Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNUA UGL YSINGAR Vegna aukinna umsvifa óskar Domino’s Pizza eftir að ráða hresst fólk í sendlastörf sem fyrst. Nánari upplýsingar eru veittar á Grensásvegi 11. Upplýsingar eru ekki veittar í síma. m • o l__ z, DOMINO'S PIZZA Gullsmiður Gullsmíðaverslun í Reykjavík óskar að ráða gullsmið í vinnu kl. 13—18 alla virka daga. Starfssvið er að sjá um viðgerðir og einnig einhverja smíði. Þeir, sem hafa áhuga, vinsamlegast sendi upplýsingar um sig til afgreiðslu Mbl., merktar: „G - 10644“. Starf á ferða- skrifstofu laust á næstunni. Gott tækifæri fyrir dugleg- an starfskraft með reynslu til að bæta kjör sín í áhugaverðu starfi. Færni á tölvur áskil- in. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Sendið umsókn með mynd og greinargóðum upplýs- ingum til afgreiðslu Mbl., merkta: „Atvinna - VISTA 1995“. Öllum umsóknum verður svarað. Iþróttakennarar Staða íþróttakennara við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er laus til umsóknar. Ódýrt húsnæði og flutningsstyrkur. Upplýsingar gefur Guðmundur Þorsteinsson, skólastjóri, í síma 475 1159. Jón Bakan f Hafnar- firði Langar þig til þess að vinna á lifandi vinnu- stað með ungu og frísku fólki? Okkur vantar ferskt fólk í kvöld- og helgarvinnu við út- keyrslu. Láttu sjá þig á Fjarðargötu 11, Hafnarfirði. Jón Bakan, sími 564 3535. Frá Vopnafjarðar- skóla Kennara vantar við Vopnafjarðarskóla. Æskilegar kennslugreinar eru kennsla yngri barna og raungreinar. Flutningsstyrkur og niðurgreidd húsaleiga. Upplýsingar gefa skólastjóri, í símum 473-1108 og 473-1556, og formaður skóla- nefndar, í símum 473-1439 og 473-1499. Kennari Varmalandsskóli Heimilisfræði - sérkennsla - hannyrðir Kennarastaða við Varmalandsskóla, Borgar- byggð. í skólanum eru um 110 nemendur í 8 deildum. Varmalandsskóli er heilsdagsskóli með heimavist fyrir þá nemendur 6.-10. bekkjar sem það velja. Við leitum að áhugasömum og fjölhæfum kennara. Hafðu samband. Upplýsingar gefur Flemming Jessen, skóla- stjóri, í vinnusíma 435-1300, heimasíma 435-1302 og bréfsíma 435-1307. Verkmenntaskólinn á Akureyri Dönskukennarar! Dönskukennara vantar í Verkmennta- skólanum á Akureyri næsta skólaár. Umsóknir berist ekki síðar en 18. ágúst nk. Skólameistari. Afgreiðsla - bókaverslun Bóka- og ritfangaverslun óskar að ráða traustan og lipran starfskraft til afgreiðslustarfa. Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 16. ágúst, merktar: „Framtíð - 100“. Framtfðarstarf Stórt fyrirtæki á Stór-Reykjavíkursvæðinu vill ráða vaktstjóra til afgreiðslu- og þjónustu- starfa sem fyrst. Við viljum gjarnan fá umsóknir frá fólki sem hefur reynslu af verslunar- og/eða þjón- ustustörfum, er tilbúið til að takast á við krefjandi verkefni og getur unnið vaktavinnu. Guðni Jónsson annast móttöku umsókna og veitir nánari upplýsingar á skrifstofu sinni, Háteigsvegi 7, Reykjavík, til næsta þriðjudags. Guðní Tónsson RÁDGTÖF & RÁÐNINGARÞIÓNUSTA HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22 ■» ' SlllCa auglýsingar Ræstingadeild Securitas óskar að ráða í eftirtalin störf: Fastráðnar afleysingamanneskjur Hjá okkur starfa nú 8 fastráðnar afleysinga- manneskjur, sem sjá um að leysa aðra af í veikindum o.þ.h. Okkur vantar nú tvo starfs- menn til viðbótar í afleysingar. Viðkomandi þarf að hafa bíl til umráða, vera eldri en 25 ára og hafa nokkra reynslu af ræstingum. Vinnutími er frá ki. 16.00. Ræstingastörf í Garðabæ Hér vantar okkur nokkra duglega og vand- virka einstaklinga. Vinnutími 5 daga vikunnar frá kl. 17.00. Æskilegt er að viðkomandi búi í Garðabæ, Hafnarfirði eða á Álftanesi og sé á aldrinum 25-50 ára. Reynsla af ræstingum æskileg. Ræstingastörf Okkur vantar ræstingafólk til starfa í Reykja- vík og Kópavogi. Vinnutími 8.00-12.00 eða frá kl. 16.00. Leitað er að fólki á aldrinum 20-50 ára, sem er samviskusamt og natið. Ofantalin störf eru laus frá 1. september nk. Frekari upplýsingar um ofangreind framtíðar- störf og umsóknareyðublöð fást hjá Guðrúnu Gísladóttur, Síðumúla 23, milli kl. 10.00 og 12.00 til og með 14. ágúst nk. Ræstingadeild Securitas hf. er stærsta fyrirtækiö hérlendis á sviði ræst- inga- og hreingerningaþjónustu. Hjá ræstingadeildinni eru nú starfandi á fjórða hundraö starfsmanna er vinna við ræstingar á vegum fyrirtækisins víðsvegar í borginni og nágrenni. Leikskólakennarar óskast í Hveragerði Leikskólakennara eða starfskrafta vantar á leikskólana Óskaland, frá 15. ágúst nk., og Undraland, frá 1. september nk. Upplýsingar gefa leikskólastjórarnir Gunnvör Kolbeinsdóttir, sími 483 4139 og Sesselja Ólafsdóttir, sími 483 4234. Forstöðumaður æskulýðsmiðstöðvar - kennari - Auglýst er staða forstöðumanns æskulýðs- miðstöðvarinnar TÓPASAR, Bolungarvík, sem jafnframt getur tekið að sér kennslu við Grunnskóla Bolungarvíkur. Upplýsingar um starfssvið og launakjör gefur Anna Edvardsdóttir, aðstoðarskólastjóri, í vinnusíma 456-7249 og heimasíma 456-7213. §Hjálpræðis- herinn K'r^*us>ræt'2 Lofgjörðarsamkoma kl. 20.30. Daníel Óskarsson stjórnar, Miriam Óskarsdóttir talar. Allir velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Helgarferðir 11.-13. ágúst: 1. Þórsmörk. Gist í Skagfjörðs- skála. Gönguferðir um Mörkina. 2. Gengið yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk (8 klst. ganga). Gist í Þórsmörk. Dagsferðir: Laugardag 12. ágúst kl. 8.00: Gönguferð á Heklu (gangan tek- ur 8 klst.). Verð kr. 2.500. Sunnudag 13. ágúst kl. 8.00: Þórsmörk - dagsferð - verð kr. 2.700. Kl. 9.00 Brúarárskörð - Högn- höfði. Skemmtileg gönguferö meðfram Brúará og á Högn- höfða (1030 m). Kl. 13.00: Lakastígur - Litli Meit- ill (v/Þrengsli). Létt gönguferð fyrir alla fjölskylduna. 18.-20. ágúst: Árbókarferð á Hekluslóðir (3 dagar), sérstak- lega tileinkuö árbók F.(. 1995. Ferðin er í samvinnu við Hið ís- lenska náttúrufræðifélag. Ferðafélag íslands. Skíðamenn 30 ára og eldri Munið mótið í Kerlingafjöllum um helgina. Nefndin. \f i *s% IMJ 5 lallveigarstíg 1 « simi 561 4330 Fimmtud. 10. ágúst Kl. 18.00 Undirbúningsfundur fyrir Landmannalaugar-Bása 15.-20. ágúst, á Hallveigarstíg 1. Dagsferð laugard. 12. ágúst Kl. 09.00 Skjaldbreiöur, fjalla- syrpa, 5. áfangi. Dagsferð sunnud. 13. ágúst Kl. 10.30 Vitaganga. Gengið út í Gróttu og fariö í vitann. Brott- för frá BSl, bensínsölu, miðar við rútu. Einnig uppl. í Texta- varpi bls. 616. Helgarferðir 11 .-13. ágúst 1. Fjölskylduhelgi í Básum. Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára. Pylsuveisla, ratleikur o.fl. innifalið. Miðar óskast sóttir. Fararstjórar Fríða Hjálmarsdótt- ir og Pétur Þorsteinsson. 2. Jarlhettur - Hagavatn. Ekið að Hagavatni og gist þar. Geng- ið á Tröllhettu. Á sunnudags- morguninn er ganga að Leyni- fossgljúfri. Fararstjóri Gunnar Gunnarsson. 3. Fimmvörðuháls. Fullbókað, miðar óskast sóttir. Fararstjóri Ingibjörg Eiríksdóttir. Nánari uppl. og miðasala á skrifstofu Útivistar, Hallveigarstíg 1. Útivist.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.