Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 56
Afl þegor þörf krefur! CQ> NÝHERJI I J/wt hewlett* ^ mHrJk packard HPVectfa K OPIN KERFI HF Sími: 56T1ÖÖ0 MORGUNBLAÐW, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSHIÖLF 3040, NETFANG MBL<BCENTRUM.IS / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Borgarbyggð Hlutur í Andakílsár- virkjun seld- ur Akranesi BÆJARSTJÓRN Borgarbyggðar samþykkti í gær samhljóða að selja Akranesbæ 26,45% hlut sveitarfé- lagsins í Andakflsárvirkjun fyrir um 120 milljónir króna. Að sögn Guð- mundar Guðmarssonar, forseta bæj- arstjórnar Borgarbyggðar, eiga allir aðrir eigendur virkjunarinnar, sem eru þrettán sveitarfélög í Borgar- fjarðar- og Mýrasýslu, forkaupsrétt að hlutnum, en ekki er búizt við að þau nýti hann. Staðfestur vilji Akra- nessbæjar til kaupanna liggur fyrir. Sala á hlut Borgarbyggðar er hluti af heildarsamkomulagi ríkisins og eigenda Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar (HAB) um hagræð- ingu, afléttingu skulda veitufyrir- tækja og lækkun orkuverðs, sem lá fyrir í apríl. Guðmundur segir að aðrir eigendur virkjunarinnar geti krafizt þess að andvirði hennar verði metið af matsmönnum, en miðað hafi verið við það verð, sem ákveðið var í áðumefndum samningum, eða 456 milljónir fyrir virkjunina alla. Guðmundur segir að Akurnesing- ar hafi við samningagerðina litið svo á að eignarhlutur Borgarbyggðar í virkjuninni yrði lagður inn í nýstofn- að aðveitufyrirtæki, sem er í hönd- um dreifiveitna Akraness og Borgarbyggðar. Hins vegar hafi Borgarbyggð litið svo á að engu skipti hvort fjármunir eða eignir yrðu lagðar inn í fyrirtækið. Þrátt fyrir ólíka túlkun séu Akumesingar fúsir að kaupa. Vænlegasti kosturinn Að sögn Guðmundar þýðir salan á hlut Borgarbyggðar að Andakíls- árvirkjun verður ekki hluti af HAB. Hins vegar gæti hún orðið hluti af jprkufyrirtæki Akraness, fari svo að Akranesbær eignist alla virkjunina. Guðmundur segir að í apríl hafi ver- ið samþykkt að bytja á að leita leiða til að leigja virkjunina, en það hafi ekki tekizt og nú hafi menn komizt að þeirri niðurstöðu að sala sé væn- legasti kosturinn til að reyna að lækka heitavatnsverð í Borgarnesi. Morgunblaðið/Kristinn Feðgar á fiskiríi GUÐLAUGUR og sonur hans Bjartur létu kalsaveðrið lítt á sig fá og fiskuðu af kappi í gömlu höfninni í Reykjavík. Samið um neyðarnúmer DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur ákveðið að ganga til samstarfs við Slökkvilið Reykjavíkur, Slysa- varnafélag íslands, Securitas hf., Vara hf. og Sívaka hf. um rekstur neyðarsímanúmers, en fyrrgreind- ir aðilar hafa lagt fram tilboð í rekstur slíkrar þjónustu. Jafnframt er gert ráð fyrir að öðrum aðilum sem tengjast neyð- arþjónustu verði gefinn kostur á að ganga í samstarfshópinn, ann- aðhvort frá upphafi eða í framtíð- inni. Reksturinn verður í formi hluta- félags og er gert ráð fyrir að nýja neyðarsímanúmerið 112 taki gildi frá og með 1. janúar næstkomandi. Nýr rækjuhreinsibúnaður hjá Rit hf. •• Olliim fastráðnum konum sagt upp ísafirði. Morgunblaðið. RITUR HF. á Isafirði hefur fest kaup á nýrri forhreinsivél fyrir rækju, eða svokölluðum „kvenna- bana“ og hefur öllu fastráðnu kven- fólki hjá fyrirtækinu verið sagt upp störfum í kjölfar þessarar ákvörð- unar. Ráðgert er að hin nýja vél verði tekin í notkun í innan tveggja mánaða. Tvær sambærilegar vélar munu þegar vera komnar í notkun við Djúp, hjá Básfelli hf. á ísafirði og hjá Frosta hf. í Súðavík. Fækkun um 12 stöðugildi „Vélin kemur í september og við ráðgerum að taka hana í notkun eftir tvo mánuði. Það verður um fækkun á starfsfólki að ræða í kjölfar komu þessarar vélar, enda annað óhjákvæmilegt,“ sagði Hall- dór Hermannsson, verkstjóri hjá Rit. Hann sagði að um 23 konur hefðu starfað í rækjuvinnslu hjá fyrirtækinu. „Við gerum ráð fyrir fækkun upp á tólf stöðugildi og nú þegar hefur öllu fastráðnu kvenfólki verið sagt upp störfum auk þess sem einhverjum karl- mönnum í verksmiðjunni verður einnig sagt upp.“ Halldór sagðist ekki vita hvort fólki yrði fækkað frekar, fram- haldið yrði að skera úr um það. „Koma þessarar vélar er liður í hagræðingunni innan fyrirtækis- ins en það verður að viðurkennast að fólk er áhyggjufullt yfir þess- ari þróun sem eðlilegt er, þar sem ekki er mikið úrval af atvinnu- tækifærum hér í bænum, en við vonumst til að geta tekið sárasta sviðann úr þessu með að bjóða hálfsdagsvinnu til að byija með,“ sagði Halldór. Morgunblaðið/Sverrir Kertum fleytt gegn Igarnorku KERTUM var fleytt á Reykja- víkurtjörn í gærkvöldi, þegar þess var minnst að í þessum mánuði eru liðin fimmtíu ár frá því að kjarnorkusprengj- um var varpað á japönsku borgirnar Hírósíma og Naga- sakí. Samstarfshópur friðar- hreyfinga hér á landi hefur minnst fórnarlamba kjarn- orkuárásanna í Japan með þessum hætti undanfarin tíu ár, um leið og lögð er áhersla á kröfuna um kjamorku- vopnalausan heim. Oskað eftii' viðræðum um heimildir til verktöku VINNUVEITENDASAMBAND ís- lands hefur fyrir hönd Islenska álfé- lagsins óskað eftir viðræðum við fulltrúa starfsmanna í álverinu í Straumsvík um heimildir til verk- töku ákveðinna þátta í starfsemi álversins ef til stækkunar þess kem- ur. Fulltrúar starfsmanna og stjórn- enda álversins munu koma til fund- ar við iðnaðarráðherra í dag sitt í hvoru lagi til að ræða viðhorfín í þessum efnum. Viðræður um stækk- un álversins í Straumvík eru langt komnar og vonir bundnar við að hægt verði að leggja málið fyrir stjórn Alusuisse/Lonza undir lok -.nánaðarins. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, segir að með þessari málaleitan sé ekki verið að leita eftir breytingum á gildandi kjarasamningum á gildistíma þeirra, heldur sé verið að leita eftir skýrari reglum hvað varðar þá verkþætti sem heimilt sé að bjóða út og með hvaða skilyrðum. Miðað sé við að þessi ákvæði gætu tekið gildi sam- hliða gangsetningu nýrrar verk- smiðju, sem gæti orðið eftir þijú til þijú og hálft ár, en eins og málum væri nú háttað væru fyrirtækinu settar þröngar skorður í þessum efnum. Stefna fyrirtækisins væri eftir sem áður að láta eigið starfs- fólk vinna alla grundvallarþætti starfseminnar. Fyrirtækið sæktist hins vegar eftir þeim sveigjanleika sem fælist í því að geta fengið sér- hæfða verktaka til að vinna ákveðna þætti með sama hætti og gerðist víða í fyrirtækjum. Ekki formleg málaleitan Trúnaðarráð starfsmanna í álver- inu í Straumsvík kom saman til fundar í gær. Gylfi Ingvarsson, aðal- trúnaðarmaður starfsmanna, sagði að ekki hefðu komið fram neinar formlegar óskir um viðræður við starfsmenn um þessi atriði, þó það hefði verið nefnt óformlega. Kjara- samningar séu í gildi milli aðila. í þeim séu engin opnunarákvæði og menn sjái engar forsendur til að taka upp viðræður. Gylfi sagði að þær hugmyndir sem heyrst hefðu um aukna verk- töku gengju þvert á það sem gert hefði verið í síðasta kjarasamningi, en þá hefðu laun þeirra lægst laun- uðu verið hækkuð mest. Ef þessar hugmyndir yrðu að veruleika „þá væri verið að setja út fyrir girðingu eftir stækkun allt það fólk sem hefði hækkað mest í þessum kjarasamn- ingi“. Gylfi sagði að þannig myndu þessar hugmyndir ef þær gengju eftir sennilega enda með því að eyðileggja þá leið sem farin hefði verið í kjarasamningnum. Starfsfólk Alþingis fær 9,5% NÝR kjarasamningur forsætis- nefndar Alþingis við félög starfsmanna Alþingis og Ríkis- endurskoðunar hefur verið und- irritaður. í honum felst 9,5% launahækkun og gildir hann til 30. júní 1997. Karl M. Kristjánsson, fjár- málastjóri Alþingis, sagði samninginn mjög í anda samn- inga fjármálaráðherra við ýmis félög ríkisstarfsmanna. „Launahækkun nemur 7,5%, eða 2,5% nú, 2% í september og 3% 1. janúar 1996. „Þá bætist við 1% hækkun á miðju næsta ári, en á móti kemur að samningstíminn er hálfu ári lengri en almennt gerist. Loks er svo eingreiðsla til starfs- manna, sem meta má til lh til 1% hækkunar, í stað tilfærslu í launaflokkum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.