Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 1
HLUTABRÉF Æ HUGBÚNAÐUR fjy *' C' TÖLVUR Rífandi ávöxtun á ■ *| Markaðsmál * «>»•■ h ■ H Windows95 af T|if|!1' markaöinum/4 dTTJÁ u á alnetinu /6 r~«í.. -■-1—- IKMi KSKSSMft'-r ' - • . .. ■ • ~. <flR9a< ...BkKI stokkunum /7 VEDSKIFn AIVINNULÍF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 10. AGUST 1995 BLAÐ B Hlöllabátar Skyndibitastaðurinn Hlöllabátar hefur auglýst eftir aðila til að taka við leigusamningi fyrirtæk- isins í Kringlunni. Frekari sam- dráttur er á döfinni hjá fyrirtæk- inu, sem hefur vaxið ört undanf- arin ár. Flugleiðir Stjórnarfundur verður haldinn hjá Flugleiðum í dag. Búist er við að á fundinum verði tekin afstaða til upphafs áætlunar- flugs til Halifax á sumaráætlun næsta árs, og jafnvel frekari breytinga á leiðakerfi félagsins. Bjór Bjórsala dróst saman í júlí í ár miðað við sama mánuð í fyrra, og er talið að ástæðan sé sú að sala tengd verslunarmannahelgi kemur fram í ágúst í ár, en kom fram I júlí í fyrra. Aðra mánuði þessa árs hefur orðið aukning á sölu bjórs. Ölgerðin Egill Skalla- grímsson hf. treysti stöðu sína sem stærsti markaðsaðilinn í júlí. SÖLUGENGIDOLLARS Ávöxtun hlutabréfa í nokkrum hlutafélögum frá áramótum 1 1 SBEJ 66,67% HAMPIÐJAN 1 166,35% ÞORMÓÐUR RAMMI L H 54,00% SÍF I « 53,33% FLUGLEIÐIR U 52,94% HRAOFRYSTIHÚS ESKIFJ. CZZ 1 49,09% HARALDUR BÖÐVARSSON 1 ]W1 44.78% LYFJAVERSLUNÍSLANDS 1 1 37,78% SÍLDARVINNSLAN 1 □ 27,73% TÆKNIVAL | | 27.54% EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS 1 1 25,00% HLUTABRÉFASJÓÐURINN 1 1 23.60% SKAGSTRENDINGUR LZZ □ 21,40% ÚTGERÐARFÉLAG AKUREYRINGA J 21,03% SÆPLAST 17,04% MAREL C L J14,17% HL.BR.SJ. AUÐLIND ] 12,35% PHARMACO 9,68% ÍSL. SJÁVARAFURÐIR I l 9,52% HL.BR.SJ. NORÐURL. I l 9,52% TOLLVÖRUGEYMSLAN I I 6,53% GRANDI □ 6,15% JARÐBORANIR □ 4,77% SJÓVÁ ALMENNAR TR. □ 3,44% OLÍUFÉLAGIÐ D 2,70% EHF. ALÞÝÐUBANKANS 0 1,54% ÍSLENSKIHLUTABRÉFASJ. 0,0% ÍSLENSKA ÚTVARPSFÉLAGIÐ -0,82% | ÍSLANDSBANKI -1,90%D VINNSLUSTÖÐIN -2,01% D SAMEINAÐIR VERKT. -8,98% □ SKELJUNGUR -10.91%\ I OLÍUVERSLUN ÍSL. -16.67%\ ISAMSKIP Helmild: lANDSBRÉF HÉR er sýrid ávöxtun hlutabréfa einstakra félaga frá síðustu áramótum til og með 8. ágúst. Hækkun hlutabréfa endurspeglar batnandi afkomu fyrirtækja og væntingar fjárfesta um að hagur og rekstur þeirra sé viðunandi og eigi eftir að batna enn frekar. Þau þrjú félög sem státa af hæstri ávöxtun frá áramótum eru Hampiðjan hf., Þormóður rammí hf. og Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf. Miðað er við lokagengi ársins 1994 hjá öllum félögum. Ávöxtun hlutabréfa í SR-Mjöli hefur einnig verið mjög góð en hún er ekki sýnd á töflunni vegna sérstöðu fyrirtækisins á markaðnum en það var einkavætt árið 1993. Lokagengi hlutabréfa SR-Mjöls árin 1993 og 1994 er hið sama eða 1,12 þar sem engin viðskipti áttu sér stað með þau á Verðbréfaþingi íslands á árinu 1994. Sé miðað við þetta gengi nemur ávöxtun bréfanna nú 88,39% en fyrstu viðskiptin með þau urðu 23. janúar 1995 og þá á genginu 1,5. Sjá grein um ávöxtun á hlutabréfamarkaði eftir Sigurð B. Stefánsson á B4. Afkoma Búnaðarbanka fyrstu sex mánuðina er svipuð og í fyrra Hagnaðurinn 42 ínilljónir REKSTUR Búnaðarbanka íslands fyrstu sex mánuði þessa árs skil- aði 42 milljóna hagnaði, miðað við 35 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn fyrir skatta var nánast sá sami og á sama tíma- bili 1994, eða 77 milljónir króna. Framlag í afskriftareikning útlána lækkaði úr 336 milljónum í 266 milljónir, en þóknun af erlendum viðskiptum dróst saman um 35 milljónir króna. Ásættanlegt miðað við aðstæður Jón Adolf Guðjónsson, banka- stjóri Búnaðarbankans, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnendur bankans teldu afkom- una nokkuð viðunandi í ljósi að- stæðna. „Avöxtun eigin fjár er alls ekki nægjanleg, en sé tekið tillit til aðstæðná erum við tiltölulega sáttir,“ sagði hann. „Við vonumst til að afkoman verði betri á seinni hluta ársins, svo árið í heild gæti komið svipað út og árið í fyrra.“ Aðspurður um ástæður þess, að afkoman breytist lítið þrátt fyrir minnkandi framlag í afskrifta- reikning útlána sagði Jón Adolf: „Ein helsta ástæðan er sú, að þóknun af erlendum viðskiptum lækkar úr 85 milljónum í tæpar 50 milljónir króna. Því er ekki að leyna að samkeppni milli bankanna hefur leitt til þessarar þróunar, sem ég tel öfgakennda. Þarna er jafnvel verið að gefa þjónustu, og við sjáum að samkeppni á þessu sviði er farin að hafa veruleg áhrif á afkomu bankanna.“ Jón Adolf telur þessa þróun ekki síst óeðli- lega í ljósi þess, að bankarnir hafa undanfarin misseri verið að auka þjónustugjöld með það að markm- iði að lækka vaxtamun. „Ég tel þarna um viðvörun til bankana að ræða, að þeir hafi gengið of langt í samkeppni sín á milli.“ Minnkandi afskriftaþörf Framlög í afskriftarreikning út- lána minnkuðu eins og áður sagði um 70 milljónir króna. Segir Jón Adolf að þessi liður sé að nálgast það sem eðlilegt mætti teljast. „Við finnum fyrir því að afskrifta- þörfin er einfaldlega minni en hún hefur verið undanfarin ár,“ sagði hann. Fjármunatekjur að frádregnum íjármagnsgjöldum voru 988 millj- ónir króna á tímabilinu, sem er svipuð útkoma og í fyrra. Jón Adolf segir þetta afleiðing þess að hverfandi breyting hefur orðið á vaxtamun bankans, sem hafi verið 4,19 þá en sé 4,20 nú. Hagnaður 'af hlutdeildarfélögum dróst hins vegar saman um tæpar fjórar millj- ónir króna, úr 17,5 milljónum í 13,6, og sagði Jón Adolf þessa útkomu valda vonbrigðum. Eigið fé bankans þann 30 júní var 3.841,5 milljónir króna, og skuldir hans námu 43.166 milljón- um. U)iÍF ~y~ Nýjung: Tryggingavernd fyrir sjóðfélaga Nú er kominn út nýr bæklingur um ALVlB með góðum fréttum um lífeyrismál. 1 honitm er að finna upplýsingar um nvernig tryggja má fjárhagsíegt öryggi alla ævina með þvi að greiða i ALVÍB. Bæklingurinn liggur frarnmi í afgreiðslum VÍB, Tryggingamiðstöðvarinnar og Sjóvá-Almennra. FORYSTAI FJARMALUM! VlB VERÐBRÉFAMARKAÐUR tSLANDSBANKA HF. • Aðili að Verðbréfaþingi lslands • Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími 560-8900.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.