Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 C 5 LAUGARDAGUR 12/8 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson SVIPUR HJÁ SJÓIM GAMANMYND Vofan hans Charlies (Charlie’s Ghost) 'k Leikstjóri Anthony Edwards. Aðalleikendur .Cheech Marin, Anthony Edwards, Linda Fior- entino, Daphne Zuniga, J.T. Walsh. Bandarísk. Prism Pictur- es 1995. Bergvík 1995.90 mín. Öllum leyfð. Charlie litli (Trenton Knight) fylgir fornleifafræð- ingnum föður sínum eftir á rannsóknarferð- um hans og nú er hann að kanna jarðvist- arleyfar Cor- onado (Marin) hins kunna, spánska landvinninga- manns. Leifarnar finnast og Charlie kynnist vofu Coronados og tekst með þeim mikil vinátta. Sú var tíðin að þeir félagar, Cheech Marin og Tommy Chong, ollu hressilegum hlátursköstum meðal áhorfenda í myndum einsog Up in Smoke. En nú er greinilega öldin önnur og Cheech farið að fatast flugið. Ekki er það til að bæta úr skák að kunningi okkar úr sjónvarpsþáttunum Neyðar- vaktin, Anthony Edwards, fer hér með aðalhlutverk og leikstýrir ósköpunum í þokkabót. Edwards verður aldrei orðaður við leiklist- arverðlaun og gott ef hann er ekki enn síðri leikstjóri. Hér kem- ur einnig við sögu hasarkonan Linda Fiorentino sem menn eru örugglega enn með á heilanum sem sáu hana í The Last Seducti- on. HEIMUR VERSN- ANDI FER DRAMA Vitni að aftökunni (Witness to the Execution) kl/i Leiksljóri Tommy Lee Wallace. Handritshöfundur Thomas Baum. Aðalleikendur Sean Young, Len Cariou, George Newbern, Alan Fudge, Dee Wallace Stone. Bandarísk. Pol- ygram Yideo. 1994. Myndform 1995. 95 mín. Aldurstakmark 16 ára. í grimmum og miskunnarlaus- um • heimi fer glæpatíðni sí- fellt hækkandi. Jessica Traynor (Sean Young) vill koma því á að aftökum fanga verði sjón- varpað í beinni útsendingu. Af- leiðingarnar vonandi þær helstar að almenningur yrði bæði skelfdur jafnframt því sem hann yrði vakinn til umhugsunar. Ekki sakaði að þættirnir. myndu njóta geysivin- sælda og Traynor finnur besta, hugsanlega verðandi stjörnu, Dennis Casterline (Tim Daly). Hann er öllum kostum búinn til að standa sig sem best í stykkinu. Myndarlegur og sjarmerandi og vissulega dæmdur morðingi. Að- eins eitt vandamál, hann gæti ver- ið saklaus. Einhvern tíma hét ég sjálfum mér því að sjá aldrei, aldrei aftur mynd með hinni snoppufríðu en gjörsamlega kolómögulegu og vita hæfileikalausu leikkonu Sean Young. Það gekk náttúrlega ekki eftir. Og vissulega hefur maður séð Young í mun verri málum en þess- um. Hún setur þó B-stimpil á allt sem hún kemur nærri og Daly er ekki mikill bógur heldur. Þau hjón, leikstjórinn Tommy Lee Wallace og leikkonan Dee Wallace Stone, (sem hefur ekki fengið margt bita- stætt síðan hún lék í þeirri prýðis- hrollvekju Cujo fyrir meira en ára- tug), standa á bak við myndina sem hefði getað orðið athyglisverð með meiri fínpússun. ÓLÁNLEGIR ANDARUNGAR GAMANMYND D2 (D2 TheMightyDucks) +Vi Leikstjóri Sam Weisman. Hand- ritshöfundur Steven Brill. Aðal- Ieikendur. Emilio Estevez, Mich- ael Tucker, Jan Rubes, Kathryn Erbe. Bandarísk. Walt Disney 1994. _Sam myndbönd 1995. 90 mín. Öllum leyfð. Öllum til mikillar furðu sló ómerkileg smámynd verulega í gegn fyrir nokkrum árum. Þetta var bama- myndin The Mighty Ducks og nú er búið að sjóða niður framhaldið. Sem er jafnvel enn aumara en frummyndin. Það er svosem eftir öðru að nú fæst íshokkiíliðið hans Emilios Estevezar við enga aðra en íslenska krakkapeyja, und- ir stjórn Maríu Ellingsen og vart þarf að spyrja að leikslokum. Þetta er auðvitað hin argasta della, ekki glóra af viti nokkurs- staðar að fínna. Hinsvegar hentar myndin vel skopskyni yngri krakka, þau kunna vel að meta látbragðsleikræna takta Estevezar og félaga. En vonandi verður ekki gerð mynd nr.3! BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Skuggalendur (Shadow- lands) k k kVi Ein sérstæðasta ástarsaga sem sést hefur á hvíta tjaldinu er prýdd leikstjórn Richards Atten- borough, leik Anthony Hopk- ins og Debru Winger og frá- bæru handriti Williams Nicholsons. Hann tekur hæér fyrir hið skammvinna en fagra ástarsamband þeirra breska rithöfundarins og fyrirlesarans C.S. Lewis (Hopkins) og hinnar bandarísku, fráskildu Joy Gres- ham (Winger). Piparsveinninn féll fyrir hinni fijálslegu Gresham og tók hana að sér og stddi með ráð- um og dáð síðustu mánuði henn- ar. Þetta er óvenju innihaldsrík mynd með frábærum leikurum í matarmiklum og vel skrifuðum hlutverkum og Attenborough stýrir öllu af sinni alkunnu snilli. Með Joseph Mazzello. 103 mín. Öllum leyfð. Anna Pálína Árnadóttir rifjar upp gömul lög. Líflegt á laugardögum LAUGARDAGSMORGNARá Rás 1 hefjast að venju með sérstaklega valinni tónlist þula þar sem þeir taka gjarn- an fyrir eitthvert þema og kynna tónlist sem því tengist. Sem dæmi má nefna að Sig- valdi Júlíusson þulur tók ný- lega fyrir ýmsar fiskitegund- ir og veiðiskap og valdi tón- list út frá því og Ragnheiður Ásta Pétursdóttir sagði frá nokkrum fuglum og lék við- eigandi tónlist. Eftir bland- aða, skemmtilega tónlist er hlustendum boðið i ferðalag í náttúruþætti Steinunnar Harðardóttur „Ut um græna grundu“, sem er á dagskrá kl. 9.03, og að veðurfregnum loknum um kh 10.15 rifjar Anna Pálína Árnadóttir upp gömul lög með hlustendum, einkum lög sem tengjast æskuminningum fólks. Nágrannabyggðarlögin Kl. 14.30 hefst svo nýr þáttur Ævars Kjartanssonar sem hann nefnir Innan seilingar en í þáttunum kynnir hann sér nágrannabyggðarlög Reykjavíkur og hefur ferðina i Mosfellsbæ. Heimþrá er mönnum eðlislæg en það er einmitt heimþráin sem skipar stóran sess í laugardagsþætti Trausta Ólafssonar kl. 17.10 þar sem sungin verða og leik- in lög og textar tengdir heim- þrá til ættjarðarinnar. Um kvöldið fær Ingveldur G. Ólafsdóttir nöfnu sína Ing- veldi Yri Jónsdóttur mezzó- sópransöngkonu í óperuspjall og ræða þær um Carmen eft- ir Georges Bizet og að sjálf- sögðu verða leikin atriði úr óperunni. Að Óperuspjalli loknu um kl. 21.00 verður hin vinsæla þáttaröð Jökuls heit- ins Jakobssonar á dagskrá, „Gatan mín“, en í kvöld verð- ur endurfluttur þáttur frá 1970 þar sem Jökull gengur Norðurgötu á Siglufirði með Þorsteini Hannessyni, fyrr- verandi tónlistarstjóra. UTVARP Rós 1 kl. 21.00. „Gatan mín." Norðurgata ó SiglufirAi. Jökull Jakobsson gengur götuno moð Þorsteini Hanncssyni. (Áóur ó dagskró í október 1970.) RAS 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. 6.50 Bæn Séra Haraldur M. Kristjánsson flytur. Snemma á laugardagsmorgni. Þulur velur og kynnir tðnlist. 8.07 Snemma á laugardagsmorgni heldur áfram. 8.55 Fréttir á ensku. 9.03 Út um græna grundu. Þátt- ur um náttúruna, umhverfið og ferðamál. Umsjón: Steinunn Harðardóttir. (Endurfluttur annað kvöld kl. 21.00.) 10.03 Veðurfregnir. 10.15 „Já, einmitt". Óskalög og æskuminningar. Umsjón: Anna Pálína Árnadóttir. (Endurflutt nk, föstudag kl. 19.40.) 11.00 í vikulokin. Umsjón: Logi Bergmann Eiðsson. 12.00 Útvarpsdagbókin og dag- skrá laugardagsins. 12.45 Veðurfregnir og auglýsing- ar. 13.00 Fréttaauki á laugardegi. 14.00 Stef. Umsjón: Bergþóra Jónsdóttir. 14.30 Innan seilingar. Útvarps- menn skreppa í laugardagsbíltúr í Mosfellsbæ. Umsjón: Ævar Kjartansson. 16.05 Sagnaskemmtan. Fjailað um sögu og einkenni munnlegs sagnaflutnings og fluttar sögur með islenskum sagnaþulum. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jóns- dóttir. (Áður á dagskrá 17. júlí sl.) 16.30 Ný tónlistarhljóðrit Ríkisút- varpsins. Einsöngvararnir Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríður Gröndal og Þorgeir J. Andrésson flytja ný og gömul lög eftir ís- lensk tónskáld. Ólafur Vignir Albertsson og Bjarni Þór Jóna- tansson leika með á píanó. (End- urt. þáttur frá 15. apríl sl.) Umsjón: Dr. Guðmundur Emils- son. 17.10 Tilbrigði. Fjarri ættjarðar ströndum. Lög og textar tengdir heimþrá til ættjarðarinnar. Öm- sjón: Trausti Olafsson. (Endur- flutt nk. þriðjudagskvöld kl. 23.00.) 18.00 Heimur harmóníkunnar. Umsjón: Reynir Jónasson. (End- urflutt nk. föstudagskvöld kl. 21.15.) 18.48 Dánarfregnir og auglýsing- ar. 19.30 Auglýsingar og veðurfregn- ir. 19.40 Óperuspjall. Rætt við Ing- veldi Yri Jónsdóttur, mezzósópr- ansöngkonu, um Carmen eftir Georges Bizet og leikin atriði úr óperunni. Umsjón: Ingveldur G. Ólafsdóttir 21.00 „Gatan m(n.“ Norðurgata á Siglufirði. Jökull Jakobsson gengur götuna með Þorsteini Hannessyni. (Áður á dagskrá í október 1970.) 22.10 Veðurfregnir. Orð kvölds- ins. Málfriður Jóhannsdóttir flytur. 22.30 Langt yfir skammt. Gluggað í gamlar bækur og annað góss. Umsjón: Jón Hallur Stefánsson. (Áður á dagskrá 7. júlí sl.) 23.10 Dustað af dansskónum. 0.10 Um lágnættið. - Sex tilbrigði um eigið stef ópus 34 fyrir píanó eftir Ludwig van Beethoven. - Bagatella ópus 59. - Andante ópus 57 og - Aliegretto ópus 53 eftir Ludwig van Beethoven. Melvyn Tan leikur á píanó. - Sónata arpeggione i a-moll eftir Frans Schu- bert. Paul Tortelier leikur á selló og Maria de la Pau á píanó. 1.00 Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. Veðurspá. Frittir ó RÁS 1 og RÁS 2 kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. RÁS 2 FM 90,1/99,9 8.07 Morguntónar fyrir yngstu börnin. 9.03 Með bros á vör, i för. Umsjón: Hrafnhildur Halldórs- dóttir. 12.45 Sniglaband- ið i góðu skapi. 14.00 íþróttarásin. 16.05 Létt músík á síðdegi. Ásgeir Tómasson. 17.00 Ry- krokk. Bein útsending frá tónleikum félagsmið- stöðvarinnar Fellahellis 1995. 24.00 Næturvakt Rásar 2. NÆTURÚTVARPID 1.05 Næturvakt Rásar 2. 2.00 Fréttir. 2.05 Rokk. 3.00 Næturtón- ar. 4.30 Veðurfréttir. 4.40 Nætur- tónar. 5.00 Fréttir. 5.05 Stund með Kinks. 6.00 Fréttir, veður færð og flugsamgöngur. 6.03 Ég man þá tíð. Hermann Ragnar Stefánsson. (Veðurfregnir kl. 6.45 og 7.30.) Morguntónar. LANDSHLUTAÚTVARPÁ RÁS 2 11.00-12.20 Útvarp Norðurlands. Norðurljós, þáttur um norðlensk málefni. ADALSTÖDIN 90,9 / 103,2 9.00 Sigvaldi Búi. 13.00 Halli Gisla. 16.00 Gylfi Þór. 19.00 Magnús Þórsson. 21.00 Næturvakt Aðalstöðvarinnar. BYLGJAN FM 98,9 9.00 Morgunútvarp. Eirikur Jóns- son. 12.00 Hádegisfréttir. 12.10 Jón Axel Ólafsson og Valdís Gunn- arsdóttir. 16.05 Erla Friðgeirsdótt- ir. 19.00 Gullmolar. 19.30 Fréttir. 20.00 Laugardagskvöld. 3.00 Næt- urvaktin. Fritlir kl. 10, 12, 15, 17 og 19.30. BYLGJAN, ÍSAFIRÐI FM 97,9 9.00 Samtengt Bylgjunni FM 98,9. 20.00 Tveir tæpir. Víðir Arnarson og Rúnar Rafnsson. 23.00 Gunnar Atli með næturvakt. Siminn i hljóð- stofu 93-5211. 2.00 Samtengt Bylgjunni FM 98.9. BR0SIÐ FM 96,7 3.00 Ókynntir tónar. 13.00-17.00 Léttur laugardagur. 20.00 Upphit- un á laugardagskvöldi. 23.00 Næt- urvaktin. FM 957 FM 95,7 10.00 Sportpakkinn. Hafþór Svein- jónsson og Jóhann Jóhannsson. 13.00 Björn Þór, Ragnar Már, Axel og Valgeir. 16.00 Helga Sig- rún. 19.00 Björn Markús. 21.00 Mixið. 23.00 Pétur Rúnar Guðna- son. LINDIN FM 102,9 8.00 Morguntónar. 11.00 Á laugar- dagsmorgni. 13.00 Ókynnt tónlist. 16.00 íslenski kristilegi listinn (endurfluttur). 18.00 Ókynnt tón- list. 20.00 Laugardagsvaktin. 23.00 Næturvaktin. SÍGILT-FM FM 94,3 8.00 Ljúfir tónar. 12.00 Kvik- myndatónlist. 13.00 Á léttum nót- um. 17.00 Sígildir tónar. 19.00 Við kvöldverðarborðið. 21.00 Á dans- skónum. 24.00 Næturtónar. T0P-BYLGJAN FM 100,9 7.00 Sjá dagskrá Bylgjunr.ar FM 98,9. 10.00 Svæðisútvarp TOP- Bylgjan. 11.00 Samtengt Bylgj- unni FM 98,9. X-ID FM 97,7 10.00 Örvar Geir og Þórður Örn. 12.00 Með sítt að aftan. 14.00 X-Dómínóslistinn. 17.00Þossi. 19.00 Party Zone. 22.00 Nætur- vakt.3.00 Næturdagskrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.