Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 B 3 Útgáfa Windows 95 verður ekki stöðvuð Washing^ton. Reuter. BANDARÍSKA dómsmála- ráðuneytið gerir ekki ráð fyrir að grípa til aðgerða gegn Mic- rosoft til að koma í veg fyrir brot á samkeppnisreglum fyrir 24. ágúst þegar sala á hugbún- aðarkerfmu Windows 95 hefst. Ráðuneytið heldur áfram rannsókn sinni á tölvunetinu Microsoft Network, sem keppi- nautar hafa gagnrýnt. Þeir segja að vegna yfirburða Mic- rosofts á tölvumarkaði muni fyrirtækið bijóta samkeppnis- reglur þegar það bjóði notend- um auðveldan aðgang að tölvu- neti sínu með Windows 95. Fjárfestar og ráðamenn í tölvuiðnaðinum höfðu óttazt að dómsmáiaráðuneytið reyndi að stöðva sölu Windows 95 með dómi, en búizt er við að mark- aðssetningin valdi miklu sölu- æði. Sérfræðingar höfðu varað við banni á markaðssetningu. Áður hafði Microsoft auglýst hagstætt verð á aðgangi að tölvunetinu. Toshiba sel- ur stafræna myndavél Tokyo. Reuter. TOSHIBA-fyrirtækið ráðgerir sölu á fyrstu myndavél heims með innbyggðum fjarskipta- búnaði að þess sögn. PROSHOT kallast þessi nýj- ung og er stafræn myndatöku- vél með mótaldi og fjarskipta- hugbúnaði til að senda myndir um síma. í vélinni er 16 megabita geislaminni, tveggja mega- bæta gagnageymsla og hljóð- nemi. Hægt verður að tengja hana prentara og sjónvarpi og auka minni hennar. Myndatökuvélin verður fá- anleg í Japan í næsta mánuði fyrir 260.000 jen eða 2.857 dollara. Toshiba gerir ráð fyrir að selja 12.000 slíkar vélar á ári í Japan og mun setja svipaðar gerðir á markað erlendis síðar meir. Sterktjen dregur úr hagnaði Sony Tókýó. Reutcr. STERK staða jensins hefur lík- lega dregið verulega úr hagnaði Sony og það mun koma í ljós þegar afkoma fyrirtækisins á öðrum ársíjórðungi verður kynnt í vikunni að sögn sér- fræðinga. Tölur Sony verða fyrsta vís- bendingin um ástand og horfur í rekstri annarra skyldra fyrir- tækja í Japan, en mörg þeirra skýra ekki frá afkomu sinni nema tvisvar á ári. Sérfræðingur Yamaichi- rannsóknarstofnunarinnar býst við að rekstrahagnaður Sony á ársfjórðungnum hafi minnkað um 69% miðað við sama tíma í fyrra í 10 milljarða jena og hagnaður fyrir skatta um 19% í 19 milljarða jena. Hinn 19 apríl fengust 75,75 jen fyrir dollarann og það var met. Nú fást um 91 jen fyrir dollaran. Sterk staða jensins hefur dregið úr hagnaði Sony. Þó mun gjaldeyrishagnaður vega upp á móti tapinu. Olafur Olafsson kynnir breytingar hjá Sony Ólafur Jóhann Ólafsson New York. ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, forstjóri Sony Electronic Publishing Comp- any, hefur skýrt frá endurskipulagn- ingu á starfsemi Sony á sviðum gagnvirkar tækrti í Evrópu og Bandaríkjunum. Nafni Sony Electr- onic Publishing verður breytt í Sony Interactive Entertainment Inc. og nöfnum nokkurra deilda hefur einnig verið brejdt. Neð nýja nafninu Sony Interactive Entertainment vill fyrirtækið leggja áherzlu á rækt þess við skemmtihug- búnað og sölu á honum og búa í haginn fyrir formlega endurskipu- lagningu á gagnvirkri starfsemi Sony í Bandaríkjunum og Evrópu. Ólafur verður áfram yfirmaður allra deildanna í Bandaríkjunum og Evr- ópu. „Þar sem fyrir dyrum stendur að markaðssetja Sony PlayStation í Bandaríkjunum og Evrópu áður en langt um líður viljum við að mjög greinileg mynd fáist. af skipulags- gerð gagnvikra deilda Sony, sagði ðlafur." „Þess vegna höfum við end- urskipulagt margrar rekstrardeildir fyrirtækja okkar í Bandaríkjunum og Evrópu og gefið þeim ný nöfn til þess að skilgreina ljóslega starfs- svið hverrar deildar um sig.“ Undir stjórn Sony Interactive Entertainment eru fyrirtæki, sem einbeita sér að Sony PlayStation vélbúnaði og hugbúnaði og margm- iðla tölvuhugbúnaði, aðallega mið- uðum við skemmtiefni, í Bandaríkj- unum og Evrópu. — Sony Computer Entertainment (America) og Sony Computer Ent- ertainment (Europe), sem bera ábyrgð á markaðssetningu, sölu og dreifingu PlayStation vélbúnaðar og hugbúnaðar og auk þess á rannsókn og þróun og stuðningi við hugbúnað- arþróun þriðju aðila; — Sony Interactive (America) og Sony Interactive (Europe), sem bera ábyrgð á þróun Sony PlayStation og tölvuhugbúnaðar og auk þess markaðssetnngu, sölu og dreifingu tölvuhugbúnaðar; — Media and Software Services, sem bera ábyrgð á þjónustustarf- semi Sony fyrir og eftir framleiðslu og framleiðslu CD-ROM geisladiska. í Bandaríkjunum er Marty Homl- ish forstjóri Sony Computer Enterta- inment (America); Kelly Flock, fv. forstjóri Sony Imagesoft, verður for- stjóri Sony Interactive Studios, sem nýlega hefur verið komið á fót og ber ábyrgð á Sony PlayStation og þróun tölvuhugbúnaðar; ný deild, Sony Interactive PC Softw- are, verður undir stjórn nýskipaðs aðalframkvæmdastjóra, Ray Sangster, fv. forstjóra Sony Electronic Publishing (Europe), og mun bera ábyrgð á markaðs- setningu, sölu og dreifingu tölvu- hugbúnaðar. I Evrópu er Chris Deering, for- stjóri Sony Computer Entertain- ment (Europe); Ian Hethereing- ton og Jonathan Ellis, fyrrverandi framkvæmdastjórar Psygnosis Ltd., verða framkvæmdastjórar Sony Interactive (Europe) og bera ábyrgð á Sony Interactive Studios (Europe) og Sony Interactive PC Software (Europe). Media and Software Services undir forystu Bob Hurley verður eftir sem áður deild í Sony Int- eractive Entertainment. Miklar breytingar hafa orðið í grein okkar og fyrirtæki á síðustu 12 mánuðum, “ sagði Ólafur. „Þar sem Sony leggur verulega áherzlu á markaðssetningu PlayStation og þar sem markaður fyrir tölvuhugbúnað er vaxandi skýrir ný skipulagsgerð okkar betur áherzlu okkar á skemmtiiðnað og stuðlar að áfram- haldandi velgengni okkar.“ Sony Interactive Entertainment Inc. býr til og markaðssetur Sony PlayStation vélbúnað og hugbúnað og dreifir honum fyrir Bandaríkja- og Evrópumarkað. Sony Interactive Entertainment er dótturfyrirtæki Sony Corporation of America og aðalstöðvar þess eru í New York. Mikilvægi upplýsinga til stjórnunar í rekstri eykst með degi hverjum Takmarkast rekstur þinn vegna skorts á upplýsingum? Concorde XAL upplýsingakerfi og bókhald. Alhliða upplýsingakerfi án takmarkana. Hátækni til framfara m Tæknival Skeifunni 17 • Simi 568-1665 Nokia til orrustu við risa ísím- tækjastríði vestra Hefur fengið pöntun upp á 10 milljón dollara New York. Reuter. FINNSKA símafyrirtækið Nokia hefur lagt til orrustu í stríði um milljarða dollara pantanir í farsíma fyrir ný, þráðlaus PCS-netkerfi (Personal Communications Servic- es). Nokia hefur fengið pöntun upp 10 milljóna dollara í stafræn sím- tæki frá fyrirtækinu American Per- sonal Communications (APC), handhafa leyfis fyrir ef til vill 8 milljónir notenda í Washington D.C., Maryland og Virginíu. Leyfi APC er hlekkur í PCS- keðju Sprint-fyrirtækisins, sem á 49,5% í APC. Viðskiptavinir á þessu svæði verða hinir fyrstu í Bandaríkjunum sem munu reyna PCS síma, ef fyrir- huguð markaðssetning APC í nóv- ember stenzt. Gat í kerfinu Val APC á tækni hefur hins veg- ar í för með sér að PCS símar Sprints munu ekki virka á svæði því sem APC hefur leyfi fyrir. Þar með myndast rauf í miðju kerfi sem nær til 178 milljóna manna á stóru svæði. Eins og sakir standa verða notendur að skilja eftir heima PCS síma sína frá Sprint þegar þeir fara til Washington, eða fá sér dýrari tæki. Annars yrði APC ef til vill að veija mörgum milljónum dollara til þess að koma sér upp nýju netkerfi til þess að vera sam- keppnishæft á landsvísu. Bjóðendur eyddu 7 milljörðum dollara í PCS leyfi á alríkisupp- boði, sem lauk í marz. Sprint varði mestu fé, 2.1 milljarði dollara. Stríð við risa I stríðinu um samninga um sím- tæki í Bandaríkjunum á Nokia í höggi við Motorola Inc., Telefon AB L M Ericsson í Svíþjóð, AT&T Corp., Northern Telecom Ltd. í Kanada, og japönsku fyrirtækin Toshiba Corp., Sony Corp. og Electric Corp. Stærstu pantanirnar verða frá Sprint og bandamönnum þess fyrir- tækis á sviði kaplasjónvarps, far- símadeild AT&T - sem áður hét McCaw Cellular - og PCS PrimeCo, sem að standa AirTouch Com- munications Inc. og svæðafyrirtæk- in Bells NYNEX Corp., Bell Atl- antic Corp. og U.S. West Inc. Aðeins þessi fyrirtæki eru að koma sér upp net- kerfum á landsvísu og þau munu veija hundruð- um milljónum dollara til þess að kaupa símtæki. Von er á einhveij- um stærstu pöntunum á næstu vik- um. Gat í PCS-kerfi Sprint Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugm^nd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. O LANASJOÐUR VESTUR -NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410, 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 BRYNJAH HÖNNUN / RÁÐGJÓF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.