Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þröstur náði síðasta áfanganum SKÁK Opna Péturs Gauts-mótiö GAUSDAL, NOREGI 29. júlí - 4. ágúst. ÞRÖSTUR Þórhallsson á nú aðeins eftir að uppfylla stigalág- mark FIDE til að verða útnefndur níundi stórmeistari íslands í skák. Þröstur sigraði á Péturs Gautsmót- inu í Gausdal I Noregi sem lauk á föstudaginn og náði þar þriðja og — síðasta áfanga sínum. Þröstur náði einmitt áfanganum á þessu sama móti árið 1991. Þann næsta hreppti hann á móti í Englandi í fyrra. Úrslit mótsins: 1. Þröstur Þórhallsson 7 v. 2. -4. Sutovsky, ísraei, Sulskis, Litháen og Heine-Nielsen, Dan- mörku 6'/2 v. 5.-8. Margeir Pétursson, Emms, Englandi, Rausis, Lettlandi og Ziijberman, Israel 6 v. 9. -16. Héðinn Steingrímsson, Gausel, Djurhuus, Dannevig, Elsness og Tönning, Noregi, Lyrberg, Svíþjóð, og Westerin- en, Finnlandi 5'/2 v. í hópi þeirra sem hlutu 5 vinn- inga voru stórmeistararnir Jansa, Tékklandi, Ernst, Svíþjóð og M. Ivanov, Rússlandi. Bragi Halldórsson hlaut 4'/2 v. og Kristján Eðvarðsson 3 '/2 v. Þröstur tefldi af öryggi og var aldrei í taphættu, þótt það væri ekki nein lognmolla í skákum hans frekar en fyrri daginn. Af hinum íslendingunum er það að segja að undirritaður gerði alltof mörgjafn- tefli snemma móts, þótt staðan hafí lagast nokkuð með sigrum á stórmeisturunum Westerinen og Jansa. Héðinn byijaði, tapaði tveimur af þremur fyrstu skákun- um, en vann síðan fjórar í röð. Bragi Halldórsson tefldi fulldjarft og Kristján Eðvarðsson byijaði vel, en sá ekki til sólar gegn mjög erfíðum andstæðingum seinni hluta mótsins. Mótin í Gausdal eru einmitt til þess ætluð að gefa skákmönnum á uppleið tækifæri til að vinna sér inn titla og Þröstur hefur svo sann- arlega nýtt sér þau. Alþjóðlegum meisturum er raðað gegn stór- meisturum í fyrstu umferðunum til að auka möguleikana. Strax í fyrstu umferð náði Þröstur að leggja danska stórmeistarann Pet- ~y er Heine Nielsen auðveldlega að velli: Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Peter Heine Nielsen Miðbragð 1. e4 - e5 2. d4 - exd4 3. Dxd4 - Rc6 4. De3 - Rf6 5. Bd2 - Be7 6. Rc3 - d5 7. exd5 - Rxd5 8. Dg3 - Rxc3 9. Bxc3 - Bf6 10. Bxf6 - Dxf6 11. 0-0-0 - 0-0 12. Rf3 - Bf5 13. Df4 - Had8?! Svartur á við nokkur vandamál að stríða í þessari stöðu eins og kom í ljós í einni af einvígisskák Adams og Anands í Linares sl. haust. Indveijinn snjalli kaus að taka á sig erfítt endafl með 13. - Hae8 14. Bd3 - Bxd3 15. Dxf6 - gxf6 16. Hxd3, en hélt jafntefli um síðir. Athyglisverður möguleiki er 13. - Dg6! því 14. Rh4 er vel svarað með 14. - Dg4. 14. Bb5! - Be6? Fer út í gersamlega vonlaust endatafi þar sem öll svörtu peðin verða tvípeð og eða stök. 15. Dxf6 - gxf6 16. Bxc6 - bxc6 17. Rd4 - Hd6 18. b3 - f5 19. Hhel - Bd7 20. He5 - Hd8 21. Hd3 - Hd5 22. Hxd5 - cxd5 23. Hc3 - Hc8 24. Rc6 og svartur gafst upp. Uppgjöfin gæti virtst með fyrra fallinu, en eftir 24. - Bxc6 25. Hxc6 tapar svartur fljót- lega peðum í hróksendataflinu vegna hörmulegrar peðastöðu sinnar. Eftir þessa óskabyijun vann Þröstur ísraelska kvennameistar- ann Önnu Segal sem hefur 2.335 stig. Hann var þá efstur ásamt stigalausum hollenskum skák- manni og urðu þeir að mætast í þriðju umferð. Það er hins vegar afar slæmt fyrir menn á titilveiðum að þurfa að mæta stigalausum andstæðingum, því þeir reiknast með aðeins 2.000 stig. Jafnvei þótt skákin vinnist minnkar það samt möguleikana. Eftir mikið þóf tókst Þresti að yfírbuga Hollend- inginn sem féll á tíma eftir langt og strangt endatafl. Þröstur hafði þá hrók og riddara gegn hróki andstæðingsins sem er fræðilegt jafntefli. Næst kom jafntefli við lettneska stórmeistarann Rausis og síðan fór í hönd erfiður dagur er tefldar voru tvær skákir. Um morguninn vann Þröstur sænska alþjóðameist- arann Lyrberg örugglega og um kvöldið lagði hann allt undir gegn ungum og efnilegum ísraelsmanni: Hvítt: Emil Sutovsky Svart: Þröstur Þórhallsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - Rf6 6. Bg5 - Bd7 7. Dd2 - Hc8 8. f4 - Rxd4 9. Dxd4 - Da5 10. e5 - dxe5 11. fxe5 - e6 12. 0-0-0 - Bc6 13. Rb5!? Hvassasti leikurinn. Karpov lék 13. Bb5 gegn Balashov fyrir aldar- flórðungi og Júdit Polgar hefur nýlega kosið 13. Bc4. 13. - Bxb5 14. exf6 - g6 Hér hefur áður verið leikið 14. - Bc6 sem hvítur svarar með 15. h4. Nú ætti hvítur líklega að velja leikaðferðina 15. Bd2 - Da6 16. Bxb5 Dxb5 og stendur eitthvað betur vegna betri liðsskipunar. 15. h4 - Bc6 16. Bc4 - Bc5 17. De5 - Bb4 18. Dxa5? ísraelsmaðurinn ofmetur greini- lega færi sín eftir h-línunni. Eftir drottningakaupin stendur svartur betur. Rétt var 18. De3 og staðan er afar tvísýn. 18. - Bxa5 19. h5 - gxh5 20. Hxh5 - Bxg2 21. Bb5+ - Bc6 22. Bxc6+ - Hxc6 23. Bh6 - Bc7 24. c3 - Hg8 25. Bg7 - Hd6 26. Hdhl - Kd7 27. Hxh7 Hvítur hefur loksins náð h7 peð- inu, en það hefur verið alltof dýru verði keypt. Biskupinn á g7 stend- ur vægast sagt hörmulega. Svartur stendur til vinnings. 27. - e5 28. H7h5 - Ke6 29. Hel - Hd3 30. Kc2 - Hgd8 31. He2 - Hf3 32. Hh4 - Hd7 33. Hh8 - Hd8 34. Hh4 - Bb6 35. a4 - Hf2! 36. Hxf2 - Bxf2 37. Hb4 - Hd7 38. a5 - Kf5 39. Hc4 — e4 40. Hc8 - Bh4 41. Hc5+ — Kg4 Hér fór skákin í bið. 42. c4 - e3 43. He5 - Kf4 44. He8 - Kf3 45. Bf8 - Bxf6 46. Bc5 - Bd4 47. Bxd4 - Hxd4 48. a6 - bxa6 49. c5 - Hd2+ 50. Kc3 - Hdl 51. c6 - e2 52. c7 - el=D+! og Sutovsky gafst upp. Þar með var Þröstur á auðum sjó og þijú örugg jafntefli í síðustu skákunum tryggðu áfangann. Margeir Pétursson ÍDAG Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og varð ágóðinn 1.126 krónur. Þau heita Kristín Björk Einars- dóttir og Gunnar Már Jónsson. ÞESSAR glaðlegu stúlkur héldu hlutaveltu nýverið og söfnuðu fé til styrktar Rauða krossi Islands að upphæð kr. 2.763. Þær eru frá vinstri: Silja, Heiðrún og Asta Guðrún. ÞESSAR duglegu stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi Islands og varð ágóðinn 2.050 krónur. Þær heita Dagný Daníelsdóttir og Hólmfríður Birna Sigurðardóttir. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Um Búddhamunka KONRÁÐ Friðfínnsson hringdi með eftirfarandi: Eins og menn vita þá eru til mörg trúarbrögð í heiminum og sumir menn tilbiðja Búddha. Það vakti athygli mína í fréttum nýverið að nokkrir búddhamunkar báðust fyrir, fyrir fram- an risastórt líkneski af þeim sem þeir tilbiðja og þeir voru að biðja Iík- neskið fyrirgefningar vegna þess að þeir vildu þrífa það. Eg spyr: Er von til þess að meistari sem ekki getur þrifið sig sjálfur, heyri bænir manna? Ég segi: Nei, betra er að hafa lifandi guð sem heyrir og veit hvað maður er að tala um, og heyrir bænir einnig. Jesú Kristur er svarið. Með þessum orðum vil ég móðga neinn, en þetta kom svona upp í huga minn er ég sá fréttina. Að sjálfsögðu mega menn trúa því sem' þeir vilja, en ég trúi á Jesú Krist. Tapað/fundið Úr tapaðist KVENMANNSÚR með svartri leðuról tapaðist í miðbænum eftir hádegi sl. föstudag. Skilvís finnandi vin- samlega hringi í síma 555-3574. Stígvél töpuðust við Skógarfoss SVÖRT glæný Nokia stígvél númer 34, urðu eftir á bílaplaninu við Skógarfoss sl. föstudag kl. 16. Skilvís fínnandi er beðinn að hafa sam- band í síma 557 9239. BRIDS Umsjón Guðm. l'áll Arnarson ÚTSPILSDOBL á slemm- um hafa sína skuggahliðar. Ein er sú að makker á ekki alltaf auðvelt með að finna útspilið, þrátt fyrir „leið- beininguna“. Önnur og al- varlegri ógnun stafar þó af andstæðingunum, sem eiga það til að taka mark á do- blinu og flytja sig úr von- lausum tromplit í sex grönd, sem vinnast svo vegna þeirra upplýsinga sem doblið gaf. Þriðja hætt- an er redoblið! Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á853 ¥ Á82 ♦ K7 ♦ DG52 Vestur ♦ D9 ¥ D1097543 ♦ 532 ♦ 4 Austur ♦ 642 ¥ - ♦ 9864 ♦ K109763 Suður ♦ KG107 ¥ KG6 ♦ ÁDGIO ♦ Á8 í leik íslands og Hvít- rússa á EM gengu sagnir þannig á öðru borðinu: Vestur Norður Austur Suður Þorlákur Gradovsky Guðm. Medusj. 1 lauf Paas 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Pass Pass Dobl Redobl Pass Pass Pass Hvítrússinn Medusjevskíj taldi sig vel staddan þótt hann gæfi fyrsta slaginn á tromp, því hann vissi að sóknin átti alla ásana. Hann redoblaði því Ligthner-dobl dálkahöfundur. Það vafðist ekki fyrir Þorláki Jónssyni að spila út hjarta og fyrsta slaginn fékk vörnin á spaðatvist. Lauftían kom næst, og brúnin lyftist á sagnhafa þegar svíningin í laufinu gekk. Þá átti bara eftir að vinna úr trompinu. Hann tók á ásinn, spilaði smáum spaða úr borði og lét ... gosann!! Einn niður. Á hinu borðinu varð Jak- ob Kristinsson sagnhafí í sama samningi í norður. Hann fékk út tígul og valdi eðlilegustu íferðina í tromp- ið þegar hann tók spaðaás og svínaði gosanum. Vestur fékk slaginn á spaðadrottn- ingu og hugsaði sig svo um í landan tíma. Loks nennti hann þessu ekki lengur og spilaði hjarta. Jakobi var ekki skemmt þegar austur trompaði, en Islands vann þó 4 IMPa á spilinu. Víkveiji skrifar... * ISKRIFARA hringdi nýlega maður sem var ekki ánægður með móttökur sem hann fékk í banka einum á höfuðborgarsvæð- inu þegar hann fór um mánaða- mótin að borga reikninga fjöl- skyldunnar sem voru bæði á nafni hans og eiginkonunnar. Hljóðuðu reikningarnir upp á 270.000 krónur og þar af voru reikningar í nafni eiginkonunnar um 80.000 krónur. Maðurinn ætl- aði meðal annars að borga reikn- ingana með endurgreiðslu frá rík- inu í formi tvístrikaðrar ávísunar á nafni konunnar og var hún 36.000 krónur. Eiginkonan átti ekki heimangengt og var búin að framselja ávísunina. Gjaldkeri bankans neitaði að leyfa mannin- um að nota ávísunina til að greiða reikninga konunnar vegna þess að ávísunin var tvístrikuð. Lenti hann í talsverðu stappi við yfir- völd í bankanum. Maðurinn segist hafa brugðist hinn versti við og orðið hinn þver- asti við móttökurnar og eytt tæp- um klukkutíma í bankanum til að reyna að fá sínu framgengt. Neit- aði hanif að borga nokkurn reikn- ing fyrr en málið leystist og þurfti því að bakfæra þá reikninga sem þegar var búið að afgreiða. Tók það gjaldkera um hálftíma að af- greiða manninn en mikið var að gera í bankanum þennan dag og slík töf ekki til bóta. Málið endaði þannig að maður- inn fékk að tala við útibússtjóra sem að lokum samþykkti með sem- ingi, og eftir að hann talaði sjálfur við eiginkonuna, að leyfa notkun tékkans. xxx SKRIFARA þykir sérkennilegt að leyfa manninum ekki að greiða reikninga eiginkonu sinnar með tékka stíluðum á hana. Það er virðingarvert að bankinn vilji koma í veg fyrir að rangir aðilar leysi út annarra manna tékka, en þetta finnst skrifara vera stífni. Það væri undarlegur maður sem stæli tékka til þess eins að nota hann til að greiða reikning fyrir þann sem stolið var frá. xxx VÍÐA eru klukkur og hitamæl- ar ofan á auglýsinga- og ljósaskiltum sem komið hefur ver- ið upp víða á höfuðborgarsvæðinu. Þó svo að skiltin séu sjaldnast augnayndi þá er ágætt að geta séð hitastig dagsins og tíma. Hins vegar hefur Víkveiji dagsins tekið eftir því að þessum hitamælum og klukkum ber sjaldnast saman og á það sérstaklega við um tím- ann. Fylgist enginn með því að klukkurnar séu rétt stilltar og hvernig eru þær stilltar í upphafi? Væri ágætt ef þeir sem sjá um skiltin athuguðu hvort tíminn á þeim væri réttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.