Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 37
ORGUNBLAÐIÐ irtarætur og finnst mér hún hafí rt okkur öll að betri manneskjum. Solla var fyrsta barnabarn for- Ira minna og svo gerði hún mig föðursystur og fannst mér það íög merkilegt. Eg hef sjaldan séð llegra samband en það sem ríkti lli Sollu, foreldra hennar og stkina. Nú hefur hún kvatt þennan heim, r sem svo margir létu sér annt n hana. Hún var hvers manns igljúfi og naut lífsins á sinn hátt. Hvaðan komst þú litla ljúfa sál? Leystu þetta djúpa huliðsmál, Þú, sem lyftir hug á hærra svið, hjartans æðstu hvötum veitir lið. Þú ert gestur góðum heimum frá. Guðdómlegt er brosið þitt að sjá. Seg mér, vinur, áður allt er gleymt, er þar hvíldin, sem mig hefur dreymt? (Jakobina Johnson) Ég votta allri fjölskyldunni sam- i mína og bið guð að blessa minn- gu Sollu frænku. Margrét föðursystir. Með þessum fáu orðum langar ig til að minnast mágkonu innar, Sólveigar Vilhjálmsdóttur, m jarðsungin verður í dag frá igafellskirkju. Samband okkar uðbjargar systur hennar hafði :ki staðið lengi, þegar mér var ndur sá heiður að vera boðið að ima með „upp á Skálatún“ í heim- kn til Sollu. Ég var tæplega tví- gur og hafði aldrei haft kynni af lki eins og henni. Því var það ný ' lærdómsrík reynsla fyrir mig að ima á þetta vistlega heimili sem mgefnum hefur verið búið. Raun- 1 er það meira en heimili, því cálatún er samfélag út af fyrir sig eð mörgum bústöðum, vinnustað ' skóla, samfélag þar sem ég er :ki frá því að meiri virðing sé irin fyrir gildi og mannhelgi hvers nstaklings en víða annars staðar. Sólveig stóð þá á þrítugu og var blóma lífs síns, umkringd stall- 'strum úr hópi vistmanna, fjörugri eit sem alltaf virtist hafa nóg til I gleðjast yfir og ævinlega tók anni fagnandi. Einhvern tímann ;tta sumar man ég að við Guð- örg buðum Sollu og Súddu vin- )nu hennar í bíltúr. Þær vildu :yra inn í Mosfellsdal og fram- á Tjaldanesi, þar sem þær áttu ni. A leiðinni var mikið skrafað: n vinnuna og ferðalög, um æmmtanir í Tónabæ, stráka sem íman var að dansa við og margt ::ira sem gott var að ræða. Og lífs- eðin skein úr hverju tilsvari. Eftir 'olitla stund stoppuðum við og irum í stuttan göngutúr, sem lauk :gar einhver regngusan rak okkur 'tur upp í bíl, með tilheyrandi ítínuhljóðum þeirra vinkvenna. íðan var komið við í sjoppu og :ypt kók og súkkulaði og loks hald- heim á leið, allir himinlifandi eft- velheppnaða ferð. Svona var nú Jðvelt að hafa það skemmtilegt, :gar Solla var annars vegar, og drei var maður öðruvísi en í góðu capi eftir heimsókn til hennar. Hún hafði sérstaka nærveru, sem •fitt er að lýsa en sem mér finnst Hst hafa einkennst af náttúrulegri áttvísi, sem olli því að hún þrengdi :r aldrei upp á mann á nokkurn itt en krafðist þess að komið eri fram við hana af sömu kurt- si og henni var eðlislægt að sýna 3rum. Tækist það, kom tvennt í 5s, annars vegar mjög persónulegt copskyn, sem byggðist mikið á dpbrigðum, snöggum hreyfingum g skemmtilegum hljóðum og hins 3gar sérlega ríkur hæfileiki til að ita sér þykja vænt um sitt nánasta ilk: foreldra, systkini og frænd- ystkini og einnig okkur vensla- tenn hennar. Veggirnir í herbergi ennar voru þaktir myndum af essu fjölmenna liði og mér er sem ERFIDRYKKJUR P E R L A N sími 562 0200 MIIVININGAR ég heyri hana enn segja, með rödd sem var fremur djúp og eilítið hás, en jafnframt þýð og blíð: „Árni minn“ eða „Systa mín“ eða „Gugga mín“, með áherslu á seinna orðið og tilheyrandi lengingu sérhljóðans. Einnig er mér það minnisstætt, þegar sonur minn, Kári, var ný- fæddur og Sollu var boðið í heim- sókn til okkar, hvað hún gat sýnt þessum litla einstaklingi mikinn áhuga og einlæga blíðu. Þannig var hún einnig við Siggu dóttur okkar, og öll litlu systkinaböm sín, meðan hún hélt heilsu. Vafalaust skynjaði hún hjá þeim sama trúnaðartraust sem hún bar sjálf til þeirra sem í kringum hana voru. Fyrir nokkrum árum lagðist ótímabær ellihmmleiki yfir Sól- veigu og síðustu misserin var hún alveg úr tengslum við umhverfi sitt. Nú, þegar hún er öll, er eins og sá tími hafi verið numinn burt og eftir situr söknuður og tregi yfir því að hún skuli vera farin: að ekki sé leng- ur hægt að setjast hjá henni í fjöl- skylduboðum og spjalla við hana eða gantast, að geta ekki lengur átt von á upphringingu, þar sem hún pantar heimsókn, helst með kók og nammi, að geta einfaldlega ekki lengur notið samvista við hana. Því þótt það sem Solla skilur eftir sé ekki af því tagi sem oftast er talið upp í minningargreinum: glæsilegt heimili eða bú, myndarleg sveit af- komenda, mannfélagsframi af ein- hverri tegund, þá lætur hún eftir sig öllu dýrmætari fjársjóð: endur- minningar um fjölda góðra sam- verustunda, um birtu, hlátur og hlýju, sem yljar okkur, sem vorum svo heppin að þekkja hana. Torfi H. Tulinius. Það var á sumardegi fyrir 40 árum er undirrituð starfaði á Skála- túnsheimilinu, að átta ára gömul stúlka kom í fylgd foreldra sinna. Stúlkan var komin til þeSs að dvelja á heimilinu. Stúlkan var fædd með Down’s syndrom, og á Skálatúni átti hún að fá þá þjálfun og kennslu er í boði var. Stúlkan var Sólveig, sem kvödd er í dag. Aðlögun þeirra er komu til dvalar á slík heimili og stofnanir á þeim árum stóð ekki til boða og upplýsingar í lágmarki. Ég uppgötvaði nokkuð fljótt að fjölskyldan bjó í næsta nágrenni við heimili mitt og móðir stúlkunnar hafði þýtt og flutt spennandi og afar vinsæla framhaldssögu í út- varpið. Lítið grunaði mig þá hversu mikla samleið og samstarf við Sig- ríður, móður stúlkunnar, ættum eftir að eiga til margra ára og hversu vel ég átti eftir að kynnast þessari ágætu fjölskyldu. Sólveig aðlagaðist fljótt hópnum er fyrir var á heimilinu, enda nokkr- ir á sama aldri og með svipaða færni. Fyrstu minningar mínar um Sól- veigu eru um ljúfa, glaðlynda telpu, ætíð hlýðin og elskuleg. Leiðir skildu í rúmlega tvö ár, en þar kom að ég tók við forstöðu Skálatúnsheimilisins og í þeim áfanga vorum við Sólveig samferða í tæplega 14 ár. Minningar líða hjá, Solla í fínu amerísku kjólunum. Solla svo fín með uppsett hár, sem okkur fannst fara henni svo vel. Solla í jólasveina- gervi og í helgileikjum á foreldra- fundum. Solla í fyrsta fermingar- hópnum á Skálatúni. Solla að sýna mér hvernig hún bægði kríunni frá er hún dvaldi á Kirkjuhóli og hún hló mikið þegar ég sagðist ekki mundu vilja dvelja á Kirkjuhóli vegna kríunnar. Solla í handavinnu- stofu með verkefnin sín. Solla að aðstoða eftir getu sinni í borðstofu og innanhúss. Solla í hópi góðra vinkvenna sem hafa verið henni samtíða öll árin. Jrffi 6 fisdrvkkjur Veitin^ohú/ié Gfln-mn Sími 555-4477 Sólveig mín, alla ævina jafnljúf, góð og glaðlynd. Síðustu árin urðu henni og fjölskyldu hennar erfið. Sólveig missti sambandi við um- hverfí sitt. Ég sá Sollu mína síðasta sinni á 40 ára afmælishátíð Skála- túns. Hún sat í hjólastólnum sínum, líkamsburðurinn var skertur og engin viðbrögð voru við ávarpi mínu eða tali. Sólveig var svo lánsöm að eiga góða fjölskyldu, sem hún eyddi miklum tíma með, þrátt fyrir dvöl sína í Skálatúni. Fjölskyldu sem umvafði hana ástríki og skilningi. Ég hef oft á starfsferli mínum tek- ið afstöðu og framkomu þessarar fjölskyldu sem dæmi um kærleiks- ríkt og eðlilegt uppeldi, án ofvernd- unar. Sólveig var ætíð með á öllum fjölskyldusamkomum og uppákom- um í þessari stóru fjölskyldu. Sól- veig var elst sex systkina sem öll umgengust hana með virðingu og skilningi. Aldrei líður mér úr minni sagan af Árna bróður hennar sem hikaði ekki við að leyfa Sollu systur sinni að sitja inni og hlusta, þegar hann á táningsárum sínum var að æfa með hljómsveitinni sem hann spilaði í. Sollu langaði að vera með og hlusta, og það varð að virða. Hann fékk samþykki félaga sinna. Sólveig var eitt þeirra barna er var tilefni stofnunar Styrktarfélags vangefinna í Reykjavík 1958, en það var fyrsta félag þessa málefnis á landinu. Við Sigríður urðum meðal fyrstu stofnfélaganna og var Sigríður rit- ari félagsins í 17 ár. Sigríður, ásamt Sigríði Thorlacius sáu um mánaðar- lega fundi „kvenna í Styrktarfélagi vangefinna" í um tvo áratugi. Sig- ríður sat í stjórn dagheimilisins Lyngáss, fyrstu stofnunar Styrktar- félagsins, og var formaður í nokkur ár. Sigríður var einnig formaður stjórnar Bjarkaráss frá upphafi og á meðan sú skipan var við lýði eða í um áratug. Á þeim vettvangi hélt samstarf okkar Sigríðar áfram er ég lét af störfum í Skálatúni og tók að mér forstöðu Bjarkaráss. Vilhjálmur, faðir Sólveigar, sat í mörg ár í stjórn Skálatúnsheimilis- ins og Sigríður var í nefnd foreldra er unnu það þrekvirki að byggja sundlaug ásamt baðhúsi í Skálatúni og voru þau mannvirki vígð sumar- ið 1968. Sigríður haslaði sér völl og vildi kynnast málefninu og starfsemi foreldrafélaga á Norðurlöndunum og var fyrsta íslenska foreldrið er sótti norrænt þing um málefni van- gefínna. Sigríður sat í stjórn norrænu samtakanna í mörg ár, en á þeim vettvangi lagði Sigríður mikið til málanna. Foreldrar Sólveigar lögðu ekki árar í bát er dóttir þeirra vistaðist á stofnun. Þau héldu uppi merki þessa hóps, unnu fyrir málefnið. Vissu sem var að samtakamáttur- inn megnar mikils og stuðningur við aðra foreldra í sömu sporum var mikilvægur. Upplýsa þurfti almenning um stöðu, getu og hæfileika vangefins fólks. Mikið hefur áunnist á þessum fjörutíu árum. Ég vil þakka fjölskyldu Sólveigar vináttu og tryggð gegnum árin, það hefur verið mér ómetanlegt. Við Magnús sendum foreldrum, systkinum og öðrum aðstandendum innilegustu samúðarkveðjur. Magn- ús vill þakka foreldrum langt stjórn- arsamstarf og önnur störf í þágu málefnis fatlaðra. Guð blessi minningu Sólveigar. Greta Bachmann. ÍEíipÉfM Safnaðarheimili Háteigskirkju 'jw l Símí; J Vr 551 1399 ' V LSf FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 37 t Ástkær systir okkar, KATRIN EINARSDÓTTIR WARREN, lést 7. ágúst í Los Angeles. Elín Einarsdóttir, Ólafía Einarsdóttir, Guðmundur Einarsson og fjölskyldur. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, HELENA JÓHANNSDÓTTIR, Austurbergi 36, lést í Landspítalanum 8. ágúst. Útförin ferfram frá Fossvogskirkju mánudaginn 14. ágúst kl. 13.30. Valdís Andersen, Guðbrandur Bjarnason og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, RAGNARJÓNATANSSON, Laufási 8, Hellissandi, verður jarðsunginn frá ingjaldshólskirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 14.00. Elísabet Hildur Markúsdóttir, Kristinn Ásbjörnsson, Bjarni Hauksson, Margrét Stefanía Ragnarsdóttir, Jónas Jóhannesson, Jónatan Ragnarsson, Hugrún Ragnarsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Guðbjörg Ingveidur Ragnarsdóttir, Úlfar Ragnarsson og barnabörn. t Elskulegur sonur minn, faðir og bróðir okkar, HALLDÓR JÓHANNSSON, sem lést í Kaupmannahöfn 21. júlí, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 12. ágúst kl. 13.30. Ásdís Ásgeirsdóttir, Daníel Stefán Halldórsson, Jón Friðrik Jóhannsson, Sigurrós Sigurðardóttir, Sigríður Jóhannsdóttir, Hannes Kristjánsson, Viggó G. Jóhannsson, Eydis Ósk Hjartardóttir, Guðmundur J. Jóhannsson, Kristinn R. Jóhannsson, Sigurbjörg I. Magnúsdóttir. t Ástkær sonur okkar og bróðir, AUÐUNN HLÍÐKVIST KRISTMARSSON, Mávakletti 13, Borgarnesi, er lést af slysförum 2. ágúst, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju í dag, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim, sem vildu minnast hans, er bent á minningarsjóð Auðuns Hl. Kristmarssonar, tékkareikning nr. 3300 í Sparisjóði Mýrasýslu. íris Hliðkvist Bjarnadóttir, Kristmar Ólafsson, Bjarni Hliðkvist Kristmarsson. Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar niinnismerki. Áralöng reynsla. BSS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 . SlMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.