Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 45 _______BRÉF TIL BLAÐSINS_ Auðvitað voru kjarn- orkuvopn á Islandi Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: UNDARLEG en hefðbundin er umræðan um hvort kjarnorkuvopn hafi verið í fórum Bandaríkja- manna á íslandi eða ekki. Allir Islendingar vita undir niðri og ræða sín á milli í einkasamtölum að við sjálfir höfum alls engar for- sendur til þess að hafna þessari staðreynd eins Jóakims-frænda- lega og íslenski utanríkisráðherran gerir svo afdráttarlaust á baksíðu Moggans hér um daginn. Og flest- ir viðurkenna líka óopinberlega að yfirgnæfandi líkur séu á að vopnin ýmist séu hér, eða í það minnsta hafi verið þegar þeim Bandaríkja- mönnum hentaði margra hluta vegna í kalda stríðinu sínu. Svipað hefur komið í ljós hjá nágrönnum pkkar Grænlendingum nýverið. A íslandinu góða er öllu alltaf neit- að. Og hvorki lögin, leikreglurnar, stjórnarandstaðan eða fjölmiðlam- ir hafa eirð eða dug í sér til að leiða hið sanna í ljós örlítið betur frekar en venjulega. Annað er að sjálfsögðu uppi á teningnum í gamla móðurlandinu okkar Dan- mörku sem fyrr í svona málum. Staðreyndin er hins vegar sú, að sífellt þrengist hringurinn að þeim vísbendingum sem við her- stöðvaandstæðingar höfum alltaf bent á: Kjarnorkuvopn hafa ýmist verið eða eru geymd reglulega hér á landi um lengri eða skemmri tíma af bandaríska setuliðinu sem hér hefur illu heilli dvalið í meira en hálfa öld í dag. Um þetta geta menn deilt í opinberum viðtölum, en langflestir viðurkenna í einka- samtölum að hið gagnstæða sé langtum líklegra af ýmsum óopin- berum upplýsingum að dæma. Sem dæmi þá er það staðreynd að reglulega koma ýmist í lengri eða skemmri viðdvalar ákveðnar herþotur Bandaríkjahers til Kefla- víkurflugvallar sem örugglega hafa þessi eða svipuð vopn innan- borðs. Þetta sést m.a. best á því að sumum þessara hervéla er gætt af fádæma árvekni allan sólar- hringinn af fjölda hermanna með alvæpni, á sama tíma og öðrum og stundum alveg eins vélum er lítið sem ekkert gætt þegar þær eiga hér lengri eða skemmri við- dvöl. Og hvers vegna halda menn að á því standi? Það er ekki nema eitt svar við því, og það er það að einhver búnaður í þessum vafa- sömu hervélum Kanans er fádæma hættulegur. Svo hættulegur sem dæmi að nánast ógerningur er fyr- ir fuglinn fijúgandi að koma ná- lægt þessum vígtólum án þess að verða skotinn niður í sömu andrá. Þessi litla staðreynd ásamt mörgum öðrum upplýsingum vest- anhafs (s.s. handbókin fræga sem lak út úr stjórnkerfinu vestra hér um árið þar sem kjarnorkuvopn Bandaríkjamanna erlendis voru merkt inn á - með að sjálfsögðu stórum hring utan um Keflavíkur- stöðina sem dæmi) segja það með öllu mögulegu móti að hér séu eða í það minnsta hafi reglulega verið kjarnorkuvopn um lengri eða skemmri tíma. Um þetta á ekki að þurfa að deila lengur. Við eigum að hætta þessum kalda stríðsleik síðastir allra strax og horfast í augu við staðreyndir. Opinberar yfirlýsingar embættis- manna setuliðsins eða bandaríska varnarmálaráðuneytisins, að ekki sé nú minnst á hinn hlægilega kattaþvott íslenska utanríkisráðu- neytisins í málinu, eru nákvæm- lega jafn hjáróma og allar yfirlýs- ingar þeirra Bandaríkjamanna um Thulestöðina í Grænlandi voru - allar götur þar til upplýsingarnar merkilegu sluppu út úr kerfínu þar, mest fyrir algera slysni. Því er tillaga Ólafs Ragnars Grímssonar í Utanríkismálanefnd Alþingis þess efnis að við íslend- ingar setjum á fót okkar eigin sér- fræðinganefnd sem kalli til alla þá fræðinga heimsins sem til þarf, til að vita hið sanna í málinu - svo sannarlega tímabær tillaga. Og þó fyrr hefði yerið. Við verðum að fara að hætta að lifa í kalda stríðsleiknum áfram. Annað er ekki sæmandi neinni hugsandi þjóð. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. V erum j ákvæðari Frá Hallgrími Sveinssyni: ÞEGAR verslunarmenn halda há- tíð og reyndar öll íslenska þjóðin er vert að rifja upp að Jón Sigurðs- son var helsti baráttumaður frálsr- ar verslunar á íslandi. Var hann um tima verslunarþjónn í Reykja- vík og kynntist þá glöggt af eigin reynd, hvílíkt álag var á verslun- inni. Að loknu stúdentsprófi réðst hann til starfa hjá Knudtzonsversl- un, sem var staðsett í Hafnar- stræti, þar sem síðar reis Edin- borg. Föðurbróðir hans og síðar tengdafaðir, Einar Jónsson borg- ari, var þar verslunarstjóri. Hann var einn helsti athafnamaður í Reykjavík um skeið, en kaupsýsla og búhyggindi voru áberandi í ætt Jóns Sigurðssonar. Þorlákur Ó. Johnson, einn sérstæðasti frum- herji íslenskrar verslunar, var einnig náskyldur Jóni, svo annað dæmi sé nefnt. Þorlákur kynntist enskum verslunarmönnum fyrir forgöngu Jóns frænda síns og átti síðar verslun í Hafnarstræti, sem í þá daga nefndist Strandgata. Hann tók upp á að auglýsa vörur sínar. Þar gátu menn meðal ann- ars keypt „bijóstsysturinn ljúfa“ og „eldspýturnar þægilegu“ og „vöruprufur“ og vörulistar voru nýjungar sem þessi eldhugi ís- lenskra verslunarmanna fitjaði manna fyrstur upp á. Fyrstu ádeiluritgerðina skrifaði Jón Sigurðsson 1840 og var það svargrein gegn Knudtzon kaup- manni, fyrrum húsbónda hans, sem hafði farið með staðlausa stafi um verslun á íslandi í grein í danska blaðinu Köbenhavnspost- en, en Jón hafði rannsakað versl- unarsögu íslands ofan í kjölinn í skjalasöfnum dönsku stjórnarinn- ar og beitti nú í fyrsta skipti þekk- ingu sinni um verslunarhagi ís- lands. Jón Sigurðsson benti ítrek- að á, að verslunarfrelsi væri undir- staða þjóðfrelsis og sagði í bréfí: „Þú heldur að einhver svelgi okkur. Látum þá alla svelgja okk- ur í þeim skilningi, að þeir eigi við okkur kaup og viðskipti. Frels- ið er ekki í því að lifa einn sér og eiga ekki viðskipti við neinn. Frels- ið kemur að vísu mest hjá manni sjálfum, en ekkert frelsi sem snert- ir mannfélagið kemur fram nema í viðskiptum og þau eru því nauð- synleg til frelsis." Hinn 1. apríl 1855 var algert verslunarfrelsi lögtekið á íslandi og eru því liðin 140 ár frá þeim atburði. Þessi áfangi í sjálfstæðis- baráttu landsins hafði kostað lát- lausa baráttu Jóns Sigurðssonar og samheija hans, en margir af hans traustustu stuðningsmönn- um voru einmitt verslunarmenn. HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Frá Gunnari Ólafssyni: ÉG HEFI stundum skrifað smá- pistla í Morgunblaðið þegar mér hefur ofboðið nánasarháttur og umkvörtunartónn landans. Að sumu leyti má um kenna ágengni svokallaðra „fréttamanna“ sem sumir hveijir reyna að ná svörtustu svartsýni út úr viðmælendum sín- um, og halda að þeir séu með því að sýna okkur hinum í raun hvað um er að ræða. Mér er minnisstætt, að eitt sinn þgear Hekla gaus sögðu bændur á ofanverðu landi að afrétturinn væri gjörsamlega ónýtur, hvorki meira né minna. Hvað hefðu þeir sagt hefðu þeir verið uppi þegar allur Þjórsárdalurinn lagðist í eyði og ég segi og skrifa lagðist í eyði? Við lifum í harðbýlu landi, það vitum við öll. Hvað svo nú þessa viku? Skaftá hljóp og þá er allt í fári, leir yfir allt, í framhaldi fýkur sandur yfir allt, tún skemmast og ónýtast, brýr og vegir skemmast; sem sagt allt ónýtt og ómögulegt. Auðvitað er ekki gaman að verða fyrir búsifjum á nokkurn hátt. íslendingar eru sem betur fer varkárir og, meira að segja, mér liggur við að segja hræddir við nátt- úru(hamfarir) þessa lands. Það er e.t.v. það eina góða við þetta. Þeir búast alltaf við hinu versta, þá er það að skaðinn sem skeður er ekki svo slæmur eftir allt, hann gæti hafa verið verri. Ég legg til að breyta öllu þessu alfarið. I stað þess að „fréttamenn“ spyiji „Er ekki allur afrétturinn alfarið ónýtur um ókomin ár“ segi þeir að þetta séu jú slæmar búsifjar en hvenær haldi maðurinn að þeir geti farið að nýta afréttinn til beit- ar aftur. (Hvaða vit hafa „frétta- menn“ svo sem á því hvort eða hvenær afréttur er beitarfær - oft- ar en ekki hafa þeir ekki komið nær honum en svo sem einhver hundruð kílómetra.) Þetta væri miklu jákvæðari af- staða til vandans. Ég man einnig eftir mynd frá Heklugosi 1947 þegar a.m.k. fet af ösku var á jörðu -í Múlakoti. Allt- af jafnar jörðin sig. Minnumst einn- ig Skaftárelda en jörðin jafnaði sig samt. Tíminn hefur ólíklegustu áhrif á allt líf á jörðinni. Gosið í Vestmannaeyjum er sér- mál. Hver annar en Ólafur Jóhann- esson sagði með þunga í sjónvarp- inu „Vestmannaeyjar skulu byggj- ast á ný“ og hverjir nema Vest- mannaeyingar og allra bjartsýnustu aðrir menn lögðu trúnað á hans orð? Einn góðan veðurdag gýs á Reykjanesi. Dettur nokkrum manni í hug að þar sé allt kulnað og dautt? Síðasta hraungos er u.þ.b. 1.000 ára gamalt; og hve mörg eru hraun- in þar? Hvað með Bláfjöll og Hengils- svæðið? Hvað með Heklugos fyrir árið 1000? Hvað með „Veiðivatna- gosið“? Hvað með svo sem eitt ann- að hamfarahlaup niður í Axarfjörð? Ef menn eru eilíflega kvartandi undan einhveijum pusum úr fjöllum eða úr ám ættu þeir að hugsa betur um hvað hefur áður hér á landi skeð og hvers menn máttu vænta. Formóðir mín ásamt manni sín- um mátti flytja bæinn sinn þrisvar sinnum vegna sandfoks. Ekki hefur það verið lítið verk fyrir þau hjónin. Þau áttu mergð bama en mörg þeirra dóu, frá því að vera dagsgömul til nokkurra missera. Tekið var til þess að móðir manns hennar var nær sextugu þegar þau fluttu fyrst í bæinn og var þó talin nokkuð ern. Tökum upp bjartara hjal. Látum ekki kaffærast í bölsýnishugsunum. Nógu erfítt er nú brauðstritið samt. GUNNAR ÓLAFSSON, Traðarlandi 14, Reykjavík. evKO rslun BYKO og Byggt og Búi ðast stór og smá heimilistaek hagstæðu verði. Ariston kæliskápur E DF 240 Rúmmá! 230 litrar. Kaalir185 lítrar. Frystir 45 lítrar. Tvær hurðir, trystir að ofan. Kr. 45.200 jp|| pfp w Ariston kæliskápur E RF 275 Rúmmál 270 litrar. Kælir 190 lltrar. Frystir 80 lltrar. Tvær hurðir, frystir að neðan. Kr. 54.900 Ariston kæliskápur E ME 140 Rúmmál 140 lítrar. Kælir 131 litri. Frystir 9 lítrar Ein hurð, innbyggður frystir. -------------•MHT.n.f.MV Kr. 29.800 lŒSŒÞ: » Skiptiborð 515 4000 mmmmmmimmmÞ Skiptiborð 515 4000 Hólf og gólf, afgreiðsla 515 4030 Almenn atgreiðsla 555 441 1 Almenn afgreiðsla 562 9400 Almenn afgreiðsla 568 9400 Grænt númer 800 4000 ARISTON Falleg, sterk og vönduð ítölsk heimillstækl BYGGTOBUlÐ K R DV DUai N G L U N N Jón Sigurðsson o g frjáls verslun X
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.