Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 2
2 C FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYIMDIR VIKUNNAR SJÓNVARPIÐ ■ STÖÐ tvö FÖSTUDAGUR11.ÁGÚST VI QQ flfl ►Skuldaskil (Payday) nl. LL.IIU Bandarísk bíómynd frá 1973 um sveitasöngvara á tón- leikaferð. Kvikmyndaeftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfend- um yngri en 12 ára. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST VI 04 flC ►Spiladósin (The M. L I.UÍI MusicBox) Bandarísk bíómynd frá 1989 um lögfræðing, konu sem tekur að sér að veija föður sinn sem ákærður er fyrir stríðsglæpi. VI OQ 4 C ►Hefndaræði III. Lú. IU (Ricochet) Bandarísk spennumynd frá 1991 um lögreglu- mann sem kemur morðingja bak við lás og slá og lífíð leikur við en morð- inginn hyggur á hefndir. Kvikmynda- eftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 16 ára. SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST VI 04 IC ►Síðasta uppskeran lll. L I.4J (La ultima siembra) Spænsk sjónvarpsmynd þar sem tak- ast á ný og gömul viðhorf. Námu- verkamaður af indíánaættum ræður sig á búgarð í Argentínu. Þegar sonur eiganda búgarðsins snýr heim frá námi í Bandaríkjunum tekur lífið á búgarðinum stakkaskiptum. Stöð tvö FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST Kl.21.10 | ►Jönsson-klíkan kemst í hann krapp- an (Varning för Jönssonligan) Sænsk gamanmynd frá 1981 um Charles- Ingvar Jönsson, öðru nafni Sickan, og meðreiðarsveina hans. FÖSTUDAGUR 11.ÁGÚST VI OQ JC ►Leikhúslíf (Noises lll. Off) Ekkert jafnast á við skemmtanabransann en þegar hópur viðvaninga ætlar með leiksýn- ingu út um landsbyggðina hlýtur það að verða bæði harmsögulegt og grát- broslegt. Mannskapurinn klúðrar sí- fellt fleiru eftir því sem æfingarnar verða fleiri. En nú er að duga eða drepast. Tjaldið er dregið frá, sjónleik- urinn hefst og leikararnir renna yfir textann sinn síðasta sinni. VI n QC ►Tálkvendið (KiII Me III. U.&U Again) Fay Forrester rotar kærastann sinn og stingur af með peninga sem þau hafa rænt frá mafíunni. Til að tryggja að hann leiti ekki að sér fær hún Jack Andrews til að sviðsetja dauða sinn en Fay er afar kynþokkafull kona og Jack laðast ósjálfrátt að henni. Hún svíkur Jack líka og brátt kemst hann að því að hann er ekki einn um að reyna að finna hana. Stranglega bönnuð börnum. LAUGARDAGUR 12. ÁGÚST VI Q1 Qfl ► Frelsum Willy (Free III. L l.&U Willy) Falleg og spennandi mynd fyrir alla fjölskylduna um Jesse litla og háhyminginn hans. Jesse kynnist hvalnum þegar hann er látinn hreinsa veggjakrot eftir sig í íjölskyldugarðinum og þessum ein- stæðingum verður fljótt vel til vina. En þegar Jesse kemst að því hvaða örlög bíða hvalsins tekur hann málin í sínar hendur og leggur allt i sölurn- ar til að frelsa Willy. ► Löggan, stúlkan og bófinn (Mad Dog and Glory) Dramatísk mynd með háðskum undirtóni og frábærum leikurum um löggu sem vildi frekar vera listamað- ur, bófa sem vildi frekar vera grínisti og konu sem vildi lenda alls staðar annars staðar en á milli þeirra. Stranglega bönnuð börnum. Kl.23.10 SUNNUDAGUR 13. ÁGÚST VI 70 lin ► Yfirskin (Appear- III. tU.uU ances) Allar venjuleg- ar fjöfSkyldur hafa einhveiju að leyna, einhveiju sem ekki má ræða, og Danz- ig-fólkið er engin undantekning. Ben Danzig átti sér drauma um að verða fræg íþróttahetja en vinnur nú í járn- vöruverslun föður síns. Eiginkona hans, Marie, er ósköp elskuleg en á bágt með að leyna sorgum sínum vegna sonarins sem þau hjónin misstu í bílslysi. Emil Danzig, pabbi Bens, er hávær en góðhjartaður, eldri maður sem ver miklum tíma með Barböru Stilton, fráskilinni konu sem elskar Emil þrátt fyrir alla galla hans. HQQ 4 C ► Á lífi (Alive) Föstu- • tu.lu daginn 13. október 1972 hrapaði farþegavél í Andesfjöll- unum. Hún var á leiðinni frá Úrúgvæ til Chile og um borð var heilt íþrótta- lið. Flestir úr áhöfninni létu lífið en farþegar komust margir hveijir lífs af þótt þeir væru illa Ieiknir. Þeir biðu eftir björgunarliði en hjálpin barst seint. í tíu vikur hírði þetta ólánsama fólk í hrikalegum kulda á fjallstindin- um Stranglega bönnuð börnum. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST J§ |f| QQ Qfl ►Morðrannsókn á III. LU.fcU Hickorystræti (Hick- ory Dickory Dock) David Suchet snýr hér aftur í hlutverki belgíska spæjar- ans Hercules Poirot. Myndin fjallar um nokkra námsmenn sem leigja hús- næði hjá fröken Nieoletis í Lundúnum. Andrúmsloftið þar verður eitrað þegar síendurtekinn þjófnaður gerir vart við sig. Það sem í fyrstu virðist vera held- ur sakleysislegt þjófnaðarmál á eftir að reynast erfitt viðfangs og kosta fleiri en eitt mannslíf. Ósvikin leyni- lögreglumynd sem er gerð eftir sögu Agöthu Christie. ÞRIÐIUDAGUR 15. ÁGÚST VI QQ 1C ►Maður III. Lú. IJ kvenna Þriggja (The Man With Three Wives) Þótt ótrúlegt kunni að virðast þá er þessi mynd byggð á sannsögulegum atburðum. Sagan flallar um skurðlækninn Norman Greyson sem var giftur og þriggja barna faðir þegar hann fór að halda við aðra konu. En sú sleit sambandinu eftir að Norman neitaði að fara frá eiginkonunni. Þá leitaði hann hugg- unnar hjá þriðju konunni og gekk að eiga hana til að tryggja sambandið. MIÐVIKUDAGUR 16. AGÚST VI QQ 4C ►! skotlínunni (In the M. tU. lu Line of Fire) Frank Horrigan er harðjaxl sem starfar hjá bandarísku leyniþjónustunni. Hann var þjálfaður til að vera í skotlínunni ef þörf krefði og þar átti hann að vera í nóvember 1963 þegar Kennedy for- seti var myrtur. Horrigan þjáist enn af sektarkennd vegna atburðanna í Dallas og rennur því kalt vatn milli skinns og hörunds þegar hann kemst á snoðir um að hættulegur leigumorð- ingi situr um líf núverandi forseta Bandaríkjanna. Stranglega bönnuð börnum. FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST VI Q4 QC ►Percy og Þruman III. L I.UU (Percy and Thunder) Ungur blökkumaður, Wayne ,Þruma“ Carter, sem þykir mjög efnilegur hnefaleikari, yfirgefur heimabæ sinn í Pennsylvaníu ásamt þjálfara sínum, Percy Norton, en þeir hyggjast freista gæfunnar meðal atvinnumanna í Los Angeles. Bönnuð börnum. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Að eilífu Batman * + + Dökk en ekki drungaleg og mun hressilegri en forverarnir. Auðgleymd en bráðfjörug á meðan á henni stend- ur. Meðan þú svafst + + Ósköp sæt gamanmynd um óvenjuleg ástarmál piparmeyjar. Einkennist fullmikið af almennu dáðleysi til að komast uppúr meðalmennskunni. „Die Hard 3“ + + + Hörkugóður hasartryilir sem segir í þriðja sinn af Bruce Willis í gegndar- lausum éltingarleik við illmenni. Samuel L. Jackson ómetanlegur sem félagi hans og Jeremy Irons er höfuð- óþokkinn. Fínasta sumarbíó. BÍÓHÖLLIN Skriðdrekaskvísan 'h Vita vonlaus framtíðargamantryllir um unga stúlku og skriðdrekann henn- ar. Að eilífu Batman (sjá Bíóborgina) Rikki ríki + + Gulldreng leiðist í Paradís, eignast vini og bjargar foreldrum sínum. Húsbóndinn á heimiiinu + Nauðaómerkileg amerísk fjölskyldu- saga sem löðrar af væmni. Fylgsnið + + Spennumynd byggð á sögu eftir Dean Koontz. Lengst af prýðileg skemmtun en fjölskylduvæmnin í lokin er fullmik- ið af því góða. / bráðri hættu + + + Flaustursleg en hröð og fagmannlega gerð spennumynd um bráðdrepandi vítisveiru og baráttuna við að stöðva útbreiðslu hennar. Þyrnirós + +'A Falleg Disneyteiknimynd frá 1959 sem byggir á ævintýrinu um Þyrnirós. Fyrri hlutinn hægur en lokaátökin hin skemmtilegustu. HÁSKÓLABÍÓ Jack og Sara + + Bretum gengur ekki hótinu skár en Bandaríkjamönnum að endurskapa sorgir og gleði mannlífsins á raun- sannan hátt. Myndin snertir áhorfand- ann furðu lítið þrátt fyrir hádrama- tískt efnið. Perezfjölskyldan + Misheppnuð rómantísk gamanmynd um kúbanska innflytjendur í Miami árið 1980. Marisa Tomei ofleikur og betri leikaramir tala flestir eins og Gógó Gómez. Útkoman er eftir því. Tommy kallinn + + Tilþrifalítil gamanmynd sem gerir út á heimskupör í anda Veraldar Waynes. Brúðkaup Muriel + + + Oft sprenghlægileg áströlsk gaman- mynd um stelpu sem vill giftast og telur lykilinn að lífsgátunni felast í Abbasöngvum. Góða skemmtun. Exotica + Ómerkilegur strippbúllublús sem reyn- ir án árangurs að vera eitthvað annað og meira en leiðindin. Skógardýrið Húgó + + Lítil og meinlaus teiknimynd frá Dön- um, elskulegum frændum vorum og vinum, um Húgó hinn hressa sem syngur og dansar og hoppar og hlær smáfólkinu til ánægju og yndisauka en hinum fullorðnu mest til angurs og armæðu. LAUGARÁSBÍÓ Don Juan DeMarco + +'/i Johnny Depp fer á kostum í hlutverki elskhugans mikla Don Juan í smellinni og grátbroslegri mynd um ástina. Marlon Brando kryddar myndina en þáttur hans og Faye Dunaway er held- ur til baga. Heimskur heimskari + + + Vellukkuð aulafyndni um tvo glópa á langferð. Sniðin fyrir Jim Carrey og Jeff Daniels. Hláturinn lengir lífið. REGNBOGINN Gleymdu París ++'A Skemmtileg rómantísk gamanmynd um raunir hjónalífsins í nútímanum. Ófáir brandarar stytta manni stundir og efnistökin eru alltaf geðþekk. Geggjun Georgs konungs + + + Nigel Hawthorne fer á kostum sem Georg III í skemmtilega kaldhæðnis- legri úttekt á erfiðu tímabili bresku konungsfjölskyldunnar fyrr á tímum. Merkilegt hvað lítið hefur í raun breyst í þessum dularfulla konungsgarði. Raunir einstæðra feðra + Þrír fráskildir feður gera upp sín mál í amerískri fjölskylduvellu. Feigðarkossinn + + + Velheppnuð- endurgerð á þekktri glæpamynd lýsir skuggalegri undir- heimaveröld þar sem Nicolas Cage ræður ríkjum og líf David Carusos er í sífelldri hættu. Barbet Schroeder stýrir af myndarskap og heldur áhorf- andanum í spennu út alla myndina. Eitt sinn stríðsmenn + + +'A Raunsæ og vægðarlaus lýsing á fjöl- skyldulífi í fátækrahverfi á Nýja-Sjá- landi. Ofbeldi, óregla og aðrir lestir eru ekki teknir neinum vettlingatök- um, björtu hliðarnar gleymast heldur ekki. SAGABÍÓ „Die Hard 3“ (sjá Bíóborgina) Meðan þú svafst (sjá Bíóborgina) STJÖRNUBIÓ Fremstur riddara + + + Ævintýrið um konungshjónin í Camel- ot fært í glæsilegan Hollywoodbúning þar sem afþreyingargildið er sett ofar öllu. Sean Connery og Julia Ormond frábær í hlutverkum sínum. Lífleg skemmtun. Æðri menntun +'/2 John Singleton lýsir lífinu í fjölþjóðleg- um háskóla en hefur ekki erindi sem erfiði því myndin er klisjukennd og óspennandi. Litlar konur + + +'/2 Einstaklega vel gerð, falslaus og falleg mynd um fjölskyldulíf á Nýja-Eng- iandi á öldinni sem leið. Winona Ryder fer fremst í flokki afburðaleikara. Ódauðleg ást + + + Svipmikil mynd um snillinginn Beet- hoven fer hægt í gang en sækir í sig veðrið. Tónlistin stórkostleg og útlitið óaðfínnanlegt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.