Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ VILHELMINA ÞORDIS VILHJÁLMSDÓTTIR + Vilhelmína Þór- dís Vilhjálms- dóttir fæddist í Reykjavík 16. júní 1905. Hún lést á Hrafnistu í Reykja- vík 31. júlí sl. For- eldrar hennar voru hjónin Þórdís Þor- steinsdóttir frá Reykjum á Skeiðum og Vilhjálmur Vig- fússon, þau bjuggu alla tíð í Reykjavík. Vilhelmína gekk að eiga Sigtrygg Ei- ríksson frá Votu- mýri á Skeiðum 11. október 1930. Hann var Iög- regluþjónn frá 1930 til 1941. Síðar varð hann starfsmaður Skógræktarfélags Reykjavíkur eða í um 30 ár. Þau bjuggu líka alla tíð í Reykjavík. Börn þeirra eru Vil- hjálmur, f. 6. maí 1931, kona hans er Herdís Guðmunds- dóttir, f. 14. sept- ember 1934. Halla, f. 7. júlí 1933, gift Baldri Bjarnasen, f. 27. janúar 1927. Þórdís, f. 22. febr- úar 1937, gift Herði Halldórssyni, f. 26. október 1933. Barnabörnin eru 9 og barnabarna- börnin 12. Utför Vilhelmínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. í DAG er til moldar borin Vilhelm- ína Þórdís Vilhjálmsdóttir er lést 31. júlí, södd lífdaga, þá rétt búin að ná níræðis aldri. Þessi 90 ár lifði hún með reisn hinnar stoltu konu sem aldrei lét ^bugast þótt æviárin væru ekki öll dans á rósum. Hún var stolt af ætterni sínu, enda komin af Reykjaætt á Skeiðum í móðurætt, og frændrækin var hún með afbrigðum. Hún var þó fædd og uppalin í Reykjavík og Reykvík- ing taldi hún sig alltaf vera þrátt fyrir ætternið og aldrei hafði hún löngun til þess að búa algerlega í sveit þó að hún dveldi þar oft í lengri eða skemmri tíma á sínum yngri árum. Var það lengst af í Laugardalnum ^er hún dvaldist á æskuárum og þótti henni alltaf vænt um þann dal er árin liðu. Eftirminnilegust held eg að dvöl hennar í hellinum á Lyngdalsheiði hafi verið, en þar dvaldist hún nær ár til hjálpar bóndahjónum sem þar höfðu aðsetur sitt í byrjun búskap- ar. Var húsfrúin þá ófrísk að fyrsta barni sínu og hvíldu þá mörg ábyrgðarstörfin á herðum hinnar ungu Vilhelmínu. Einnig dvaldist hún oft sumar- langt á Skeiðum er fram liðu stund- ir, en þaðan var eiginmaður henn- ar, Sigtryggur, ættaður. En í Reykjavík ólst hún upp hjá móður sinni Þórdísi og föður sínum Vilhjálmi Vigfússyni, sjómanni, ásamt fjórum systrum sínum, Ingu, Völu, Svönu og Sísí, svo og bróðurn- um Ingvari er var þeirra yngstur. Vala og Ingvar eru látin en hinar systurnar lifa Vilhelmínu. Var hún þeirra elst. Árið 1930 giftist hún Sigtryggi Eiríkssyni og átti með honum þrjú börn, Vilhjálm, Höllu og Þórdísi og var hún orðin amma 9 barna og langamma 12 er hún lést og má hún því vel við una með vihald ætt- arinnar. Lengst af bjuggu þau Sigtryggur að Eskihlíð 5, Reykjavík, en það hús byggði hann. Þar hélt hún myndarheimili sem alltaf stóð opið öllum ættmennum og vinum svo og tengdabörnum, en þar kynntist eg henni fyrst sem til- vonandi tengdasonur. Ekki segi eg að Vilhelmína hafi tekið mér opnum örmum í fyrstu, enda eg ekki af Reykjaætt, sem hún hefði þó helst á kosið. En strax og eg hafði sannað ein- lægni mína í því að vilja eiga Höllu dóttur hennar og sýnt fyllstu kurt- eisi og umgengnislipurð, urðum við brátt vinir og hélst sú vinátta til hennar dauðadags. Átti eg því láni að fagna að geta stundum fengið hana til að brosa og jafnvel hlæja á þessum síðustu erfiðu árum hennar, er heilsan var farin að gefa sig aftur. eg segi að heilsan hafi farið að gefa sig aftur, en það var raun að sönnu. Hún var aðeins 39 ára gömul er hún sýktist af alvarlegum sjúkdómi er hún háði erfitt stríð við í mörg ár. Lækningu við þessum sjúkdómi hlaut hún að lokum, en þær lækn- ingaaðferðir, er notaðar voru, or- sökuðu ýmsar hliðarverkanir er urðu Vilhelmínu þungur baggi að bera um ókomna framtíð. Oftar en einu sinni var hún svo þungt haldin að henni var vart hug- að líf. En alltaf stóð hún upp aftur af sinni sóttarsæng, þessi sterka kona, leikum og lærðum til mestu undrunar, „Þetta átti ekki að vera hægt“, sögðu læknarnir stundum. Stór breyting varð á lífi Vilhelm- ínu og Sigtryggs er hann tók bíl- próf, sextugur að aldri og eignaðist bíl. Fóru þau þá að ferðast meir en þau höfðu áður gert og heimsóttu þá oftast æskuslóðirnar fyrir austan á Skeiðum og Hreppunum. Erlendis fóru þau einnig á þess- um árum, bæði til Norðurlandanna svo og til Bandaríkjanna. Heimsóttu þau þá börn sín er búsett voru á þeim tíma á þessum slóðum, Vil- hjálm í Danmörku og Höllu í Nor- egi og svo síðar í New York. Höfðu þau mikið yndi af ferðum þessum sem veittu þeim meiri víð- sýni á allan hátt. Eftir að Sigtryggur maður henn- ar lést 1985, bjó Vilhelmína ein að Eskihlíð 5 og sá algerlega um sig sjálf, eins og sagt er. Hélt hún áfram sínu striki hvað rausnarskap- inn varðaði og munaði ekki um að slá upp stórveislum ef tilefni bar til. En er árin færðust yfir og heils- unni hrakaði jafnt og þétt naut hún í æ meiri mæli aðstoðar og um- hyggju barna sinna í hinu daglega lífi enda samband þeirra mjög náið alla tíð. Loks kom að því, að hún gat ekki ein verið lengur og samþykkti þá að flytjast að Hrafnistu í Reykja- vík þar sem hún fékk þá umönnun er þurfti. En dvöl henanr varð stutt þar, aðeins nokkrir mánuðir. Lést hún nokkuð snögglega rétt fyrir mið- nætti 31. júlí, að viðstöddum öllum börnum sínum. Fékk hún þá lang- þráða hvíld eftir langa ævi, sem var orðin þungbær síðustu stundirnar. Kveð eg svo tengdamóður mína með virðingu og þökk fyrir samver- una í 45 ár. Guð blessi minningu hennar. Baldur Bjarnasen. Minningarnar eru margar og góðar sem við eigum um hana Villu ömmu, sem við kveðjum nú. Minn- ingar um góða ömmu sem alltaf átti tíma og þolinmæði. Það var fastur liður I tilverunni að koma við í Eskihlíðinni ef leiðin lá í bæinn. Alltaf var jafngott að spjalla við ömmu yfir kaffibolla og kleinu og heyra tifið í gömlu vegg- klukkunni. Á meðan fengu litlir fingur að glamra á píanóið og koma við í skálinni góðu með lokinu þar sem alltaf beið eitthvað gott í litla munna. Hún fylgdist vel með hún Villa amma og hafði sínar skoðanir á hlutunum sem hún lét í ljós á sinn hægláta hátt. Og hópnum sínum öllum, öllum ömmu- og langömmu- börnunum fylgdist hún grannt með og hafði mikinn áhuga á þroska og uppvexti barnanna. Aldrei gleymd- ust afmælin, ef hún komst ekki sjálf þá kom í staðinn kort eða kveðja. Efst í huga okkar nú er þakk- læti fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með henni og þá hlýju og umhyggju sem hún gaf okkur. Guð blessi mmningu hennar. Þórdís, Oskar, Sigtryggur, Guðjón Þór og fjölskyldur. Elsku amma mín; mér datt ekki í hug þegar ég kom og kvaddi þig áður en ég fór út, að við myndum ekki hittast aftur. Ég trúi því varla ennþá að þú sért farin. Að ég geti ekki lengur komið í heimsókn til þín og farið með þér í göngutúr um gangana á Hrafnistu eða bara spjall- að um daginn og veginn eins og við gerðum svo oft. Þú varst alltaf að spyija mig um hestana mína og fylgdist alveg með þeim, enda varstu mikil hestamanneskja og dýravinur í eðli þínu. Þær eru ófáar minningarnar sem ég á frá okkar mörgu ferðum austur fyrir fjall. Þá fórum við þijú, ég, þú og afi á gamla „Rennanum" hans afa og brunuðum austur, stundum fórum við á Skúfslæk en oftast fór- um við að Skeiðháholti. Þar áttirðu svo einnig yndislega daga mörg sumur eftir að afi dó, þegar þú varst alltaf nokkra daga hjá Villa og Diddu, það sem þú kaliaðir orlofs- næturnar þínar. Ég man hvað ég var sólgin í að fá að vera hjá ykkur afa f Eskihlíð- inni þegar ég var lítil. Alltaf eftir skóla á föstudögum tók ég strætó til ykkar en oftast fór afi með mig heim á laugardagskvöldum svo mamma og pabbi fengju eitthvað að sjá mig um helgar. Þetta gerði ég nær undantekningalaust allar helgar og þá var nú margt brallað og alveg ótrúleg þolinmæðin í ykk- ur, því það var sama hvað gekk á fyrir mér, alltaf var því tekið með sama jafnaðargeðinu þó bæði væruð þið_ skapmikil. Ég veit að þú saknaðir afa mjög mikið eftir að hann dó, eins og við öll, en þið voruð eiginlega orðin eins og ein heild eftir svo langa samveru og nú ertu vonandi búin að hitta hann aftur og ég veit að nú ertu laus við allar kvalir og þér líður svo miklu betur, en maður er alltaf svo eigingjarn og ég hefði viljað hafa þig hér til eilífðar en það er víst ekki hægt, en ég veit að þið eruð bæði með okkur í huganum. Vertu blessuð, amma mín, og þakka þér fyrir allt sem þú hefur kennt og gefið mér. Nú þegar þú ert að eilífu sofnuð langar mig að kveðja þig með sálmi sem þú söngst svo oft fyrir mig þegar ég var lítil og var að fara að sofa. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofí rótt. (Foerson - Sb. 1871 - S. Egilsson) Guð geymi_þig. Þín, Vildís Osk. Ekkert varir að eilífu. Ekkert er óbreytanlegt. Ekkert verður eins og það var. En við skynjum ekki alltaf breytingarnar fyrr en við missum. Litlu manneskjurnar sem rugguðu á fallega hestinum haps afa í Eskihlíð- inni og þáðu heitt súkkulaði og pönnsur hjá henni Villu ömmu, þeim fannst að svona hlyti lífíð að vera og verða um ókomna tíð. En allt er breytingum háð og við skynjum það svo vel í dag þegar við missum einn okkar besta vin. Hefðarkonuna sem bjó í höll. Höll sem gat rúmað stærstu veislur, alla vini og vandamenn. Þó þessi höll væri aðeins tveggja her- bergja íbúð. Ylur, hlýtt, notalegt. Þetta eru orð sem koma upp í hug- ann þegar hugur leitar til baka og við minnumst Villu ömmu. Fjöl- skylduboð í Eskihlíðinni. Amma tekur á móti gestum, róleg , ljúf og glöð. Læknar margt meinið með ömmuís, brúnni mjúkri og jólaköku. Nýtur þess að fylgjast með ungviðinu , sem trítlar í kring um hana. Spilar gjam- an rommí og marías. Hefur gaman af öllu góðlátlegu gríni og spaugi. Amma vildi alltaf umvefja allt. Okkur fannst að við værum litlir ungar í höndunum hennar. En ung- arnir stækkuðu og urðu fleygir, en amma fylgdi þeim eftir og tók við næstu kynslóð af sömu umhyggju og ástúð og þeirri fyrri. Sumir virð- ast fæddir til þess að gefa. Amma var mikil dama og hendum- ar hennar vom alltaf svo hreinar, fallegar og mjúkar. Þessir ótnilega næmu fíngurgómar sem gátu spilað svo undurblítt á píanóið, heklað teppi handa öllum afkomendum og strokið létt yfír vanga, nært þreytta fætur og svæft óvært bam, þerrað tár án þess að barnið fyndi nema eins og léttan andvara. Kannski hafði vor- vindurinn í sveitinni tekið sér ból- festu í henni ömmu og mótað allt hennar líf, hreyfíngar og tign. Vonandi erfum við afkomendur hennar eitthvað af þessum mjúka þey. Okkar er altént að varðveita og bera til komandi kynslóða vísdóminn, mjúka vinarþelið, yndisþokkann, yl- inn, snertinguna. Blessuð sé minning yndislegrar mannveru, Vilhelmínu Þórdísar Vil- hjálmsdóttur. Með þökk fyrir allt. Bergljót, Haraldur, Vilhjálmur, Svava, Ingunn Björk, Olafur og börn. + Ásgeir Samúels- son fæddist á Akureyri 29. ágúst 1926. Hann lést á heimili sínu 1. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Svava Sigurðardótt- ir og Samúel Krist- bjarnarson. Systkini Asgeirs, sem öll eru á lífi, eru Sigurður, Kristín, Guðrún, Pálmi Viðar og Kristján. Ásgeir kvæntist 30. des. 1949 Ásu Björgvinsdótt- ur frá Fáskrúðsfirði. Þau eignuð- ust þijár dætur: 1) Björg, f. 1951, gift George White og eiga þau ÞEGAR ég kom til íslands, tvítugur að aldri, og fluttist inn á heimili Ás- geirs sem verðandi tengdasonur hans, kom það greinilega fram, að honum var þessi ráðahagur ekki að skapi. t Honum leist illa á að dóttir hans gift- ist útlendingi og byggi ef tii vill er- þrjú börn, Önnu, Samúel Ásgeir og Katrínu. 2) Svava Oddný, f. 1954, gift Tryggva Aðalbjam- arsyni og eiga þau þrjú börn, Aðal- björa, Ásu Björgu og Tryggva Þór. 3) Ásdís, f. 1962, í sam- búð með Valdimar Jónssyni. Ásgeir var flugvirki að mennt og starfaði I\já Flug- félagi Islands og síð- an Flugleiðum allan sinn starfsaldur. Útför Ágeirs fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. lendis þaðan í frá. Ásgeir var hrein- skiptinn, hann sagði strax sína mein- ingu, en síðan studdi hann okkur Björgu í einu og öllu sem best hann mátti. Og hans íjölskylda varð mín ijöl- skylda. Ásgeir sá um sína ljölskyldu og fannst hann bera ábyrgð á okkur öllum. Hann var ætíð reiðubúinn að hjálpa okkur og óþreytandi hvort sem þurfti að leggja parkett, ná i börnin á leikskóla, lána verkfæri eða skrifa upp á víxla vegna húsbygginga. Þegar við Björg bjuggum erlendis gerði hann ajlt sem hann gat til að fá okkur til íslands og hjálpa okkur að fá vinnu og koma okkur fyrir. Hér vildi hann hafa alla sína fjölskyldu. Og tengslin voru mikil og sterk. Öll hittumst við heima hjá honum á hveij- um sunnudegi. Öll vorum við saman heima hjá honum á jólum. Það er mikið skarð sem Ásgeir skilur eftir sig. Ásgeir var snyrtimenni bæði í klæðaburði og allri vinnu. Hann var alltaf tilbúinn að hjálpa okkur við ýmis verk, en þó vildi hann helst ekki þiggja neina hjálp sjálfur. Hann var metinn að verðleikum og gegndi ábyrgðarstöðum hjá Flugleiðum. Eftir að dætur hans komust á legg gafst meiri tími til tómstundaiðju. Hann stundaði laxveiði, synti reglulega og hin síðari ár fór hann að spila golf. Á hveiju sumri bauð hann mér með sér í laxveiði í Laxá í Aðaldal og þar, eins og endranær, áttum við sam- an góðar stundir. Ásgeir hætti störfum og fór á eftir- laun fyrir tæpum tveimur árum. Hann hafði hlakkað til að geta sinnt áhuga- málunum í ríkari mæli, en tíminn sem gafst varð styttri en nokkur átti von á. Ég kveð góðan tengaföður með miklum söknuði. George White. Þeim fækkar óðum landnemunum í Smáíbúðahverfinu svokallaða í Reykjavík. Með ljúfsárum trega horfir maður á dánartilkynningar og myndir af samferðafólki og vin- um sem hverfa á braut. Lífið var ungt og vor í lofti þegar ungir menn og konur reistu sér hús af stórhug og ótrúlegri bjartsýni í Smáíbúða- hverfinu. Fyrst var sótt um lóð. Bið eftir svari var tvísýn og spennandi. Og svo þegar leyfið fékkst var byijað að grafa grunninn. Sumir notuðu handafl, skóflur og haka því ekki höfðu allir efni á að fá stórvirk vinnutæki og gröfur. Þetta tók sinn tíma. Nágrannar lánuðu hver öðrum verkfæri eftir því sem á stóð enda glumdu hamars- höggin og sagarhljóðið fram eftir öllum kvöldum. Allir tóku til hendinni. Unnið var við húsbyggingarnar alla frídaga og flest kvöld eftir að venjulegum vinnudegi lauk. Börnin fylgdu for- eldrum sínum mikið og reyndu eftir bestu getu að gera gagn og hjálpa til. Smáíbúðahverfið var mesta barnahverfið í þá daga. Sumir fluttu inn i húsin tæplega fokheld. Enginn var síminn og ekk- ert heitt vatn þótt hitaveitustokkur- inn lægi gegnum hverfið. Þetta tók nokkur ár hjá mörgum. En íbúarnir kynntust. Börnin léku sér saman og urðu vinir. Þetta var vissulega skemmtilegt samfélag þótt það væri erfitt hjá mörgum. Nú er þetta fólk sem óðast að hverfa á braut. Sumir eru fluttir í önnur hverfi og aðrir eru komnir á fund skapara síns. I dag vil ég sér- staklega minnast góðs nágranna, Ásgeirs Samúelssonar. í mörg ár bjuggum við hlið við hlið og aldrei heyrði ég nokkurt styggðaryrði frá honum eða fjölskyldu hans. Lóðirnar okkar lágu saman. Börnin okkar léku sér saman og lærðu saman. Þegar þau fóru í skólann þá fylgd- ust þau að. „Það var eins og gerst hefði í gær“. En allt í einu er okkur ýtt til hliðar á skákborði lífsins. Þetta var að vísu unnið tafl. Kannski hefst nú næsta tafl og við verðum að sækja um nýja lóð. Hver veit? Ég þakka Ásgeiri Samúelssyni og hans fjölskyldu samfylgdina og óska hon- um góðrar ferðar. Fjölskyldu hans votta ég dýpstu samúð. Oddrún Pálsdóttir. ÁSGEIR SAMÚELSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.