, m.a. Diet-pítu- sósu. I fréttatilkynningu frá Vogabæ kemur fram að hún er eggjalaus og þar af leiðandi mjög kólesterólskert. „Hún er nýjung fyrir þá sem hafa eggjaóþol og hafa aldrei getað smakkað slíkar vörur. Auk þess er sósan 50% fitu- minni en venjuleg pítusósa frá fyrirtækinu." Sterkt sinnep var sett á markað um svipað leyti og diet-pítusósan og ennfremur salsa-sósa, sem til dæmis er hægt að nota með tor- tilla-flögum. í tilkynningu frá Vogabæ kemur fram að innan tíð- ar sé einnig væntanleg á markað sinnepssósa. w| M Yfirlitsmynd af allri filmunni MEÐ nýrri myndframköllunarvél hjá Hans Petersen hf. geta við- skiptavinir nú fengið yfirlitsmynd- ir með filmuframkölluninni. Vélin sem er af Noritsu-gerð er útbúin háþróuðum myndlesara til að lýsa myndirnar og litlum sjónvarpsskjá sem sýnir skjá- myndir af filmunni svo hægt er að gera lagfæringar áður en myndirnar eru prentaðar. Vélin er útbúin með litlum prentara sem skilar smámyndum af allri filmunni á eina ljósmynd. Hver mynd er númeruð og dag- sett. Filman er framkölluð á Kod- ak Royal-pappír og afhent í plast- öskju ásamt yfirlitsmyndinni. Framköllun 24 mynda litfilmu með þessum hætti kostar 1.254 krónur og yfirlitsmyndin kostar síðan 200 krónur. Framköllunin tekur tvo daga. ------*-■■■*—*--- Scala íspinnar í heimilispakkn- ingum KJÖRÍS hefur sett á markað Scala íspinna í heimilispakkningum, en þrír íspinnar eru í hveijum pakka. Scala íspinnar eru húðaðir með Nóa-Síríus ijómasúkkulaði og möndlum og eru framleiddir úr íslensku hráefni. „Hugmyndin var sú að svara innflutningi útlenda íssins sem sláturfélagið flytur inn, en þeir selja ísinn í heimilispakkningum. Ennfremur mun þetta auka fjöl- breytni í íssölunni," segir Margrét Reynisdóttir, markaðsstjóri hjá Kjörís. Kjörís framleiðir Lúxus,- Kara- mellu,- Diskó- og Hjartaíspinna. Lúxus íspinnar fást einnig í 4ja stykkja heimilispakkningum. Scala heimilispakkinn kostar um 380-90 krónur úr búð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.