Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.08.1995, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA fltatyptiiHb&ifr 1995 FIMMTUDAGUR 10.ÁGÚST BLAÐ D FRJALSIÞROTTIR / HM I GAUTABORG Boul- merka hélt sínu striki ÓLYMPÍUMEISTARINN í 1.500 metra hlaupi kvenna Hassiba Boulmerka gerði sér lítið fyrir í gær og sigraði í úrslitum 1.500 metra hlaups kvenna á heimsmeistartmótinu í Gautaborg og kom sá sigur fáum á óvart. Hún átti þó í hörkubaráttu við bresku stúlk- una Kelly Holmes á lokasprett- inum, en gaf hvergi eftir og kom fyrst í mark á 4:02,42 mín., en breska stúlkan var á 4:03,04 mín. Á síðasta heimsmeistara- móti í Stuttgart varð Boul- merka að gera sér þriðja sætið að góðu. Evrópumeistarinn í 10 km hlaupi kvenna, Fernanda Ri- beiro frá Portúgal sigraði af öryggi 10 km hlaupinu í gær. Hún tók forystu í hlaupinu þeg- ar sex hringir voru eftir og hélt Ólympíumeistaranum Der- artu Tulu frá Eþíópíu fyrir aft- an sig það sem eftir var. Ri- beiro kom í mark á 31:04,99 min. Allt um HM / D2,D3 KAPPROÐUR Anna Lára í tólftasæti Anna Lára Steingrímsdóttir hafnaði í 12. sæti á heims- meistaramóti 16 til 18 ára í kapp- róðri, sem fram fór í Póllandi um helgina en keppendur voru 21 í hennar flokki. Eftir að Anna Lára hafði sigrað sinn riðil í undankeppn- inni fór hún beint í úrslit en hefði annars lent í milliriðlum. „Ég var að keppa í stóru móti helgina áður og „toppaði" þá en var að koma niður. Mér gekk vel fyrst en seinni riðlarnir voru sterkari," sagði Anna Lára, „Þetta hvetur mig til að halda áfram og nú er bara að æfa. Reyndar er ekki vitað um mót á næsta ári en það kemur í ljós með vorinu." Reuter ALSIRSKA stúlkan og Ólympíumeistarinn í 1.500 m hlaupi, Hasslba Boul- merka, gat ekki leynt gleöi sinni yfir því að hafa loks slgrað á heimsmeistar- móti í 1.500 metra hlaupi. Á síðasta móti fyrir tveimur árum í Stuttgart varð hún að gera sér þriðja sætið að góðu. Okurleiga á ÓL í Atlanta '96 BORGARSTJORINN í Atíanta í Bandaríkjun- um þar sem næstu Ólympíuleikar fara fram — 1996, Bill Campell, er æfareiður útí íbúðareig- endur í borginni sem ætla að hækka leiguna verulega þegar kemur að leikunum og lofaði þvi að borgaryfirvöld hefðu ekki sagt sitt síð- asta orð. Eitt af leigufyrirtækjunum hefur sagt leigj- endum sínum að f lytja eða borga um 189 þús- und krónur á mánuði í fjóra mánuði næsta ¦ sumar en sumir leigjendur þar borga um 25 þúsund fyrir einstaklingsíbúðir. Annað fyrir- tæki framlengir aðeins samninga í sex mánuði svo að íbúðirnar verði lausar fyrir leikana. „Við niununi ekki sitja hjá og láta líðast að fólk notfæri sér samborgara sina og geri ógeðslega hluti sem eru ekki sæmandi borg- inni og Olympíuleikunum," sagði Campell en það er hinsvegar ekki vist að borgaryf irvöld geti gert neitt í málinu. í fylkinu Georgíu, þar sem Atlanta er, voru sett lög í fyrra sem banna að sprengja upp verð á hótelherbergjum en hins vegar eru engin slik lög yfir ibúðir. Of stutt mara- þonhlaup MARAÞONHLAUP kvenna var fyrsta keppnis- grein heimsmeistaramótsins sl. laugardag og þar sigraði Manuela Machado frá Portúgal mjög ðrugglega. Hins vegar fær hún og aðrir keppendur ekki tíma sína staðfesta því hlaup- ið var 400 metrum of stutt. Vegna misskiln- ings á meðal vallarstarfsmanna þá voru kon- urnar aðeins látnar hlaupa þrjá hringi á vellin- um í stað fjögurra áður en þær fóru útaf leik- vanginum. Drechsler hætti í sjö- þrautinni ÞETTA heimsmeistaramót ætiar ekki að verða þýsku frjáisíþróttakonunni Heike Drechsler fengsælt né gleðiríkt. Eftir að hafa verið árum saman fremsti langstökkvari heims i kvenna- flokki þá brá svo við að þessu sinni að hún komst ekki í 8 manna úrslit í greininni. I gær hætti hún siðan keppni sjöþraut að loknum þremur greinum. Hún meiddist í ökkla i ann- arri grein, hástökki, harkaði af sér og tók þátt í næstu grein, kúluvarpi. En að kúluvarpinu loknu ákvað nún að fengnu samráði við fSður sínn og þjálfara, Erich Drechsler, að hætta. KNATTSPYRNA Eric Cantona vill fara Franski knattspyrnukappinn Eric Cantona hjá Manchester United bað stjórn félagsins að leysa sig undan samningi en var neitað. Óskin kom í kjölfarið á því að enska knattspyrnusam- bandið bað Manchesterliðið um útskýringar hvers vegna Cantona, sem er í banni fram í október ' vegna árásar á áhorfanda, lék fyrir luktum dyrum æfingaleik gegn Rochester 25. júlí. Sambandið hefur þegar lýst því yfir að það muni ekki gera neinar ráðstafanir vegna atviksins og segir að skýringar Manchester manna, að leikurinn hafi verið óformlegur, séu góðar og gildar. Cantona er hins vegar svekktur og segist ekki telja sig eiga neina framtíð í Englandi og bað um sölu. Stjórn félagsins neitaði bón Frakkans og gat varla annað því hún hefur þegar verið gagnrýnd harkalega fyrir að selja raul Ince og Mark Hughes og fyrir utan það hafa staðið yfir viðræður um sölu á Andrei Kanchelskis. „Ég vil einfaldlega hafa Cantona í liði mínu og hann veit það," sagði Ferguson í viðtali. „Við höfum rætt við hann og lögfræðing hans og náð að róa Cantona aðeins. Við ræðum meira við hann næstu daga og vonandi verður hann áfram." Engu að síður haf a mörg erlend lið hlaupið til og vitað er að þó að búið sé að loka fyrir sölur á ítalíu, þannig að leikmenn sem skrifa undir núna mega ekki spila fyrr en í nóvember, kæmi það ekki svo mikið að sök því sem fyrr sagði er Cantona í banni fram í október. Massiom Moratti, for- seti Inter á ítalíu, hefur ekki far- ið leynt með það að hann sé til í að kaupa Cantona á sama tíma og hann hefur greitt 700 milljónir fyrir Paul Ince. Moratti hefur þó lofað að tala ekki við Cantona um sölu ef Manchester vill ékki selja hann og þá vegna heiðarleika og virðingu. Hann tók hins vegar fram að ef Cantona yrði falur, væru ítalirnir reiðubúnir. KNATTSPYRNA: KR TAPAÐI í FIMM MARKA LEIK í LÚXEMBORG / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.