Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sala minnihlutans á hlutabréfum sínum í Islenska útvarpsfélaginu til Utherja og Chase Manhattan Söluhagtiaður stærsta hluthafans nemur 246milljónum króna íslenska útvarpsfélagið nú! Skipting eignarhluta. Hlutafé: 554 milljónir króna Útherji, eignarhaldsfélag meirihlutans, 50,5% Jón Ólafsson og Co. sf. §H| H ! S j Sigurjón Sighvatsson Andri hf. Jóhann J. Óiafss. og Co. 337,3% 115.5% 513,7% Sigurður G. Guðjónsson I 12.6% Gunnar Þór Ólafsson I 12,1 % Guðjón Oddsson □ 1,7% Miðnes hf. □ 0,9% Þorvaldur Jónsson D 0,5% Minnihlutinn, 49,5% Hjarðarholt hf. Verslunin 17 hf. Húsvirki hf. Þor hf., Hagkaup Ingimundur Sigfússon Prentsmiðjan Oddi Hans Petersen hf. Alþjóða líftryggingaf. Teppabúðin hf. Rolf Johansen og Co. Jón Snorri Sigurðsson Aðrir □ 6,2% I 12,3% □1,5% □0,9% D 0,6% Q 0,5% C □6,0% Þannig verður skipting eignarhluta í íslenska útvarpsfélaginu Útherji, eignarhaldsfélag meirihlutans, 80% Jón Ólafsson og Co. sf. Siguijón Sighvatsson Andri hf. 24,6% Sigurður G. Guðjónsson Gunnar Þór Ólafsson Guðjón Oddsson Miðnes hf. Þorvaldur Jónsson Chase Manhattan 1 1 p 121.7% □ 11,5% 1 3 9,9% 1 " ""14.2% P 13,3% 1' 12.7% 111,4% □ 0,9% □ 20,0% SÖLUHAGNAÐUR eigenda 49,53% hlutafjar í íslenska útvarps- félaginu sem Útherji hyggst kaupa eða leysa til sín í lok mánaðarins er að öllum líkindum á bilinu 685-820 millj. króna. Heildarhlut- afé þessara seljenda er um 274 milljónir að nafnverði en söluverð þess nemur um 1.097 milljónum króna. Sé gert ráð fyrir því að þeir greiði að meðaltali 33% tekjuskatt af söluhagnaðinum nemur skattur- inn um 226-271 milljón. Raun- ávöxtun þeirra bréfa sem keypt voru á árunum 1990-92 og seld verða nú nemur væntanlega um 25-28% á ári. Væntanleg sala minnihlutans á hlutabréfum sínum í íslenska út- varpsfélaginu (ÍÚ) og kaup Chase Manhattan bankans á 20% hlutafjár í því eru lokakaflinn í langri og hatrammri baráttu um völdin yfir fyrirtækinu. Nýr meirihluti var myndaður fyrir tveimur árum undir forystu Jóns Ólafssonar í Skífunni, Siguijóns Sighvatssonar, kvik- myndagerðarmanns, Haralds Har- aldssonar í Andra, og Jóhanns J. Ólafssonar og skömmu síðar lýstu þeir sem lentu í minnihluta yfir áhuga á að selja hlutabréf sín. Með undirritun kaupsamnings í apríl síð- astliðnum skuldbatt meirihlutinn sig síðan til að kaupa hlutabréf minnihlutans á genginu 4,0. Þegar gengið hefur verið frá kaupunum á bréfum minnihlutans mun Útheiji hf., eignarhaldsfélag meirihlutans, eiga rúmlega 96% hlutafjár í íslenska útvarpsfélaginu. Útheiji hyggst ekki láta þar við sitja heldur leysa til sín öll hluta- bréf félagsins að sögn Sigurðar G. Guðjónssonar, stjómarformanns ÍÚ. í lögum um hlutafélög er kveð- ið á um að þegar einn hluthafi eigi yfír 90% hlutafjár í félagi sé honum heimilt að leysa til sín afgang hluta- fjárins. Útheiji mun þannig eiga Þar af þarf að greiða 81 milljón í tekjuskatt allt hlutafé félagsins þegar gengið verður frá kaupunum en aðeins skamma stund. Um leið mun Út- heiji nefnilega selja Chase Man- hattan bankanum 20% hlut í fyrir- tækinu en ekki fæst gefíð upp við hvaða gengi verður miðað í þeim kaupum. Gífurlegur söluhagnaður Heildarhlutafé íslenska útvarps- félagsins er um 554 milljónir króna. Þar af hyggst Útheiji hf. kaupa eða leysa til sín 49,53% eða um 274 milljónir króna að nafnverði en um 1.097 milljónir að söluvirði. Sé gert ráð fyrir því að flestir af þeim hlut- höfum, sem nú eru að selja bréf sín á genginu 4,0, hafí keypt þau á genginu 1-1,5 nemur söluhagn- aðurinn 685-822 milljónum króna. Sé gert ráð fyrir því að seljendum- ir greiði að meðaltali tekjuskatt hlutafélaga eða 33% af söluhagnað- inum nemur skatturinn um 226-271 milljón. Chase Manhattan hefur ekki enn óskað eftir manni í stjórn félagsins en gert er ráð fyrir að svo verði. Stefnt er að því að gengið verði frá sölu minnihlutans og kaupum Chase Manhattan í lok mánaðarins að sögn Sigurðar. Ef það gengur eftir fækkar hluthöfum ÍÚ úr 170 niður í tíu. Jón Ólafsson & Co. sf. verður eftir sem áður stærsti hlut- hafinn með um 30% eignaraðild, Siguijón Sighvatsson mun eiga um 27% í félaginu, Chase Manhattan 20% og Andri hf. um 14%. Hjarðarholt hagnast mest Stærsti seljandi hlutabréfanna í ÍÚ er Hjarðarholt hf., fyrirtæki Jóhanns Ola Guðmundssonar eig- anda Securitas og fjölskyldu. Hjarð- arholt á 82 milljóna króna hlut í ÍÚ að nafnvirði og fær nú 328 millj- ónir fyrir hann. Eigendur Verslun- arinnar 17 hf., þau Bolli Kristinsson og Svava Johansen, eru næst- stærstu seljendumir en þau eiga rúmlega 47 milljóna króna hlut í fyrirtækinu og munu nú selja hann á 189 milljónir króna. Eigendur Húsvirkis hf., sem Stefán Gunnars- son múrari og fleiri standa að, munu fá um 111 milljónir fyrir sinn hlut og Fjárfestingarfélagið Þor hf., sem er í eigu Hagkaups, fær um 76 milljónir fyrir sinn. Þá mun Ingimundur Sigfússon fá 68 millj- ónir, Prentsmiðjan Oddi 64 milljón- ir, Hans Petersen 50 milljónir, Al- þjóða líftryggingafélagið 32 millj- ónir og Teppabúðin mun fá um 20 milljónir króna fyrir sinn hlut. Aðr- ir fá minna. Ljóst er að flestir ef ekki allir seljendur hlutafjárins munu hagn- ast verulega á sölunni. Söluhagnað- ur er skattlagður eins og aðrar tekj- ur og því er ljóst að ríkið mun fá umtalsverðan hluta hans í sinn hlut. Við skattlagningu söluhagnaðar gildir sú meginregla að hagnaður- inn sé skattlagður með sama hætti og aðrar tekjur hjá viðkomandi að- ila. Þannig greiða hlutafélög 33% tekjuskatt af söluhagnaði hluta- bréfa og sameignarfélög 41% skattt. Einstaklingar greiða aftur á móti stighækkandi tekjuskatt sam- kvæmt lögum um tekju- og eignar- skatt. 25-28% raunávöxtun á ári Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins keyptu margir af hluthöfum minnihlutans í IÚ hlut sinn árið 1992 og þá á genginu 1,5 eða þar um bil. Þeirra á meðal eru Hagkaup, Prentsmiðjan Oddi, Hans Petersen og Hekla, en Ingimundur Sigfússon eignaðist síðar hlut Heklu. Þegar þessi fyrirtæki selja nú hlut sinn á genginu 4,0 nemur ávöxtun bréfa þeirra um 28,4% á ári að frádregnum 33% tekjuskatti ef miðað er við gengið 1,5 í upp- hafi. Jóhann Óli Guðmundsson í Securitas og Bolli Kristinsson í Sautján og aðrir hluthafar keyptu hins vegar mest af hlutabréfum sín- um í fyrirtækinu áður eða á árinu 1990 og þá á nafnverði eða þar um bil samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Núna selja þeir á geng- inu fjórum þannig að ávöxtunin nemur 24,7% á ári þegar tekjuskatt- ur hefur verið dreginn frá.Sölu- hagnaður Hjarðarholts hf., fyrir- tækis Jóhanns Óla Guðmundssonar, vegna bréfanna nemur um 246 milljónum króna og þar sem um hlutafélag er að ræða mun það greiða um 81 milljón króna í skatt. Söluhagnaður eftir skatt er því um 165 milljónir. Skattskyldur sölu- hagnaður Verslunarinnar 17 er um 142 milljónir króna og af honum þarf að greiða 47 milljónir í skatt. Vísitala neysluverðs íag. 1995(177,3^) B+0,1% □+0,2% 0 Matvörur(17,1%) 01 Kjöt og kjötvörur (4,2%) 05 Grænmeti, ávextir og ber (2,1 %) 08 Kaffi, te, kakó og súkkulaði (0,5%) -1,0 [ 1 Drykkjarvörur og tóbak (4,3%) 111 Gosdrykkir og léttöl (1,1 %) 2 Föt og skófatnaður (6,3%) -0,1 % [] 23 Skófatnaður (1,1 %) -0,7% | | 3 Húsnæði, rafmagn og hiti (18,5%) 0 +0,1 % 4 Húsgögn og heimilisbúnaður (6,8%) [f +0,3% 41 Húsgögn, gólfteppi o.fl. (2,4%) l l +0,8% 43 Raftæki (0,8%) -0,7% □ 5 Heilsuvernd (2,5%) -0,1 % | 6 Ferðir og flutningar (18,6%) @ +0,2% 7 Tómstundaiðkun og menntun (11,5%) | +0,1 % 8 Aðrar vörur og þjónusta (14,3%) jSúl +0,7% 82 Ferðavörur, úr, skartgripir o.fl. (0,6%) -0,2% 0 84 Oriofsferðir (3,3%) | VÍSITALA NEYSLUVERÐS (100,0%) □ +0,4% +8,9% 311 Breyting f rá fyrri mánuði +2,2% Tölurísvígum visatilvægis einstakra liða, Hagnaður Marels 25 milljónir á fyrri árshelmingi Grænmeti, dilkakjöt og orlofsferðir hækka vísi- tölu neyslu- verðs VÍSITALA neysluverðs miðað við verðlag í ágúst 1995 er 173,5 stig og hækkaði um 0,4% frá júlí 1995. An húsnæðis er vísi- tala í ágúst 177,3 stig og hækk- aði um 0,5% frá júlí. Þetta kem- ur fram í fréttatilkynningu frá Hagstofu íslands. Hækkun á fersku grænmeti um 34% leiddi til 0,21% vísitölu- hækkunar í ágúst. Af einstökum verðbreytingum á grænmeti má nefna að gulrætur hækkuðu um 236,7%, sem olli 0,07% hækkun vísitölunnar, og gulrófur hækk- uðu um 106,5% sem olli 0,03% vísitöluhækkun. Þá hækkuðu tómatar um 36,5% og olli það. einnig 0,03% hækkun á vísi- tölunni. Verðhækkanir á dilkakjöti og orlofsferðum erlendis höfðu líka töluverð áhrif til hækkunar vísitölu neysluverðs í ágúst. Þannig hafði 5,1% hækkun dilkakjöts í för með sér 0,05% hækkun á vísitölu neysluverðs og 2,5% hækkun orlofsferða erlendis leiddi til 0,07% hækk- unar vísitölunnar. Siðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 1,8% og án húsnæðis hefur hún hækkað um 1,7%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% sem jafngildir 3,3% verðbólgu á ári. Sambærileg þriggja mán- aða breyting á vísitölu án hús- næðis svarar til 3,7% verðbólgu á ári. REKSTRARTEKJUR Marels hf. á fyrri helmingi þessa árs voru 502,5 milljónir króna og hagnaður af rekstri fyrirtækisins eftir skatta var 25,1 milljón. Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marels, segir allt útlit fyrir að markmið fyrirtækisins um að rekstrartekjumar verði yfir einum milljarði króna í ár náist. Heildartekjur á síðasta ári vom 765 milljónir. Þá bendi verkefna- staða Marels til þess að afkoman verði svipuð á síðari árshelmingi og þeim fyrri. Hagnaður Marels fyrir skatta á fyrri árshelmingi var 37,6 milljónir sem er 7,5% af -veltu tímabilsins. Hagnaður á sama tímibili í fyrra var 15,4 milljónir, en þá greiddi fyrirtækið ekki skatta. Arðsemi eigin §ár á ársgrundvelli er 29,6%, en var 9,5% í fyrra. Útflutningur 81% vörusölunnar Af vömsölu móðurfélagsins sem var 464,8 milljónir, nam útflutn- ingur 377 milljónum eða 81%. Aukning útflutnings milli ára var 28%. Geir segir að á undanfömum ámm hafí orðið ákveðin breyting á fyrirtækinu. „Það er ekki langt síðan að við vomm fyrst og fremst að selja vogir og vogarkerfi sem kostuðu frá nokkrum hundmðum þúsunda upp í nokkrar milljónir króna. Nú eram við farin að sjá um afgreiðslu heilum vinnslukerf- um þannig að hver sala getur skipt tugum milljóna. Þessi breyting hefur kallað á ákveðna þróun innan fyrirtækisins.“ Starfsmenn Marel em 109 og þar af starfa 8 hjá dótturfyrirtækjum erlendis. Heildareignir Marels hf. í lok júní sl. voru bókfærðar á 527,2 milljónir, en það er 10% hækkun frá síðustu áramótum. Skuldir námu 337,4 milljónum og hækk- uðú um 8% frá áramótum. Eigið fé félagsins í lok júní var 189,7 milljónir og eiginfjárhlutfall 36%. Hlutafé var 110 milljónir króna að nafnverði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.