Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 15 FERÐALÖG Allt til alls á Tálknafirði Morgunblaðið/ÞHY SAFNHÚSIÐ í Neðstakaupstað. Sumarkvöld í Neðstakaupstað í sumar hafa verið haldin skemmti- kvöld í Tjöruhúsi í Neðstakaupstað. Kvöldin nefnast Sumarkvöld í Neð- stakaupstað og voru haldin á hveiju fimmtudagskvöldi frá 29.júní. Kvöldin hafa verið bæði fyrir heimamenn og gesti. Heimamenn hafa verið ánægðir með þessi kvöld og verið stærsti hluti gesta. Hvert kvöld hafði ákveðið við- fangsefni sem var rammi kvölds- ins. Fluttur var fyrirlestur um efn- ið á íslensku og ensku og flutt tón- list tengd efninu á einn eða annan hátt. Einnig er safnið í Neðsta- kaupstað kynnt og einn sýningar- gripur af safninu tekinn fyrir og fjalláð um notkun hans fyrr á tím- um. Síðasta kvöldið er haldið á föstu- dagskvöld, en þá verður íjallað um sögu fiskveiða og vinnslu, hval- stöðva og síldarverksmiðja á Vest- fjörðum. Slegið verður upp harmonikkuballi eftir að formlegri dagskrá lýkur. Skemmtikvöldin eru nýjung á ísafirði og hafa aukið fjölbreytni í bæjarlífinu og afþreyingu fyrir ferðafólk. Tilgangurinn er að kynna menningu og sögu Vest- fjarða og ísafjarðar og bæta úr skorti á afþreyingu fyrir ferðamenn á kvöldin. Einnig auka þau hróður Isafjarðar sem ferðamannastaðar og gera hann enn ákjósanlegri. Stefnt er að því að halda Sumar- kvöld í Neðstakaupstað einnig næsta sumar og verður þá tekist á við ný og spennandi viðfangsefni. Það sem fjallað var um í sumar var m.a. baráttan við náttúruöflin á Vestfjörðum, þjóðtrúin, galdrar, mannlíf á Hornströndum, konur í sögu Vestfjarða og saga Isafjarðar sem staðar verslunar og menningar. TÖLUVERÐUR straumur ferða- manna hefur verið til Tálknafjarðar í sumar og hefur ferðafóik ýmist valið að gista á tjaldstæðinu eða í svefnpokagistingu í grunnskólanum. Aðstaðan sem boðið er uppá er hin besta, enda allt á sama stað, svefnpokagistingin, tjaldstæðið með heitu rennandi vatni í uppþvottinn, sundlaugin, eldunaraðgtaða og þvottavél fyrir ferðafólkið. Við grunnskólann og tjaldstæðið er gott leiksvæði fýrir börnin. Eldunaraðstaða fylgir svefnpokagistingu Hægt er að fá svefnpokagistingu í Grunnskóla Tálknafjarðar, og hafa gestir aðgang að nýju skólaeldhúsi sem er í íþróttahúsi Tálknafjarðar rétt hjá. Margir hafa nýtt sér þá aðstöðu til þess að elda mat fyrir hvaða máltíð dagsins sem er, en eld- húsið er opið á opnunartíma sund- laugar. í íþróttahúsinu er þvottavél fyrir ferðafólk, sem gistir Tálknafjörð og er hægt að fá að þvo þvott á meðan húsið og sundlaugin eru opin. Sundlaug Tálknafjarðar Sundlaugin er opin virka daga frá kl. 8-21 og um helgar til kl. 18.30. Venjulega er vatnið í lauginni um 30 gráða heitt og í heitu pottunum er það um 40 gráður. Vatnið kemur úr borholu utar í Tálknafirði og er leitt eftir 'fjallshlíðinni í sundlaugina. Tálknafjörður er miðsvæðis á suð- ursvæði Vestfjarða og er hann um- vafinn mikilli náttúrufegurð. Stutt er á Látrabjarg, á Rauðasand, til Arnarfjarðar, til Patreksfjarðar og margar merktar gönguleiðir eru yfir fjöllin frá Tálknafirði. Skógræktar- girðing er beint fyrir ofan íþróttahús- ið og eru þar göngustígar um allt. A Tálknafirði er veitingahús, gistihús, verslun og bensínafgreiðsla. Morgunblaðið/Helga Jónasdóttir TJALDSTÆÐIÐ á Tálknafirði. UM HELGINA Ferðafélag íslands Helgina 11.-13. ágúst verður farið í Þórsmörk og gist í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir verða farnar um Mörkina. Einnig verður gengið yfír Fimmvörðuháls frá Þórs- mörk og gist í Skagfjörðskála í Þórsmörk. Dagsferðir Þá er dagsferð laugardaginn 12. ágúst, gönguferð á Heklu. Lagt verður af stað kl. 8.00 og tekur gangan 8 klukkustundir. Verð er 2.500 krónur. Sunnudaginn 13. ágúst verður farið um Brúarárskörð-Högn- höfða. Gengið verður meðfram Brúará og á Högnhöfða (1030 m). Kl. 13.00 verður farin Laka- stígúr- Litli Meitill (v/Þrengsli). Þetta er hressandi gönguferð fyrir börn og fullorðna og upplagt að öll fjölskyldan drífi sig í ferðina. pekklng - Úrval - Pjónusta jji REKSTRARVÓRURL- Hljómsveitin Útlagarnir heldur uppi fjörinu í nátttírnlegagott Grillpartýogflappy Hour í dag kl. 16.00 -20.00ó Kaffi Reykjavíkl Bjódum í frítt grill. rillum Hot Ribs og Lambapylsur. Viking bruaa u Kaffi Reykjavík í Bryggjuhúsinu, staðurinn þar sem stuóið er.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.