Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 35
MOK(UJNBLÁÐH) MINNIIMGAR FIMM'TUbAGURlO. ÁGÚST 1995 35/ GEIRNY TÓMASDÓTTIR + Geirný Tómas- dóttir var fædd í Reykjavík 1. september 1912. Hún lést á Hrafnistu 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Tómas Þormóðsson og Guð- björg Magnúsdóttir. Börn þeirra voru: Guðrún Sumarrós sem lést í frum- bernsku, Valný sem lést 1993, Geirný sem nú er kvödd og yngst er Hjörný sem íifir systur sínar. Geirný giftist Jóni Indriða Halldórssyni 27. maí 1933. Börn þeirra eru Magnea Guðrún, f. 16. nóvember 1932; Elínborg, f. 18. sept- ember _ 1934; Ást- hildur Ása, f. 23. júlí 1936, d. 27. júní 1993; Hafdís, f. 28. október 1939; Guð- björg, f. 29. desem- ber 1942; Hafþór, f. 7. apríl 1944; óskírð- ur drengur, f. 13. júní 1945, d. 26. júní 1945; Jóna Geimý, f. 2. ágúst 1947; Dagfríður Ingi- björg, f. 9. júlí 1950 og Halldóra, f. 29. júlí 1952. Útför Geirnýjar fer fram frá Áskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. VIÐ VILJUM í nokkrum orðum minnast tengdamóður okkar Geirnýj- ar Tómasdóttur sem lést á Hrafnistu 29. júlí síðastliðinn. Kynni okkar voru sérstök að því leyti að við systk- inin erum gift þremur börnum henn- ar. Fyrstu persónulegu kynni af Geimýju vom þegar Halli og Gugga, sem em elst okkar „höfðu verið sam- an“ um tíma og ætluðum í útilegu með vinahópi. í þá daga var ekkert sjálfsagt að unglingar færu í útilegu og alls ekki án leyfis. Geirný sem hélt vel utanum hópinn sinn var al- deitis ekki á því að Gugga færi með einhveiju fólki sem mamma þekkti ekki. Til að leysa málið bankaði Halli uppá hjá Geirnýju, hvað þeim fór á milli er hvergi skráð en Gugga fékk að fara og þama var lagður grunnur að góðum og einstökum kynnum milli fjölskyldna okkar. Gugga og Halli giftust 1961, Jóna og Elli 1964 og einkasonur Geimýjar og Jóns kvæntist Lilju 1972. Jón og Geirný hófu búskap sinn í leiguhúsnæði eins og gengur en 1944 festu þau kaup á Laufholti, lítilli erfðafestu inni í Kleppsholti, og fluttu þangað með barnahópinn en þá voru sex böm fædd. í Laufholti bjuggu þau til 1957 en fluttu þá í Dragaveg 4, nýtt hús sem Jón og Geimý byggðu, ásamt fleirum í erfðafestulandi Laufholts. Þegar bömin uxu úr grasi varð íbúðin á Dragaveginum of stór og fluttu þá Jón og Geirný í Efstasund 29 og bjuggu saman þar þangað til Jón lést hinn 1. mars 1989. Eftir að Geimý missti eiginmann sinn var líkt og hluti af henni dæi líka, ekki bætti úr skák að um líkt leyti fór að bera á Alzheimers-sjúkdómi þeim sem leiddi til þess að hún vistaðist á sjúkradeild A-3 á Hrafnistu í Reykja- vík 1991. Þar naut hún alúðar og umhyggju sinna nánustu eftir því sem tök vom á og ekki síður þess góða starfsfólks sem þar er og viljum við flytja öllu starfsfólki á A-3 bestu þakkir fyrir allt frá ástvinum Geirnýjar. Þó svo að undir lokin væri Geimý svipt allri tjáningu hélt hún þeim eðliskostum að vera áfram ljúf og blíð allt fram í andlátið en hún sofnaði Guði sínum 29. júlí umvafin nærgætni og hlýju barna sinna. Þegar þessi mæta kona er fallin frá skilur hún eftir sig 85 af- komendur sem hver um sig átti sess í hjarta hennar. Þótt Geirný hafi aldrei haft orð á því er víst að ekki hefur líf sjómanns- konunnar alltaf verið dans á rósum. Jón var sjómaður lengst af ævi sinnar á bátum og togurum. Öll stríðsárin var Jón á togurum og sleppti aldrei úr siglingu með aflann því heima vom margir munnar sem þurfti að metta og nærri má geta hvemig móður með stóran og ört vaxandi bamahóp hefur liðið heima þegar engar fréttir var að fá og öll sam- skipti við skip á sjó bönnuð. Þegar við tengdumst fjölskyldunni vom eistu bömin flutt að lieiman og því nóg pláss á Dragaveginum og ekki veitti af, því á sunnudögum breyttist Dragavegurinn í félagsheimili þegar afkomendur og tengdabörn mættu og oft var kátt á hjalla. Ekki var jóladagurinn síðri þegar Jón veltist um gólfin með krakkaskaranum og Geimý bar fram kræsingarnar sem aldrei varð lát á. Geirný var þeirrar kynslóðar þegar mamman var mið- punktur heimilsins, jafnsjálfsögð og sólin. Alltaf á sama stað og þá helst í eldhúsinu og minnumst við þess varla að hún hafi gefið sér tíma tiil þess að setjast til borðs með okkur hinum en fylgdist vel með að allir fengju nægju sína. Þó að Geirný og Jón hafi ekki safnað veraldlegum auði komust þau vel af en auður þeirra var eins og þau sögðu oft sjálf bömin, bamabörnin og síðar barna- barnabörn. Þegar um hægðist heima fyrir fór Geirný að vinna utan heimil- is, þá fyrst í þvottahúsi Hrafnistu, síðan í Laugarásbíói við ræstingar, því næst á veitingastofunni Lauga- vegi 28 og síðast vann hún í mötu- neyti Kassagerðar Reykjavíkur. Með Geirnýju er gengin mikil ættmóðir og viljum við að lokum þakka tengda- móður okkar áratuga samfylgd og biðjum henni Guðsblessunar. Þórhallur, Már og Lilja Halldórsbörn. Nú þegar að kveðjustund er komið finn ég í hjarta mínu þörf fyrir að festa á blað nokkrar línur í minningu minnar ástkæm ömmu, Geimýjar Tómasdóttur. Geimý amma var ásamt afa mínum Jóni það fólk sem gaf mér einna mest í lífi mínu. Ungur að ámm átti ég mitt skjól á Dragaveginum hjá þeim um lengri og skemmri tíma. Það at- læti sem ég þar fékk var engu líkt, hjartahiýjan og umhyggjan slík að litli maðurinn fékk það á tilfinninguna að hann væri prins sem borinn væri til erfða. Að minnsta kosti fannst honum það sjálfsagt að geta hreiðrað um sig hvar sem var í íbúðinni og kallað „amma snuð, amma sæng, amma bíl“ og alltaf kom amma hæg og blíð og uppfyllti óskir prinsins. Það var ekki fyrr en minn ágæti faðir upplýsti mig um að amma væri engin þjónustustúlka að mér hægt og bít- andi skildist að sennilega væri það bara rétt hjá honum. Sama gilti þeg- ar við afi vorum langtímum saman að spila olsen olsen eða lönguvitleysu, þá fylgdist amma jafnan með fram- göngu mála og þótti það athugavert ef afi vann svo sem eins og tvö eða þijú spil í röð, þá taldi hún fyrir mína hönd komna ástæðu til að kanna hvort afi væri ekki farinn að svindla pínulítið. Þannig leið bemskan í ná- lægð þessara yndislegu hjóna þar sem allt var gert til að undirstrika hið góða og fallega í veröldinni. Já, það vom sannkölluð forréttindi að fá að alast upp í skjóli þeirra, þar sem amma var hinn stöðugi miðpunktur og afí svolítill prakkari, þannig blanda gerði baminu gott. Eitt er víst að svo lengi sem ég lifí mun svipmót ykkar beggja fylgja mér, svipmót sem mark- ast af hefðum liðinna tíma, einfalt og fallegt. Nú ert þú, kæra amma, komin í himininn þar sem afi er og þar veit ég að þér líður vel eftir erfið veikindi hin síðustu ár. Megi góður Guð launa þér öll góðu verkin þín hér á jörð. Ég kveð þig, kæra amma, með þakklæti, virðingu og hlýju. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Tómas Bolli. Fyrir rúmum mánuði stóðum við yfír moldum Brands Tómassonar yfir- flugvirkja Flugfélags íslands hf. og síðar Flugleiða hf. Og nú nánasta samstarfsmanns hans um fjögurra áratuga skeið, Ásgeirs Samúelssonar deildarstjóra verkstæða Flugleiða hf. Ásgeir heillaðist af flugi eins og margir ungir menn eftir síðari heims- styijöldina. Hann nam flugvirkjun í Bafldaríkjunum og hóf störf hjá Flug- félagi íslands að námi loknu 1. jan- úar 1947. Hann tók því virkan þátt í uppbyggingu flugsins sem varð æ umsvifameira er utanlandsflugið hófst. Ásgeiri voru falin margvísleg trún- aðarstörf fyrir félagið sem á þeim árum var að móta umfangsmikla flug- starfsemi og því mjög mikilvægt að til þess að vel mætti til takast kæmu að því menn með eldlegan áhuga á verkefninu. Þar var Ásgeir í farar- broddi ásamt samstarfsmönnum sín- um sem margir hveijir eru hættir störfum eða eru að hætta vegna ald- urstakmarkana. Þeir hafa skilið eftir sig giftudijúgt starf á öllum sviðum íslenskra fiugmáia og látið yngri mönnum í té gott veganesti sem þeir búa að um ókomna framtíð og haida uppi merki frumheijanna. Ásgeir var mikið prúðmenni og kunni vel að fara með mannaforráð. Hann var virtur vel af undirmönnum sínum sem og öðrum sem hann hafði samskipti við. Það hefur verið íslenskri flugsögu mjög til framdráttar að hafa haft úrvalsmenn við uppbyggingu flugs á íslandi. Þar stóð Ásgeir fremstur í flokki og bar gæfu til þess að leiða þau verkefni sem hann tók að sér og leysti farsællega af hendi. Ég þakka Ásgeiri samfylgdina sem varði um fjóra áratugi og bar aldrei skugga á. Ég votta eiginkonu hans, bömum, tengdabömum og bama- bömum mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Ásgeirs Samú- elssonar. Aðalsteinn Dalmann Októsson. Ásgeir Samúelsson fyrrverandi yfir- flugvirki stundaði nám í Gagnfræða- skólanum á Akureyri og að loknu prófi hóf hann nám í rafvirkjun. Tveim árum seinna eða í október 1945 fór hann ásamt nokkrum öðrum Akureyringum ti! Bandaríkjanna og hóf flugvirkja- nám við Cal-Aero Technical Institute í Glendale í nágrenni Los Angeles. Ásgeir lauk námi i nóvember 1946 og réðst til Flugfélags íslands í árs- byijun 1947. Fyrstu árin hjá Flugfé- laginu tók Ásgeir virkan þátt í félags- málum Flugvirkjafélagsins, var þijú ár í trúnaðarráði og síðan kosinn for- maður félagsins 1952. Auk þess að Ásgeir starfaði sem flugvirki á þessum árum gegndi hann líka flugvélstjóra- störfum á Catalina- og Skymaster- flugvélum Flugfélagsins. Árið 1952 var hann ráðinn aðstoðarmaður Brands Tómassonar yfirflugvirkja og gegndi því starfi óslitið þar til hann tók við yfirflugvirkjastarfinu síðla árs 1967. Það ár voru gerðar margvísleg- ar skipulagsbreytingar á tæknideild Flugfélagsins í kjölfar tilkomu nýrra flugvélategunda. Ásgeir gegndi yfir- flugvirkjastarfinu í 19 ár, fyrst hjá Flugfélagi íslands en síðan eftir sam- einingu þess og Loftleiða 1973, hjá Flugleiðum. 1. október 1986 lét Ás- geir af störfum yfírflugvirkja en var ráðinn til að gegna ýmsum sérverkefn- um í tæknideild Flugleiða. Aðallega voru þessi verkefni tengd kaupum, sölu og leigu flugvéla frá erlendum aðilum og tæknilegum viðskiptum í því sambandi. Hann lét af störfum vegna starfslokaákvæða félagsins gagnvart fiugvirkjum 31. ágúst 1993. Ásgeir var mikið glæsimenni á velli og í allri framgöngu og vann störf sín af trúmennsku og festu. Þrátt fyrir það að vegna stöðu sinnar gætti hann fyrst og fremst hagsmuna vinnuveitandans var hann alla tíð fé- lagi í Fiugvirkjafélaginu og iét sér mjög annt um málefni þess. Flugvirkjafélag íslands þakkar langt og gott samstarf og sendir eiginkonu og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur. Oddur Ármann Pálsson. HÖRÐUR HARALDSSON - + Hörður Har- aldsson fæddist á Eyrarbakka á Svalbarðsströnd í Suður-Þingeyjar- sýslu 25. janúar 1921. Hann lést á Vífilsstaðaspítala að kvöldi 2. ágúst. Foreldrar hans voru Haraldur Gunnlaugsson síldareftirlitsmað- ur og verkstjóri, f. á Stóru-Borg í Vesturhópi í Vest- ur-Húnavatnssýlu 4. desember 1898, d. 2. mars 1992, og kona hans Guðný Guðlaug Jónsdóttir, húsmóðir, f. 21. júlí 1884, í Gilsárteigs- hjáleigu í Eiðaþinghá, d. 11. janúar 1977. Hörður ólst upp í foreldra- húsum á Akureyri, hjá skyld- fólki sínu á Þorgrímsstöðum á Vatnsnesi í átta ár og Ioks aftur hjá foreldrum sinum á Siglufirði, en þangað kom hann 1935 og átti þar heima í 15 ár þar til hann fluttist til Reykjavíkur. Hörður var elstur barna í stórum systkinahópi. Þau eru: Unnur, f. 26. september 1923, húsmóðir í Reykjavík, gift Þórði Kristjánssyni, húsa- smiði; Þuríður, f. 6. desember 1924, húsmóðir á Siglufirði, gift Bjarna Sigurðssyni, lög- reglumanni; Ágústa, f. 12. júlí 1927, húsmóðir í Hafnarfirði, gift Árna Guðmundssyni, skrifstofumanni hjá Prent- smiðju Hafnarfjarðar; Gunn- Iaugur Ingi, f. 7. september 1928, d. 23. mars 1992, síldar- matsmaður á Siglufirði, var kvæntur Önnu Vignis húsmóð- ur; Lórelei, f. 21. febrúar 1932, sjúkraliði í Reykjavík, gift Sig- þóri Lárussyni, kennara; og Herdís, f. 21. apríl 1938, sér- kennari í Kópavogi. Tvö systk- ini Harðar dóu börn, Gunn- laugur, f. 4. desember 1925, d. 17. júní 1926, og Regína, f. 26. desember 1936, d. 31. des- ember 1936. Þá átti Hörður tvær hálfsystur, aðra sammæðra, Ástu Þóru Valdimars- dóttur, húsmóður og ekkju í Reykja- vík, og hina sam- feðra, Kolbrúnu, húsmóður og hús- stjórnarkennara í Reykjavík. Hörður dvaldist á Siglufirði 1935- 1950, þar til hann fluttist ásamt fjöl- skyldu sinni til Reykjavíkur. Hann stundaði nám í skipasmíði við Iðnskóla Siglufjarðar og vann nokkuð að þeim ásamt ýmiss konar verkamannavinnu. Eftir að hann settist að í Reykjavík starfaði hann lengst af hjá Eimskip. Hörður kvæntist á Siglu- firði Svövu Jónsdóttur, f. 9. maí 1923, og eignuðust þau þijú börn. Hörður og Svava slitu síðar samvistum. Börn þeirra eru: 1) Inga Herdís, f. 4. október 1949, húsmóðir á Höfn í Hornafirði. Hún eign- aðist einn son, Jón, f. 23. ág- úst 1972, með fyrri manni sín- um, Þorvarði Jónssyni, en hann lést af slysförum. Seinni maður Ingu Herdísar er Einar Ingi Jóhannsson, sjómaður. Þau eiga þrjú börn: Hörð Sva- var, f. 7. október 1980, Jóhann Inga, f. 4. maí 1982, og ^ Guðnýju Guðleif, f. 8. janúar 1983. 2) Guðni Karl, f. 23. júlí 1954, starfsmaður Securitas, ókvæntur og barnlaus. 3) Heiðrún Elsa, f. 19. október 1956, sjúkraliði í Reykjavík, gift Heimi Skarphéðinssyni kjötiðnaðarmanni og smið. Þau eiga þrjá syni: Svavar Hörð, f. 7. febrúar 1980, Bjarna Rúnar, f. 5. ágúst 1982 og Heiðar Guðna, f. 3. maí 1987. Útför Harðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, og hefst athöfnin klukkan 15. En vit þú það, sem þreyttur er, og þú sem djúpur harmur sker, þótt hrynji tár og svíði sár að mest er miskunn Guðs. Og syng þú hveija sorgarstund þann söng um ást þótt blæði und og allt sé misst þá áttu Krist því mest er miskunn Guðs. (Sig. Ein.) Mikill aldursmunur okkar Harðar bróður mins eða 17 ár olli því fremur öðru að við vorum ekki ýkja náin systkini. Við höfð- um þó alltaf samband hvort við annað og vissum ætíð hvort af annars högum. Hörður var alla ævi mikill sjúk- lingur og oft mjög þjáður. Frá unga aldri þjáðist hann af liðagigt og síðar af sjúkdómi sem bagaði svo báða fætur hans, að hann varð örkumla og þurfti að styðj- ast við hækjur. Mér hnykkti við, þegar ég frétti í sumar að við veikindi hans hafði nú bæst sá illskeytti sjúkdómur krabbameinið. Mér þótti sem sami maður hefði nú þurft að þjást nóg. En krabbameinið réðst af svo mikill heift og harðýðgi á Hörð að innan fárra mánaða var hann allur. Hörður var vel greindur maður og námfús, en sökum sjúkleika gat hann hvorki beitt sér til fulls í námi né störfum. Hann var mjög bókelskur og sjór fróðleiks um sögu, landafræði og ýmsan þjóð- legan fróðleik. Hann var smekk- maður á íslenskt mál og átti auð- velt með að setja saman vísur, eins og faðir hans og margt föður- fólk gerði gjarnan. Hann flíkaði því þó ekki. Þegar hann tók að reskjast varð ættfræði eitt af áhugamálum hans og aflaði hann sér þekkingar á henni á námskeiðum. Þrátt fyrir mikið og langvar- andi sjúkdómsböl, var bróðir minn ekki alveg lánlaus maður. Hann giftist á Siglufirði Svövu Jóns- dóttur, f. 9. maó 1923, ogeignuð- ust þau þrjú mannvænleg börn, Ingu Herdísi, Guðna Karl og Heiðrúnu Elsu. Þótt Svava ogj^ Hörður slitu síðar sambúð sinm 'urðu börnin þrjú gleði hans og stolt í lífinu. Þá hlotnaðist honum einnig sú gleði að sjá myndarleg- an hóp barnabarna sinna, en eldri dóttir hans, Inga Herdís, á fjögur börn og sú yngri Heiðrún Elsa á þrjú. Þá auðnaðist Herði einnig að sjá eitt barnabarnabarn og var það honum enn frekari ánægja að það barn er alnafna móður hans, Guðný Jónsdóttir, dóttir Jóns elsta sonar Ingu Herdísar. Hörður var ástríkur og góður^ faðir og barnabörnum sínum var hann hlýr og ljúfur afi. Harðar er því sárt saknað af mörgum. Börnum hans og ástvinum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Megi heiðríkja og friður um- veQa minningu Harðar bróður míns. ^ Herdís Haraldsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.