Morgunblaðið - 10.08.1995, Side 4

Morgunblaðið - 10.08.1995, Side 4
4 B FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Rífandi ávöxtun á hlutabréfamarkaði Fjármál á fimmtudegi * Hlutabréfaverð á Islandi hefur hækkað um 40% samtals árín 1994 og 1995, skrifar Sigurður B. Stefánsson. Horfur í þjóðarbú- skap nágrannalandanna séu yfirleitt góðar og ástæða til bjartsýni varðandi ávöxtun á hlutabréfamarkaði næstu misserin ÞANN 27. júlí sl. varð hluta- bréfaverð á íslandi hærra en það hafði orðið síðan í ágústmánuði árið 1991. Hlutabréfavísitala sem mælir meðalverð á hlutabréfum í stærstu almenningshlutafélögum á íslandi nær aftur til janúar 1987 en fyrir þann tíma er naumast hægt að reikna meðalverð þótt skráningar á formlegum viðskiptum nái aftur til haustsins 1985. Eins og efsta myndin hér á síðunni sýn- ir hækkaði verð á hlutabréfum allt frá upphafi viðskipta uns það náði hámarki þann 22. ágúst 1991 en þá tók við lækkun. Eftir á að hyggja ætti sú þróun ekki að koma á óvart. Hagnaður skráðra fyrirtækja minnkaði um helming milli áranna 1990 og 1991 og um mitt það ár var ljóst að efna- hagssamdráttur var framundan, skerðing þorskveiðikvóta, lækkun á markaðsverði helstu útflutnings- vara o.s.frv. Hlutabréfaverð lækk- aði um meira en fjórðung frá haust- inu 1991 til miðs árs 1993 og tók ekki að hækka aftur fyrr en á út- mánuðum 1994 eftir um tveggja prósenta lækkun raunvaxta haustið 1993. Frá marslokum 1994 til júlí- loka 1995 nemur hækkunin nærri 42% eða um 30% m.v. heilt ár. Það er því von að menn spyrji hvort hlutabréfaverð geti enn haldið áfram að hækka eða hvort hámarki hafi verið náð á nýjan leik. Dregið hefur úr framleiðslu- aukningu í Bandaríkjunum Hagnaður fyrirtækja er grund- völlur hækkandi hlutabréfaverðs. Árið 1992 var hagnaður allra fyrir- tækja skráðra á hlutabréfamarkaði samanlagt svo til enginn. Þau fyrir- tæki sem voru rekin með hagnaði náðu varla að jafna tap annarra. Árið 1993 varð viðsnúningur til hins betra. Hafa verður í huga að árin 1992 og 1993 var gengi krón- unnar lækkað samtals um 15-16%. Mörg útflutningsfyrirtækjanna voru því með gengistap í reikning- um sínum þau árin en lágt raun- gengi skilar sér á síðari árum í hærri útflutningstekjum og betri afkomu. Árið 1994 varð hagnaður skráðra fyrirtækja um 2,8 ma.kr. Markaðsverðmæti fimmtán stærstu fyrirtækjanna er nú um 36 ma.kr. og hagnaðurinn 1994 svarar því til um 8% arðsemi m.v. markaðsverð- mæti. Árið 1995 gæti árangurinn orðið jafn- góður eða betri. Þegar lengra er litið þarf að hafa í huga að afkoma íslenska þjóðar- búsins á sífellt meira undir jákvæðri þróun í efnahagsmálum meðal nágranna- þjóðanna. Fyrirtæki í útflutnings- greinum þurfa að geta selt fram- leiðslu sína greiðlega og á góðu verði og sama gildir um ferðmanna- þjónustu, samgöngur og margar aðrar atvinnugreinar. Vaxandi tekj- ur fólks í viðskiptalöndum okkar hafa því góð áhrif á þjóðarbúskap- inn hér en lækkandi tekjur leiða til minni eftirspurnar og lakara verðs. Auk þess hafa vextir á alþjóðlegum markaði áhrif á þróun vaxta á ís- landi nú eftir að síðustu höftum í gjaldeyrismálum var rutt úr vegi. Þess vegna þarf að gæta að stöðu efnahagsmála hjá nágrannaþjóðun- um. Nú eru þijú og hálft ár liðin síð- an framleiðsla tók að aukast aftur í Bandaríkjunum eftir síðasta sam- dráttarskeið þar árin 1990 til 1991. Árin 1992 til 1995 teljast því til fyrri hluta hagsveiflunnar, þess hluta þar sem framleiðsla fer að jafnaði vaxandi án þess að verð- bólga aukist að ráði eða vextir hækki mikið. Árið 1994 greip bandaríski seðlabankinn til vaxta- hækkana til þess að hægja á aukn- ingunni vegna ótta um að vænting- ar um verðbólgu kynnu að blossa upp á ný. Vextir af lánum seðla- bankans til viðskiptabanka voru hækkaðir úr 3% í febrúar 1994 í mörgum litlum skrefum uns þeir náðu 6% á fyrri hluta þessa árs. í fyrstu viku júlímánaðar sl. voru vextirnir síðan lækkaðir aftur í 5,75% enda hefur dregið verulega úr framleiðsluaukningu í Bandaríkj- unum og er talið að hún verði lítil sem engin á öðrum og þriðja árs- fjórðungi þessa árs. Hátt gengi gjaldmiðlanna dregur úr útflutningi Þjóðverja og Japana Bandaríska þjóðarbúið telst því vera komið inn í miðja hagsveifl- una. Þá má eiga von á ýmsu og áhætta á fjármálamarkaði eykst að jafnaði nokkuð af þeim sökum. Þjóðarbúskapurinn er auk þess sí- breytilegur og aldrei er unnt að draga fullnaðarályktanir um at- burði næstu missera af því sem gerðist i síðustu sveiflu. Svo mikið er víst að straumar á alþjóðafjár- málamarkaði valda mönnum nokkr- um heilabrotum um þessar mundir. Hagvöxtur í Bandaríkjunum, langstærsta iðnríkinu, varð 4,1% í fyrra og 5,1% (m.v. heilt ár) á fyrsta fjórðungi þessa árs. Síðan snöggdró úr vaxtarhraðanum og eins og fyrr segir. Á fyrri hluta ársins varð þó umtalsverð lækkun á langtímavöxt- um í Bandaríkjunum eða úr 7,9% í um 6,5% nú auk þess sem gengi dollarans fell mikið gagnvart þýsku marki (og jeni. Hátt gengi síðar- nefndu myntanna dregur nú úr möguleikum þýskra og japanskra fyrirtækja til að keppa á alþjóðlegum markaði vegna þess hve vörur þeirra eru orðnar dýrar í öðrum löndum. Allt þetta er talið munu leiða til þess að hagvöxtur í helstu iðn- ríkjum á árinu 1995 verði nokkru minni en áður hafði verið búist við þótt enn sé reiknað með meiri framleiðsluaukningu en árið 1994 (sjá nánar í efri töflunni hér á síðunni). Hækkandi verð á hlutabréfum og skuldabréfum vegna minni hættu á þenslu Þegar hægir á með þessum hætti eykst lausafé fyrirtækja til muna, fé sem ella hefði runnið til fjárfest- ingar til að auka framleiðslugetu en er í staðinn ávaxtað á verðbréfa- markaði um sinn. Eftirspurn eftir hlutabréfum og skuldabréfum á verðbréfamarkaði eykst og verð tekur að hækka og vextir þar með að lækka. í Bandaríkjunum hafa vextir lækkað síðan í febrúar sl. en í Þýskalandi og Japan hafa þeir verið lækkandi í mun lengri tíma. Þessi vaxtalækkun hefur valdið uppgripum á skuldabréfamarkaði síðustu tólf mánuðina eins og sést í neðri töflunni (lækkandi vextir valda hækkandi verði á skuldabréf- um með föstum vöxtum og því meiri verðhækkun sem lánstími skuldabréfanna er lengri). Ávöxtun skuldabréfa í Bandaríkjunum síð- ustu tólf mánuðina var t.d. 9,3-12,5%, í Japan 10,6-15,2%, í Þýskalandi 7,4-8,1% og 8,8-9,2% í Bretlandi svo að dæmi séu tekin af stærsta markaðinum. Neðri myndirnar tvær sýna hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og í Þýskalandi. í New York hefur verðið hækkað um 18% sem af er árinu en um 24% síðustu 12 mánuð- ina (sjá einnig í neðri töflunni). Samtals hafa hlutabréf í Bandaríkj- unum um það bil þrefaldast í verði síðan 1987 og svarar hækkunin til liðlega 12,2% ávöxtunar á hveiju ári. Til gamans má geta þess að sú árlega hækkun er nærri því ná- kvæmlega sú sama og árleg meðal- hækkun hlutabréfa i Bandaríkjun- um allt tímabilið frá 1926 til 1988 eða í 63 ár en hún var 12,1%. Margir telja nú að framundan sé tímabil „aðlögunar" á hlutabréfa- markaði í Bandaríkjunum, verðið sé orðið yfirspennt, en samanburður á meðaltalsávöxtun bendir ekki til að ástandið sé alvarlegt. í Þýska- landi hefur ekki orðið nein hækkun á hlutabréfaverði að jafnaði síðustu tólf mánuðina og þar ríkir nú meiri bjartsýni á hækkun á næstu misser- um. Ósennilegt að bölsýnismenn hafi rétt fyrir sér núna Eins og endranær greinast menn nú í hina bölsýnu og bjartsýnu. Svartsýnismenn telja að framundan kunni að vera samdráttarskeið í Bandaríkjunum á árinu 1996. Á öðrum og þriðja ársfjórðungi þessa árs verður líklega engin teljandi framleiðsluaukning þrátt fyrir jafn- gildi 5,1% ársaukningar á þeim fyrsta. Fátítt sé að hagvöxtur taki sig upp eftir svo snögga stöðvun. Það sé eðli þjóðarbúskaparins að framleiðsla fari vaxandi um tíma en nái síðan hámarki og taki þá að dragast saman aftur. Aukning í smásölu er lítil eða hverfandi á síðustu mánuðum og skuldir heimil- anna eru afar háar og neytendur geta því ekki aukið kaupgetuna til muna með því að taka lán. Þeir bjartsýnu eru þó fleiri og telja að framundan séu þó nokkur ár ennþá með vaxandi framleiðslu (sjá efri töfluna). Gríðarlega hefur verið fjárfest í tækninýjungum til sparnaðar í rekstri og í fyrirtækjum í þekkingar- og upplýsingagreinum með háa arðsemi. Jafnvel sé unnt að h'kja síðasta áratug aldarinnar við áratugina þegar bylting varð í samgöngum á sjó og með jámbraut- um vegna tilkomu gufuvéla og framfaraskeiðið þegar fjöldafram- leiðsla í iðnaði olli stökkbreytingu í þjóðarbúskap á Vesturlöndum. Upp- lýsingabyltingin og markaðsvæðing í nýiðnaðarríkjum um allan heim muni valda aukningu í hagvexti í iðnríkjunum þannig að hann verði ekki um 2,5-2,6% að jafnaði á ári yfir hagsveifluna eins og mestallt eftirstríðstímabilið heldur mun meiri. Það eru lægri vextir í Bandaríkj- unum og horfur um lága verðbólgu sem vekja bjartsýni um að hagvöxt- Líklegt að hlutabréfa- verð haldi áfram að hækka Hlutabréfaverð á íslandi er í sögulegu hámarki 900- Hlutabréfaverð í Bandaríkjunum og í Þýskalandi til samanburðar 300 Vísitölur, 1. jan. 1987 = 100 í Bandaríkjunum- 200 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 Hagvöxtur í nokkrum helstu ríkjum heims 1993-98 1993 1994 1995 1996 1997 1998 Bandaríkin 3,1 4,1 2,8 2,4 1,5 1,9 Bretland 2,2 3,9 3,4 2,8 2,0 1,6 Frakkland -1,5 2,8 3,0 2,8 2,8 2,5 ítalla -1,2 2,2 3,8 3,3 3,0 2,6 Japan -0,2 0,5 0,7 1,7 2,6 2,7 Þýskaland -1,1 3,0 3,5 3,5 3,2 3,1 Suður-Ameríka 3,4 2,7 0,7 0,9 2,1 2,9 Kína 13,4 11,8 10,3 9,8 10,8 11,5 Öll lönd samtals 1,8 3,0 3,5 3,7 3,8 3,8 Heimild: Oxford Economoc Forecasting/FT Ávöxtun í gjaldmiðli hvers lands til 20. júlí sl. Laust fé Banda- ríkin Breyting (%) yfir tímabilið til 20. júlí sl , Þýska- Frakk- Japan land land ltal,a Bret- land mánuður 0,51 0,11 0,38 0,61 0,90 0,55 ár 5,50 2,44 4,94 5,93 9,19 6,06 Skuldabréf, þriggja til fimm ára mánuður -0,34 0,72 -0,18 0,70 1,04 0,28 ár 9,30 10,63 8,05 7,18 8,62 8,75 Skuldabréf, sjö til tíu ára mánuður -1,13 1,01 -0,43 0,24 1,23 -0,37 ár 12,50 15,19 7,38 6,68 4,44 9,21 Hlutabréf mánuður 1,70 9,20 2,00 0,40 1,50 1,10 ár Heimild: Financial Times 24,00 -26,30 -0,10 -2,50 -10,30 13,20 ur kunni að haldast 3-4% að jafn- aði í stærstu ríkjum allt fram til aldamóta. í svipinn ganga yfir erfið- leikar í þjóðarbúskap Japana. Þegar úr rætist í Japan og uppbygging Austur-Evrópu tekur að skila fram- leiðsluaukningu í Vestur-Evrópu- ríkjum er þess að vænta að hækk- andi tekjur í þessum löndum vegi upp á móti hægari framleiðsluaukn- ingu í Bandaríkjunum á síðustu árunum fyrir aldamótin. Horfur eru á góðum hagvexti árin 1996 til 1999 Hér hefur verið dregin upp mynd af þjóðarbúskap helstu ríkja á árun- um fram til aldamóta. Hún byggir á forsendum sem gætu brugðist að einhveiju leyti. Ástæða er þó til að ætla að góð eftirspurn verði eftir útflutningi íslendinga á vöru og þjónustu næstu árin í ----------- helstu viðskiptalöndum okkar og á nýjum útflutn- ingssvæðum. Fiskverðið skiptir mestu máli. Fis- kvemd og aukin ná- kvæmni við stjórn veiða meðal samkeppnisþjóða Hlutfall hluta- bréfa í eigu útlendinga varla mælanlegt gæti leitt til verðhækkunar á fiski á næstu árum meðan fiskistofnar víða um höf eru í lægð. Þá skiptir miklu máli fyrir íslendinga að áform um frekari sölu á raforku til orkuf- reks iðnaðar takist á næstu misser- um til að unnt sé að halda áfram við að beisla ónýtta orku í fallvötn- um og á háhitasvæðum landsins. Ferðaþjónusta og útflutningsiðnað- ur ætti að geta gengið vel við þess- ar aðstæður. Hlutabréfaverð á íslandi gæti hækkað áfram haustið 1995 ogárið 1996 Markaðsvirði fimmtán stærstu almenningshlutafélaganna í byijun ágústmánaðar 1995 er um 36 ma.kr. en markaðsvirði allra fyrir- tækja sem skráð eru á Verðbréfa- þingi Islands eða listuð á Opna til- boðsmarkaðnum er um 48 ma.kr. Til að standa undir ágætri ávöxtun hlutabréfa á innlendum markaði þurfa fímmtán stærri fyrirtækin því að vera með samtals um þrjá millj- arða króna í hagnað eða öll fyrir- tækin samtals með a.m.k. fjóra milljarða króna á árinu 1996 en þessar tölur svara til um átta pró- senta ávöxtunar af markaðsvirði fyrirtækjanna. Sú ávöxtun er raun- ar aðeins um helmingur af 15-16% ávöxtun á hlutabréfamarkaði í Bretlandi og Bandaríkj- unum en varla er raun- hæft að reikna með hærrí tölu á íslandi en um 8% í bráð. Ef þessar hugmyndir gengju nokkurn veginn * eftir er líklegt að hluta- bréfaverð á íslandi haldi áfram að hækka nokkuð á síðari hluta þessa árs og árið 1996, Hækkunin verður vonandi hægari en síðustu átján mánuðina og vel er hugsanlegt að við taki vikur eða mánuðir þar sem verðið hækkar og lækkar til skiptis. Slíkt er eðli hlutabréfamarkaðs og þátttakendur í viðskiptum þar verða að rækta með sér sterkar taugar og læra að stýra eignum sínum í gegnum súrt og sætt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.