Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ 36 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MINNINGAR t Ástkær afi okkar, JAKOB FRÍMANNSSON, lést þann 8. ágúst á hjúkrunarheimilinu Seli, Akureyri. Útförin verður auglýst síðar. Jakob Frimann Magnússon, Borghildur Magnúsdóttir og fjölskyldur. t Systir okkar og mágkona, KRISTBJÖRG JENNÝ SIGURÐARDÓTTIR frá Húsey; Kóngsbakka 16, Reykjavík, lést í Landspítalanum að morgni 5. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Guðrún Sigurðardóttir, Haukur J. Kjerúlf, Halldór Hróarr Sigurðsson, Guðrún Frederiksen, Aðalbjörg Sigurðardóttir, Eyþór Ólafsson, Katrin J. Sigurðardóttir, Skeggi Guðmundsson. t Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURÐUR GÍSLI GUÐJÓNSSON, Ljósalandi 23, Reykjavik, andaðist í Borgarspítalanum i 8. ágúst sl. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Reykjavík Hrefna Guðmundsdóttir og synir. t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SNORRI JÚLÍUSSON, Dalbraut 18, Reykjavík, lést í Landakotsspítala aðfaranótt 8. ágúst. Jarðarförin fer fram frá Laug- arneskirkju föstudaginn 11. ágúst kl. 13.30. Guðrún Snorradóttir, Jón K. Ingibergsson, Hilmar Snorrason, Guðrún H. Guðmundsdóttir og barnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐJÓNA ÁGÚSTA GUÐBJARTSDÓTTIR frá Flateyri, lést í Hrafnistu, Reykjavík, mánudaginn 7. ágúst sl. Hún verður jarðsungin frá Flateyrarkirkju, laugardaginn 12. ágúst kl. 14.00. Ebenezer Þ. S. Sturluson, Guðbjartur Sturluson, Þorgerður Jörundsdóttir, Vala Guðbjartsdóttir, Kristfn Anna Guðbjartsdóttir, Helgi Guðbjartsson, Gréta Sturludóttir, Sigurður Sveinn Halldórsson, Guðjón Sturla Halldórsson, t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, VALDIMAR ODDSSON, Norðurvangi 2, Hafnarfirði, er lést 3. ágúst, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 11. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Kristín Guðlaugsdóttir, Þröstur Valdimarsson, Ólöf Ragnarsdóttir, Hafdis Valdimarsdóttir, Snorri Þorsteinsson, Hrönn Valdimarsdóttir, Böðvar Guðmundsson, Þór Valdimarsson, Ásthildur Garðarsdóttir, Kristinn Valdi Valdimarsson, Hugrún Valdimarsdóttir, Karel Matthíasson, Guöbjörg Valdimarsdóttir, Gísli Ólafsson, Oddur Valdimarsson, Benedikta Hannesdóttir, Guðlaugur Valdimarsson og barnabörn. SÓLVEIG VILHJÁLMSDÓTTIR + Sólveig Vil- hjálmsdóttir fæddist í Reykjavík 10. mars 1947. Hún lést á heimili sínu í Skálatúni I Mos- fellsbæ 26. júlí síð- astliðinn. Foreldrar hennar eru Sigríður Ingimarsdóttir hús- freyja og Vilhjálm- ur Ámason hrl. Systkini Sólveigar em: 1) Guðrún, hjúkrunarfræðing- ur, gift Pétri Björnssyni, ræðis- manni. Þeirra dætur eru Marta Sigríður, Svava ög Valgerður. 2) Árni, hrl. kvæntur Vigdísi Einarsdóttur, líffræðingi. Þeirra dætur eru Hulda og Sól- veig. 3) Guðbjörg, námsráðgjafi, gift Torfa Tulinius, dós- ent. Þeirra börn eru Kári og Sigríður. 4) Arinbjöm, arkitekt, kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur, tónlistarkennara. Þeirra böm eru Þorsteinn og Stein- unn. Dóttir Arin- bjarnar er Arna. 5) Þórhallur, mark- aðsfræðingur, ókvæntur og barn- laus. Sólveig var heimilismaður í Skálatúni í Mosfellsbæ frá árinu 1955. Utför hennar fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Í ÚLFARSFELLI í Mosfellssveit eru klettar eða hamrar ofan grasi gró- innar hlíðar gegnt Esju og Faxa- flóa. Þessi hluti fellsins heitir Hamrahlíð. Þar neðar er mikið land og fagurt, er teygir sig allt til sjáv- ar. Á þessu undirlendi hafa verið bújarðir að fomu og nýju. Við skipt- ingu jarða í smábýli varð Skálatún til og var þar um nokkurn tíma rek- inn hefðbundinn búskapur, eða fram yfír miðja þessa öld, en Jón Gunn- laugson stjórnarráðsfulltrúi keypti býlið til þess að gera þar vangefnu fólki skjól og athvarf, og naut hann samstarfs við Góðtemplararegluna í því máli. Hann helgaði þessa heim- ilisstofnun minningu dóttur sinnar. í dag nefnist þessi staður Skálatúns- heimilið í Mosfellsbæ. Þar var heimili Sólveigar Vil- hjálmsdóttur í fjóra tugi ára. Þar lifði hún lífinu við leik og störf með öðru vistfólki, sem flest heyrir til þeirrar gerðar af manneskjum sem ekki mega sín mikils í lífsbaráttu. Aðstaða öll og umönnun á þessu heimili var þannig að ekki verður annað séð*en að Sólveig hafi lifað hamingjulífi öll þau ár, sem hún naut heilsu. Síðustu og erfiðustu árin drógu sérstaklega fram í dagsljósið hversu stórkostleg mildi og kærleikur býr hjá því starfsliði heimilisins er ann- aðist Sólveigu. Vinir og vandamenn komu í heimsókn í tíma og ótíma og sáu og fundu að ævinlega og stöðugt var vakað yfir líðan Sólveig- ar og henni sýnd slík nærgætni og ástúð auk fagmennsku á háu stigi að vart verður með orðum lýst. Kærleikur þessa góða fólks vekur trú á betri heim. Ég hygg að víða um lönd verði að leita til þess að finna hæli og athvarf sem standi framar Skálatúnsheimilinu í Mos- fellsbæ. Þótt Sólveig megi ekki mæla þá sendir hún og hennar fólk þessu heimili og öllum þeim er þar starfa, og hafa starfað, innilegar þakkir fyrir liðna tíð, með þeirri ósk að heimilið þjóni framvegis sem hingað til köllun sinni. Þakkir eru einnig færðar vist- mönnum í Skálatúni, svo og öllum þeim sem stutt hafa og stjórnað hladborð, íallegir salir og mjög góð þjónusta Upplýsingar í síma 5050 925 02 562 7575 FLUGLEIÐIR þessu starfi, þ.á m. samtökum um mannúðarmál og fólkinu í Mos- fellsbæ. Styrktarfélagi vangefinna verður aldrei fullþakkað, né heldur félagslegri samhjálparstefnu ís- lensku þjóðarinnar. Vilhjálmur Árnason. Sólveig elsta systir mín'er látin. Það eru sterkar tilfinningar sem bærast með mér þegar ég minnist hennar. Hlýja og ástúð fylgdu henni. Þótt hún byggi á Skálatúni frá átta ára aldri var hún alltaf nálæg. Solla kom oft heim um helgar og í sumar- leyfí. Hver hátíð byijaði á ferð upp að Skálatúni að sækja Sollu. Lengst af hefur mamma gefið sér mikinn tíma til að sinna málefnum þroska- heftra og var ein þeirra sem lagði homstein að þeirri velferð erþroska- heftir búa við í dag. Með krökkunum í Skálatúni bjó Solla í heimi sem hefur aðrar víddir, ólíkum þeim sem við hin hrærumst í. Þau koma á móti þeim sem heim- sækir með brosi og snertingu. Þar fara tilfinningar eftir beinum braut- um frá hjarta til hjarta. Við öll kveðj- um Sollu með trega og söknuði. Af mörgum vinkonum Sollu vil ég nefna Gullu, Súddu, Möggu Buddu og Gunnu herbergisfélaga hennar til margra ára. Síðustu mánuðina hafði Gaua vakandi auga með Sollu og gætti hennar, sérstaklega ef starfs- fólk var önnum kafíð. Síðustu tvö árin sem Solla lifði þurfti hún mikla umönnun og hjúkr- un, sem þroskaþjálfar og annað starfsfólk sinnti af þeirri natni og umhyggju er sá einn getur, sem ber virðingu og ást í brjósti til þeirra sem eru þurfandi. Ykkur öllum sendi ég samúðarkveðjur og þökk fyrir Sollu og ekki síst fyrir þá hlýju og skilning sem ég hef notið. Ég ætla að eiga minningarbrotin fyrir sjálfa mig og vona að það sem Solla gaf mér og mínum lifi með okkur alla tíð. Guðrún Vilhjálmsdóttir. Ég veit af blómum bláum í brekku móti sól sem guð á himni háum þar hefur gefið skjól. (Fr.G.) Elskuleg systurdóttir mín, Sól- veig Vilhjálmsdóttir, er látin. Fram í hugann streyma minningar og ég hverf 48 ár aftur í tímann og minn- ist eftirvæntingar og gleði yfir fæð- ingu lítils barns - fyrsta barnabarns foreidra minna, Sólveigar og Ingi- mars, og fyrsta systkinabams míns, sem veitti mér þann virðulega titil að verða móðursystir. Þetta var lít- il, ljóshærð stúlka, brosmild og björt, sem ég passaði oft. En það var eitthvað sem var ekki aiveg eins og það átti að vera. Smátt og smátt uppgötvaðist að þroskinn kom hægar en hjá öðrum börnum. Gleðin hvarf ekki en hún blandaðist trega yfir því sem hefði getað orðið. En gleðin yfír hverjum unnum sigri var mikil - hveiju spori, hveiju orði og brosið hennar Sollu, sem náði einnig til augnanna, var alltaf á sín- um stað. Gleðin hvarf ekki. Sóleig, systurdóttir mín, eða Solla eins og hún var alltaf kölluð, dvaldi fyrstu árin í foreldrahúsum en fór síðan til dvalar að Skálatúni í Mos- fellssveit, sem síðan varð hennar aðalheimili er fram Iiðu stundir. En hún slitnaði aldrei úr tengsium við fjölskylduna og heimilið. Hún var ríkari en margir aðrir, hún átti tvö heimili - tvær ijölskyldur og hún unni báðum. Um allar hátíðir og langdvölum á sumrin var hún heima í Njörva- sundi og hún var ómissandi þáttur í afmælum systkina sinna, sem báru hana á höndum sér og hún þau. Væri hún í bænum á afmælum frændsystkina sinna var hún sjálf- sagður gestur. Einn frændi hennar minnist hennar best þegar við kom- um í afmæli i Njörvasundið og hún kom niður stigann á móti okkur í fína kjólnum sínum með bros á vör. Ég minnist þegar ég kom svo í af- mæli á kvöldin, þá sat Solla oft í sófanum í stofunni og þegar hún sá mig klappaði hún á sætið við hliðina á sér og sagði „Ása“ og við sátum saman, héldumst í hendur og hún sagði mér á sinn hátt frá vinum sínum í Skálatúni. Solla tók ríkan þátt í lífi fjölskyldu sinnar og naut þess að að verða móður- og föðursystir. Hún var með alveg á hreinu nöfn frændsystkina sinna og skemmtilegast þótti henni þegar hún kom í heimsókn til okkar að skoða myndaalbúm með myndum af fólki sem hún þekkti. Fjölskylda Sollu átti lengi sumar- athvarf á Kirkjuhóli á Snæfellsnesi og þar naut Solla sín vel. Þar var alltaf mannmargt og ég minnist ynd- islegs tíma þegar við mörg úr móður- fjölskyldu hennar vorum þar saman komin í sól og sumaryl og ég man Sollu leiðandi afa og ömmu, sem unnu henni svo mjög og hún þeim. Ég held að þessi ljúfa frænka mín hafi verið hamingjusamur ein- staklingur á sinn hátt, annars vegar umvafín ástúð góðrar fjölskyldu og hins vegar góðs starfsfólks og vina sinna í Skálatúni. Og hún var alltaf ánægð þegar hátíðun\og fríum lauk að fara aftur heim að Skálatúni. Síðustu árin hrakaði heilsu hennar mjög og þá var hún umvafin kær- leika þess góða fólks sem annaðist hana. Foreldrar Sollu voru ein af stofn- endum Styrktarfélags vangefinna og við mörg í fjölskyldunni fylgdum á eftir þeim inn í þann félagsskap. Þau bæði, ekki síst Sigríður, systir mín, unnu um áratuga skeið mikið og óeigingjarnt sjálfboðastarf fyrir þennan málaflokk og þegar ég hugsa málið þá er það í rauninni Solla, sem er undirrótin að því að ég hef um aldarfjórðungs skeið unn- ið að málefnum öryrkja. Líf Sollu kenndi frændsystkinum hennar að við erum ekki öll eins þó við fæðumst öll á sama veg. Og þau eru ríkari en ella af þeim kynnum. Þetta er í stórum dráttum lífs- hlaup þessarar ljúfu systurdóttur minnar. Og nú er komið að leiðarlok- um. Eftir lifir falleg minning um ljóshærðu stúlkuna með bjarta bros- ið, sem frænka passaði á sínum ungu dögum. Sú minning geymist í gullakistu hjartans. En sú er vísust vömin, sem vemdar blómin smá að aðeins bestu börnin þau blóm í draumi sjá. Ég votta elskulegri systur minni, mági, syturbörnum mínum, sem áttu svo fallegt samband við hana og þeirra skylduliði dýpstu samúð minnar fjölskyldu. Ég samhryggist þeim við missi elskulegrar dóttur og systur en samgleðst þeim að hafa átt hana, sem auðgaði líf okk- ar allra á sinn hljóðláta hátt öll þessi ár. Blessuð sé minning Sólveigar Vilhjájmsdóttur. Ásgerður Ingimarsdóttir. Solla eins og hún var kölluð var einstakur gleðigjafi og alltaf þegar við hittumst var brosið hennar á sínum stað. Þegar ég hugsa til baka og minnist hennar hlýnar mér um
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.