Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 12
12 C FIMMTUDAGUR 10. ÁGÚST 1995 MORGUNBLAÐIÐ Tommy Lee Jones leikur gjarnan hörku- tól eða illmenni, hálf- gerða rudda. Arni Matthíasson komst að því að maðurinn sjálfur er hámennt- aður og heimakær. aðeins fyrir úrvalsnemendur hinna ríku og frægu og því lagði hann hart að sér í námi til að dragast ekki aftur úr skólafélögum sínum. Um leið rakst hann illa í skóla, þótti einfari og þijóskur. í St. Marks komst Jones á bragði í leik- listinni, tók þátt í skólaleikritum og kunni afskaplega vel við sig. Hann hafði upphaf- lega ætlað sér að nema viðskipti, en fékk nú logandi áhuga á Shakespeare og ein- setti sér að fara í Harvard-háskóla. For- eldrarnir studdu hann í þeirri viðleitni, en Jones segir að föður hans hafi þótt nóg um metorðagirnd sonarins og líklega hefði hann eins kosið að Jones biði skipbrot í Harvard. Herbergisfélagi varaforsetans Námið sóttist Jones vel og hann náði ekki síst góðum árangri í ruðningnum og eignaðist þar margra vini sem síðar áttu eftir að verða áberandi í bandarísku þjóð- lífi, þar á meðal Albert Gore, sem nú er varaforseti Bandaríkjanna, en þeir voru herbergisfélagar til margra ára. Eftir að náminu í Harvard lauk tók við erfið ákvörð- un um framtíðina. Jones vissi að hann var BANDARÍSKI leikarinn Tommy Lee Jones kemur gjarnan fyrir sem hinn dæmigerði lævísi harðhaus sem ekki er gott að treysta. í kvik- myndum eins og Natural Born Killers og Flóttamanninum var hann ekki allur þar sem hann var séður, reyndar einn af góðu körl- unum í síðarnefndu myndinni, þó það hafi ekki verið ljóst fyrr en undir lokin, en í þeirri fymiefndu er hann manngerð sem er sama um allt og alla nema sjálfan sig^ mælir fagurt en hyggur flátt. I nýkominni Batman-mynd, Batman Forever, leikur hann tvískipt ill- menni, hægri hliðin er brosandi góðmenni, en sú vinstri illileg ófreskju; öll hlutverk virðast liggja vel fyrir honum. Jones hefur mikið starfað með Oliver Stone, í kvikmyndunum JFK, Heaven and Earth og Natural Born Killers og segist um margt sammála Stone sem sér samsæri hvarvetna. Þó virðist Jo- nes öllu flóknari persóna, ein konar sam- bland kúreka, íhaldskurfs, gáfumanns, fijálslyndisseggs og óheflaðs bónda. Erfið æska Æskan var Tommy Lee Jones ekki auð- veld, því foreldrar hans drukku mikið, slóg- ust og skildu sí og æ, og hann hefur sagt frá því að sem barn hafi hann stundum þurft að hima úti í bíl á meðan foreldrarnir drukku sig útúr á einhverri knæpunni. Þrátt fyrir það gekk honum vel í skóla, var vin- sæll og myndarlegur íþróttamaður. Þegar faðir hans svo fékk vinnu við olíuver í Lýb- íu neitaði hann að fara með; hann hafði hrifist af stúlku frá Dallas og komst inn í einn besta skóla Dallas, St, Marks-skólann, vegna þess hve snjall hann var í ruðningi. Eins og þeir vita sem séð hafa Tommy Lee Jones á hvíta tjaldinu er hann fráleitt rum- ur, en var aftur á móti snar í snúningum, lipur og fljótur að hugsa, sern dugði vel á vellinum. I skólanum þurfti hann aftur á móti að taka sig verulega á, því hann var Svipmyndir úr nokkrum kvikmyndum Jones, efst mynd úr Cobb, þá Flóttamanninum, Natur- al Born Killers, Good Old Boys, sem hann leik- stýrði sjálfur, og loks Batman Forever þar sem hann lék á móti Jim Carrey. of smávaxinn til að geta farið í atvinnu- mennsku í ruðningi, en hann segist alltaf hafa dreymt um það að verða frægur ruðn- ingskappi og segist reyndar dreyma um það enn þann dag í dag. Þá var hitt áhugamál- ið eftir, leiklistin, og hann fór til New York að reyna fyrir sér á Broadway. Það tók hann ekki nema tíu daga að fá smáhlutverk og smám saman náði hann að framfleyta sér með leik í sápuóperum og festi ráð sitt. Fyrsta kvikmyndahlutverkið fékk hann í New York 1970 þegar hann lék herbergisfé- laga Ryans O’Neals í Ástarsögu. Ekki gerði það hann heimsfrægan og sápurnar tóku við aftur. Hann segist hafa reynt fyrir sér með grúa hlutverka, sem voru sniðin fyrir hann að eigin mati, en fékk ekkert bita- stætt. Á endanum gafst hann upp á New York, hjónabandinu og hnignuninni á Broadway og hélt til Los Angeles að reyna fyrir sér. Illmenni eða kaldrifjuð andhetja Þrátt fyrir augljósa hæfileika gekk hon- um ekkert frekar að komast í veigamikil hlutverk í Los Angeles en í Néw York og iðulega var hann mun betri en hlutverkin kröfðust, til að mynda þegar hann lék Howard Hughes eða Gary Gil- more, og starfaði mikið í sjón- varpi, sem þykir ekki par fínt þar í borg. Smám saman tóku kvik- myndagerðarmenn eftir honum og hann fór að fá stærri hlutverk, en alltaf sem illmenni eða kaldrifjuð andhetja, hann þótti ekki nógu viðkunnanlegur til að hreppa hetjuhlutverkið. Þegar tekjurnar urðu öruggari keypti Jones sér búgarð á heima- slóðum í Texas, kann enda hvergi betur við sig en einmitt þar. „Þeg- ar ég komst á það stig að geta búið hvar sem er,“ sagði hann, „vildi ég bara búa heima,“ en búgarðurinn er tæpa 200 kíló- metra frá heimabæ hans. Það er alsiða að ríkar stjörnur kaupi sér slíka búgarða, meðal annars til að komast frá Los Angeles reglu- lega og hvílast. Þangað fluttist Jones aftur á móti með eiginkonu sinni, Kimberlea Cloughley, og þar vill hann helst vera; ef hann er ekki í myndatökum er hann heima á búgarðinum við hesta- rækt, girðingavinnu, geita- eða dádýraveiðar, eða hann berst við illgresi og uppblástur. Meðal helstu áhugamála Jones er póló- íþróttin, sem er aðalsíþrótt víðast hvar, en á sér 115 ára hefð í Tex- as og vinsæl þar. Mesta athygli vestan hafs vakti Jones fyrir leik sinn í sjónvarps- myndunum Lonesome Dove, en þar má segja að hann hafi leikið sjálf- an sig; einskonar kúreka með skráp, sem segir fátt og hugsar sitt. Leiksljórn Tommy Lee Jones hefur einnig reynt fyrir sér í leikstjórn og þannig leikstýrði hann sjálfum sér í kvikmyndinni Good Old Boys og samdi að auki handritið. Myndinni var prýðilega tekið og hann hyggur á frek- ari leikstjórn, segist meðal annars hafa hug á að gera einskonar framhald af John Wa- yne myndinni The Searchers, og þá rétt framhald, því hann segir að sú sé mjög vit- laus, talsmáti og klæðaburður allur út í hött. Öll slík smáatriði skipta hann miklu máli, þó hann geti tekið því létt þegar aðr- ir eru að gera skyssurnar. Þannig spaugar hann með það að þegar hann lék í Batman Forever hafi hann þurft að sitja í förðunar- stólnum í fjóra tíma og þegar kom að kvik- myndatöku var handritið varla tilbúið og síðan tók takan fimm mínútur. „Það var þó gaman að sjá sviðsmyndina,“ sagði hann í viðtali fyrir skemmstu, „hún var eins þrír íþróttaleikvangir og vélarnar gríðarstórar, þannig að það var bara skondið að sögu- þráðurinn væri Iapþunnur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.